Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Stíeinþór Matthíasson í hlutverki sínu í Hinum helgu véum.
LITLIYÍKINGURINN
Kvikmyndir
Sæbjöm Valdimarsson
Regnboginn
Hin helgu vé
Leikstjóri Hrafn Gunnlaugs-
son. Handrit Hrafn Gunnlaugs-
son, Bo Jonsson. Kvikmynda-
tökustjóri Per Kallberg. Tónlist
Hilmar Örn Hilmarsson. Aðal-
leikendur Steinþór Matthías-
son, Tinna Finnbogadóttir,
Alda Sigurðardóttir, Helgi
Skúlason, Valdimar Flygering,
Edda Björgvinsdóttir, o.fl.
Ísland/Svíþjóð 1993.
Hann slær á mun léttari
strengi, leikstjórinn Hrafn Gunn-
laugsson, í Hinum helgu véum en
í síðustu myndum sínum. Um-
hverfið víðs fjarri drunga víkinga-
aldar og persónumar geðþekkari
því nýjasta mynd hans fjallar um
sumardvöl ungs Reykjavíkur-
drengs í sveit og gerist í samtím-
anum. Blóðhefndir, ættarvíg og
ofbeldi víkja fyrir öllu saklausari
atburðarás, fyrstu kynnum ungs
drengs af ástinni. Og náttúran
að vakna. Það þarf enginn að
velkjast í vafa um hvert Hrafn
sækir efnisþráðinn; sveinninn
ungi er listfengur mjög, drátthag-
ur, músíkalskur og dreymir um
að gera víkingamyndir þegar
hann er orðinn stór ...
Þegar móðirin (Edda Björg-
vinsdóttir), klassískur píanóleik-
ari, leggur uppí tónleikaferð til
útlanda er Gestur sonur hennar
(Steinþór Matthíasson) sendur
vestur í Breiðafjarðareyjar til
sumardvalar. Á eyjabýlinu eru
tvær heimasætur auk bóndans og
á sú eldri (Alda Sigurðardóttir)
eftir að koma róti á hugarfar
drengsins. Hann er í sárum vegna
fjarvista móður sinnar og fyllir
Álda hennar skarð og gott betur
því þótt ungur sé tekur að vakna
með sveininum ást til hennar. í
nekt hennar og blíðuhótum gerist
lífsgaldurinn mikli, Gestur upp-
götvar stúlkuna sem kynveru,
hvolpavitið krælir á sér.
Á túninu er fornmannahaugur
sem hinn smávaxni ofurhugi tek-
ur sem áskorun. Hann hyggst
sanna stúlkunni ást sína með því
að rjúfa hauginn og færa henni
gersemarnar sem þar eru fólgnar.
Atriði úr Hinum helgu véum.
Jafnvel þó að hann kalli bölvun
yfír bæinn sem samkvæmt þjóð-
sögunni á þá að brenna til kaldra
kola. Með vopnum garpsins
hyggst hann vinna á eljara sínum
(Valdimar Flygenring).
Allir hafa verið ástfangnir í
fyrsta sinn og eiga vonandi þær
ljúfsáru minningar einhvers stað-
ar innra með sér. Ósjaldan hafa
ástsjúk umgmenni rekið sig um
leið á bannsett kynslóðabilið, lent
í því óefni að hrífast af fullþroska
útliti stálpaðra stúlkna. Orðið að
lúffa fyrir sér eldri mönnum og
bullandi afbrýðisemin komið til
skjalanna. Þessi reynsla hefur
orðið kvikmyndagerðarmönnum
eins og Lasse Hallström (Mit liv
som en hund) og Jean-Loup Hub-
ert (Le grand chemirí) að yrkis-
efni. Hrafni tekst á köflum Iag-
lega að draga upp hugarheim
drengsins, Iýsa bæði ytri og innri
aðstæðum hans þetta örlagaríka
sumar. Laðar fram frábæran leik
hjá hinum unga Steinþóri í aðal-
hlutverkinu sem er bæði stórt og
krefjandi. Blandar hugvitssam-
lega saman sagnahefðinni, þjóð-
trúnni og tölvuleikjum samtímans
en tilfínningamálin eru vitaskuld
efst á baugi. Þar er erótíkin snar
þáttur en því miður bærir hún
ekki mikið á sér. Mestu ræður að
eitt lykilatriðanna, er Alda laugar
sig í sjávarlóni, er lítið ertandi.
Hún sprangar kviknakin um
hleinarnar, ekki vantar það, en
þessi mikla nekt er óvænt og fjar-
læg. Það vantar eitthvað ögrandi
og leyndardómsfullt til að hún
verði sú uppsprettulind sem hún
á að vera og þó að ekki sé við
fallegan vöxt leikkonunar að sak-
ast þá er dvalist við hann um of.
Amorsbrögð í útihúsi eru hinsveg-
ar áhrifameiri, allavega vel til
þess fallin að vekja vanmáttar-
kennd með sveininum.
Það er stiklað á stóru, textinn
knappur, oft mætti hanga meira
kjöt á beininu. Hann rís hæst í
einföldum spurningum drengsins
um lífið og tilveruna og hvat-
skeyttnum stríðnistón jafnöldru
hans, sem leikin er með miklum
tilþrifum af Tinnu Finnbogadótt-
ur, öðrum bráðefnilegum nýliða.
Hún lífgar mikið uppá Hin helgu
vé, eldhress og fyndin. Þriðji nýl-
iðinn, Helga Sigurðardóttir, fer
með erfítt hlutverk blómarósar-
innar sem fær hjörtu þeirra Dags
og Valdimars til að slá hraðar.
Hún smellur í það hvað útlit og
gjörvileika snertir og kemst furðu
vel frá sínu þegar haft er í huga
hversu krefjandi það er. Hins veg-
ar leynir framsögnin stöku sinn-
um ekki byijandabragnum.
Lítið mæðir á Helga, Eddu og
Valdimar, hinum sjóuðu leikurum
myndarinnar. Sem standa sig vel,
líkt og þeirra er von og vísa. Tón-
list Hilmars Arnar og Beethovens
er vel viðeigandi og útlit myndar-
innar fagmannlegt í alla staði.
Hrafn fléttar saman, eins og oft
áður, ægifögrum tökustöðum;
Dýrafírði, Breiðafjarðareyjum,
Arnarstapa undir Jökli. Yfir öllu
gnæfír svo vitinn í Gróttu í allri
sinni reisn og fellur listilega að
myndarefninu. Hér fær áhorfand-
inn að sjá nýja hlið á Hrafni,
mildari og ljúfari en við eigum
að venjast. Skilar sinni fyrstu
„barna- og fjölskyldumynd" oft
vel og af einlægni. Hún á þó sjálf-
sagt eftir að hrella einhvetjar við-
kvæmar sálir sem draga nokkuð
djarfa ástarsenu Valdimars og
Öldu í hlöðunni handan velsæmis-
markanna. Enda um nýlundu að
ræða í slíkri afþreyingu.
Einar Gausel efstur á Hellismótinu
__________Skák_____________
. Bragi Kristjánsson
NORSKI alþjóðameistarinn Ein-
ar Gausel er efstur á alþjóðlega
Hellismótinu í Gerðubergi, þeg-
ar þijár umferðir eru ótefldar.
Norðmaðurinn vann McNab í
sjöttu umferð, og Stefnir virðist
líklegur til að tryggja sér stór-
meistaratitil á mótinu. Þröstur
Þórhallsson lagði þýska stór-
meistarann Klaus Bischoff að
velli í stuttri skák, og er í 2.-4.
sæti. Andri Áss Grétarsson, sem
fram að þessu hefur staðið sig
best íslendinga, tapaði fyrir
Stangl. Ágúst Sindri Karlsson,
sem hefur staðið sig mjög vel á
mótinu, vann Jónas Garðar Við-
arsson.
HARÐVIÐARVAL HF.
KRÓKHÁLSI 4 R. SÍMI 671010
Hellismönnum hefur tekist mjög
vel upp í þessari frumraun sinni í
að halda alþjóðlegt skákmót. Val
keppenda hefur tekist vel, og tafl-
mennskan verið fjörug og spenn-
andi. Aðstaðan í Menningarmið-
stöðinni Gerðubergi er góð, og
þjónusta við áhorfendur og frétta-
menn eins og best verður á kosið.
Skákunnendur ættu að fylgjast
með tveimur síðustu umferðunum,
sem tefldar verða í dag, laugardag,
og á morgun kl. 14-20 báða dag-
ana.
Staðan er þessi eftir 6 umferð-
ir af 9:
1. Gausel, 5 vinningar. 2.-5.
Þröstur Þórhallsson, McNab
(Skotlandi), Stangl (Þýskalandi)
og Kristensen (Danmörku), 4 v.
hver. 6.-8. Andri Áss Grétarsson,
Ágúst Sindri Karlsson og van
Mil (Hollandi), 3'/2 v. hver. 9.-10.
Schlosser og Bischoff (báðir
Þýskalandi), 3 v. hvor. 11.-16.
Jón Garðar Viðarsson, Guð-
mundur Gíslason, Helgi Áss
Grétarsson, Björgvin Jónsson,
Snorri Bergsson, Asanov (Kaz-
akhstan), 2Vi v. hver. 17.-19.
Halldór Grétar Einarsson, Sig-
urður Daði Sigfússon, Pliester
(Hollandi), 2. v. hver. 20. Dan
Hansson, IV2 v.
Við skulum að lokum sjá vinn-
ingsskák Þrastar gegn þýska stór-
meistaranum Klaus Bischoff.
6. umferð:
Hvítt: Þröstur Þórhallsson.
Svart: Klaus Bischoff
(Þýskalandi).
Sikileyjarvörn.
1. e4 - c5, 2. Rf3 - e6, 3. d4 -
cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 -
d6, 6. g4!? -
Þröstur er í vígaham og bregður
þess vegna fyrir sig Keres-árás-
inni. Rólegri menn leika hér 6.
Be2, 6. g3 eða 6. f4.
6. - Be7
Önnur leið er hér 6. - h6, 7. h4 -
Rc6, 8. Hgl - d5I? (eða jafnvel 8.
- h5I?) o.s.frv.
7. g5 - Rfd7, 8. h4 - 0-0, 9. Be3
- Rc6, 10. Dd2 - a6, 11. 0-0-0 -
Rxd4, 12. Bxd4 - b5, 13. Kbl -
He8, 14. Bh3 - Re5, 15. f4 -
Rf3, 16. Df2 - Rxd4, 17. Dxd4
- Dc7, 18. f5 - Dc5, 19. Dd3 -
De5!?
Drottningin stendur vel á e5, en
spurningin er, hvort ekki hefði ver-
ið betra að nota tímann til að leika
19. - Bd7 eða 18. - Bf8.
20. Hhfl - Bb7?
Afleikur, sem kostar dýrmætan
tíma. Betra var að leika 20. - Bf8,
21. fxe6 - fxe6, 22. a3 - Ha7,
og hvítur á betra tafl, þótt ekki sé
auðvelt að benda á þvingaða leið,
sem gefur honum vinningsstöðu.
21. fxe6 - fxe6, 22. Dd4 - Bc8
Erfið ákvörðun, en ekki er
skemmtilegt fyrir svart að leyfa
framhaldið 23. — Bf8, 24. Dxe5 —
dxe5, 25. Hd7 með yfirburðastöðu
fyrir hvít.
23. Db6 - Hd8
Hvítur hótaði 24. Dc6.
24. Re2 - Dxe4!?
Hvítur hótar 25. Rd4 (eða f4), og
Bischoff líkar ekki 24. - Dc5, 25.
Dxc5 - dxc5, 26. Hxd8+ - Bxd8,
27. Rf4 af eðlilegum ástæðum.
25. Rf4 -
25. - e5??
Með þessum leik styttir Bischoff
þjáningar sínar, en hann getur ekk-
ert skynsamlegt gert við hótuninni
26. Hdel ásamt 27. Bxe6+ o.s.frv.
26. Bg2
og svartur gafst upp.
Siðbótardag-
urinn í Hall-
grímskirkju
í HALLGRÍMSKIRKJU
verður siðbótardagsins
minnst sunnudaginn 31.
október með því að kl. 10
f.h. verður flutt erindi með
myndasýningu í safnaðar-
heimilinu um Martein Lút-
her og siðbótina. Erindi flyt-
ur sr. Sigurður Pálsson.
Að erindinu loknu verður
gengið til guðsþjónustu í kirkj-
unni. Við guðsþjónustuna
verða sungnir sálmar eftir Lút-
her og leikin tónlist tengd sið-
bótinni. Prestur verður sr. Sig-
urður Pálsson en Hörður
Áskelsson organisti annast
tónlistarflutning.
Hinn 31. október 1517
markar þáttaskil í kirkjusög-
unni. Þann dag festi Marteinn
Lúther mótmælagreinar sínar
á dyr hallarkirkjunnar í Witt-
enberg. Sú athöfn telst upphaf
siðbótarinnar. Lútherska kirkj-
an helgar siðbótinni síðasta
sunnudag í október.