Morgunblaðið - 16.09.1993, Qupperneq 42

Morgunblaðið - 16.09.1993, Qupperneq 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMÉER 1993 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur (21. mars - 19. aprfl) Varastu vafasöm viðskipti í dag. Það er betra að fara troðnar slóðir. Einlægni sameinar ástvini í kvöld. Naut (20. apríl - 20. maí) I Gættu heilsunnar með heilsusamlegu líferni. Góð dómgreind skilar árangri í vinnunni. Hafðu samráð við vinnufélaga. Tvíburar (21. maí - 20. júnf) Taktu enga áhættu í pen- ingamálum í dag. Tilboð sem lítur vel út gæti verið gallað. Góð hugmynd veitir brautargengi. Krabbi (21. júní - 22. júlí) HSSB Leitaðu þér afþreyingar sem ekki hefur of mikinn kostnað í för með sér. Þér tekst vel að koma skoðun- um þínum á framfæri. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Gættu þess að standa við skuldbindingar þínar í dag eins og til er ætlast. Nú er rétti tíminn til að ræða við ráðamenn. Meyja (23. ágúst - 22. septemberf rjjf Skynsemi þín og hagsýni stuðla að góðum viðskipt- um. Láttu ekki ginnast af gylliboði og gættu hófs við innkaupin. Vog (23. sept. - 22. október) Ef þú tekur að þér of mörg verkefni í vinnunni kemur það niður á tómstundunum. Þú kemur sérlega vel fyrir þig orði. Sporödreki (23. okt. - 21. nóvember) Ef þú ert annars hugar gæti eitthvað farið framhjá þér í vinnunni. Reyndu að einbeita þér og fylgjast vel með. Bogmadur (22. nóv. - 21. desember) & Hugmynd vinar um skjót- tekinn gróða gæti verið vanhugsuð og þú ættir ekki að láta freistast. Slappaðu af í kvöld. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Þú ættir að láta freistandi tilboð eiga sig því það gæti verið stórgallað. Nú er hag- stætt að ræða við yfirmenn. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) ðh Fyrirhugað ferðalag þarfn- ast betri undirbúnings og betra skipulags. Fundur með ráðgjafa gefur þér gott veganesti. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) imk Það getur verið varhuga- vert að lána öðrum peninga í dag því trygging þeirra er lítils virði. Ástvinir standa vel saman. Stj'órnusþána á aó lesa sem dœgradvöl. Sþár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni vísindalegra staóreynda. DÝRAGLENS SMAFOLK YE5, 5IR.. U/EP LIKE TO BUY 50ME 5CH00L 5UPPLIE5 Já, herra... við viljum gjarnan kaupa dálítið af skólavörum Og fullt af strokleðrum , BRIDS Umsjón Guðm. Páll Arnarson Yngstu spilararnir á HM í Santiago voru Norðmaðurinn Geir Helgemo (23) og Daninn John Skaaning-Nor- ris (26). 1 fyrsta spili mótsins áttu þeir útspil gegn 4 spöðum frá þess- ari hendi í vestun Norður ♦ y ♦ ♦ Vestur ♦ G8 y K86 ♦ Á10982 ♦ K108 Norður gefur; enginn á hættu. Sagnir höfðu gengið þannig eftir Standard: Vestur Norður Austur Suður 1 lauf Pass 1 spaði Pass 4 spaðar Allir pass Hvaða útspil myndi lesandinn velja? Vestur ♦ G8 y K86 ♦ Á10982 ♦ K108 Norður ♦ KD64 y áio ♦ K65 + ÁD94 II Austur + Á10 y G9732 ♦ 73 + 7632 Suður ♦ 97532 y D54 ♦ DG4 + G5 Ungu mennirnir völdu rétta tímann til að spila undan ás - komu út með tígultíu og lögðu þar með grunninn að stungu. Sagnhafi tók slaginn heima og spilaði spaða á kóng og ás. Austur spilaði hinum tíglinum sínum og trompaði svo þriðja tígulinn. Vömin hefur nú fengið þijá slagi og fær þann fjórða á hjarta í fyllingu tímans ef austur spilar ekki hjarta. En það virðist einmitt eðlilegt að spila hjarta. Helgemo og Norris gerðu sér hins vegar báðir grein fyrir hættunni og pöntuðu iauf með því að spila tíg- ultvistinum þegar þeir gáfu austri stunguna! Vel vakandi, strax í fyrsta spili. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti Lloyds bankans í Lond- on í lok ágúst kom þessi staða upp í viðureign þeirra V. Tkatsjevs (2.455), Kasakstan, sem hafði hvítt og átti leik, og enska stórmeistarans Willie Wat- sons (2.550). Svartur lék síðast 19. - Be7-f6? og gaf færi á stór- kostlegri fléttu: 20. Rd5!I - exd5, 21. exd5 - Dc7, 22. Bxf6 - gxf6, 23. Hg3+ - Kh8 (Nú dugar 24. Hh3 - f5, 25. Dc3+ til vinnings, en Kas- akstaninn fann glæislegri leið:) 24. Dxh7+! - Kxh7, 25. Hd4 og Watson gafst upp, því hann getur ekki varist hótuninni 26. Hh4 til lengdar. Tkatsjev fékk unglingaverð- launin á mótinu. Skákunnendur ættu líklega að fara að æfa sig í að bera nafnið fram.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.