Morgunblaðið - 16.09.1993, Page 48
48 MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993
IÞROTTIR UNGLINGA / KNATTSPYRNA
Helgi skoraði tvö
og lagði upp tvö
KA og Fram þurfa að leika aftur um bikarinn í 2. flokki
Morgunblaðið/Kristinn
Endurtekið efni
Sverrir Steinn Ingimundarson fyrirliði 3. flokks Fram með bikarinn.
Áður höfðu Framarar fagnað sigri á Islandsmótinu, einnig eftir úrslitaleik við
Valsmenn.
TvöfaK hjá Fram
í þriðja flokki
KA Norðurlandsmeistari eftirsigurá Þór
KA og Fram skildu jöfn 4:4 í
bráðskemmtilegum bikarúr-
slitaleik 2. flokks karla sem
fram fór á Akureyrarvelli á
þriðjudagskvöld og liðin þurfa
því að leika aftur um bikarinn.
Jafnt var eftir hefðbundinn teik-
ti'ma 3:3. Heimamenn voru á
tfmabili yfir í leiknum 3:0 en
gátu ílokframlengingarinnar
þakkað Þorvaldi Sigbjörnssyni
fyrir að fá annað tækifæri en
hann jafnaði leikinn 4:4 þegar
tíu mínútur voru eftir af fram-
lengingunni.
Norðanmenn hófu leikinn af
krafti og eftir tíu mínútna
leik skoraði Brynjólfur Sveinsson
fyrsta mark leiksins
TráRevni eftir að hafa sl°ppið
Eiríkssyni ‘ gegn um vörn
á Akureyri Fram og leikið
framhjá markverði.
ívar Bjarklind bætti öðru marki við
í hálfleiknurn með þrumuskoti úr
vítateignum. ívar var aftur á ferð-
inni á 55. mínútu og breytti stöð-
unni í 3:0 og hugðu þá margir að
Fram hefði verið greitt rothöggið.
Svo reyndist ekki vera. Tveimur
mínútum síðar minnkaði Þorbjörn
Sveinsson muninn með marki eftir
undirbúning Helga Sigurðssonar
sem kom inná hjá Fram í síðari
hálfleiknum. Helgi átti einnig heið-
urinn að aðdraganda marks Rúnars
•- Sigmundssonar skömmu síðar,
Rúnar þakkaði fyrir sig og skoraði
með þrumuskoti frá vítapunktinum.
íslandsmót 2. flokks
Frömurum
nægir
jafntefli
Fram getur tryggt sér íslands-
meistaratitilinn í 2. flokki
karla nk. sunnudag en þá fer fram
J lokaleikur A-deildarinnar, viðureign
Fram og ÍBV sem frestað var fyrr
í sumar. Fram_ nægir jafntefli til
að tryggja sér íslandsmeistaratitil-
inn á hagstæðari markamun en ÍA
sem hefur titil að verja í þessum
aldursflokki. Stjarnan og Víkingur
eru fallin niður í B-deild en sæti
þeirra taka ÍBK og Valur.
A-DEILD
Síðasta umferð:
Víkingur- ÍA 1:4
ÍBV - UBK 3:0
Stjaman - Fram... 0:5
KA-KR 2:3
ÍA 14 10 1 3 34:14 31
Fram 13 9 3 1 37:13 30
KR 14 8 1 5 35:21 25
ÍBV 13 6 4 3 33:24 22
UBK 14 6 0 8 24:28 18
KA 14 4 4 6 21:26 16
Stjarnan 14 3 0 11 20:50 9
VíkingurR 14 2 1 11 20:48 7
B-DEILD
1:2
FH - Þróttur 7:2
Valur- Haukar.... 7:0
ÍBK-Þór.......................4:2
ÍBK 14 12 1 1 63:24 37
Valur 14 7 5 2 47:22 26
FH 14 8 2 4 44:26 26
ÞórAk 14 7 3 4 34:20 24
ÞrótturR 14 5 2 7 32:47 17
ÍR 14 4 4 6 34:50 16
Grótta 14 2 1 11 8:45 7
Haukar 14 2 C-DEILD 0 12 24:52 6
Leiknir R 13 11 0 2 56:14 33
Fylkir 14 10 2 2 62:25 32
Reynir S 14 8 2 4 51:31 26
HK 14 7 2 5 47:28 23
Grindavík 14 6 3 5 44:27 21
Afturelding .. 13 4 0 9 27:54 12
Fjölnir 14 3 2 9 34:71 11
Sindri 14 0 1 13 12:83 1
Eftir þessa orrahríð gestanna fengu
KA-menn tvö dauðafæri en á óskilj-
anlegan hátt mistókst þeim að
koma knettinum í netið. Fyrmefnd-
ur Helgi jafnaði síðan leikinn fyrir
Fram með skoti frá markteig á 77.
mínútu og staðan var því 4:4 í lok
hefðbundins leiktíma.
Helgi var síðan aftur á ferðinni
þegar fimm mínútur voru liðnar af
framlengingunni þegar hann skor-
aði úr þröngu færi en Þorvaldur
átti lokaorðið fyrir KA eins og áður
sagði. Liðin þurfa því að mætast á
ný, sá leikur fer fram á höfuðborg-
arsvæðinu, að öllum líkindum 29.
september.
í framlengingu, í stöðunni 4:3,
skömmu áður en KA-menn jöfnuðu,
var einum Framaranum vikið af
velli fyrir að ýta við KA-manni, sem
braut á honum. En brotið var gróft,
þannig að KA-maðurinn, sem
reyndar var búinn að fá gult spjald,
hefði verðskuldað annað gult og þar
með einnig rautt.
FRAM sigraði Val í úrslitaleik
bikarkeppninnar í SV-riðli 3.
flokks. Leikið var á Valbjarnar-
velli um síðustu helgi og loka-
tölur urðu 2:1 og öll þrjú mörk-
in voru skoruð á síðustu tíu
mínútum leiksins.
Leikurinn var ekki ósvipaður leik
liðanna í úrslitaleik íslands-
mótsins þar sem Fram sigraði eftir
framlengdan ieik. Valsmenn voru
öllu sterkari á miðjunni og sóttu
mun meira en náðu ekki að skapa
sér mörg hættuleg marktækifæri.
Ingibergur Kristinsson náði foryst-
unni fyrir Fram þegar tíu mínútur
voru eftir af leiknum og varnarmað-
urinn Jóhann Benediktsson bætti
öðru marki við og breytti stöðunni
í 2:0. Bæði mörkin komu eftir undir-
búning Þorbjarnar Sveinssonar. Eið-
ur Smári Guðjohnsen skoraði eina
mark Vals undir Iokin.
Sá 6. í röð hjá KA
Þór sigraði KA 1:0 í síðari leik
liðanna í úrslitum bikarkeppninnar
í Norðurlandsriðli. Sá sigur dugði
Þór þó skammt því KA sigraði 5:1
í fyrri leiknum á heimavelli og því
5:2 samanlagt. KA varð þar með
bikarmeistari í Norðurlandsriðlinum
sjötta árið í röð. Ekkert varð af
keppni í Austurlandsriðli vegna lítill-
ar þátttöku.
KA-menn í 3:0
Morgunblaðið/Golli
ÍVAR Bjarklind gerir hér þriðja mark KA og annað sitt í leiknum. Hann fékk
knöttinn á vítateignum, eftir að Framara hafði mistekist að hreinsa frá, lék
nokkra metra inn í teiginn og skoraði af öryggi.
BORÐTENNIS
Víkingar nýkomnir heim úr tveggja mánaða æfingaferð til Kína
„Flest öðru vísi nema
bordtennisborðin“
„ÞAÐ má segja að flest hafi verið öðruvísi en við eigum
að venjast, nema borðtennisborðin. Kínverjar standa mjög
framarlega í borðtennis og ég held að við komum til með
að búa að þessari reynslu lengi," sagði Aðalbjörg Björg-
vinsdóttir, borðtennisspilari úr Víkingi sem fór ásamt sex
öðrum spilurum til Kína ítveggja mánaða æfinga- og
keppnisferð.
Unglingarnir sem fóru út eru
á aldrinum sextán til nítján
ára og áttu það sameiginlegt að
vilja bæta sig í íþróttinni. Hug-
myndin að fara alla leið til Kína
kom frá þjálfaranum Hu Dao
Ben og þar sem flug er mjög
dýrt til Kína var ákveðið að
lengja ferðina og hafa hana í tvo
mánuði, en óhætt er að segja
að sjaldgæft sé að lið sé svo lengi
í æfingaferðum. Flogið var frá
Kaupmannahöfn til Peking og
tók flugið níu tíma. Tveimur
dögum síðar tók við þrettán
stunda ferðalag með lest til borg-
arinnar Wu Han þar sem hópur-
inn dvaldist mest allan tímann.
Aðalbjörg sagði að það sem
mest hefði komið sér á óvart
hefði verið mannfjöldinn og mik-
ill fjöldi reiðhjóla og hve fáir
bílar voru í umferð. Maturinn
er einnig mjög frábrugðinn því
sem íslendingar eiga að venjast
en keppnisfólkið tók upp sið
heimamanna og borðaði ein-
göngu með pijónum. Leikið var
við lið sem voru svipuð að styrk-
leika og Aðalbjörg sagði að
keppendur væru á einu máli um
að ferðin hefði verið vel heppnuð
og að þau hefðu tekið miklum
framförum í íþróttinni á þessum
tíma.
Kínafararnir
ISLENSKU borðtennisspilaramir sem lögðu land undir fót og héldu til Kína.
Frá vinstri: Jón I. Ámason, Aðalbjörg Björgvinsdóttir, Björn Jónsson, Ingólf-
ur Ingólfsson, Davíð Jóhannsson, Ólafur Rafnsson og Líney Árnadóttir.