Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 17

Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 17 Nýja kirkjan á ísafirði. Kirkjuklukkum hringt á Isafirði I SEX ár, allt frá kirkjubrunanum semt í júlí 1987, hefur ómur kirkjuklukkna ekki heyrst á Isafirði. Nú er í smíðum ný kirkja á gamla staðnum, og má heita að hún sé fokheld. Gömlu kirkjuklukk- urnar þijár hafa verið settar upp í turn hinnar nýju kirkju. Nk. sunnudag, 31. október, kl. 14, er ætlunin að halda stutta helgi- stund inni í hinni nýju byggingu eins og hún nú er. Þá verður kirkjuklukkunum hringt og Isfirðingum og gestum gefinn kostur a að skoða hina nýju byggmgu sóknarnefndar og starfsmanna Allir fjármunir safnaðarins, sem tiltækir hafa verið vegna fram- kvæmdanna, eru nú uppumir, og raunar hefur nokkurt fé þegar verið tekið að láni, svo að ljúka mætti í haust við þann byggingará- fanga sem um var samið. Óbæri- lega þung lán hafa þó ekki verið tekin. Tekið skal fram, að orgelsjóðn- um er haldið aðgreindum frá öðru byggingarfé, en í þann sjóð hafa borist afar veglegar gjafir. í fokheldu astandi undir leiðsögn kirkjunnar. Rætt hefur verið um að leiða hita í kirkjuskipið og múra og pússa veggi þess að innan í vetur. Þetta verður þó ekki unnt að gera nema fyrir söfnunarfé. Víðtækt söfnunarátak er nú fram undan og er í tilefni af því byrjað að ganga í hús á ísafirði. Hægt er að láta framlög í té með því að leggja þau inn á giróreikning nr. 156-26-10115 í Landsbanka ís- lands eða nr. 556-26-1103 í ís- landsbanka. Bóndinn í Kolviðarnesi við Haffjarðará Hefur ekki tek- ið ákvörðun um veiðiréttindi „MER finnst í rauninni alveg sjálfsagt að ná hlunnindum jarðarinn- ar ef það er hægt. En hvort ég legg í það, með kannski 10 ára baráttu, er annað mál,“ sagði Oddur Sigurðsson, bóndi í Kolviðar- nesi við Haffjarðará í Hnappadalssýslu, þegar hann var spurður að því hvort hann myndi sækjast eftir veiðiréttindum í ánni í fram- haldi af niðurstöðu Hæstaréttar vegna sölu á jörðinni. Oddi var boðið að neyta for- kaupsréttar síns á jörðinni þegar átti að selja hana og lýsti hann yfir áhuga sínum til þess. Hann var hins vegar ekki ánægður með söluverðið jarðarinnar, 6 milljónir, og lét meta hana upp á nýtt. Kom- ust matsmenn að þeirri niðurstöðu að matsverðið skyldi vera 2,2 millj- ónir því ella væri bóndinn að greiða fyrir veiðirétt á landi jarðarinnar án þess að eignast hann. Töldust veiðiréttindi í eigu þeirra sem keypt höfðu jörðina þegar Oddur tók ákvörðun um að láta meta hana upp á nýtt. Sjálfur hefur Oddur, samkvæmt nýlegum dómi Hæstaréttar, rétt til að festa kaup á jörðinni fyrir áðurgreint mats- verð, 2,2 milljónir. Leiðinlegur tími Þegar rætt var við Odd sagðist hann skilja dóm Hæstaréttar á þann veg að hann hefði möguleika til að ná til sín veiðirétti í ánni. Hann væri þó ekki viss um hvort hann myndi láta reyna á þennan hluta hans. Annars kvaðst hann ánægður með dóm Hæstaréttar og vona að málinu væri lokið í bili. „Þetta hefur tekið langan og leiðin- legan tíma. Það er leiðinlegt að standa í stímabraki við fólk,“ sagði hann. Forseti Namibíu í heimsókn Dr. Sam Nujoma, forseti Nam- ibíu, kemur í heimsókn til íslands í boði Davíðs Oddssonar forsætis- ráðherra 4. nóvember nk. og verð- ur hér á landi til 6. nóvember en um þessar mundir er forsetinn í heimsókn á Norðurlöndum. Tyrkneska forræðismálið Dómur fallinn vegna skóla- göngu Dagbjartar og Rúnu HALIM Al, fyrrum eiginmaður Sophiu Hansen, á yfir höfði sér eins árs fangelsisdóm sendi hann ekki dætur þeirra Sophiu í almennan tyrkneskan grunnskóla á næstu dögum. Dómur þessa efnis var kveð- inn upp í Istanbúl í Tyrklandi á föstudag. Stúlkumar vom teknar úr hverf- isskóla sínum í Bakirköy í Istanbúl 18. maí 1992 og tilkynnti faðir þeirra að þær myndu sækja skóla í borginni Sivas, ekki fjarri fæðingarbæ sínum í Austur-Tyrklandi. Skólastjórinn í skólanum þar hefur staðfest að beðið hafí verið um skólavist fyrir stúlkum- ar í skólanum en þangað komu þær aldrei til að sækja skóla. Halim A1 hefur hins vegar að sögn Sigurðar Péturs Harðarssonar, stuðnings- manns Sophiu, framvísað fölsuðum göngnum frá háttsettum embættis- manni í Sivas þess efnis að stúlkurn- ar stundi skóla þar. Að þessu hafa borgaryfirvöld í Sivas komist og lagt fram kæra á hendur Halim A1 vegna málsins. Kæran, ásamt kæram vegna brota á umgengnisrétti Sophiu verður tekin fyrir af tyrkneskum dómsstól- um 29. nóvember. Kóraninn utanbókar Eftir því sem segir í umfjöllun tyrkneska dagblaðsins Aktiiel frá því í febrúar hafa systurnar, Dag- björt og Rúna, stundað nám í íslömskum fræðiím í vetur. Faðir þeirra fer með þær þangað sem fræðslan fer fram kl. 7.30 á morgn- anna og kemur aftur með þær heim kl. 19.30. Blaðamaður Aktul náði tali af einum kennara systranna og sagði hann að þeirri eldri gengi mun betur en þeirri yngri að læra Kóran- inn utanbókar. Lögreglustjórinn í Reykjavík Vill að lögreglumennimir í Breiðholti sitji þar áfram BÖÐVAR Bragason lögreglustjóri í Reykjavík kveðst hafa áhuga á að sömu lögreglumenn og nú sitja í Breiðholtsstöð verði þar áfram, en í Morgunblaðinu í gær kom fram að þeir hyggjast hætta þar vegna bágra launakjara. Hann kveðst skilja vel að menn leiti í þann hluta lögreglustarfsins sem gefi þeim hæstu tekjurnar, en telji ekki kominn tími á þá sem þar eru nú. „Hverfalögreglustöðir byggjast á þeirri hugmynd að þar vinni stað- kunnir menn, þess vegna eru of tíð- ar breytingar óæskilegar. Vandinn er sá að við eram með ákveðið kerfi varðandi laun lögreglumanna sem að koma ekki undir neinar ákvarð- anir af minni hálfu, þetta er málefni ráðuneyta dómsmála og fjármála hvernig kjarasamningar eru gerðir. Við munum samt reýna að finna lausn á þessu með einhverjum hætti.“ Góð áhrif á unglingana Þórunn Óskarsdóttir, forstöðu- maður Unglingaathvarfsins Keilu- felli kveðst vita að lögreglumennirn- ir í Breiðholtsstöð hafi unnið mjög gott starf og þeir hafi fylgt afar mannúðlegri og ánægjulegri stefnu gagnvart unglingunum í hverfinu. „Það hafa verið unglingar hérna í athvarfinu sem hafa verið eins og gráir kettir hjá þeim, fengið kakó- bolla og slíkt. Það var til dæmis strákur hérna hjá okkur fyrir nokkr- um áram sem stóð í smáhnupli og skemmdaverkum og hafði fengið á sig kærur fyrir slíkt. Hann komst í mjög gott samband við þessa menn og það hafði góð áhrif á hann og dró úr því sem hann hafði löngun til að gera á þessu sviði,“ segir Þórann. 50% Rýmum fyrir jólavörunum. í dag og á morgun mikið magn af pottaplöntum 20-50% afslætti. Nð «r takilarlð. Opið alla daga til kl. 21

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.