Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 37

Morgunblaðið - 16.09.1993, Side 37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 37 Minning Gunnar Sverrisson Fæddur 30. október 1936 Dáinn 5. september 1993 Gunnar Sverrisson var einstakur maður og einnig sérstakur. Oft kom hann til okkar hjóna og var nokkra daga og hugmyndaríkur var hann, svo að stundum varð hann mér undrunarefni og nú í dag er ég rita þessar línur við andlát hans er ég guði þakklátur fyrir að hann skyldi koma í minn veg. Hann skildi eftir hvert sinn svo skemmtilegar hugs- anir og hugdettur. Hann fór ekki alfaraleið.Gunnar var leitandi mað- ur. Hann trúði á allt hið góða og gat ekki hugsað sér annað en allir væru góðir og jafnvel þótt hann ræki sig á annað og ætti erfitt með að trúa því, komu orðin í faðirvor- inu fljótt: Fyrirgef... Gunnar Sverrisson var fæddur í Reykjavík 30. október 1936. For- , eldrar hans voru María Magnús- ■ dóttir, kjördóttir Magnúsar Benj- amínssonar úrsmiðs, frá Stekkjar- ! flötum í Eyjafirði og konu hans 1 Sigríðar Einarsdóttur, sem ættuð var úr Vestur-Skaftafellssýslu. Hin- ir sönnu foreldrar Maríu voru Hall- I fríður Guðmundsdóttir frá Skarði í Lundarreykjardal og Lárus Gísla- son frá Vagnstöðum í Suðursveit, síðar búandi á Eskifirði. Faðir Gunnars -var Sverrir Sigurðsson, Magnúsar læknis um mörg ár á Patreksfirði og konu hans Esterar Helgu Hansen veitingamanns á Akureyri og voru systkini Sverris fímm. Gunnar ólst upp í Reykjavík og þar var vettvangur hans. Þótt Gunnar hefði til þess hæfileika fór það svo að langskólaganga var hon- um fjarlæg. Hann þurfti í svo mörg horn að líta að erfitt var fyrir hann að hasla sér völl á einu sviði. En j mörgu gaf hann gaum. Land sitt og þjóð hafði hann alltaf efst í huga, var trúaður og vildi öllum vel. Hann ( sem sagt geymdi barnið, drenglynd- ið, í hjarta sínu ávallt. Hvað sem á gekk í lífi hans, hafði hann ekki ( áhyggjur af komandi degi, hugsaði sitt og bað sínar bænir. Gunnar orti mikið á tímabili, rit- aði greinar og smásögur sem birt- ust í blöðum og tímaritum og fimm síðustu árin sem hann gekk heill til skógar gaf hann út fjórar bæk- ur, sem voru 60-70 bls. hver, í góð- __________Brids____________ Umsjón Arnór G. Ragnarsson Bridsfélag Hornafjarðar Starfsemi félagsins hófst með eins kvölds Jöklatvímenningum 5. og 12. september, en þeir eru undanfarar . Opna jöklamótsins 1993 sem haldið ' verður á Hótel Höfn helgina 24. og 25. september nk. Góð peningaverð- laun eru í boði auk annarra verð- ( launa. Nánari upplýsingar og við skráningu taka Sigurpáll í vs. 97-81701 og hs. 97-81911 og Elín ( (BSÍ) 91-619360. Órslit í Jöklatvúnenningi 1: Gunnar Páll Halldórsson - Jón Níelsson 131 Ragnar Snjólfsson - Bjami Þórhallsson 121 GísliGunnarsson-IngvarÞórðarson 117 Órslit i Jöklatvimenningi 2: Helgi H. Ásgrimsson - Sigurpáll Ingibergsson 125 AuðurJónasdóttir-JónAxelsson 123 Ólafur Magnúss. - Ragnar „fellibylur" Bjömss. 115 Meðalskor 108. Vetrar-mitchell Vetrar-mitchell Bridssambands ís- lands hefst föstudagskvöldið 17. sept- ember nk. Eins og undanfarin ár verða spilaðar eins kvölds keppnir með tölvu- útreikningi og spilamennska hefst kl. 19. Spilað er í húsi Bridssambands . íslands, Sigtúni 9 og allir eru velkomn- * ir. Aðstoðað er við myndun para ef menn eru stakir. Skráning er á staðn- um. Bridskvöld byrjenda Bridskvöld byijenda verða á sunnu- ( dagskvöldum í vetur í Sigtúni 9. Spil- aðar verða eins kvölds mitchell-keppn- ir og keppnisstjóri verður Kristján Hauksson. Byijað er að spila kl. 19.30. Bridskvöld byrjenda eru ætluð þeim sem eru að byria að spila keppnisbrids um og skemmtilegum frágangi. Þar kom hann á framfæri sínum við- horfum til hins daglega lífs og í hveiju og einu var uppistaðan þegn- lyndi, trúin á framtíðina, og það væri hægt að gera tilveruna betri. Allar þessar bækur færði hann okk- ur hjónum og útskýrði margt. Það væri freistandi að birta úr ljóðum og hugleiðingum hans, en þess er ekki kostur í stuttri kveðju. I ljóðinu Hljómfall sköpunarverks- ins segir hann: Skapari minn - skapari himins og jarðar, broddur þinn er krydd lífsins. Þakka þér fyrir upphaf þeirra lífdaga er upplifðust misvegu í forgengileika en voru sem forleikur betri fijóvgandi daga. Ó, guð, ó, guð, hve sköpunarverk þitt í hinum ólíku fjölmyndum sínum er dýrlegt. Faprt hljómfall - fagurt hljómfall sköpunarverks þíns, háttbundin hrynjandi þess varir - já, varir að eilífu. Þannig var Gunnar og til að gera lífi hans einhver skil dugir ekki lít- il grein. Hann gaf mér mikið, ferskan og hreinan tón inn í tilveru mína. Benti á hve oft væri létt að bæta um ef hjartað væri á réttum stað. Líf hans var ekki ætíð dans á rósum, en hann bætti það upp með æðruleysi og sérstöku brosi. Og þó að ekki hafí allir skilið tilgang orða hans, hafa þessar bækur hans orðið mér umhugsunarefni. Og eitt er víst að ef margir hefðu átt hugarfar Gunn- ars og velvilja, væri margt öðruvísi í samfélagi okkar í dag. Ég er því þakklátur að hafa fengið að fylgja honum þann spöl sem við áttum samleið. Guð biessi hann á nýjum vettvangi. Þeir voru tveir bræðurnir, Magn- ús og hann. Magnús var honum sterkur i raunum hans hin seinustu ár. Gunnar var honum kær og við hjónin sendum Magnúsi heilhuga samúðarkveðjur og biðjum honum alls hins besta. Árni Helgason. Ég vissi ekki hveiju ég átti að svara, þegar ókunnur maður hringdi í mig fyrir allmörgum árum og spurði hvort hann mætti lesa fyrir mig ljóð eftir sig og heyra álit mitt á því. Hann kvaðst heita og vilja æfa sig áður en farið er í al- vöru keppnir. Allar nánari upplýsingar eru á skrifstofu Bridssambands ís- lands í síma 91-619360. Bridsfélag Kópavogs Sl. fimmtudag hófst vetrarstarfið með eins kvölds tvímenningi. Úrslit: HaukurHannesson-RagnarBjömsson 193 HeimirÞ. Tryggvason- Gísli Þ. Tryggvason 173 Jón Steinar Ingólfsson - Jens Jensson 171 Næsta fimmtudag verður aftur eins kvölds tvímenningur, en 23. september hefst þriggja kvölda hausttvímenning- ur. ( Sumarbrids 1993 Laugardaginn 4. september var spilaður einmenningur með þátttöku 36 spilara. Spilaðar voru 15 umferðir með 2 spilum á milli manna. Meðal- skor var 1.500 og bestum árangri náðu: GuðniEinarsson 1871 BjömÁrnason 1836 BiynjarJónsson 1811 EggertBergsson 1798 BjömAmarson 1726 Sunnudaginn 5. sepember spiluðu 18 pör í Sumarbrids. Spilaðar voru 9 umferðir með 3 umferðum á milli para. Meðaiskor var 216 og bestum árangri náðu: NS Geirlaug Magnúsdóttir - Torfi Axelsson 233 Halldór Þorvaldsson - Sveinn R. Þorvaldsson 232 Erlendur Jónsson - Sveinn Sigurgeirsson 227 AV BjömÁrnason-EggertBergsson 250 Arnar Guðmundsson - Jón Baldursson 243 JónHjaltason-JónlngiBjömsson 242 Mánudaginn 6. september var spil- aður tölvureiknaður mitchell með þátt- töku 36 para. Spilaðar voru 15 um- ferðir með 2 spilum á milli para. Með- alskor 420. Efstu pör voru: Gunnar Sverrisson. Ég tók dræmt í það að hlusta á ljóð hans og sagð- ist ekki geta dæmt um það eftir að hafa hlustað á það í síma, ég gæti ekki gert mér fulla grein fyrir ljóðum nema hafa þau fyrir framan mig. En hann sagði, að þetta væri stutt ljóð, svo að ég lét að lokum til leiðast að hlusta. Ljóðið var af vanefnum gert, höfundur kunni auðheyrilega ekki vel til verka, en samt voru innanum í því setningar og orð sem gáfu ljóð- inu líf og það leyndi sér ekki að á bak við allt saman var einlægni barns, þó röddin væri fullorðins manns, einlægni og gleði barns sem reynir að gera eitthvað fallegt og vonar að aðrir sjái fegurðina. Ég forðaðist að segja neitt ijótt um svo augljósa barnsmynd af fegurð lífs- ins, benti einungis á fáein tæknileg atriði sem betur mættu fara, en ítrekaði að ég gæti ekki dæmt af neinu viti um ljóð í gegnum síma. Hann lét það ekki á sig fá og hringdi aftur í mig nokkrum dögum síðar. Hann vildi fá að vita hvort það sem hann ætlaði nú að lesa fyrir mig væri betra en það sem hann hafði lesið fyrir mig nokkrum dögum áður. Ég sagði honum að mér væri meinilla við að hlusta á ljóð í síma. En hann sagði að þetta væri örstutt ljóð, svo ég lét aftur til leiðast að hlusta. Hann hafði greinilega mikla þörf fyrir, að ein- hver hlustaði á hann, og eftir því sem ég kynntist honum betur og átti við hann samræður í góðu tómi, varð mér ljósara hvílík lífsfylling NS Gylfi Baldursson - Jón Steinar Gunnlaugsson 596 Jón Stefánsson - Sveinn Sigurgeirsson 530 Óli Bjöm Gunnarsson - Valdimar Elíasson 464 AV Eðvarð Hallgrimsson - Jóhannes Guðmannss. 528 Cecil Haraldsson - Sturla Snæbjömsson 506 Júhannalsebam-GróaGuðnadóttir 478 Þriðjudaginn 7. september var spil- aður tölvureiknaður mitchell með þátt- töku 26' para. Meðalskor 270. Efstu pör voru: NS Anna ívarsdóttir - Kristjana Steingrimsdóttir 307 Ólína Kjartansdóttir - Hulda Hjálmarsdóttir 297 Guðm. Sv. Hemiannsson - Helgi Jóhannsson 296 AV SveinnR.Þorvaldsson-PállÞórBergsson 320 Lárus Hermannsson - Erlendur Jónsson 316 Ámína Guðlaugsdóttir - Bragi Erlendsson 314 Fimmtudaginn 9. september var spilaður tölvureiknaður mitchell með þátttöku 26 para. Spiluð voru 30 spil og var meðalskor 270. Efstu pör voru: NS Kristófer Magnússon - Albert Þorsteinsson 324 Karl Brynjarsson - Halldór Þorvaldsson 300 Viðar Jónsson — Hjálmar S. Pálsson 295 AV Sveinn R. Þorvaldsson - Páll Þór Bergsson 357 Rapheiður Nielsen - Helgi Samúelsson 332 Ólína Kjartansdóttir - Dúa Ólafsdóttir 322 Bridsfélag kvenna Sl. mánudag hófst vetrarstarf fé- lagsins með eins kvölds tvímenningi og mættu 28 pör. Úrslit urðu þannig: NS-riðill: Erla Sigvaldadóttir - Lovísa Jóhannsdóttir 224 Anna ívarsdóttir - Gunnlaug Einarsdóttir 216 Björg Pétursdóttir - Laufey Ingólfsdóttir 210 AV-riðill: Lálja Petersen—Nína Hjaltadóttir 219 Sigriður Pálsdóttir - Ingibjörg Halldórsd. 213 Freyja Sveinsdóttir - Sigriður Möller 210 Næsta keppni félagsins verður það var honum að leika sér að orð- um og fá aðra til að taka þann leik gildan, að í rauninni var hann ekki með fullu lífi án þess. Hann var fæddur 30. október 1936, sonur Maríu Magnúsdóttur, sem raunverulega var Lárusdóttir, ættuð úr Suðursveit í Austur- Skaftafellssýslu, en hún var kjör- dóttir Magnúsar Benjamínssonar sem var þekktur úrsmiður hér í Reykjavík. Faðir Gunnars var Sverrir, sonur Sigurðar Magnús- sonar læknis, sem ættaður var frá Viðvík í Skagafirði. Bróðir Gunnars er Magnús Sverrisson verslunar- maður og hefur hann fylgst vel með bróður sínum í veikindum hans á undanfömum árum. Eftir því sem ég komst næst af því sem Gunnar sagði mér um líf sitt, þegar við vorum orðnir vel kunnugir, hafði hann átt við bága geðheilsu að stríða frá bamsaldri. Af þeim sökum hafði bamaskóla- nám hans farið í handaskolum. Seinna vistaðist hann á ýmsum stofnunum, m.a. „við sundin blá“, einsog hann orðaði það á sínu skáld- lega máli, þar til hann hafði fengið þann bata með lyfjameðferð að hann var talinn fær um að sjá um sig sjálfur í almennu samfélagi. Þannig var staða hans, þegar hann hringdi í mig forðum daga og var að reyna að fóta sig með ljóðagerð í nýjum heimi sem hann þekkti varla nema af afspurn. Ljóðagerðin var haldreipi hans. Með listinni vildi hann sanna sjálfan sig. Og það tókst um skeið. Hann kunni að halda á penna og raða saman orðum á haglegan hátt, þrátt fyrir sundraða skólagöngu og margra ára sjúkleikastríð. Hann orti, skrif- aði smásögur og birti smágreinar í blöðunum. Síðan gaf hann þetta út í bókum undir mildum nöfnum: Vorbylgjur, Sólþing o.s.frv. Hann tók þátt í lífinu, venjulegu lífí, eins- og allir hinir. Hann hafði kynnst listinni í bernsku, því á heimili hans hafði listin verið í hávegum höfð, málverk meistaranna, sígild tónlist. Og þeg- ar ég kom fyrst í heimsókn til Gunn- ars í litlu kjallaraíbúðina, þar sem hann bjó einn í heimi raunveruleik- ans, sá ég litlar, vel gerðar myndir á veggjum, óhlutlægar (abstrakt) myndir eftir hann sjálfan. Þær höfðu að vísu verið gerðar á nám- skeiðum, en báru ótvírætt vitni um næma sjón. Nú sinnti hann slíku ekki lengur, því honum var meira í mun að yrkja og skrifa stuttar greinar um það sem var fagurt og gott, listsýningu sem hann hafði þriggja kvölda hausttvímenningur og geta pör skráð sig í símum 32968 (Ólína) og 10730 (Sigrún). Karlmenn eru einnig velkomnir. íslandsmótíð í einmenningi 2.-3. okt. 1993 Skráning í annað íslandsmótið í einmenningi í brids sem haldið verður helgina 9.-10. okt. nk. er hafin á skrif- stofu Bridssambands íslands. Skráningarfrestur er til mánudags- ins 4. október og er ekki tekið við skráningu nema greiðsla keppnis- gjalds sem er kr. 2.500 á mann fylgi með. Fyrirkomulag keppninnar verður svipað og á síðasta ári, spilað verður í riðlum en nú verður reiknað út með samanburði við alla hina riðlana. Allir skráðir keppendur fá sent afrit af kerfinu ásamt þeim útfærslum sem nota má í keppninni og allir verða að spila sama kerfi. Eintök af kerfinu verða póstlögð til þátttakenda í síð- asta lagi mánudaginn 4. október. Veitt eru gullstig í þessar keppni og keppt er um LA kaffi-farandbikar- inn. Spilað verður í Sigtúni 9. Bridsdeild Barðstrend- ingafélagsins Vetrarstarf deildarinnar hefst mánudaginn 20. sept. nk. með því að spilaður verður eins kvölds tvímenn- ingur. Mánudaginn 27. september hefst aðaltvímenningur deildarinnar, 5 kvölda. Spilað verður í Skipholti 70, 2. hæð, stundvíslega kl. 19.30. Spila- stjóri í vetur verður ísak Örn Sigurðs- son. Nýir þátttakendur eru velkomnir. Upplýsingar og þátttökutilkynningar hjá Olafi í síma 71374 á kvöldin. Bridsdeildin hefur gerst félagi í Bridssambandi íslands, svo spilarar fá áunnin stig skráð samkvæmt regl- um BSÍ. séð, tónleika sem hann hafði hlust- að á, því hann fylgdist vel með lista- lífinu, var í Tónlistarfélaginu og sótti tónleika þess dyggilega. Hann vildi vera einn, sagði hann mér. En var hann fær um það? Nægði listin til að hjálpa honum yfir torfærurnar í sjálfstæðisbar- áttu þess einfara sem á ekki sam- leið með fjöldanum, en þráir að vera tekinn gildur í samfélagiriu um leið og hann kýs einveru og veit að hún hlýtur að verða hlutskipti hans, hvað sem hann kýs sér? Sann-’ arlega hafði listin verið honum mik- ilvæg stoð, en þegar ég kynntist aðstæðum hans, þóttist ég sjá að meira þyrfti að koma til. Mér sýnd- ist hann þurfa meiri aðstoð við hússtörf og meiri hjálp til að geta aðlagast venjulegu samfélagi, skilið hversdagslíf annarra. Stundum varð ég óþolinmóður og snúðugur við hann, þegar hann truflaði mig um of með ljóðalestri í síma, en þá sendi hann mér blóm. Og ég gat ekki annað gert en að halda áfram að hlusta á hann. Stundum sagði hann við mig í gamni og alvöru: Er þetta þvæla hjá mér? Á ég að hætta þessu, eða á ég að halda áfram? Þá sagði ég: Haltu áfram. Ég fann og sá og heyrði, að listin hélt honum á floti. En dag einn var komið að honum meðvitundarlaus- um í íbúðinni. Hann hafði fengið heilablæðingu og var fluttur á sjúkrahús. Eftir það náði hann sér aldrei aftur að fullu og nú er ferð hans lokið, barnið sem í rauninni hafði aldrei komist yfír þann vanda að vera bam er horfið með vonir sinar og þrár, en það barn hafði átt sínar sælustu stundir í listinni, í því að búa til heim fegurðar. Þann- ig sigraði hann þrátt fyrir allt heim- inn meðan það var. Jón Óskar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.