Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 35

Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 35 MAL AÐ LINNI? eftirlngvar Þorsteinsson Vandamál iðnaðar á Islandi Öll áhersla hefur verið lögð á físk- veiðar og fiskiðnað, en lítil sem eng- in á annan iðnað. Ef fiskurinn bregst, t.d. af völdum kjarnorku- slyss, er engin önnur atvinnugrein sem þjóðin getur treyst á, enda fátt gert til að koma fótunum undir ann- an gjaldeyrisskapandi rekstur í land- inu. Niðurgreiðslur til iðnfyrirtækja þekkjast í öllum samkeppnislöndum okkar á meðan iðnrekstri hér er ekkert hjálpað. Mjög illa er búið að íslenskum iðnaði, sem greiðir hæstu vexti, fasteignagjöld og rafmangs- verð (3 á móti 1 í samkeppnislönd- um). Aðstöðugjaldið hafði slæm áhrif og er enn að angra iðnfyrirtæk- in. Ef litið er á eiginfjárstöðu iðnfyr- irtækja frá 1970 til 1992 má sjá að hún hefur farið úr u.þ.b. 80% niður í allt að 0% og jafnvel neðar. Þegar iðnaður er til umræðu er einblínt á nýjan iðnað í stað þess að nýta þá kunnáttu og þekkingu sem til staðar er. Vegna þess hversu illa er búið að iðnrekstri í dag er hætta á að ómetanleg reynsla og þekking glatist innan tíðar. Sem dæmi um slíkan iðnað má nefna fata-, ullar- og skinnaiðnað, skipa- smíði, rennismíði, járniðnað, skó- smíði, húsgagnagerð, prentiðnað o.fl. Tillögur til lausnar Gera þarf íslensk iðnfyrirtæki samkeppnishæfari, t.d. með lægra raforkuverði sambærilegu við það sem útlendingar fá. Veita þarf hag- stæðari lán á lægri vöxtum til upp- byggingar iðnaðar. Nýta betur þekk- ingu þeirra, sem hafa starfað hér að iðnaði um lengri tíma og fá þá til að leggja fram hugmyndir og til- lögur til úrbóta. Mikilvægt er að glata ekki þeim iðnaði sem er í land- inu í dag og því er nauðsynlegt að bæta stöðu hans. Ferðamannaiðnaður getur átt hér mikla möguleika. Til að laða að út- lendinga mætti t.d. bjóða erlendum stórfyrirtækjum að senda hópa til landsins á lágum flugfargjöldum. Þessir aðilar myndu áreiðanlega eyða heilmiklu í aðra hluti hér á landi. Á sama hátt mætti auka möguleika á ráðstefnuhaldi á ís- landi. Leggja ætti rækt við fískeldi með framtíðina í huga, þrátt fyrir byij- unarörðugleika greinarinnar. Nýta mætti betur þær vatnsauðlindir sem við eigum, s.s. með eflingu gróður- ræktar og byggingu heilsugæslu- stöðva. Ýmislegt annað má nefna, t.d. uppbyggingu smáiðnaðar upp til sveita og í minni bæjarfélögum. Útflutning þyrfti að auka til muna og eigum við þar mörg ónýtt tæki- færi. Má þar nefna matvælaiðnað, þar sem við eigum ómengaðar afurð- ir og þekkingu til að framleiða úr þeim fullunna rétti. Ýmsir möguleik- ar eru á vinnslu hráefnis, kjöt- og fiskafurða, sem markaðssetja mætti á erlendri grund. Tækniþekking í landinu er mjög góð og má þar m.a. benda á þann góða árangur sem náðst hefur við hjartaaðgerðir og glasafijóvgun. Þessa þekkingu getum við selt öðr- um þjóðum. Allt þetta og fleira gæti skapað þjóðinni tekjur og aukið atvinnu landsmanna. Ef ekkert verur að gert lendir ríkið fljótlega í sams konar vandræðum og bæjarstjóm Bolungarvíkur stóð frammi fyrir á dögunum, þegar hún kom til Reykja- víkur til að biðja um áframhaldandi vinnu fyrir sig. Eða hvernig á að greiða opinberum starfsmönnum laun, þegar öll fyrirtækin í landinu eru horfin og Jón Sigurðsson búinn að loka fyrir yfirdráttinn í Seðla- bankanum? Á þá e.t.v. að taka ný erlend lán? Ríkisrekstur Hugsum okkur fjölskyldu, sem hefur kr. 200.000 til ráðstöfunar á mánuði. Fjölskyldufaðirinn kemur Ingvar Þorsteinsson „Er ekki kominn tími til að stíga skref fram á við, efla atvinnuvegi landsins og búa í hag- inn fyrir íslendinga framtíðarinnar?“ heim, leggur peningana á borðið og segir: „Þið takið þá peninga sem þið þurfíð og reynið að láta þetta duga yfír mánuðinn. Nú ef ykkur tekst það ekki, þá tek ég bara lán fýrir því sem upp á vantar." Hvernig ætli þessari fjölskyldu vegni til lengri tíma? Svarið er nokkuð augljóst: slíkt frelsi er óstjórn og ekkert annað. Ef litið er á rekstur ríkisins í dag virðist þjóðarbúið einmitt rekið með slíkum hætti. Það er ljóst að víða má spara og standa betur að málum en nú er gert. Miklu fjármagni hefur verið eytt í óarðbær og/eða ótímabær verkefni. Má þar nefna kaupin á Víðishúsinu, Rúgbrauðsgerðarhús- inu og Útvegsbankabyggingunni, byggingu Þjóðarbókhlöðu og endur- bætur Þjóðleikhússins. Skipuleggja þyrfti betur rekstur hinna einstöku ríkisfyrirtækja, s.s. skóla, sjúkra- húsa, ríkisútvarps og sjónvarps, Pósts og síma, Landhelgisgæslunnar o.fl. Örugglega mætti minnka yfír- byggingu þessara fyrirtækja og stofnana og spara í daglegum rekstri með auknu aðhaldi, útboðum og meiri aga. Starfsmönnum þarf að fækka og í staðinn skapa atvinnu- tækifæri við verkefni sem skapa þjóðarbúinu tekjur. Jafnvel mætti skoða þann möguleika að þessi fyrir- tæki tækju að sér verkefni, sem væru gjaldeyrisskapandi fyrir þjóð- ina. Ekki má heldur gleyma því að gjaldeyrissparandi störf eru ekki síð- ur mikilvæg en þau sem eru gjald- eyrisskapandi. Verslun með áfengi mætti breyta, þannig að ÁTVR væri ekki með sér- staka sölustaði heldur fengju ákveðnar verslanir söluleyfí að upp- fylltum settum skilyrðum. Dóms- kerfíð þyrfti endurskoðunar við, sér- staklega er varðar meðhöndlun sí- brotamanna. Fleira mætti nefna og þá kannski fýrst og fremst nauðsyn þess að fækka ráðherrum og alþing- ismönnum. Að lokum Ef ekki verður brugðist skjótt og vel við þeim vanda sem þjóðarbúið og fyrirtækin í landinu standa frammi fyrir, er hætta á að við töp- um sjálfstæði okkar þótt tungan haldist. Það hlýtur að vera eitthvað bogið við það að stærsti hluti þjóð- arinnar hefur atvinnu af öðru en þeim atvinnugreinum sem skapa þjóðinni tekjur. Hvaðan á fjármagn- ið að koma og hvernig á að reka þjóðarbúið ef fram heldur sem horf- ir? Er ekki kominn tími til að stíga skref fram á við, efla atvinnuvegi landsins og búa í haginn fyrir íslend- inga framtíðarinnar? Höfundur er iðnrekandi. l _ í -uam .c - .Á:^. Xf'iy . SÉRÍ Z ■■■■ o ] á tækjum og vélum fyrir fiskiðnað og sjávarútveg að SEUAVEGI2 ViÖ í Héðni- verslun bjóðum þér að koma í sýningarsal okkar og kynna þér fjölbreytt úrval af traustum vörum og þjónustu sem íslenskur fiskiðnaður og sjóvarútvegur hafa notiS í óratugi. Á sýningunni er m.a. Hótækni- búna&ur til stýringar og gæslu ó kæli- og frystikerfum, vökvamótorar o.fl. fyrir hóþrýsti-vökvakerfi, vatns-, sjó-, og slógdælur, rafsuöutæki og margt fleira óhugavert. Tæknimerm okkar veita þér fúslega allar upplýsingar um vöruna, varahlutaþjónustuna og annað sem þig fýsir aá vita. NOTAÐU TÆKIFÆRIP OG SKOÐAÐU ÞESSA SYNINGU LIKA! HÉÐINN VERSLUN SELJAVEGI 2 SÍMI 624260 Brottfarir á fimmtu- og föstudögum. Heimflug á sunnu- og mánudögum. Tilboö fyrir hópa: 2.000 kr. afsláttur á mann ef í hópnum i London býður allt sem hugurinn gimist. \itvíbyh tt • i i i ^ . , eru 15 manns efta ' í2nœturog Heimskunnar verslunargotur og hagstæö mnkaup. 3 dagad Aragrúi veitingastaða, pöbbar, skemmtistaðir, bestu fleiri. 40.000 kr. _T x. MœmtRoya!.** leikhús álfunnar, heimsfrægir söngleikir, ^ næturklubbar, operur, tonleikar, rotbolti, viðkunn söfn um allt milli himins og jarðar. I London bjóöum viö gistingu á eftirtöldum gæöahótelum: St. Giles, Mount Royal, Clifton Ford, Rathbone og Regent Park Marriott. spamaöur fyrir 20 manna hóp. *M.v að greitt sé með mirmst 14 daga fyrirvara. Innifalið er flug, gisting, morgunverður og flugvallarskíittar. Böm, 2ja -11 ára, fö 12.0(X) kr. í afslátt. Böm að 2ja ára aldri greiða 3.000 kr. Enginn bókunarfyrirvari. Forfallagjald, 1.200 kr., er ekki innifalið í verði. Forfallagjald er valfrjálst en Flugleiðir hvetja farþega til að greiða það til að firra sig óþarfa áhættu. _ **Verð miðast við gengi 6. ágúst 1993. Hafðu samband við söluskrifstoíur okkar, umboðsmenn um allt land, ferðaskrifstofurnar eða í síma 690300 (svarað alla 7 daga vikunnar frá kl. 8 -18.) QATLAS'® FLUGLEIDIR Traustur íslenskur ferðafélagi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.