Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 5

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 5 Læknir greiði 700 þús. í sekt vegna skattsvika SEXTÍU og tveggja ára gömlum lækni var í gær gert í Héraðs- dómi Reykjaness að greiða 700 þúsund krónur í sekt til ríkissjóðs innan fjögurra vikna en sæta ella varðhaldi í tvo mánuði vegna skattsvika. Maðurinn játaði að hafa ekki talið fram rúmlega tveggja milljóna króna tekjur sem hann fékk fyrir örorkumat sem hann sinnti á vegum tryggingafélags. Ekki var um eiginlegan dóm að ræða heldur svonefnda viðurlaga- ákvörðun, ígildi þess sem hét dóm- sátt til 1. júlí 1992. Maðurinn ját- aði fyrrgreint brot sitt og féllst ákæruvaldið á að málinu yrði lokið með þessum hætti. Sömu málalok hefur áður fengið mál 66 ára gam- als tryggingalæknis sem féllst á að greiða 1.300 þúsund króna sekt vegna samskonar brota. Mál tveggja annarra lækna, tryggingayf'riæknis og læknis sem sinnti örorkumati fyrir tryggingafé- lag, hafa hins vegar ekki hlotið afgreiðslu hjá skattayfirvöldum og ákæruvaldi. Þar leikur grunur á að um meiri sakir sé að ræða, sam- kvæmt upplýsingum Morgunblaðs- „Lengi býr að fýrsta banka" Halldór V. Sigurðsson fv. ríkisendurskoðandi látinn Leikslok Laxinn dýri kominn á land. Myndin er frá Laxá í Kjós á síð- ustu vertíð. Laxá á Asum Veiðileyfi hækka um- talsvert Ljóst er, að verðbreytingar verða á laxveiðileyfum fyrir næstu vertíð og þvert ofan í þróun tveggja síðustu sumra, eru nú aftur komin dæmi um verðhækkanir. Umtalsverðasta hækkunin verður í Laxá á Asum, sem hafði lækkað áa mest síðustu árin. Dýrustu stangardagarnir þar síðasta sumar voru seldir á um 100.000 krónur og höfðu lækkað úr allt að 170.000 krónum frá sumrinu 1991. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er nú farið fram á allt að 115.000 til 120.000 fyrir stangardag á besta tíma og dagar um eða eftir miðjan ágúst, sem voru falir á um 30.000 krónur á liðnu sumri verða nú seldir á allt að 60.000 til 70.000 krónur. Síðasta sumar veiddust tæplega 1500 laxar í Laxá á Ásum á tvær stangir, eða tæplega 8 laxar á stangardag sem er það mesta sem vitað er um í heiminum. Verðfall- inu frá 1991 olli nokkur aflabrest- ur og minnkandi eftirspurn, en nú hækkar verðið aftur í kjölfar mik- illar veiði og einnig hefur erlend sókn í Laxá aukist, sérstaklega frá Bandaríkjunum. Víða á eftir að verðleggja, en annað dæmi um hækkun er í Svartá, á sem hefur gefið mjög góða veiði tvö síðustu sumur. Hækkunin er hins vegar fremur lítil og leggst helst á daga snemma og seint á veiðitíma. Þannig kosta nú síðustu dagarnir 11.000 í stað 9.500 áður. Sem dæmi um lækkun má nefna Leirvogsá sem er í hópi bestu veið- iáa landsins. Þar lækkar gjald- skráin í heild um 15 prósent og er helst gengið á dýrasta tímann. Hann lækkar nú úr 36.800 á stangardag í 31.300. Norðurá hækkar lítillega, en aðeins dýrasti tíminn í júlí, að sögn Jóns Gunn- ars Borgþórssonar framkvæmda- stjóra SVFR. Félagið þurfti að greiða 5 prósent hærri leigu held- ur en í fyrra. HALLDÓR V. Sigurðsson fyrr- verandi ríkisendurskoðandi varð bráðkvaddur í Brussel í Belgíu þann 27. október, 69 ára að aldri. Halldór fæddist á Akranesi 13. júlí 1924, sonur Sigurðar Símonar- sonar múrarameistara og Valgerðar Guðrúnar Halldórsdóttur húsmóð- ur. Hann lauk verslunarprófi frá Verzlunarskóla íslands 1946 og fékk löggildingu til endurskoðunar- starfa 1954. Halldór starfaði á Endurskoðun- arskrifstofu Björns Steffensens & Ara Ó. Torlaciusar 1951 til 1954 og stundaði skrifstofustörf hjá Kauphöllinni 1954 til 1964. Hann rak eigin endurskoðunarskrifstofu 1964 til 1969 og var ríkisendur- skoðandi frá 1969 til 1992 þegar hann var kjörinn í stjórnarnefnd endurskoðunardeildar Átlantshafs- bandalagsins í Brussel. Því starfi sinnti hann síðan. Eftirlifandi eiginkona Halldórs er Kristrún Jóhannsdóttir. Þau eignuðust fimm börn. Gjafohref er gott veganesti! Nú gefst œttingjum og öörum velunnurum kostur ó oð leggja grunn oð sparnaöi barna og ung- menna á mjög viöeigandi hátt, meö gjafabréfi frá íslandsbanka. Þau geta ýmist veriö skírnargjafabréf eöa gjafabréf sem tengjast einhverju ööru tilefni s.s. afmœlis-, brúökaups- eöa útskriftargjöf. Gjafabréf frá íslandsbanka er skemmtilegur möguleiki ef þú vilt gefa gjöf meö vöxtum. Halldór V. Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.