Morgunblaðið - 27.10.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 27. OKTÓBER 1993
Leikreglur í skattamál-
um og skömm Alþingis
eftir Ingvar
Hallgrímsson
í Staksteinom Morgunblaðsins
hinn 18. ágúst er vakin athygli á
forystugrein Alþýðublaðsins frá 13.
ágúst, en þar er fjallað um fjár-
magnsskatt á lífeyrissjóði. Telur
Alþýðublaðið „að ekki eigi að und-
anþyggja lífeyrissjóði launþega-
hreyfingarinnar þessum skatti,
heldur eigi sömu reglur að gilda
fyrir alla“. Ekki verður dómur lagð-
ur á' það mál hér, en Alþýðublaðið
segir ennfremur: „Það hlýtur að
vera skýlaus krafa skattgreiðenda,
að undanþágur séu afnumdar í
skattkerfinu. Leikreglurnar verða
að vera jafnar fyrir alla.“ Þetta er
hraustlega mælt, en þó geta skatta-
reglur ekki verið þær sömu fyrir
þá öryrkja sem lífið hefur dæmt
úr leik og gerði Auður Guðjónsdótt-
ir hjúkrunarfræðingur því atriði góð
skil í grein hér í blaðinu hinn 24.
ágúst.
Skattur eftir aldri
- tvö skattkerfi
Þessi ummæli Alþýðublaðsins, að
leikreglumar í skattamálum verði
að vera jafnar fyrir alla, minnti
mig á pistil Víkveija frá 4. júlí, en
þar gerir hann að umtalsefni það
ósvífna ranglæti sem aldrað fólk í
landinu má búa við í skattamálum.
Þótt lífeyrissjóðirnir sjálfír greiði
ekki fjármagnsskatt — það gera
heldur ekki aðrir — þá greiða lífeyr-
isþegar, hinir öldruðu, margfaldan
skatt á Við aðra í þessu landi. Vík-
veiji bendir réttilega á, að „lífeyris-
sjóðirnir séu viðamesta spamaðar-
form íslendinga", og „að greiðendur
í lífeyrissjóði séu nánast þeir einu
sem standa fyrir sparnaði í þessu
eyðslunnar samfélagi“ en séu samt
grátt leiknir af landsfeðrum, bók-
staflega blóðmjólkaðir. Við greiðslu
af launum í lífeyrissjóð, em greiðsl-
urnar skattaðar eins og hver önnur
laun. Mætti nú halda, að menn
væru lausir allra skattamála, og
ættu það fé, þann sparnað, sem
eftir stæði. En það er nú eitthvað
annað. Þegar menn eru orðnir aldr-
aðir og fá þennan sparnað sinn, líf-
eyri, greiddan sér til lífsviðurværis,
er hann skattaður á nýjan leik. En
hér láta landsfeðurnar ekki staðar
numið. Hinum öldruðu er refsað
fyrir spamað sinn á þann veg að
spamaðurinn verður til þess að
skerða stórlega, eða jafnvel af-
nema, ýmsar bætur almannatrygg-
inga og er það í raun þriðja skatt-
lagningin sem lífeyrisþegar verða
að sæta vegna sparnaðar síns. Ný-
lega er svo komin til fjórða dulbúna
skattlagningin á lífeyri sem bitnar
á atvinnulausu fólki sem mátti þá
helst við því, eða hitt þó heldur.
Til viðbótar kemur svo hinn frægi
„ekkjuskattur".
I landinu eru þannig í reynd í
gildi tvö skattkerfi: almennt skatt-
kerfi fyrir ungt fólk undir 67 ára
aldri, og svo annað mun hærra fyr-
ir eldra fólk, lífeyrisþega.
Hins vegar er svo lítill hópur
hátekjumanna, sem hefur getað
nælt sér í háan lífeyri, annað hvort
vegna rangláts kerfis eða með
klækjum. Það atriði verður ekki
nánar rætt hér heldur hagur alls
almennings.
Refsiverður sparnaður
Á síðasta aðalfundi Landssam-
bands aldraðra, flutti Hrafn Magn-
ússon, forstjóri Sambands almennra
lífeyrissjóða, erindi um lífeyrissjóð-
ina og nefndi m.a. hvílík áhrif sam-
spil lílfeyris almannatrygginga og
lífeyrissjóða og skattlagning lífeyris
hefði á afkomu lífeyrisþega. Hann
tók dæmi um einhleypan mann, sem
hættu er vinnu og fær eftirtaldar
mánaðarlegar bætur: Frá lífeyris-
sjóði 25.300 kr. og frá almanna-
ÁR ALDRAÐRA
í EVRÓPU 1993
tryggingum 42.700 kr. eða samtals
68.000 kr. Að frádregnum sköttum
fær hann útborgað 63.500 kr. Ann-
ar einstaklingur, sem fær helmingi
meira greitt úr lífeyrissjóði, eða
50.600 kr., fær frá almannatrygg-
ingum 27.700 kr. eða samtals
78.300 kr. Að frádregnum sköttum
og skerðingu á tekjutryggingu —
sem er dulbúinn skattur — fær
hann útborgað 69.500 kr. Þannig
fær hinn síðamefndi aðeins 6.0000
kr. hærri nettó lífeyri samtals frá
lífeyrissjóði og almannatrygging-
um, þótt greiðslur úr lífeyrissjóði
hans séu 25.300 kr. hærri en hjá
hinum fyrmefnda. Hinn mikli
sparnaður hins síðarnefnda skilar
sér ekki til baka, spamaður hans
telst refsiverður og er nær allur
tekinn upp í skatta. Hrafn telur,
að svona tryggingakerfi gangi ekki
og taki reyndar út yfír allan þjófa-
bálk. í síðasta hefti Fjármálatíðinda
er fjallað um þessi mál í tveimur
greinum. Þar skrifar Böðvar Þóris-
son m.a.: „Það er því enginn hvati
til þess að greiða í lífeyrissjóði frek-
ar en að fjárfesta í einhveiju öðm.
Það er í raun frekar hið gagn-
stæða, því að lífeyrisútgreiðslur em
skattskyldar yfir skattleysismörk-
um, en innlausn verðbréfa er ekki
skattskyld á neinn hátt eins og
skattalög em í dag. Það er því í
flestum tilvikum greitt í lífeyrissjóð
vegna lagaskyldu, en ekki af hag-
kvæmnisástæðum."
Þannig hafa yfírvöld stórrýrt
gildi lífeyrissjóða alniennings.
Ástandið er Alþingi til
skammar
Á Alþingi 1991 flutti Guðmundur
H. Garðarsson tillögu til þingsálykt-
unar „um afnám margsköttunar á
iðgjaldi sjóðsfélaga til lífeyris-
sjóða“. í greinargerð rakti Guð-
mundur ófremdarástand þessara
mála sem hann taldi réttilega að
væri „Alþingi og ríkisstjórn til ■
hreinnar skammar". í fylgiskjali
með tillögunni eftir dr. Jónas
Bjarnason er sýnt fram á, að skatt-
ar á ellilífeyrisþega geta farið upp
í 76%, þ.e. að af hveijum 1.000 kr.
sem ellilífeyrir frá lífeyrissjóði
hækkar, fær ellilífeyrisþeginn að-
eins greiddar 239 kr. og er önnur
eins skattheimta óþekkt í landinu
og þótt víðar væri leitað. Tillaga
Guðmundar var síðan — í lítið eitt
breyttri mynd — samþykkt á Al-
þingi hinn 18. mars 1991 og hljóð-
ar þannig: „Alþingi ályktar að fela
fjármálaráðherra að gera könnun á
skattalegri meðferð lífeyrisspamað-
ar og undirbúa nauðsynlegar laga-
breytingar til að slíkur sparnaður
njóti ekki lakari kjara en annar
sparnaður í landinu.“ Þótt hér sé
um ótvírætt réttlætis- og mannrétt-
indamál að ræða sem snertir allt
eldra fólk í landinu hefur fjármála-
ráðherra ekki orðið við þessum fyr-
irmælum Alþingis. Á næsta þingi
fluttu þeir Hrafnkell E. Jónsson og
Guðmundur Hallvarðsson áþekka
tillögu, sem fékk ekki afgreiðslu. Á
þinginu 1992 fluttu Guðmundur
H. Garðarsson, Sólveig Pétursdóttir
og Þuríður Pálsdóttir svipaða til-
lögu, sem ekki fékkst heldur af-
Brids______________
Umsjón Arnór G. Ragnarsson
Afmælismót Soffíu
Guðmundsdóttur
Þekktasta bridskona landsins,
Soffía Guðmundsdóttir frá Akur-
eyri, verður 75 ára 23. nóvember
nk. Af því tilefni hefír hún ákveðið
að halda opið bridsmót helgina
27.-28. nóvember.
Óþarft er að
kynna Soffíu.
Hún hefir unnið
til velflestra titla
sem hægt er að
vinna í brids hér-
lendis og síðasta
titil sinn vann
hún sl. vetur
þegar hún varð
Islandsmeistari í
parasveita-
keppni.
Soffía lætur ekki þar við sitja
því hún hefir ákveðið að bjóða öllum
keppendum í afmæliskaffi báða
dagana. »
Undirbúningsnefnd hefir sent
þættinum eftirfarandi fréttatil-
kynningu:
„Soffía Guðmundsdóttir verður
75 ára þann 23. nóvember næst-
komandi. í tilefni af afmælinu
hyggst Soffía halda opið bridsmót
dagana 27. og 28. nóvember.
Spilað verður í sal Verkmennta-
skólans á Akureyri og hefst spila-
mennska kl. 11.00 laugardaginn
27. nóvember. Gera má ráð fyrir
að mótinu verði lokið um kl. 16.00
á sunnudag.
Spilaður verður tvímenningur
með barómeter fyrirkomulagi að
því gefnu að þátttaka fari ekki yfír
50 pör. Skráning fer fram hjá Brids-
sambandi íslands (Elín) og á Akur-
eyri hjá Frímanni Frímannssyni
(vinnusími: 24222, heimasími:
21830), Hermanni Tómassyni
(vinnusími: 11710, heimasími:
26196) og Páli Jónssyni (heima-
sími: 21695). Þátttökugjald er ein-
ungis 1.000 kr. á spilara. Skráningu
lýkur laugardaginn 20. nóvember.
Soffía mun bjóða spilurum til
afmæliskaffis báða spiladagana og
í lokin veita verðlaun til þem spilur-
um sem bestum árangri ná í mót-
inu.“
Rafmagnsveitur Reykjavíkur
unnu Stofnanakeppnina 1993
Helgina 23.-24. október var
haldin Stofnanakeppni Bridssam-
bands íslands. Spiluð var Monrad-
sveitakeppni, 7 umferðir. 13 fyrir-
tæki og stofnanir spiluðu keppnina
og eftir harða baráttu við fyrrver-
andi meistara hjá DV og Morgun-
blaðið sigruðu Rafmagnsveitur
Reykjavíkur með 142 stig og eru
Stofnanameistarar Bridssambands
íslands 1993. í sveitinni spiluðu;
Páll Valdimarsson, Halldór Jónsson,
Kjartan Jóhannsson og Ólafur Jó-
hannesson.
í öðru sæti varð sveit DV og í
þriðja sæti sveit Morgunblaðsins.
Bridssamband íslands sendir bestu
kveðjur til fyrirtækjanna og spilar-
anna sem tóku þátt í þessari keppni
og þess má geta að aðeins fjórar
sveitir af þessum þrettán voru með
á síðasta ári og vonandi verða enn
fleiri fyrirtæki og stofnanir með á
næsta ári.
Stórmót Munins í Sandgerði
og Samvinnuferða-Landsýnar
Stórmót verður haldið 13. nóvember
í íþróttahúsinu í Sandgerði, og hefst
spilamennska kl. 09.30. Spilaður verð-
ur hipp-hopp-tvímenningur. Keppnis-
stjóri verður Sveinn Rúnar Eiríksson.
Heildarverðmæti vinninga er 250.000
kr.
1. vinningur 100.000 kr.
2. vinningur 70.000 kr.
3. ferðavinn. 50.000 kr. (S.L.)
4. vinningur 20.000 kr.
5. vinningur 10.000 kr.
Spilagjald á par er 6.000 kr. Tak-
markaður parafjöldi. Léttar veitingar
að venju í mótslok.
Skráning er hafín hjá BSÍ í síma
91-619360 og Eyþóri, 92-37788.
Félag eldri borgara
21. október 1993
Sigrún Straumland/SæbjörgJónasdóttir 187
EyjólfurHalldórsson/ÞórólfurMeyvantsson 178
ÁsthildurSigurgestsdóttir/LárusAmþórsson 169
Kristinn Magnússon/Vilhjálmur Guðmundsson 163
14 pör og meðalskor 156.
24. október 1993
EggertEinarsson/KarlAdolfsson 262
LárasAmþóreson/ÁsthildurSigurgestsdóttir 246
Kristinn Gíslason/Margrét Jakobsdóttir 234
Sveinbjöm Breiðfjörð/Kjartan 216
16 pör og meðalskor 210.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla
vegna kosninga varðandi sameiningu sveitar-
félaga, samkvæmt ákvæðum laga nr. 75/1993
um breytingu á sveitarstjórnarlögum nr.
8/1986, fer fram á skrifstofu embættisins í
Skógarhlíð 6, 2. hæð, á opnunartíma, kl. 9.30-
15.30, frá og með 25. október 1993.
Sýslumaðurinn í Reykjavík.
Soffía Guð-
mundsdóttir
Innilegar þakkir til hinna jjölmörgu er heiÖr-
uÖu mig á 70 ára afmceli mínu 20. þ.m. meÖ
heimsóknum, gjöfum og heillaóskum.
Jón I. Guðmundsson,
yfirlögregluþjónn,
Sunnuvegi 9, Selfossi.
2f9
Ingvar Hallgrímsson
„í landinu eru þannig í
reynd í gildi tvö skatt-
kerfi: almennt skatt-
kerfi fyrir ungt fólk
undir 67 ára aldri, og
svo annað mun hærra
fyrir eldra fólk, lífeyr-
isþega.“
greidd. Þingmenn virtust hafa lítinn
áhuga á réttlætismálum eldra fólks.
Samt sem áður er þingsályktun-
artillaga Guðmundar H. Garðars-
sonar í fullu gildi og þarf nú eldra
fólk í landinu að knýja á um aðgerð-
ir samkvæmt henni. Er ekki vansa-
laust, að sterk íjöldasamtök eins
og Álþýðusambandið, BSRB og
mörg önnur, skuli ekki hafa knúið
fram breytingar á þessu óréttlæti.
Eldra fólk er ekki harður þrýstihóp-
ur og geldur þess og er ekki að
reyna að komast undan því að
greiða skatta, en vill sitja við sama
borð og aðrir. Eins og nefnt er í
upphafí krefst Alþýðublaðið þess
að í skattamálum séu leikreglumar
jafnar fyrir alla. Væri þá ekki rétt
að byija á því, að sjá til þess, að
eldra fólk lúti sömu lögum í skatta-
málum og aðrir landsmenn?
Höfundur er varaformaður
Landssambands aidraðra.
Alal I
tyidabadaH
Peugeot 405 GR ’92, ek. 1000 km.
Nýr bfll. Kr. 1.350 þ.
Hyundai Pony GLSi ’92, blár, ek. 4
þ. km., sjálfsk., topplúga. Kr. 890 þ.
Toyota Corolla Lift Back '93, blár,
ek. 8 þ. km., sjálfsk. Kr. 1.450 þ.
Toyota Corolla XL '92, grænn, ek.
10 þ. km., sjálfsk. Kr. 900 þ.
Renault Clio RT '92, blár, ek. 23 þ.
km. Kr. 870 þ.
Nissan Sunny SR 1600 '93, hvítur,
sjálfsk., ek. 16 þ. km., toppl., álfelg-
ur. Kr. 1.130 þ.
Lada Samara '91, 5 dyra, 5 glra, ek.
19 þ. km. Kr. 420 þ.
Cherokee Laredo '92, vínrauöur,
m/öllu, ek. 10 þ. km. Kr. 2.750 þ.
Toyota 4-Runner '92, blár, ek. 30
þ. km. Kr. 2.600 þ.
Ford Aerostar 4x4 '91, vínrauður,
ek. 20 þ. km. Kr. 1.730 þ.
Toyota Hiace 4x4 '91, ek. 60 þ.
km., 8 sæti. Kr. 1.350 þ.
vít ««(|«un a((a títa
Mikið úrval ódýrra bfla.
Sölubflar óskast á sölusvæði okkar.
Við erum við gamla Miklatorgið,
fyrir neðan Perluna.
Sími 17171 og 15014.