Morgunblaðið - 27.10.1993, Síða 17

Morgunblaðið - 27.10.1993, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 17 Prestar segja hugmyndir um launasjóð kirkju órökstuddar Launamál presta ekkí leyst með því að varpa ábyrgð yfir á kirkju „SÁ HNÚTUR sem slgórnvöld hafa komið launamálum presta í með gjörðum sínum verður ekki leystur með því að kasta boltanum yfir til annars aðila og segja honum að leysa hann,“ segir sr. Þórhallur Höskuldsson, sóknarprestur á Akureyri og formaður kirkjueigna- nefndar, um hugmyndir kirkjumálaráðherra sem kynntar voru á þriðjúdag, og lúta að stofnun launasjóðs sem kirkjan greiði starfs- mönnum sínum laun úr. Sr. Jón Einarsson, formaður Prófastafélags íslands og kirkjuráðsmaður, segir hugmyndir ráðherra órökstuddar og telur að ríkið ætli áð „sleppa á frekar einfaldan hátt frá því að greiða prestum laun og láta kirkjunni það eftir“. Jón kveðst telja það ágæta hug- mynd að láta kirkjunni í té upphæð á fjárlögum ár hvert sem síðan væri á hennar ábyrgð að úthluta til verkefna, en kveðst hræddur um að á tímum þrenginga og mikils halla á fjárlögum yrði skorið niður á þessu sviði. „Hvar stæði kirkjan og starfsmenn hennar þá? Launa- sjóðurinn gæti lent á söfnuðunum þegar fram líða stundir. Mér finnst þetta mjög hæpið eins og sakir standa,“ segir Jón. „í 62. grein stjórnarskrárinnar segir að ríkis- valdið skuli styðja þjóðkirkjuna, og sá stuðningur felst fyrst og fremst í að greiða prestum laun. Ef ríkið ætlar að hverfa frá því fyrirkomu- lagi leiðir það til aðskilnaðar ríkis og kirkju og kannski vakir það fyr- ir ráðherra, þótt ég vilji ekki ætla honum slíkt. Ég verð því að lýsa yfir andstöðu minni við þessa hug- mynd að sinni og get ekki sam- þykkt hana miðað við fyrrgreint ákvæði stjórnarskrárinnar." Launamál presta sök stjórnvalda Sr. Þórhallur Höskuldsson kveðst hafa að mörgu leyti fagnað ræðu ráðherra og hann sýni vilja til að gera mál þjóðkirkju skilvirk og hnökralítil. „En sérstaklega athygl- isvert þótti mér að heyra ráðherra viðurkenna að launamál presta- stéttarinnar væru komin í hnút. Það er í fyrsta sinn sem ég heyri stjórn- völd viðurkenna það klúður sem þau mál eru komin í, og er eingöngu og einhliða sök stjórnvalda. Prestar hafa verið þolendur þessa klúðurs, og aðgerðaleysi og og máttleysi stjórnvalda til að ná fram sjálfsögð- um réttlætismálum í launamálum þessarar stéttar hefur verið al- gjört,“ segir Þórhallur og telur fagnaðarefni fyrir kirkjuna að finna vilja til úrbóta hjá ráðherra. „Sú lauslega hugmynd sem ráð- herra setti fram um launasjóð kirkj- unnar er aðeins hugmynd og sjálf- sagt að skoða hana með jákvæðum huga. Ég sé hins vegar ekki fyrir mér að þessari skipan verði komið á fót á næstu árum, hún er hluti af miklu stærra og flóknara máli, sem er staða kirkjunnar í landinu sem þjóðkirkju samkvæmt gildandi stjórnarskrá. Eigi kirkjan að taka að sér að launa starfsmönnum sín- um og kosta starfið, myndi ríkið skila um leið þeim höfuðstóli til kirkjunnar sem það tók að sér að varðveita og ávaxta í byijun aldar- innar, og ég get ekki séð að ríkið hafi ráð á því nú,“ segir Þórhallur og kveðst ekki telja vilja til að breyta þeirri þjóðkirkjuskipan sem nú ríkir, hvorki af hálfu kirkju, rík- is né almennings. Fjármál og skipulagsmál kirkjunnar henni fjötur um fót Sr. Karl Sigurbjörnsson, sóknar- prestur í Hallgrímskirkju, kveðst Sr. Þórhallur Sr. Jón Höskuldsson Einarsson telja hugmyndir ráðherra áhuga- og umhugsun- arverðar og sýna að hann sé tilbúinn að taka málin ferskum tökum, en hins vegar sé óljóst hvað þær þýði í reynd. Hann segir nauðsyn- legt fyrir kirkj- unnar menn að íhuga hugmyndirnar vandlega, einkum þar sem frumvörpin tvö um kirkjumálasjóð og prestssetur sem lögð verða fram á yfirstandandi þingi leiði til vatnaskila í málefnum ríkis og kirkju. „Skipulag kirkjunn- ar og eignamál standa á afar göml- um grunni en nú þarf að endur- skoða þau mál í ljósi breyttra tíma og það er mjög brýnt að starfsmenn kirkjunnar standi að gerð þeirrar endurskoðunar," segir Karl. „Kirkj- unnar menn mega ekki óttast að horfast í augu við breytingarnar þó að þær séu að mörgu leyti grund- vallarbreytingar. Margt í skipulagi og fjármálum kirkjunnar hefur lengi verið henni ijötur um fót, sem kristallast m.a. í þeirri sjálfheldu sem launamál prestastéttarinnar hafa verið í, og augljóslega verður að koma skikkan á þau mál.“ Sr. Karl Sigurbjörnsson Sölusýning í Skálholti og kirlguvika í Biskupstungum SÖFNUÐIR í Biskupstungum og Skálholtsskóli efna til kirkju- gripasýningar og sögusýningar í Skálholti frá 30. okt. til 7. nóv. Sömu daga verða hátíðamessur og samkomur í Skálholti og í öllum kirkjum Skálholtspresta- kalls. Tilefnið er einkum, að allar kirkj- ur í Biskupstungum eiga afmæli um þessar mundir. Skálholtskirkja varð þrítug í sumar, Bræðratungu- kirkja áttræð í fyrra, Haukadals- kirkja hundrað og fimmtíu ára og Torfastaðakirkja hundrað ára á þessu ári. Sýningin verður opnuð í Skál- holtskirkju laugard. 30. okt. kl. 20.30. Að því loknu verða flutt inn- gangserindi að samræðum um heimilisguðrækni og barnabænir. Að síðustu verður sunginn nátt- söngur. Sunnudaginn 31. okt. verður hátíðamessa í Torfastaðakirkju kl. 14. Þar predikar herra Olafur Skúlason, biskup, en frændi hans, síra Magnús Helgason, vígði kirkj- una á nýársdag 1893. Torfastaða- söfnuður býður síðan til samsætis í Aratungu. Þar mun Hreinn Er- lendsson, sagnfræðingur, flytja er- indi um Torfastaðakirkju og Torfa- staðapresta. Mánudag 1. nóv. verður sunginn allra heilagra messa í Bræðra- tungukirkju. Þar mun sr. Jónas Gíslason verða ræðumaður, en um- ræður fara síðan fram um efni dagsins. Miðvikudag 3. nóv. verður samkoma í Skálholti og rætt um íslenzku þjóðkirkjuna og hvar hún muni á vegi stödd. Fimmtudag 4. nóv. verður kvöldvaka í Haukadals- kirkju, en föstudag 5. nóv. í Skál- holti. Messa og samkomur frá mánu- degi til föstudags hefjast kl. 20.30. Laugardag 6. nóv. kl. 14 verður á samkomu í Skálholti umræða fléttuð um sýninguna og Skálholt, fortíð þess og framtíð. Tónleikar verða síðdegis, og um kvöldið kvöld- vaka með þátttöku ýmissa gesta. Sunnudag 7. nóv. verður hátíða- messa í Skálholti kl. 14. Að loknu KEITH Humphreys, lektor við University of Northumbria í Englandi, flytur fimmtudaginn 28. október kl. 16.30, fyrirlestur á vegum Rannsóknarstofnunar Kennaraháskóla Islands. Fyrir- lesturinn nefnist: „Appraisal. Evaluating the Practice and Development of Teachers". messukaffi verða tónleikar, en síðan verður flutt erindi, sem tengjast mun siðaskiptunum og atburðum í Skálholti 7. nóv. 1550. Auk þeirra ræðumanna, sem að ofan er getið, má nefna dr. Einar Sigurbjörn, prófessor, sr. Kristján Val Ingólfsson, rektor Skálholts- skóla og sr. Guðm. Óla Ólafsson, en vonir standa til, að fleiri muni koma við sögu. Tónlistarmenn munu og leggja hátíðinni lið, þeirra á meðal Margrét Bóasdóttir, Krist- inn Orn Kristinsson, Hilmar Örn Agnarsson og Kolbeinn Bjarnason. Sýningin í Skálholti verður opin gestum, svo sem skólahópum, nokkrar klukkustundir daglega, meðan hún stendur. í fyrirlestrinum verður fjallað um mat á starfi kennara sem mikilvæg- an þátt í að efla starfshæfni þeirra. Keith hefur kannað viðhorf kennara til mats á eigin starfi og leggur þær niðurstöður til grundvallar í fyrir- lestri sínum. Fyrirlesturinn verður í stofu M-201 í Kennaraháskóla íslands og er öllum opinn. Fyrirlestur um mat á starfhæfni kennara Tilbod^ í helstu verslununri^ meðan á sýningu í Perlunni stendur 27.-31. okt. Kólumbus Kólumbus er stórskemmtilegur leikur þar sem stillur og stormar, kænskubrögS, heppni og hugkvæmni ráða úrslitum. Þetta spil gæti Leifur heppni hafa samið! Meistari völundarhússins Meistari völundarhússins er taugatrekkjandi kapphlaup um nornajurtir, hauskúpumosa og kristalla í síbreytilegu völundarhúsi (oar sem hægur vandi er að villast. Spretthlaup dýranna Apann langar helst í stóran banana. Hundurinn nagar girnilegt bein. Músin nartar í ostbita. Dýrin taka á sprett og þjóta af stað ef þau fá uppáhaldsmatinn sinn. Segðu sögu Segðu sögu er skapandi minnis- og söguleikur sem reynir á hugmyndaflugið. Otæmandi brunnur af ósögðum sögum fyrir hugmyndaríkasta aldurshópinn. Kapphlaupið að kalda borðinu Kapphlaupið að kalda borðinu er ótrúleg barátta um bestu bitana og (ourfa menn að vera heppnir í teningakasti og óragir við að notfæra sér andstæðinginn vilji (oeir sigra. Hinir geta náttúrulegö farið í ísskápinn. Svarti Pétur Einhver mesti óþokki spilasögunnar. Þegar allir hafa komið sínum samstæðum í borð, (oá situr einn uppi með Svarta Pétur. Og [oá er útlitið dökkt því viðkomandi fær svart strik á nefið. Margar aðrar gerðir Fyrir stór börn, lítil börn, smærri börn og smábörn. Pabba og afa, ömmu og mömmu. Einföld eða flókin, stutt eða tímafrek. Því ekki að slökkva á sjónvarpinu og tala hreint út? Leggja spilin á borðið! Ravensburger merkið er á öllum þessum spilum, en merkið nýtur mikillar virðingar í spilaheiminum. Svo framarlega sem kornabörn spili ekki Kolumbus eða prófessorar Svarta Péhir, þá tryggir Ravensburger skemmtileg og vönduð spil.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.