Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 11

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 11 Glæsilegur landsfundur eftir Björn Bjarnason í tengslum við 31. landsfund Sjálfstæðisflokksins voru gefnar út skýrslur um fyrstu landsfundi flokksins, sem teknar voru saman af Magnúsi heitnum Þórðarsyni. Við lestur þessara skýrslna er ekki aðeins unnt að kynnast störfum og stefnumálum Sjálfstæðisflokksins á árunum frá 1929 til 1936 heldur einnig hvernig fjallað var um flokk- inn í fjölmiðlum, ekki síst Morgun- blaðinu. Við skipulagningu þessara landsfunda gegndi Valtýr Stefáns- son, sem var ritstjóri Morgunblaðs- ins frá 1924 til 1963, lykilhlut- verki. Blaðið er einnig helsta heim- ildin um fundina. Árið 1936 áttu þeir Valtýr Stef- ánsson og Jón Sigurðsson, alþingis- maður og bóndi á Reynistað í Skagafirði, frumkvæði að því, að landsfundur sjálfstæðismanna var haldinn á Þingvöllum. Að loknum fundi birtist frásögn í Morgunblað- inu um hann, þar sem segir, að Þingvallafundurinn hafi borið þess ljós merki, að Sjálfstæðisflokkurinn sé flokkur allra stétta. Fyrir utan veðurbarin andlit alvarlegra, vinnu- lúinna bænda, sem ef til vill hafi mest borið á, hafi þar ennfremur mátt sjá verkamenn, kaupmenn, presta, sýslumenn, útgerðarmenn og sjómenn. Haft er eftir gömlum manni, að þetta hafi verið ánægju- legasti fundur, sem hann hafi setið og þá segir: „Allir fundarmenn segja slíkt hið sama.“ Þá segir í Morgunblaðinu: „Alvara staðar og stundar hafði gagntekið menn. Hver einstakur fundarmaður gerði sér ljóst, að heill og velferð ættjarðarinnar krefðist þess, að hann gerði skyldu sína. Þessi alvarlega hugsun einkenndi alla framkomu manna. Þar var eng- in léttúð, engin kerskni, heldur karl- mannleg festa og staðfastur áhugi. Sjálfstæðismönnum hefir löngum verið legið á hálsi fýrir tómlæti. Með þessu fundarhaldi er þeim áburði hrundið." Góður fundur 31. landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins er nýlokið. Hann var ekki síður vel heppnaður en fundurinn 1936, þótt ekki sé lengur talið við hæfi, að blaðamenn skrifi í jafnhá- stemmdum stíl um stjórnmálafundi og gert var í Morgunblaðinu 20. júní 1936. Fyrir landsfundinn að þessu sinni voru gerðar tilraunir til þess í fjöl- miðlum, til dæmis í DV sama dag og fundurinn hófst, að slá þann tón, að yfír fundinum myndi hvíla deyfð, drungi og jafnvel uppgjöf vegna þess ábyrgðarmikla og vandasama hlutverks, sem Sjálf- stæðisflokkurinn hefur axlað með forystu í ríkisstjórn við ákaflega erfiðar ytri aðstæður. Þá hefur sjálfstæðismönnum einnig verið legið á hálsi fýrir það, að þeir forðist að ræða viðkvæm og vandasöm mál í sinn hóp. Eftir landsfundinn er augljóst, hve allar hrakspár um hann eða ásakanir um hræðslu sjálfstæðis- manna við að ræða og taka á við- kvæmum málum eru fráleitar. Við lýsingu á því, sem gerðist á lands- fundinum nú, má auðveldlega vísa til þess, sem sagði í Morgunblaðs- greininni 1936, og komast þannig að orði, að alvarleg hugsun hafí einkennt fundarstörfín í Laugar- dalshöll, þar sem meira á annað þúsund manns tóku virkan þátt í þeim í rúma þrjá daga. Þátttakan í fundarstörfunum var mjög mikil og það sannaðist í nefnd- arstarfí og almennum umræðum á fundinum sjálfum, að í þessari fjöl- mennu forystusveit Sjálfstæðis- flokksins er að fínna fulltrúa allra hinna ólíku viðhorfa, sem þarf að sætta, til að þjóðinni miði fram á veg í sátt og samlyndi. Þröng sjónarmið Enginn gerir kröfur til þess leng- ur, að í fjölmiðlum sé fjallað um stjórnmálafundi eða önnur manna- mót, ef því er að skipta, í upphöfn- um áróðursstíl. Til hins er unnt að gera kröfu, að ekki sé vísvitandi farið með rangt mál, eins og til dæmis Illugi Jökulsson gerði í pistli á Rás 2 í Ríkisútvarpinu að morgni 28. október, þar sem enn einu sinni var tuðað um það, að Sjálfstæðis- iMaoeGtó cmlD Umsjónarmaður Gísli Jónsson Helgi Hálfdanarson sýndi mér það vinarbragð að senda mér það sem hér fer á eftir: „Kæri Gísli. Mikið afbragð eru þeir alltaf þættimir þínir um íslenzkt mál, bæði fróðlegir og skemmtilegir. Ég vildi óska að fleira fjölmiðla- fólk læsi þá en virðast mætti. í þætti þínum 16. þ.m. birtir þú mjög gott bréf frá Bernharði Haraldssyni skólameistara. Þar minnist hann meðal annars á fjallanöfnin Skjaldbreiður og Herðubreið og spyr hvers vegna þau hafí ekki bæði sömu endinguna. Þú biður um „aðstoð lesenda". Mér hefur skilizt að ráðning þessarar gátu liggi ekki á lausu. Nafnið Herðubreið hefur raun- ar tekið á sig ýmsar myndir í skráðum heimildum frá fyrri tíð. í Hrafnkötlu er getið um Herði- breiðstungu, sem mun vera í grennd við Herðubreið, og á fá- einum stöðum í fornbréfum frá 16. öld kemur Herðibreiður fyrir sem nafn á þessu fjalli. Sveinn Pálsson nefnir það ávallt Hörðubreið (í danska Ferða- bókar-textanum Herdebred- en); og Eggert Ólafsson telur að fjallið heiti Herðabreiður. Um Skjaldbreiðs-nafnið á fjallinu fræga langar mig til að spyrja þig, hvort þú vitir til að karlkynsmynd þess hafí verið notuð fyrir daga Jónasar. Ég hygg að það sé óvíst. Sjálfur notar Jónas einlægt kvenkyns- myndina, Skjaldbreið, nema í kvæðinu Fjallið Skjaldbreiður. Og reyndar er því líkast að þar hafi hann í huga kvenveru sem „skautar faldi’ háum“, þótt síðar í kvæðinu tali hann um „háan Skjaldbreið“. Og þá má geta þess, að ná- granni Herðubreiðar í Ódáða- hrauni er fjallið Trölladyngja. Því nafni virðist Þorvaldur Thor- oddsen hafa endanlega komið á; en það fjall hét áður Skjald- breiður. Reyndar segir Bjöm Gunnlaugsson að fjall þetta heiti Skjaldbreiður eða Trölla- dyngja; og Sveinn Pálsson kall- ar það Dyngju. Því má að lokum við bæta, að skammt frá Eldgjá er dálítið fjall sem nefnt er Herðubreið; en smáklúka í grennd við Heklu er kölluð Skjaldbreið; og í Vestur-Skaftafellssýslu var landsvæði nokkurt, sem nú er í eyði, nefnt Skjaldbreið. Um öll þessi nöfn mætti vafa- laust spinna glannalegar hug- leiðingar; en sleppum því. Hins vegar get ég ekki stillt mig um að minna á tilgátu Egils heitins Jónassonar skálds á Húsavík um nafnið Herðubreið; en sú hug- mynd hans þykir mér einstak- lega snjöll. Fyrir henni verður ekki gerð grein í örstuttu máli. En að Agli látnum freistaðist ég til að hafa orð á henni í Rabb-þætti Lesbókar Morgun- blaðsins 16. september 1989 til þess að hún hyrfi ekki með hon- um í gröfína, og leyfí ég mér að vísa til þess. Kæri Gísli, fyrirgefðu þessa langloku. Lifðu heill.“ Við þetta góða bréf getur umsjónarmaður engu bætt nema þakklæti. Þórarinn Guðmundsson kenndi lengi íslensku á Akureyri með sérstökum sóma. Hann var einn þessara sjaldgæfu kennara sem næstum mátti þekkja nem- endur þeirra úr öllum fjöldanum. Þórarinn veltir mjög fyrir sér íslensku máli, enda næmur og vandlátur og skáldgáfaður. Við vorum að ræða fáein atriði um daginn. Tökum dæmi: Ég reyni í lengstu lög að gera vel. Þetta er rétt mál að dómi okkar Þórar- ins. Það er ekki fyrr en í síð- ustu lög, að ég gefst upp. Þetta er að dómi sömu manna einnig rétt mál. Þarna var það neitunin sem skipti máli. Á þessu virðast 716. þáttur góðir menn ekki alltaf átta sig og eiga til að segjast ekki „gef- ast upp fyrr en í lengstu lög“. Það mál þykir okkur Þórarni rangt. Valdimar Gunnarsson er á sama máli og gaf mér þetta sambærilega staðfestingar- dæmi: „Við skuldum eins lengi og hægt er og borgum ekki fyrr en á síðasta degi.“ [Skemmtilegt er myrkrið, sagði draugurinn. Nokkrum dögum eftir að ég skrifaði þetta, heyrði ég sjálfan mig segja: Ég gefst þó ekki upp fyrr en í lengstu lög!] Oft hefur umsjónarmaður hamrað á notkunarmun for- nafnsmyndanna eitthvað og eitthvert (nokkuð, nokkurt). Fyrri myndin, sú með ð-inu, er sérstæð, hin síðari hliðstæð: stendur með nafnorði. Dæmi: Gastu eitthvað gert? Gera er sögn. En, gastu eitthvert dæmi leyst? Dæmi er nafnorð. Nú er kominn á þetta leiðin- legur ruglingur, jafnvel svo að menn halda að hafa beri eitt- hvert með hvaða orðflokki sem er. En við förum að réttu máli eitthvað út eða burt, af því að út og burt eru atviksorð. Við förum ekki „eitthvert“ út. Þetta mál er að vísu hægt að flækja, en umsjónarmaður nenn- ir því ekki. Þá veltum við Þórarinn fyrir okkur fallstjórn sagnanna að keyra og aka. í málvitund okk- ar eru þarna skörp og skýr skil. Keyra stýrir alltaf þolfalli, aka stýrir alltaf þágufalli. Hins vegar veit umsjónarmað- ur, m.a. af upplýsingum frá Orðabók Háskólans, að keyra stýrir nú stundum þágufalli, a.m.k. í talmáli: *Viltu keyra mér heim. Við Gunnlaugur Ing- ólfsson höldum að þar sé um að ræða áhrif frá fallstjóm sagnar- innar að aka, þegar hún hefur sömu merkingu og keyra. flokkurinn stæði aðeins vörð um hina efnameiri í þjóðfélaginu. Hvar geta menn fundið stoð fyrir slíkan áróður við lestur ályktana síðasta landsfundar flokksins? Byltingin í fjölmiðlun hefur leitt það af sér að opinberar umræður eru fijálslegri en áður. Á henni er hins vegar einnig sú hlið, að þrengri sjónarmið einkenna oft málflutning fjölmiðlamanna en áður var, þegar þeir leituðust við að líta á málin með stærri hagsmuni í húfí, eins og stjórnmálaflokkar verða gera, sérstaklega flokkar á borð við Sjálf- stæðisflokkinn, sem gæta ekki sér- hagsmuna heldur taka mið af hags- munum þjóðarinnar í heild. Vel á málum haldið í lífskjörum viljum við íslending- ar bera okkur saman við næstu nágrannaþjóðir okkar, ríkustu þjóð- ir heims. Þann mælikvarða má einn- ig nota, þegar lagt er mat á hvern- ig staðið er að stjórn landsmála. Einfaldur samanburður á stöðunni í Sviþjóð og á Islandi varpar ljósi á það, hvernig ríkisstjórn Davíðs Oddssonar hefur haldið á málum við erfiðar ytri aðstæður. Hér á landi verður hallinn á hinu opinbera, það er samanlagður halli ríkissjóðs og sveitarfélaga, um 4,5% af landsframleiðslu í ár borið saman við 13% í Svíþjóð. Árið 1990 nam tekjuafgangur Svía á þessu sviði 4,2% en þá nam hallinn hér 3,5% af landsframleiðslu. Heildarskuldir hins opinbera hér eru um 51% af landsframleiðslu á þessu ári, sam- svarandi hlutfall í Svíþjóð er 71%. í ár er áætlað að íslenska ríkið greiði um 13% af tekjum sínum í vexti en í Svíþjóð er þetta hlutfall 27%. Þessar tölur ættu að gefa nokkra vísbendingu um það, hvernig haldið hefur verið á stjórn efnahagsmála undir forystu Davíðs Oddssonar við erfiðar aðstæður. Að sjálfsögðu er ávallt nauðsynlegt að gera betur, en því verður ekki með nokkrum rökum haldið fram, að verr hafí verið stjórnað hér en í nágranna- löndum. Staðreyndir af þessu tagi voru rækilega kynntar á landsfundi sjálfstæðismanna og er full ástæða til að hvetja fjölmiðla að koma þeim Björn Bjarnason „Eftir landsfundinn er augljóst, hve allar hrak- spár um hann eða ásak- anir um hræðslu sjálf- stæðismanna við að ræða og taka á við- kvæmum málum eru fráleitar.“ á framfæri. Þótt þessar staðreyndir kunni að vera á svig við ýmislegt sem haldið er á loft í fjölmiðlum á erfíðleikatímum, er með öllu óþarft að láta þær liggja í þagnargildi. í setningarræðu landsfundarins og stefnuræðu sinni á Alþingi fyrir skömmu taldi Davíð Oddsson ástæðu til nokkurrar bjartsýni um afkomu þjóðarbúsins. Hann fékk óvæntan liðstyrk í frétt Morgun- blaðsins 28. október, þar sem rætt var við Grím Laxdal kaupmann, sem hafði selt 72 sjónvarpstæki á einum degi og sagðist ekki þekkja „neinar sérstakar skýringar á söl- unni, en hún endurspeglaði þá sann- færingu hans að efnahagskreppan sé að mestu liðin undir lok og allt stefni í góðæri“. Höfuadur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Kambasel 39 - opið hús - hagstætt verð Fallegt raðhús á tveimur hæðum með innréttuðu risi og innb. bílskúr, samtals 220 fm. 5 sefnherb. Stutt í skóla. Áhv. 2 millj. húsnæðislán. Verð aðeins 12,5 millj. 2982. Opið hús laugardag frá kl. 16.00-21.00 og sunnudag frá kl. 13.00-18.00 - lítið við Gimli, fasteignasala, sími 25099. 21150-21370 LARUS Þ. VALDIMARSSON framkvæmðastjóri . KRISTINN SIGURJÓNSSON, HRL. loggiltur fasteignasali Til sýnis og sölu - meðal annarra athyglisverðra eigna: Selvogsgrunn - glæsilegt einbýlishús Ein hœð, 171,2 fm nettó. Vel byggt og vel með farið. Töluvert end- urnýjaö. Bílskúr 26,8 fm. Glæsilegur trjágarður. Úrvalsstaður. Á vinsælum stað á Högunum Rúmgóð 3ja herb. íbúð á 4. hæð skammt frá Háskólanum. Nýtt gler. Stórar svalir. Sérþvaðstaða. Sameign fylgir ný frágengin. Gott verð. Skammt frá Breiðagerðisskóla Steinhús með 5 herb. íbúð á tveimur hæðum. Nýtt gler o.fl. Sólsvalir. 40 ára húsnæðislán kr. 2,3 millj. Vinsæll staður. Skammt frá Réttarholtsskóla Endaraðhús með 4ra herb. ibúð á tveimur hæðum. Skipti möguleg á 2ja-3ja herb. íbúð í nágrenninu. Traustir kaupendur hafa falið okkur að útvega m.a. 2ja-3ja herb. íb. neðst við Hraunbæ, 3ja herb. rúmg. íbúð í lyftuh., bygglóð miðsvæðis í borginni. Helst í Skerjafirði raðhús eða einbhús í borginni, má þarfnast endurbóta. • • • Opið í dag kl. 10-12. Ath. breyttan opnunartíma. Almenna fasteignasalan sf. var stofnuð 12. júlí 1944. LAUGAVEG116 SÍMAR 21150-21370 M M E N IA FÁS fft 3NAS ALAN

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.