Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 36
36
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
INNHEIMTA VSK.
eftir Pétur
Sigurðsson
Innheimta virðisaukaskatts
Nú þegar meira en þijú og hálft
ár er liðið frá upptöku virðisauka-
skatts er ekki úr vegi að skoða
hvemig gengið hefur að innheimta
þann skatt.
Hér á eftir koma fram upplýs-
ingar úr greinargerð fjármálaráðu-
neytisins um reynsluna af upptöku
virðisaukaskatts með tilliti til inn-
heimtuárangurs fyrstu tvö árin.
Óinnheimtar eftirstöðvar áranna
1990 og 1991 eru tæplega 2,2 millj-
arðar kr. af álagningu að fjárhæð
rúmlega 83 milljarðar kr. eins og
sjá má í töflu 1. í þessum tölum
eru meðtaldar kröfur á þrotabú sem
ekki reyndist unnt að sérgreina og
áætlanir.
getur tekið að fá rétt skýrsluskil og
í mörgum tilvikum fást þau alls
ekki, t.d. vegna þess að viðkomandi
aðili er hættur starfsemi. Af þessum
ástæðum sitja inni í kerfinu um-
framáætlanir sem safnast upp í
eftirstöðvum.
Færri áætlanir
Þegar álagning árið 1993 er
skoðúð má sjá áætlanir á rekstrar-
aðila sem hættu starfsemi vegna
gjaldþrots í bytjun ársins 1992.
Samt er enn verið að áætla á þessa
aðila.
í úrskurði ríkisskattstjóra frá 12.
sept. 1991 segir að ef ljóst er þeg-
ar við upphaf gjaldþrotameðferðar
að skattskyld velta þrotabús verði
engin meðan á skiptum stendur þá
geti skattstjóri samþykkt beiðni
bússtjórnar um að virðisaukaskatts-
númer búsins verði fryst, þ.e. núm-
erið geymt og skylda til að skila
skýrslum felld tímabundið niður. í
meðferðar en skiptalok dragast á
langinn.
Skýrsla Ríkisendurskoðunar
í skýrslu Ríkisendurskoðunar
vegna endurskoðunar ríkisreikn-
ings fyrir árið 1991 er bent á að
þó svo að áætlanir séu stór hluti
af eftirstöðvunum þá sé hér um að
ræða mjög alvarlega þróun sem
sporna ber við strax. Í lögum um
virðisaukaskatt sé að finna mjög
sterk innheimtuúrræði, t.d. heimild
til að loka fyrirtækjum sem skulda
virðisaukaskatt.
Skoðum því næst töflu þar sem
reynt er að meta áhrif áætlana á
innheimtuhlutfall. Er það gert á
þann hátt að áætlanir eru dregnar
frá álagningu. Enn fremur er miðað
við að allar innborganir hafi verið
vegna álagningar samkvæmt
skýrslum en ekki vegna áætlana.
Áætlanir eru einnig dregnar frá
eftirstöðvum.
„Af þessari grein má
ráða að vel gangi að
innheimta virðisauka-
skattinn þó auðvitað
megi alltaf gera betur.
Með því að nota upplýs-
ingatækni væri hægt að
fækka áætlunum. Ljóst
er að mikið af eftir-
stöðvum eldri skatt-
skulda er glatað fé og
vekur það upp spurn-
ingar hvort ekki þurf i
að breyta því inn-
heimtukerfi er við bú-
um nó við.“
úrræðum. Einnig verður að taka
með í reikninginn ijölda gjaldþrota
vegna efnahagsástandsins ásamt
fyrirtækjum sem áætlað er á en
hefja aldrei starfsemi.
Gera má ráð fyrir að eftirstöðvar
af höfuðstól án umframáætlana séu
Virðisaukaskattur, höfuðstóll og innheimta.
Höfuðst.
álagningar 31. des. Eftirst. Innheimtu-
Ár (Upph. í m.kr.) án álaga ‘) árið eftir höfuðstóls hlutfall %
1990 .......... 38.980 38.078 902 97,7
1991 .........r. 44.118 42.834 1.284 97,1
Samtals ........ 83.098 80.912 2.186 97,4
') 5. mars 1991 fyrir árið 1990, 31. desember 1992 fyrir árið 1991.
Virðisaukaskattur, höfuðstóll án áætlana og innheimta.
Höfuðst Innheimt. Áætl. Áætl.
Áætl. álagn. 31. des. eftirst. innh,-
Ár (Upp. í m. kr.) skattst. án áætl.1) árið eft. án áætl. hlutfall
1990 ........... 651 38.329 38.078 251 99,3%
1991 .......... 907 43.211 42.834 377 99,1%
Samtals.......... 1.558 81.540 80.912 628 99,2%
‘) 5. mars 1991 fyrir 1990, 31. des 1992 fýrir árið 1991.
Áætlanir á rekstraraðila
í byijun mars 1991 voru áætlan-
ir fyrir árið 1990 um 651 millj. kr.
en 31. desember 1992 voru áætlan-
ir fyrir árið 1991 um 907 millj. kr.
I greinargerðinni er miðað við
stöðu áætlana þann 31. desember
1992 fyrir árið 1991 og við mars
1991 fyrir árið 1990. Nokkum tíma
þessum tilvikum skuli bústjórn við
skiptalok færa sérstakt bókhald
vegna virðisaukaskatts fyrir allan
tímann meðan á búsmeðferð stend-
ur og skila einni skýrslu fyrir allt
tímabilið.
Ennfremur segir að skattstjóri
geti einnig samþykkt að frysta
númer ef skattskyld velta á sér
aðeins stað á fyrstu mánuðum bús-
Gera megi ráð fyrir að þegar
tekið sé tillit til umframáætlana þá
séu óinnheimtar eftirstöðvar álagn-
ingar um eða innan við 1,5 milljarð-
ur kr. samtals vegna tveggja ára.
Gjaldþrot rekstraraðila
Talan 1,5 milljarður er vitaskuld
há tala en hafa ber í huga að ekki
er ávallt hægt að koma við lokunar-
500-700 millj. kr. vegna hvors árs
þ.e.a.s. vegna áranna 1990 og
1991. Þar af er einhver hluti hjá
aðilum sem teknir hafa verið til
gjaldþrotaskipta.
Fróðlegt að hafa í huga að árið
1991 voru eftirstöðvar af eldri
skattskuldum taldar nema um
10-12 milljörðum króna. Að vísu
var þá helmingur þessarar fjárhæð-
Félagafrelsi og lífeyrir
Opið bréf til félagsmálaráðherra
eftir Sigvrjón Helga
Kristjánsson
Nýlega féll dómur í máli Sigurð-
ar Siguijónssonar gegn bifreiða-
stjórafélaginu Frama, sem vekur
upp nokkrar spurningar varðandi
lífeyrisréttindi hins almenna borg-
ara.
Lífeyrissjóður bifreiðastjórafé-
lagsins Frama stendur höllum fæti,
og hafa nokkur stéttarfélög boðið
(?) félögum að ganga í þeirra Iífeyr-
issjóð gegn því að sætta sig við 50%
skerðingu á áunnum lífeyrisréttind-
um og kjörum.
Ég fæ ekki betur séð en að hér
sé um gróft brot að ræða, þar sem
a) lífeyrisréttindi eiga að færast á
milli sjóða, b) að í lögum um lífeyris-
sjóði og lífeyrisréttindi stendur, að
ráðherra ákveði, í hvaða lífeyris-
sjóði menn skuli vera, er tryggir
lágmarksréttindi, og ef viðkomandi
standi utan félags beri honum að
greiða iðgjöld sín í söfnunarsjóð líf-
eyrisréttinda.
Þetta vekur upp þær spurningar,
hvort fyrirrennarar hæstvirts nú-
verandi félagsmálaráðherra hafi
ekki sofnað á verðinum hvað varðar
val á sjóðum, sem tryggja kjör og
lífeyrisréttindi hins almenna borg-
ara, og hvort eigi ekki að höfða
opinbert mál gegn þeim aðilum eða
þeim sem áttu að standa vörð um
viðkomandi sjóð? — Nema höfða
ætti mál gegn báðum aðilum.
Hver ber ábyrgð á svona glund-
roða? Hver er tilgangurinn með að
greiða í svona sjóð, sem ekki er
tryggður nema að nafninu til í lög-
um?
Til eru fordæmi fyrir því nú þeg-
ar, í öðru tilfelli en í máli Sigurðar
Siguijónssonar, að menn hafi ekki
gengið í stéttarfélag og hafi ekki
greitt í jöfunarsjóð lífeyrisréttinda,
heldur áleit eitt stéttarfélag sig
hafa rétt á að skikka viðkomandi
starfsmenn að greiða í þeirra lífeyr-
issjóð. Sem sagt það er ekkert val-
frelsi til og stjórnarskráin virt að
vettugi.
í mínu fyrra starfí var ég trúnað-
armaður fyrir eitt af stéttarfélögum
þessa lands, og bar svo við að vinnu-
félagi minn vann slík störf að
menntun hans nýttist í starfi.
Honum var meinað um að vera
í viðkomandi fagfélagi og greiða
iðgjöld sín til þess. Hann var skikk-
aður, af hálfu ríkisins, að taka Iak-
ari kjör og réttindi, þó svo að ríkið
hefði gert samning við viðkomandi
stéttarfélag.
Ef fullkomið réttlæti ríkti hér á
landinu, myndu allir greiða skatta
af þeim gjöldum, sem renna til at-
vinnuleysistryggingasjóðs, en ekki
Stretsbuxur
kr. 2.900
Mikid úrval af
allskonar buxum
Opið ó laugardögum
kl.ll-16
TOG-
VINDUR
• Hágglunds Lidan sérhæfir sig í smíði á togvindum
með mótorum frá Hágglunds Drives.
• Hágglunds Liden byggir á áratuga reynslu og þekkingu.
•Togvindur frá 8-50 tonn.
• Sjálfvirk vírastýri. Sjálfvirkar bremsur.
Allar vindur sandblásnar og galvanhúðaðar.
Leitið upplýsinga hjá sölumönnum okkar.
Vélaverkstæði Sig. Sveinbjörnssonar hf.
SKEIÐARÁSI • 210 GARÐABÆ • SÍMI: 91-65 88 50 • FAX: 91-65 28 60
Pétur Sigurðsson
ar glatað fé. í maí árið 1991 kom
fram hjá fjármálaráðherra að það
kæmi til greina að semja við sér-
staka innheimtumenn, eins og
bankarnir gera, til þess að herða á
innheimtunni.
Það væri fróðlegt að kanna hvort
tengsl séu á milli og hvort það séu
sömu fyrirtækin sem ekki skila
skattskýrslu og þau sem síðan er
áætlað á og fara í gjaldþrot seinna
meir.
Af þessari grein má ráða að vel
gangi að innheimta virðisauka-
skattinn þó auðvitað megi alltaf
gera betur. Með því að nota upplýs-
ingatækni væri hægt að fækka
áætlunum. Ljóst er að mikið af eft-
irstöðvum eldri skattskulda er glat-
að fé og vekur það upp spumingar
hvort ekki þurfi að breyta því inn-
heimtukerfí er við búum nú við.
Höfundur er rekstrarfræðingur
frá Samvinnuháskólanum á
Bifröst.
Sigurjón Helgi Kristjánsson
eingöngu þeir sem em sjálfstæðir
atvinnurekendur. Hér fer ríkið á
mis við mikla tekjulind.
Ennfremur er fólk beitt misrétti,
þegar það þiggur lífeyri, þar sem
allur lífeyririnn er skattlagður, en
ekki eingöngu 60% hans, eins og
ætti að vera, þegar búið er að skatt-
leggja tillegg viðkomandi sjóðsfé-
laga og tvísköttun bönnuð. — Þó
svo að slíkt væri fullkomlega rétt-
lætanlegt í þeim tilfellum, sem ein-
hver þæði lífeyri og hefði ekki greitt
í lífeyrissjóð.
Af hveiju mega landsmenn ekki
nota öll 10% sjálfir, og veija þeim
á þann hátt sem þurfa þykir. T.a.m.
til húsnæðiskaupa eða verðbréfa-
brasks, sem gæti gefíð góðan ávöxt,
sem og skattskyldar vaxtatekjur,
og væri ríkinu í hag. Ennfremur
myndi slík staða hækka tekju-
skattsstofninn um 6%, þar sem hluti
atvinnurekenda kæmi strax til
greiðslu. Þess í stað myndu menn
afsala sér lífeyriskröfum á hendur
Tryggingastofnun, og minnka álag-
ið á ríkinu.
Allra virðingarfyllst.
Höfundur er stéttarfélagi án
umsóknar.