Morgunblaðið - 27.10.1993, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 27.10.1993, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993 2? Myndþerapía til hjálpa- ar sjúkum börnum Rætt við Sigríði Björnsdóttur kennara og mynd- þerapista á barnadeild Landakotsspítala Eftir Guðmund Guðjónsson. Ljósmynd Sverrir Vilhelmsson. Sigríður stendur hér við „collage“-mynd af lífsins tré, Ygg- drasli, sem unnin var í samnorrænu verkefni af veikum börnum á barnadeild Landakotsspítala. Þessi mynd prýðir einnig kápu bókarinnar Rækt, sem gefin var út í fyrra til styrktar langveikum bömum. BÖRN sem leggjast inn á barnadeildir spítalanna upplifa reynslu sína á margvíslegan hátt, en í mörgum tilvikum ráða spenna, kvíði og ótti ríkjum í vitundum þeirra. Að bæla slík- ar neikvæðar tilfinningar getur valdið börnum iíínri vanlíðan og jafnvel andlegum skaða. Myndþerapía er nokkuð sem hefur þróast á Vesturlöndum frá lokum síðari heimsstyijald- arinnar og byijaði á Bretlands- eyjum sem sérstök þjónusta við berklasjúklinga og í Bandaríkj- unum sem sérstök þjónusta við félagslega trufluð böra. En greinin þróaðist og fljótlega var farið að nota myndþerapíu sem sérþjónustu inn á hinum ýmsu stofnunum jafnt fyrir börn og fullorðna og einnig sem endurmenntunaraámskeið fyr- ir hina ýmsu faghópa. Þá hefur það færst æ meira í vöxt að myndþerapistar reki sínar eig- in stofur þar sem tekið er á móti fólki í meðferð. Greinin hefur þróast mest í Bandaríkjunum og á Bretlands- eyjum og hún hefur óhjákvæmi- lega teygt arma sína til íslands og starfa hér nú átta menntaðir myndþerapistar. Þó gengur frem- ur illa að bijóta ísinn hér á landi, því einungis einn þeirra fær að starfa hjá hinu opinbera undir starfsheiti síns náms. Hinir starfa sem kennarar, meðferðarfulltrúar og leiðbeinendur, en notfæra sér myndþerapíunám sitt. Einnig er eitthvað um að myndþerapistar starfi hér sjálfstætt. í mjög stuttu máli, þá nýtist myndþerapía á margvíslegan hátt, ekki síst á þann hátt að börnin geta í gegn um myndlist tjáð eitt og annað sem þau eiga erfitt með að segja berum orðum, ef til vill vegna þess að þau átta sig ekki almenni- lega sjálf á tilfinningum sínum. Myndþerapian stuðlar þannig að því að börnin geta létt af sálu sinni ótta og kvíða og hvers kyns annarri vanlíðan, en það losar þau við spennu og gerir þau um leið hæfari til þess að takast á við veikindi sín og hæfari til þess að hverfa aftur til hins daglega amst- urs. Einn þeirra myndþerapista sem starfað hefur hvað lengst er Sig- ríður Björnsdóttir. Hún lauk svo- kölluðu „Post Graduate“-námi í faginu við Lundúnaháskóla á sín- um tíma og hefur starfað sem kennari og myndþerapisti á bamadeild Landakotsspítala síðan árið 1984, en áður hafði hún starf- að í hálft annað ár á deildinni við leikþerapíu. Sigríður sagði, í samtali við Morgunblaðið, að hún hefði verið ráðin sem kennari, en tekist að semja við ráðuneytið um að hún starfaði sem „kennari/þerapisti", enda væri þerapían afar gagnleg í spítalaskólanámi. „Það er mikil- vægt að staldra við og skoða gaumgæfilega hvað það er að vera barn á sjúkrahúsi. Algengt er að fólk haldi að þetta sé allt í lagi, nokkrir dagar á slíkri stofnun skaði engan, því sé andleg og til- finningaleg þjónusta ónauðsyn- leg. Reynslan sýnir aftur á móti að andlega álagið á börnunum getur verið meira eftir því sem dvölin er styttri. Það er mikill hraði á sjúkrahúsunum, sum börn eru óörugg, kvíðin og þjást jafn- vel af almennri vanlíðan. Foreldr- amir geta verið óöruggir. Flest barnanna fara í blóðpmfur. Mörg þeirra eru afar sprautuhrædd. Sum fara í speglanir og þéttar rannsóknir sem geta verið veru- legt andlegt og líkamlegt álag á bömin. Á Landakoti er kappkost- að að búa börnin sem best undir rannsóknir og aðgerðir, en samt getur verið erfitt að átta sig á því hve mikið börnin meðtaka. Ég nota oft myndþerapíutímana til þess að gefa börnunum tæki- færi til að fara aftur í gegn um undirbúningsferlið. Myndþerapían hjálpar til við að meta hvað og hvemig börnin hafa meðtekið upplýsingar þegar þau voru undir- búin og hún hjálpar þeim jafn- framt að minna sjálf sig á það sem þeim var sagt í undirbúnings- tímanum. Og ég hef margrekið mig á að börn hafa tjáð kvíða sinn út frá eigin myndum. Nokkuð sem þau hefðu annars ekki gert og því bælt vanlíðan innra með sér. Bömunum hefur síðan liðið betur, enda hefur losnað um innri spennu og þau hafa verið betur undir framhaldið búin,“ segir Sig- ríður. Og hún heldur áfram: „Þau tjá einnig reynslu sína eftir rannsóknir og/eða aðgerðir, en að teikna mynd um sjálf sig reynist þeim oft erfitt. Mörg þeirra eru mjög bæld og þögul og reynast vera óvön að vinna með eigið fmmkvæði. Þau eiga erfitt með að nálgast eigin tilfinn- ingar og finnst að þau sjálf séu ekki nógu merkilegt myndefni. Það þarf að sýna þolinmæði og beita lempni og svo kemur það loks. Að þessu verður að hyggja vandlega, því þótt hérlendar rann- sóknir séu ekki fyrir hendi, þá er niðurstaða erlendra rannsókna á þá lund, að spítaladvöl getur reynst börnum mjög erfið, og sár- in geta verið lengi að gróa, ekki síst þar sem ég tel að mörg börn komi inn á spítalana með dulin félagsleg og sálræn vandamál. Undirrótin er oft samtvinnun á líkamlegum og andlegum orsök- um. I slíkum tilfellum getur spít- alahræðsla blandast óöryggistil- finningum sem börnin bera innra með sér þegar þau koma á spítal- ann og þannig magnað innri vanl- íðan hjá þeim. Spítalaskólinn gegnir veigamiklu hlutverki sem þátttakandi og meðferðaraðili við að styðja þessi börn og stuðla að því að félagsleg vandamál þeirra verði gi-eind.“ Svo er annað og meira. Sigríður heldur áfram: „Ég tel mig vera með svokallað „therapeutic"- skólastarf, þar sem áherslan er á sjálfu barninu og því hjálpað að vinna út frá sjálfu sér. En með því að nota slíka kennslutækni til þess að ná til barnanna, virðist mér koma betur og betur í ljós, að barnaspítali er kjörinn staður til þess að finna börn sem við getum sagt að séu í áhættuhóp- um. í hinu nána sambandi sem myndast við börnin inni í kennslu- stofunni hefur maður alveg sér- stakan aðgang að þeim og því finnur maður fljótt hvort þau eru í félagslegum og/eða tilfinninga- legum vítahringum. Baksvið þess er oft eitthvað sem þerapía af því tagi sem við erum að ræða getur verið þáttur í að hjálpa barninu með. Þessi punktur er kannski að verða æ mikilvægari, því reynslu- heimur barna hefur breyst mikið hin síðari ár og er enn að breyt- ast. Góð þverfagleg starfsemi á* barnadeildum getur því einnig skilað verðmætu forvarnarstarfí, það er ég sannfærð um.“ — Dæmi um þetta, Sigriður? „Já, ég get til dæmis nefnt, að það er æ algengara hjá mörgum, sem leggjast inn, að ég finn fyrir skorti á gleði og miklum tóm- leika. Hugarheimurinn er yfirfull- ur af tilbúnum táknum úr fjölm- iðlaheiminum sem kemur í veg fyrir að börnin nái til eigin tilfinn- inga. Sjálfsmatið og sjálfsmyndin hefur truflast og slíkt er mjög hættulegt þroskaferli barna. Of- beldismyndir, mikil sjónvarps- og myndbandahorfun, tölvuleikir og fleira koma héma inn í. Sum börn eyða svo miklum tíma í slíkt að þau verða svikin um eðlilegan þroskaferil sem byggist á leit og leik og mannlegum samskiptum. Slík börn eru auðtekin bráð þegar við erum að tala um vítahringana. Við hefðum möguleika á því að sinna þessu betur ef grunnskól- arnir, ekki bara bamadeildirnar, gætu skipað myndþerapista í þeirra eigin stöður og gert þeim kleift að starfa sem slíkir í sam- vinnu við kennara og foreldra. En því miður skilur hið opinbera þetta ekki enn þá. Flestir þeir sem setið hafa námskeið sem ég hef haldið fyrir fagfólk á uppeldis- og heilbrigðissviði, eru sammála um að ástandið versni með árun- um. Börn hlýða illa, em illa öguð. Einbeiting þeirra versnar og það er sannarlega vísbending um vandamál sem ég tel að byrji inni á heimilunum. Augljóslega þarf að hlúa betur að ungum fjölskyld- um. Fræðsla um eðlilegan þroska- feril barns ætti að koma strax í 9. bekk. Franskur læknir sem ég hitti á alþjóðlegu barnalæknaþingi í París fyrir fáum árum greindi mér frá niðurstöðum á frönskum rannsóknum. Þær voru ekki fagrar og læknirinn orðaði það með þeim hætti að það væri óum- deilanlega kominn upp vísir að nýrri tegund af andlegri fötlun á meðal barna.“ s. /7=omx HÁTÚN SB - SÍMI (91)24420 -fyrirgólfdúka ÍSLENSKAR LEIÐBEININGAR DU PONT bílalakk notað af fagmönnum um land allt. Er bíllinn þinn grjótbarinn eða rispaður ? DU PONT lakk á úðabrúsa er meðfærilegt og endingargott. oa&o * Faxafeni 12. Sx'mi 38 000 til sín taka á íslandi. Get ég nefnt Garðar Cortes óperusöngvara og Hákon (Konna) Waage, sem seinna varð leikari. Ég minnist einnig annarra kenn- ara sem kenndu með Jóni, þeirra Sigurðar Bjarnasonar, Theodórs Guðjónssonar, séra Helga Sveinsson- ar, Björgvins Snorrasonar og fleiri. Eg á Jóni Hj. og hinum kennurunum mikið að þakka frá fjögra ára dvöl minni á HDS. Jóni og Sólveigu varð fjögra barna auðið, þriggja stúlkna og eins drengs. Eru þau öll uppkomin og hin mann- vænlegustu í hvívetna eins og þau eiga kyn til. Jón starfaði mestallan sinn starfs- aldur í þágu aðventistasafnaðarins á íslandi, ekki aðeins sem kennari á Hlíðardalsskóla, heldur einnig sem skólastjóri, safnaðarprestur og í ýmsum öðrum mikilsverðum og ábyrgðarmiklum safnaðarstörfum. 011 þessi störf hefur hann leyst af hendi með sóma. Á síðari árum hafa Jón og Sólveig átt heimili á Reykjavíkursvæðinu. Ég hefi heyrt að venjulega sé mann- margt hjá þeim, enda hafa þau norð- lenzka og íslenzka gestrisni í háveg- um. Ég óska ykkur báðum, Jón og Sólveig, hjartanlega til hamingju með þennan áfanga í lífí ykkar, og Guðs ríkulegu blessunar á komandi árum. Ég tek svo undir með vestur- íslenzka skáldinu honum K.N. Júl- íusi, „Káinn“, sem sagði eftirfarandi: Engum leiðist, þó ég þagni, þörf er ekki meira að segja; fáum varð mín fyndni að gagni, flestir vilja sjá mig þegja. Óðum þverrar andans kraftur, eftir langar næturvökur; bráðum verð ég ungur aftur, yrki fleiri og betri stökur. Númi, í Moberly, Missouri, Bandaríkjunum. ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR • LIFANDI NÁMSKEIÐ Marie Ný 7 vikna námskeið Áhersla á talmál 10 kunnáttustig Hámark 10 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 • SÍMI 25330

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.