Morgunblaðið - 16.09.1993, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
41
£ vXv. >
Formaður íslendingafélagsins í Washington D.C., Jóhanna Johnston, afhendir sendiherrahjónunum árit-
aða silfurskál.
MANNFAGNAÐUR
Sendiherrahjónin kvödd
Islendingafélagið í Washington
hélt kveðjuhóf í lok ágúst fyrir
Tómas Tómasson og Hjördísi Gunn-
arsdóttur, en þau eru á förum til
New York. Þau hafa verið fulltrúar
íslensku þjóðarinnar í höfuðborg
Bandaríkjanna í tæp þrjú ár.
Samkoman var haldin í svokölluðu
„Gúttó“, litlu samkomuhúsi í Virg-
iníufylki. Jóhanna Johnston formað-
ur íslendingafélagsins þakkaði
sendiherrahjónunum gott samstarf
undanfarin ár um leið og hún af-
henti þeim áritaða silfurskál frá fé-
laginu. Sendiherrann þakkaði gjöf-
ina og talaði um hve vel kveðjustað-
urinn væri valinn. Sendiherrafjöl-
skyldan ætti margar hlýjar end-
urminningar, m.a. frá jólaböllum
undanfarinna ára. Hann minntist
ennfremur á að erfitt væri að kveðja,
því þeim hefði liðið vel í Washington.
Washington er borg mikilla um-
skipta með öllum sínum sendiráð-
um, alþjóðastofnunum og þinginu.
Fólk ætti því að vera orðið vant
breytingum. En kannski er ekki úr
vegi að taka undir með konunni í
kveðjuhófinu sem sagði: „Mér
fannst ég varla vera farin að kynn-
ast sendiherranum og nú er hann
á förum.“
STJÖRNUR
Leikarinn með ómót-
stæðilega brosið
Leikarinn Joe Lando var fyrr á
þessu ári valinn einn af 50
fallegasta fólkinu í heimi af banda-
ríska tímaritinu People. Geta ís-
lendingar borið hann augum á Stöð
2 í þáttunum Dr. Quinn, en þar
leikur Joe hinn sterka og þögla
Sully. Joe, sem nú er 31 árs, hefur
nefbrotnað fimm sinnum ýmist í
slagsmálum eða mótorhjólaslysum.
Þá hafa allir fingur hans brotnað,
svo og úlnliður, haka og kjálkabein.
Jane Seymour hrifin
Hann vekur mikla athygli hjá
kvenþjóðinni og lýsir mótleikari
hans, Jane Seymour, honum sem
„guðdómlegum", enda voru þau
saman skamman tíma áður en Jane
hitti núverandi eiginmann sinn.
Framleiðandi þáttanna, Beth Sulliv-
an, tekur í sama streng og segir
að bros hans sé ómótstæðilegt sem
og blá augun.
Þegar þau ummæli eru borin upp
við hann að hann búi yfir miklum
kynþokka mælir hann ekki gegn
því og segir að það sé partur af
hlutverkinu. Taki maður þau um-
mæli hins vegar of hátíðlega eigi
maður ekki gott í vændum. Hann
kveðst ekki enn vera tilbúinn að
festa ráð sitt en segir að þegar þar
að komi vilji hann að konan sé ver-
aldarvanari en hann sjálfur og hafi
betri menntun.
Kvennagullið Joe Lando.
JUVENANCE. ÞAÐ ER EINFALT AÐ
við Umferðarmiðstððina, slmar 19800 og 13072.
ALPINA
vandaðir gönguskór fyrir meiri
og minni háttar gönguferðir.
Frábærverð írá
kr. 5.500,-
VERÐA Æ FEGURRI MEÐ ÁRUNUM
JUVENA OF SWITZERLAND.
THE ESSENCE OF BEAUTY.
í
HARÐVIÐARVAL
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Þú svalar lestrarþörf dagsins
~ SÍöum Moggans!_
SERPANTANIR
Borgartúni 29
Litríkur
tónlistarvetur
i
'SSSSSSs
^ZZr^ioaWeOer.
GRÆNT KORT
í grxnni
rwf,i‘‘7afmí’Í“‘sí,rirSa
aukatónleikar
íSJ-sÆr--
Áskrifendur fá allt að 25% afslátt af
miðaverði sem jafngildir því að
fá fjórðu hverja tónleika frítt!
OPNUNARTÓNLEIKAR VERÐA
í HÁSKÓLABÍÓI 23. SEPTEMBER
einsöngvarar verða
Sólrún Bragadóttir og Jóhann Sigurðarson
Sala áskriftarskírteina er hafin
* *
SINFONIUHLJOMSVEIT ISLANDS
SÍMI: 62 22 55