Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 7

Morgunblaðið - 27.10.1993, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 7 Björ^unarbáturinn Hannes Þ. Hafstein í Sandgerði hefur komið að góðum notum Eitt útkall í viku Keflavík. „BÁTURINN og staðsetning hans hér í Sandgerði hefur án nokkurs vafa sannað hversu þýðingarmikið það er að hafa vel útbúinn björgunarbát til taks sem næst fiskimiðunum. Frá því að báturinn kom til landsins í byijun apríl höfum við farið í 23 útköll og er þetta eitt útkall á viku að jafnaði. Sem bet- ur fer eru þó flest þessara útkalla það sem við köllum þjón- ustuútköll þar sem fiskiskip hafa orðið fyrir vélarbilun eða fengið net í skrúfuna sem við þá skerum úr,“ sagði Valgeir Einarsson varaformaður Björgunarsveitarinnar Sigurvonar í Sandgerði sem sér um og rekur björgunarbát Slysavarnafé- lags Islands, Hannes Þ. Hafstein, sem keyptur var til landsins frá Þýskalandi í vor. Bátnum var valinn staður í Sandgerði vegna nálægðar við fiskimiðin og sagði Ragnar Kristjánsson vélsljóri að það tæki aðeins 5 mínútur að gera hann ferðbúinn. Valgeir sagði að sjómenn á svæðinu væru almennt ákaflega ánægðir með að vita af bátnum í Sandgerði þeir teldu sig nú mun öruggari ef eitthvað bjátaði á og tilkoma hans væri nánast bylting frá því sem áður var. Valgeir sagði að Hannes Þ. Hafstein hefði verið smíðaður í Þýskalandi árið 1965. Hann væri afbragðs sjóskip enda hannaður og smíð- aður sem björgunarbátur. Hann hefði reynst svo vel að enn færi farið eftir teikningum við smíði nýrra báta í meginatriðum. í áhöfn væru að jafnaði 5 til 7 menn og þar af væri vélstjórinn, Kristinn Guðmundsson, sá eini sem væri fastráðinn starfsmaður. Skipstjórar væru tveir, Aðal- steinn Guðnason og Árni Sigur- pálsson, sem skiptust á um að vera með bátinn. Björgunarsveitin Sigurvon í Sandgerði er elsta starfandi björgunarsveitin í landinu, stofn- uð 23. júní 1928 og er því nýlega orðin 65 ára. Formaður hennar er Sigtryggur Pálsson. Félagar í Sigurvon eru um 25 og er allt starf unnið í sjálfboðavinnu. Með tilkomu björgunarbátsins Hann- esar Þ. Hafstein hefur orðið tals- verð breyting á starfseminni vegna fleiri útkalla sem flest flokkast undir þjónustuútköll. Lengsta sjóferðin var farin í júní þegar farið var 60 sjómílur suð- vestur af Reykjanesi til að skera úr skrúfunni á togaranum Stefni ÍS sem hafði fengið trollið í skrúf- una og tók sú ferð liðlega 15 tíma. Flest urðu útköllin í júlí, 9 talsins, og síðasta ferð var að ....... ' Einn liður í æfingunni var að finna slasaða menn í gúmmíbát, færa þá um borð og koma þeim í örugga höfn. sækja og toga vélarvana trillu inn til Sandgerðis sem var stödd um 22 sjómílur norðvestur af Garð- skaga. -BB Morgunblaðið/Bjöm Blöndal Björgunarbáturinn Hannes Þ. Hafstein á siglingu í Garðsjó. FRÁ samæfingu Björgunarsveitarinnar Sigurvonar og Ingólfs frá Reykjavík sem nýlega fór fram fyrir utan Sandgerði þegar að Reykvíkingar komu í heimsókn. Launagreiðslur til ríkisstarfsmanna Metin yfirvinna 5% greiddrar yfír- vinnu á síðasta ári METIN yfirvinna sem greidd var ríkisstarfsmönnum á árinu 1992 nam samtals 419 milljónum króna, eða um 5% allrar yfir- vinnu sem greidd var hjá ríkinu. Þessi metna yfirvinna, sem er áætluð yfirvinna heils árs sem jafnað er niður á alla mánuði ársins, skiptist á 1.521 einstakling, en á árinu voru heildarárs- verk hjá ríkinu samtals tæplega 19 þúsund. Þetta kom fram í svari Friðriks Sophussonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Gísla S. Einarssonar á alþingi í gær. í svari fjármálaráðherra kom fram að vinnulaun sem fóru um starfsmannaskrifstofu fjármála- ráðuneytisins á árinu 1992 námu samtals tæplega 30,2 milljörðum Vegasalt í togara Grundarfirði. ÞEGAR togarinn Runólfur ætlaði að leggja af stað frá bryggju áleiðis í Smuguna brá mönnum í brún. í Ijós kom að mikið magn af salti sem skip- að hafði verið um “ borð skömmu áður var vegasalt, þ.e. salt sem Vegagerðin notar í hálku og er með öllu óhæft til fisksöltunar. Var saltinu snarlega skipað úr togaranum og rétt tegund salts útveguð áður en lagt var af stað. Hér mun hafa verið um mistök við afgreiðslu að ræða. Lofa menn æðri máttarvöld fyrir að þetta skyldi uppgötvast strax en ekki þegar í Smuguna var komið eftir fimm daga stím. Hallgrímur. króna, og þar af voru yfirvinna og orlof samtals rúmum 8,3 millj- örðum, eða 27,6% heildarvinnu- launa. Í máli lians kom fram að greiðslur aksturspeninga til starfs- manna ríkisins námu á árinu tæp- lega 424 milljónum króna. Fjármálaráðherra sagði að sú metna yfirvinna sem mælanleg er í launakerfí ríkisins hefði ekki verið sérstaklega skoðuð með til- liti til áhrifa á launakjör og launa- samninga í landinu, en með tilliti til þess hve lág þessi fjárhæð væri í launagreiðslum ríkisins mætti ganga út frá því að áhrifin væru lítil. „Hitt er svo annað mál að það kann að vera að einhver hluti hinn- ar mældu yfirvinnu sem tilkynnt ert til launakerfis ríkisins mánað- arlega sé ákvarðaður fyrirfram milli stjórnenda og starfsmanna, og jafnvel án vinnuframlags. Hversu útbreitt þetta er og hve stór hluti yfirvinnugreiðslna er ákvarðaður með þessum hætti er ógjörningur fyrir mig að ákvarða að sinni, en flest bendir til þess að með öflugri stjórntækjum sem við höfum yfir að ráða sé minna rými til slíkra athafna, og ég tel að ástandið í þessum málum fari batnandi," sagði Friðrik Sophus- son fjármálaráðherra. QUATTRO stigateppi HENTUG - SMEKKLEG - ÓDÝR Þola hreinsun með klórblöndu! LITRÍKUR SPRETTHLAUPARI Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun. EKKERTBERGMÁL i^aQj Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja gott hljóðísog. m GLEOUR AUGAQ Samræmdir og skýrir litir gera teppið eins og gamalt málverk (nýjum ramma. Litir falla saman í eina heild á stórum sölum. SANNURHARÐJAXL Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir frábært álagsþol. BLÁSIO Á BLETTI Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega. Á erfiðari bletti má nota klórefni. EIMGIIM RAFSTUÐ BEKINOX leiðandl málmþráður ofinn í garnið gerir teppið varanlega afrafmagnað. Engin óþægileg stuð vegna stöðuspennu. EISIGAR TROÐNAR SLÓÐIR Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir frábært fjaöurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn þétti svampbotn er gerður ur Baysal T — hágæöa latexi frá Bayer. AUOPRIFIO Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá — jafnvel á miklum álagssvasðum. BRUIMAPOLIÐ BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á actionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað). ORKUSPARAIMOI Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því úr hitunarkostnaöi. Stigahúsatilboð til l.des. 20% afsláttur af Quattro stigateppum en það samsvarar ÓKEYPIS LÖGN á stigahúsið. Leitið tilboða. Við mælum, sníðum og leggjum, fljótt og vel. Fjarlægjum gömul teppi. SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.