Morgunblaðið - 16.09.1993, Síða 51

Morgunblaðið - 16.09.1993, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞROTTIR FIMMTUDAGUR 16. SEPTEMBER 1993 KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI MEISTARALIÐA 51- I I I Skagamenn fóru á kostum gegn Feyenoord á Laugardalsvellinum Hverjir eru bestir? Morgunblaðið/Bjami SKAGAMENN fögnuðu enn einu stórafrekinu á knattspyrnuvellinum í sumar, með því að leggja Feyenoord að velli. Þeir höfðu svo sannarlega ástæðu til að fagna eftir leikinn og hér taka þeir sigurhróp sitt — “Hvetjir eru bestir?“. Á myndinni eru frá vinstri Þórður Guðjónsson, Lúkas Kostic, Sigurður Jónsson, Ólafur Þórðarson, Mihajlo Bibercic og Haraldur Ingólfsson. Ólafur Þórðarson í hlut verki töframannsins — þegar hann skoraði stórglæsilegt skallamark, sem tiyggði Skagamönnum slgur, 1:0. Meistarar Feyenoord mátti þola sinntyrsta ósigurá keppnistímabilinu ÓLAFUR Þórðarson var hetja Skagamanna — þegar hann kórón- aði stórglæsilegan leik þeirra, með því að skora frábært skalla- mark á 74. mín. er hann hamraði knöttinn í netið með skalla, eftir fyrirgjöf frá Mihajlo Bibercic. Þar með rak hann smiðshögg- ið á stórleik Skagamanna, sem sýndu hollensku meisturunum enga minnimáttarkennd. Þeir léku oft á tíðum eins og þeir sem valdið hafa og mátti Feyenoord þola sitt fyrsta tap, 0:1, á keppn- istímabilinu. Stemmningin var ólýsanleg í leikslok, þegar ung- verski dómarinn flautaði til leiksloka — áhorfendur fögnuðu fræki- legri framgöngu Skagaiiðsins, sem lék einn albesta leik sem lengi hefur sést á Laugardalsvellinum. Mesta afrek íslendinga í Evrópukeppninni var staðreynd. „Eitt það fallegasta og mikilvægasta“ um miðjuna — leikurinn var strax mikill baráttuleikur, Sigmundur Ó. Þar sem ekkert var Steinarsson gefið eftir. Fá mark- skrifar tækifæri sem sköp- uðust og var eins og leikmenn liðanna hafí beðið eftir réttu augnabliki, til að snúa leiknum sér í hag — og það voru Skaga- menn sem fengu það færi, eftir að leikmenn Feyenoord höfðu sótt að marki þeirra með nokkrum þunga, án þess þó að skapa sér verulegt tækifæri. Töframaðurinn Mark Skagamanna var virkilega glæsilegt — eftir frábæran samleik Bibercic, Sigursteins og Haraldar út á vinstri kantinum, en sá sam- leikur endaði með stórgóðri fyrir- gjöf fyrir mark Feyenoord frá Bi- bercic. Þar var Ólafur Þórðarson á réttum stað — í mjög slæmri að- stöðu til að vinna rétt á knettinum, en hann sýndi tilþrif töframannsins er hann kastaði sér fram með bol- sveiflu, náði að skalla knöttinn og stýra honum niður í markið, út við stöng, óverjandi fýrir De Geoey, markvörð. Þar með voru Skaga- menn búnir að ná yfirhöndinni — og það á þeim tíma, sem þeir kunna best að halda á spilunum. Þeir hefðu með smá heppni getað bætt við öðru marki. Skagamenn yfirvegaðír Skagamenn sýndu mjög sterka liðsheild á Laugardalsvellinum, þar sem leikmenn voru ákveðnir að gera sitt besta — og þeir létu knött- inn ganga manna á milli og voru óragir við að leika eins og þeim hentaði best. Atvinnumennirnir hjá Feyenoord voru þá oft í hlutverki lærisveinsins. Vamarleikur Skagamanna var traustur með Kristján Finnbogason vel á verði í markinu. Lúkas Kostic og Ólafur Adolfsson, sem var kon- ungurinn í loftinu, voru yfirvegaðir og einnig bakverðimir Sturlaugur Haraldsson og Sigursteinn Gísla- son, sem átti stórleik — ósérhlífinn; þó að hann hafi nýlega farið úr axlarliði og lék með hlíf um öxlina. Sigurður Jónsson átti sórleik á miðj- unni og þá sérstaklega varnarlega, en hann gaf ekki tommu eftir. Alex- ander Högnason og Haraldur Ing- ólfsson skiluðu sínum hlutverkum vel, en Ólafur Þórðarson hefur oft leikið betur, en hann bætti það upp með glæsilegu marki sínu. Bibercic og Þórður Guðjónsson voru hreyf- anlegir og ógnandi, en ekki er hægt að segja að þeir hafi vaðið í mark- tækifærunum eins og svo oft áður í sumar, þegar þessir markahrókar hafa stýrt knettinum í netið af stakri snilld. Þetta var aðeins fyrri hálfleikur- inn — Skagamann eiga eftir að fara til Rotterdam. Það verður án efa erfíður róður, en Skagamenn em vanir sjósókn í hvaða veðrum sem er. Þeir geta náð hagstæðum úrslit- um í Rotterdam, þó svo að þeir leiki gegn meistaraliði sem hefur fullt hús stiga. Með yfirveguðum og taktföstum leik, eins og á Laugar- dalsvellinum, er allt hægt. að flaug í gegnum hugann þeg- ar sendinginn kom frá Bi- bercic, að setja hann í homið. Ég smeygði mér framhjá vamarmann- inum og hitti boltann vel og það var gaman að sjá hann hafna í netinu. Þetta er án efa eitt falleg- asta og mikilvægasta markið á ferl- inum, sagði Ólafur Þórðarson. „Leikurinn var erfíður enda mót- hetjarnir engin lömb að leika sér við. Síðari leikurinn verður öragg- lega enn erfiðari. Þá verða þeir að sækja og við notum þá væntanlega landsliðs leikaðferðina að verjast og dúndra fram og treysta á skyndi- sóknir," sagði Ólafur. Lúkas Kostic, fyrirliði ÍA, sagði að leikurinn hafi ekki verið svo erf- iður fyrir sig í vörninni. „Ég hafði það allan tímann á tilfinningunni að við værum betri. Baráttan var mikil í liðinu og þeir náðu sjaldan • að skapa sér færi,“ sagði fyrirliðinn. Höfðum kjark og sjálfstraust „Við lékum okkar bolta og bárum enga virðingu fyrir þeim. Það þarf kjark og sjálfstraust í svona leik og við höfðum það,“ sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari Skagamanna, kampakátur eftir leikinn. Guðjón sagði að leikurinn hefði spilast eins og hann hefði búist við. „Þeir era með góða og tekniska leikmenn sem erfitt er að ráða við en allir gáfu sig hundrað prósent í verkefnið. Síðari leikurinn verður erfiður en þeir þurfa að skora tvö mörk til að komast áfram og það gefur okkur óneitanlega meiri möguleika," sagði Guðjón. Toppurinn á tímabilinu „Þetta var alveg stórkoslegt. Við erum búnir að standa okkur vel í bikarkeppninni og deildinni en þetta er toppurinn á tímabilinu," sagði Sigurður Jónsson. „Við lékum veÞ í fyrri hálfleik og létum þá boltann ganga en það gekk ekki alveg eins vel í þeim seinni, eða þar til þetta líka mark kom - þvílíkt mark frá minnsta leikmanninum á vellinum. Annars er Óli búinn að vera að gera þetta á æfingum svo þetta kom ekkert á óvart,“ sagði Sigurður og hló.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.