Morgunblaðið - 27.10.1993, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
15
Innflutningsbaiin
Hveijir bera ábyrgðina?
eftirÞorvald
Gylfason
Gagnrýni Halldórs Laxness á
landbúnaðarstefnu ríkisvaldsins á
fimmta áratugnum var rétt, sann-
gjörn og skynsamleg. Hann segir á
einum stað:
„íslensku fjárbúin eru alveg
áreiðanlega of lítil. Sé blaðað í fast-
eignamati sést að aðaltekjustofn
furðumarjgra býla er innanvið hund-
rað fjár. Islensk fjárbú eru ótrúlega
miklu minni en jafnvel í löndum þar
sem ekki er stunduð nein sauðfjár-
rækt að ráði, eins og t. d. í Banda-
ríkjunum og Svíþjóð. Kotbú í Mont-
ana hefur ekki undir 200 fjár,
1-2000 kinda bú þykir þar sæmi-
legt. Svíar telja að ekki geti með
nokkru móti borgað sig að hafa
fjárbú með færri ám en 200, og er
kotbúskapur samt. Þeir telja
reynslu fyrir að fjárgæsla sem rek-
in sé með öðrum störfum gefi lítið
eða ekkert í aðra hönd, en vinnu-
krafti fjármanns sé sólundað ef
hann geymi færri en 200 kinda.“
(Reisubókarkorn, bls. 99.)
Þessi orð Halldórs frá 1947 eiga
við enn þann dag í dag. Nú eru
sauðfjárbú með greiðslumark um
2.700. Næstum helmingur (47%)
þessara býla hefur innan við 100
fjár, 72% hafa innan við 200 fjár,
og 90% hafa innan við 300 fjár
samkvæmt upplýsingum Búnaðar-
félags íslands.
Og Halldór heldur áfram:
„Hér á íslandi lætur nærri að
árstekjur af einni á jafngildi dag-
launum almenns verkamanns miðað
við dagsbrúnarkaup. Af því má
draga þann lærdóm að maður sem
ætlar að lifa við almenn verka-
mannskjör af sauðfé getur ekki lagt
upp með færri rollur en dagarnir
eru í árinu — og eru þá sunnudag-
ar daglaunamannsins látnir mæta
vanhöldum fjárins." Hann tekur síð-
an dæmi af ónefndum hreppi: „í
þessum sauðfjárhreppi eru 47 bygð-
ar jarðir. Séu tekjur af hverri kind
látnar samsvara einum daglaunum,
sem er þó áreiðanlega ofílagt, sést
að í hreppi þessum vinna 35 bænd-
ur fyrir minna en 100 daglaunum
á ári, þaraf 9 undir 50 daglaunum.
Aðeins einn bóndi í hreppnum
kemst uppfyrir 200 daglaun al-
menns verkamanns á ári. Eftir dag-
launum almenns verkamanns tákn-
ar búskapur af þessu tagi atvinnu-
leysi á háu stigi ...“ (Reisubókar-
korn, bls. 99.)
Gagnrýni Halldórs Laxness á
landbúnaðarstefnuna fyrir hálfri öld
bar því miður ekki mikinn árangur
að því sinni. Stjórnmálamennirnir,
sem réðu ferðinni í skjóli ranglátrar
kjördæmaskipunar, létu sér ekki
segjast. Þeir héldu áfram að hlaða
undir kotbúskap og bæta bændum
skaðann að nokkru leyti með alls
kyns styrkjum og millifærslum, sem
lögðu þungar byrðar á fólkið í land-
inu og smám saman á bændur
sjálfa.
Þó tók steininn úr, þegar bannið
gegn innflutningi landbúnaðaraf-
urða var flutt úr reglugerð yfir í lög
árið 1985. Fram að því hafði það
verið látið duga að kveða á um
bannið í reglugerð, sem ráðherra
gat breytt eða numið úr gildi á eig-
in spýtur. Árið 1985 — fyrir aðeins
átta árum! — var bannið sem sagt
leitt í lög með þeim makalausa
hætti, að Framleiðsluráði landbún-
aðarins var afhent lögverndað neit-
unarvald gegn innflutningi mat-
væla (eða það var að minnsta kosti
tilgangur löggjafans). Nú er því
ekki lengur hægt að hrófla við inn-
flutningsbanninu liema með sam-
þykki Alþingis, þar sem þingmenn
fámennra sveitakjördæma hafa ítök
langt umfram sanngjörn og eðlileg
mörk. Þessi ítök hafa þeir í skjóli
meingallaðra kosningalaga, sem
stjórnvöld sýna þó engin merki um,
að þau ætli sér að breyta. Ég þekki
engan lögfræðing, sem kannast við,
að sambærilegt ákvæði sé til í lög-
gjöf nálægra landa. Þó ekki væri.
Og ekki nóg með það: þessi laga-
grein kann beinlínis að bijóta í bága
við stjórnarskrá lýðveldisins, því að
stjómarskráin leggur blátt bann við
framsali skattlagningarvalds út fyr-
ir veggi Alþingis og innflutnings-
bann er ígildi skatts á neytendur.
Á þetta þyrfti að láta reyna fyrir
rétti meðfram yfirvofandi málaferl-
um kaupmanna gegn ríkinu vegna
kyrrsetningar á innfluttri skinku
og kalkúnakjöti nýlega. Þessi mála-
rekstur mun hvíla á þeirri túlkun
ríkislögmanns og annarra virtra
lögfræðinga innan og utan stjórn-
kerfisins, að bannákvæði búvöru-
laganna dugi ekki til að stöðva inn-
flutning matvæla að lögum, þegar
öllu er á botninn hvolft. Það verður
fróðlegt að fylgjast með framvindu
Þorvaldur Gylfason
„Enginn þingmaður,
ekki einn, andmælti
því, að hagsmunasam-
tökum væri falið lög-
verndað neitunarvald
gegn innflutningi, sem
var og er leyfður alls
staðar í nálægum lönd-
um.“
málsins fyrir dómstólum. Það væri
eftir öðru, ef það reyndist vera
misskilningur, að innflutningur
landbúnaðarafurða sé bannaður.
Hvað um það, samþykkt búvöru-
laganna 1985 er trúlega eitt mesta
hneyksli þingsögunnar á öldinni.
Eða hvað fyndist mönnum, ef Félag
íslenskra hljómlistarmanna hefði
orðið sér úti um lögverndað neitun-
arvald gegn innflutningi hljóm-
diska? Hugsum okkur, að hljóm-
plötukaupmaður færi á stúfana og
hygðist flytja inn nýjasta diskinn
með U2. Þá kæmi líklega einhver
harmóníkuleikari úr Suður-Múla-
sýslu og segðist eiga nægar birgðir
af þjóðlegri tónlist á snældum:
sautján tonn, sæmilegt það, eins
og kalkúnabóndinn sagðist eiga í
frystiklefa á dögunum. Við getum
hlegið okkur máttlaus yfir þessu,
en nákvæmlega þannig er 52. grein
(áður 41. grein) núgildandi búvöru-
laga. Einn maður, sem segist eiga
sautján tonn af gaddfreðnu kalk-
únakjöti einhvers staðar í geymslu,
getur komið í veg fyrir innflutning
á miklu nýrri, betri og ódýrari vöru
að utan, nema annað eigi þá eftir
að koma í ljós fyrir rétti.
Hver skyldi nú bera ábyrgð á
þessum ósköpum? Núverandi land-
búnaðarráðherra var einn þeirra,
sem átti mestan þátt í samþykkt
búvörulaganna á sínum tíma. Meiri
hluti ráðherranna í núverandi ríkis-
stjórn sat reyndar á þingi, þegar
innflutningsbannið var leitt 5 lög.
Það kemur ekki fram í Alþingistíð-
indum frá þessum tíma, að nokkur
þeirra eða nokkur þingmaður annar
hafi hreyft andmælum gegn þeirri
gerbreytingu, sem-fólst í lögbind-
ingu innflutningsbannsins. Gagn-
rýni þáverandi stjórnarandstöðu á
búvörulagafrumvarpið var almenns
eðlis og snerist um óeðlilega mið-
stýringu í landbúnaði og annað í
þeim dúr. Enginn þingmaður, ekki
einn, andmælti því, að hagsmuna-
samtökum væri falið lögverndað
neitunarvald gegn innflutningi, sem
var og er leyfður alls staðar í nálæg-
um löndum.
Þetta var sem sagt árið 1985 —
árið, sem Gorbatsjov forseti hófst
handa um að leysa Rússa úr viðjum
kommúnismans.
Höfundur er prófessor.
„GLEYMUM FORTÍÐINNI“
Athugasemdir við „Minnispunkta“ ritstjóra Lesbókar
eftir Ólaf Gíslason
„Reyndar er með ólíkindum hvað
Norðmenn eru lengi að velta sér
upp úr því sem ætti að vera gleymt
og grafið," segir Gísli Sigurðsson
ritstjóri Lesbókar Morgunblaðsins í
„Minnispunktum" sínum frá Osló,
sem birtust í Lesbókinni 16. októ-
ber síðastliðinn. Það sem Gísli vill
helst kenna frændum okkar að
gleyma, er reynsla þeirra frá her-
námi Þjóðverja í síðari heimsstyij-
öldinni. Ástæðan er einkum mynd-
verk, sem Gísli sá í ráðhúsinu í
Osló, „myndverk sem einungis get-
ur miðlað hatri á Þjóðveijum". Og
Gísli spyr: „Hvers eiga þeir Þjóð-
veijar að gjalda, sem nú koma sem
saklausir ferðalangar til Noregs?“
Gísli lætur ekki svo lítið að nefna
höfund umrædds verks eða nafn
þess, en af orðum hans má ráða
að hér sé um að ræða hina miklu
freskómynd málarans Alfs Rolfsen,
sem prýðir austurvegg miðsalarins
í ráðhúsi Oslóborgar. Svo vill til að
ég sá umrædda freskómynd og
reyndar fleiri, sem prýða salarkynni
hins veglega ráðhúss borgarinnar,
þegar ég gisti í Osló fyrir rúmum
áratug. Ekki minnist ég þess að
hafa móðgast fyrir hönd þýskra
ferðamanna í þeirri heimsókn, held-
ur undraðist ég þá dirfsku, sem
aðstandendur byggingarinnar
höfðu sýnt í öllu tilliti, en þó einkum
að leggja svo vegleg salarkynni í
hendur þeirrar kynslóðar norskra
listmálara, sem kom í kjölfar Ed-
vards Munch, risans í norrænni
myndlist. Þeir Henrik Sörensen,
Axel Revold, Per Krogh og Alf
Rolfsen, sem eiga stærstu vegg-
myndirnar í Ráðhúsinu í Osló, eru
allir fæddir skömmu fyrir aldamótin
og mótuðust sem málarar af for-
dæmi Munchs annars vegar og ekki
síður af franska skólanum: allt frá
Bonnard og Cezanne til Matisse og
Picasso. Þeir eiga það líka allir sam-
merkt að hafa innleitt í Noregi þeg-
ar á millistríðsárunum merkilega
hefð í gerð freskómynda, sem voru
monúmental og undirstrikuðu sam-
félagslega þýðingu og samfélags-
legt hlutverk listarinnar með
ákveðnari hætti en áður hafði sést
í norrænni myndlist. Bygging ráð-
hússins í Osló hófst 1931, en það
var ekki vígt fyrr en 1950, á 900
ára afmæli borgarinnar. Á bygging-
artíma hússins hafði gerst mikil
saga i Noregi og álfunni allri. Saga,
sem gat ekki annað en sett spor
sín á þau listaverk, sem þar voru
unnin. Myndirnar eru fullar af til-
vitnunum í norska sögu, allt frá
dögum Haralds hárfagra fram á
miðja 20. öldina. Um mynd sína á
„Það er skiljanlega
brýnt hagsmunamál
þeirra, sem vilja vekja
kynþáttafordóma til lífs
á ný, að við gleymum
fortíðinni. Ekki síst
þeirri fortíð sem Alf
Rolfsen minnir okkur á
í umræddri freskó-
mynd. En er það ekki
umhugsunarefni að
voldugustu fjölmiðlum
á íslandi skuli nú rit-
stýrt undir þessu kjör-
orði?“
austurvegg miðsalarins í ráðhúsinu
hefur Alf Rolfsen skrifað: „Við
sjáum lífið á hernámsárunum eins
og það gekk fyrir sig ofan jarðar
og neðan, á heimilunum og í fanga-
búðunum... Frá vinstri sjáum við
menn ganga til skógar á meðan
konurnar ræða málin áhyggjufullar
við brunninn — og flugvélarnar
koma: húsið sem við erum stödd í
er brotið til grunna. Bakdyrnar eru
brotnar upp og inn koma ókunnir
menn. Súlurnar undir fordyrinu eru
brotnar og mannfólkinu stillt upp
við vegg. En í kjallararústunum er
lagt á ráðin, og við sjáum hóp ungra
manna bera við morgunbjartan
himinn. Fyrir framan þá eru fang-
elsisrimlar, en að því kemur að riml-
arnir bresta og fangarnir yfírgefa
neðanjarðarbyrgi sitt til að fara út
i dagsbirtuna, þar sem barnaskrúð-
gangan flykkist í átt að þeirri fram-
tíð, _sem okkur er hulin.“
(Úr kynningarriti um skreytingar
ráðhússins í Osló, sem borgaryfir-
völd gáfu út 1956.)
Já, „hvers eiga þýskir ferðamenn
eiginlega að gjalda?"
Er ekki nóg komið af svo góðu,
má ekki fortíðin liggja gleymd og
grafin?
Kannski er betur hægt að skilja
óskir ritstjórans í ljósi skrifa hans
um „marglita Nýnorsara" í sömu
grein: „Maður undrast hvað gulu
og svörtu kynstofnarnir eru fjöl-
mennir í umferðinni á Karl Johan.
Og það er greinilegt að þessir að-
komumenn sunnan úr sólinni reyna
að halda í sín einkenni, klæðnað til
dæmis. Einn sem framhjá gekk var
svartur eins og kolamoli og að
hætti þjóðar sinnar suður í Afríku
var hann klæddur í skósíðan græn-
an kjól. Munch hefði áreiðanlega
þótt matur í svo fjölskrúðugu mann-
Ólafur Gíslason
lífí, en ýmsir Norsarar sem ég ræddi
við töldu að of langt hefði verið
gengið, og að veruleg vandamál
ættu eftir að koma upp. Þeir nefndu
til dæmis talsverðan fjölda Pakist-
ana, sem þykja ekki virða eignarétt-
inn sem skyldi, og hafa þótt fingra-
langir meira en í góðu hófi.“
Það er skiljanlega brýnt hags-
munamál þeirra, sem vilja vekja
kynþáttafordóma til lífs á ný, að
við gleymum fortíðinni. Ekki síst
þeirri fortíð sem Alf Rolfsen minnir
okkur á í umræddri freskómynd.
En er það ekki umhugsunarefni að
voldugustu fjölmiðlum á íslandi
skuli nú ritstýrt undir þessu kjör-
orði?
Höfundur er blaðamaður og
listgagnrýnandi.
J BREYTTUR OPNUNARTÍMI 'l
/ vetur er opið frá kl. 11.00-20.00 (21.00) virka daga.
10.00-20.00 (21.00) (laug.-sun.)
BjLÁÆ LÓNIMÞ METÁR I AÐSÓKW