Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
Verkfalli
hjá Air
France lokið
HLAÐMENN hjá franska flug-
félaginu Air France samþykktu
í gær að fresta verkfalli sem
staðið hefur í 10 daga. Hlað-
menn hófu verkfallið og voru
síðustu starfsmennirnir til að
ljúka því. Starfsmenn Air
France hyggja þó á mótmæli á
þriðjudag, er viðræður stjóm-
enda og fulltrúa starfsmanna
um endurskipulagningu hefj-
ast. Talsmaður Air France seg-
ir að nokkrir dagar líði áður
en starfsemi á Roissy-Charles
de Gaulle- og Orlyflugvelli
komist í eðlilegt horf.
Bordanes
fórstíBar-
entshafi
EINN maður fórst og átta er
saknað eftir að norskur línubát-
ur, Bordanes, sökk í Barents-
hafi í fyrrinótt. Skipstjórinn,
sem er norskur, og tveir fær-
eyskir hásetar komust í björg-
unarbát. Óveður var á þeim
slóðum sem Bordanes fórst og
gafst skipveijum ekki tími til
að fara í björgunarbúninga.
Meðal þeirra skipa sem þátt
tóku í leitinni að mönnunum
var Solo, skip Grænfriðunga,
en skip tollgæslunnar hafði það
í togi á nálægum slóðum.
Gratsjev ekki
úr embætti
TALSMAÐUR Borísar Jeltsíns,
forseta Rússlands, vísaði í gær
á bug fréttum þess efnis að
víkja ætti varnarmálaráðherr-
anum, Pavel Gratsjov, úr emb-
ætti. Ásakaði talsmaðurinn
pólitíska andstæðinga forset-
ans um að reyna að draga her-
inn inn í rússnesk stjómmál og
að kljúfa samstöðu hers og for-
seta.
Sakaður um
að selja
óskimað blóð
ÞÝSKA lögreglan færði í gær
framkvæmdastjóra stórs lyfja-
fyrirtækis til yfirheyrslu en
hann er sakaður um að hafa
selt óskimað blóð til spítala í
Þýskalandi og Austurríki. Er
fyrirtækið sakað um vítaverð
vinnubrögð, þar sem allt að 373
alnæmistilfelli eru talin tengj-
ast því að óskimað blóð var
gefið sjúklingum.
Juhantalo
dæmdur fyrir
mútur
FINNSKUR landsréttur dæmdi
í gær fyrrum iðnaðarráðherra
Finna, Kauku Juhantalo, sekan
um að þiggja mútur. Var Ju-
hantalo dæmdur í eins árs skil-
orðsbundið fangelsi fyrir að
hafa á boðið banka einum að-
stoð ríksisins, lánaði hann illa
stæðum fyrirtækjum Juhanta-
los.
Bannað að aug-
lýsa Adams
HÆSTIRÉTTUR á írlandi hef-
ur bannað að smásögur eftir
Gerry Adams, leiðtoga stjóm-
málaarms írska lýðveldishers-
ins, verði auglýstar í útvarpi.
Segir í dómnum að hætta væri
á að slíkar auglýsingar væru
kynning á stefnumálum flokks
hans.
Reuter
Orvinglan
UNG kona starir vonleysislega fram fyrir sig í neyðarskýli sem Rauði krossinn hefur komið upp
fyrir þá' sem flúið hafa heimili sín.
Um 650 hús hafa brunnið í skógareldunum í Suður-Kaliforníu
„ Við erum við öllu
búin ef Iiaini hvessir“
- segir Guðjón Gunnarsson, tölvu-
fræðinemi í Rancho Santa Margarita
„ÞAÐ HEFUR tekist að slökkva alla eldana nema einn en hann
gæti náð hingað ef hvessir að nýju eins og spáð er. Við erum því
við öllu búin,“ sagði Guðjón Gunnarsson, sem búsettur er í Ranc-
ho Santa Margarita við Los Angeles. Það er um 10 km frá því
svæði sem brann fyrst. Um 650 hús hafa brunnið í miklum skógar-
eldum sem geisað hafa i Suður-Kaliforníu frá því á miðvikudag.
Þúsundir slökkviliðsmanna berjast nú við eldinn.
Guðjón og kona hans, Rann-
veig, hafa ekki pakkað helstu
nauðsynjum ofan í ferðatöskur en
þau eru þó í viðbragðsstöðu. Sagði
Guðjón að spáð hefði verið að
Santa Ana-eyðimerkurvindamir
myndu blása upp að nýju með
kvöldinu. „Utandyra er mikil
brunalykt og reykjarmökkur sést
héðan. Hér var ókyrrð í gær, fólk
hafði áhyggjur af eignum sínum
en mér sýnist það vera rólegra
núna. Sjálfum líður okkur ekkert
of vel að vita af eldunum, því við
eigum hús hér sem er ótryggt.
Clinton forseti lýsti því þó yfír að
þeir sem misstu hús sín í eldinum,
fengju bætur og hagstæð lán.“
Mikið til efnafólk sem misst
hefur hús sín
Lognið seinnihluta fímmtudags
og fyrrihluta gærdagsins gaf
slökkviliðsmönnum færi á að
hefta nokkuð útbreiðslu eldsins.
Hann náði þó að rífa sig upp í
Santa Monica í gær og ógnaði um
tíma heimilum stórstjama á borð
við Barbra Streisand og Larry
Hagman. Margir þeirra sem misst
hafa heimili sín eru vel stætt fólk
og hús þeirra tugmilljóna króna
virði. Um 46.500 hektarar lands
hafa bmnnið en enginn hefur lát-
ist í eldsvoðunum. Um 30.000
manns hafa flúið heimili sín vegna
eldanna. Tjónið er gríðarlegt og
í gær og fyrradag birtu sjónvarps-
stöðvamar myndir af tárfellandi
fólki sem misst hafði allt sitt.
Bílar mikið skemmdir
Guðjón er við nám í tölvufræði
og segist hafa sótt skólann það
sem af sé vikunnar. Þeim hluta
Laguna Beach, þar sem mest tjón
hefur orðið, hefur hins vegar ver-
ið lokað. íbúar geta fengið leyfí
til að vitja húsa sinna en umferð
inn á svæðið er takmörkuð til að
koma í veg fyrir gripdeildir. Guð-
jón sagði ekki mikið tjón hafa
orðið á húsum vegna reyks og
ösku en ljóst væri að margir bílar
væm mikið skemmdir eftir ösku-
fallið.
Skammt
að bíða sig-
urs stjórn-
arhersins
Tblisi. Reuter.
STJÓRNARHERINN í Georgíu
náði í gær á sitt vald tveimur af
síðustu hindrununum á leið til
bæjarins Zugdidi í vesturhluta
landsins þar sem Zviad Gamsak-
hurdia og liðsmenn hans hafa
haft höfuðstöðvar sínar. Segja
erlendir sendifulltrúar að þess sé
skammt að bíða að stjórnarherinn
sigri sveitir Gamsakhurdia. Á
fimmtudag komu rússneskar her-
sveitir sér fyrir ásamt sveitum
stjórnarhersins við mikilvæga
járnbrautarlínu sem liggur frá
Svartahafi, í gegnum Georgíu og
til Kaspíahafs.
í frétt Itar-Tass sagði að Pavel
Gratsjov, vamarmálaráðherra Rúss-
lands hefði gefíð sveitunum skipun
um að veija leiðina gegn uppreisnar-
mönnum. Hafa hermennirnir fengið
§kipun um að skjóta hvern þann sem
gerir tilraun til að hindra flutninga
um járnbrautarlínuna.
Stjórnvöld setja úrslitakosti
Sigur stjómarhersins í gær var
annar sigur þeirra á tveimur dögum
en uppreisnarmenn náðu bænum
Khobi á sitt vald í gær, aðeins sólar-
hring eftir að stjórnarherinn í Georg-
íu tók bæinn. Edúard Shevardnadze,
forseti Georgíu flaug í gær til bæjar-
ins Kutaisi til að kynna sér stöðu
mála.
Ekki er vitað hvar Gamsakhurdia
er niðurkominn. Liðsmenn hans
sögðu hann vera nálægt Zugdidi en
Gamsakhurdia sást þar síðast á
þriðjudag. Ekki er útilokað að hann
hafi komist undan í flugvél sem sást
taka á loft á þriðjudag frá nálægum
bæ.
Uppreisnarmenn segja Rússa
aðstoða stjórnarherinn
Blaðafulltrúar Shevardnadze
sögðu í gær að abkhasískir upp-
reisnarmenn styddu liðsmenn
Gamsakhurdia. Þeir fullyrða hins
vegar að Rússar styðji stjómarher-
inn í Georgíu. „Við hefðum unnið
þetta stríð, hefði rússneski herinn
ekki aðstoðað herforingjastjórn
Shervardnadze," sagði háttsettur
liðsmaður Gamsakhurdia. Hótuðu
stuðningsmenn hans skæruhernaði,
tækist þeim ekki að veija Zugdidi.
Haft var eftir embættismönnum í
Georgíu að Rússar hefðu afhent
stjómarhernum um fímmtíu þunga-
vopn, þar á meðal skriðdreka. Rúss-
ar neita þessu.
Major á við andbyr að stríða
Horfið frá umbót-
um í lögreglumáhim
London. Reuter.
STJÓRN íhaldsflokksins í Bretlandi býr sig nú undir að hverfa
að verulegu leyti frá umdeildum hugmyndum er gera ráð fyrir
róttækum skipulagsbreytingum og auknu aðhaldi í launamálum
lögreglunnar. Nýlega beygði stjórnin sig í öðru máli er snertir
einkavæðingu rikisjárnbrautanna. Nokkrir stjórnarþingmenn
knúðu þessar stefnubreytingar
þingi er aðeins 17 atkvæði.
Talsmenn Verkamannaflokks-
ins, sem er í stjómarandstöðu,
gagnrýndu stjómina harðlega fyr-
ir hringlandahátt og stefnuleysi.
„Ríkisstjómin hefur engan siðferð-
islegan myndugleika til að sitja
áfram“, sagði John Smith, leiðtogi
flokksins á fímmtudag. John Maj-
or forsætisráðherra hefur átt í
vaxandi erfíðleikum með að halda
aga á stjórnarflokknum og er
skemmst að minnast atkvæða-
greiðslunnar um Maastricht-sam-
inginn en þá snerust allmargir
íhaldsþingmenn á sveif með stjórn-
arandstöðunni. Á miðvikudag
sögðust 14 þingmenn íhalds-
gegn en meinhluti flokksins á
flokksins ekki myndu styðja vænt-
anlegar tillögur fjármálaráðuneyt-
isins um frekari niðurskurð á
framlögum til landvama.
Búist er við að stjórnin sam-
þykki að gerbreyta tillögum sem
kaupsýslumaðurinn Patrick Shee-
hy vann fyrir stjómvöld og hafa
að markmiði að bæta störf lögregl-
unnar. Sheehy vill að laun lög-
gæslumanna verði tengd afköstum
og árangri í starfí sem hvort-
tveggja verði metið af þar til bær-
um mönnum, einnig vill hann af-
nema æviráðningu. Geysihörð
andstaða hefur verið við tillögurn-
ar meðal lögreglumanna.
Reuter
*
A atkvæðaveiðum
RUSSNESK kona hvetur aldinn íbúa smáþorps um að kjósa óflokksbund-
inn frambjóðanda í kosningunum sem fram fara þann 12. desember nk.
I skoðanakönnun sem gerð var í landinu um miðjan mánuðinn sögðust
aðeins 29% aðspurðra hlynnt því að Jeltsín bjóði sig fram að nýju þrátt
fyrir að helmingur segðist ánægður með störf hans í embætti. Þá kom
einnig fram að 34% aðspurðra töldu mögulegt að halda lýðræðislegar
kosningar en 49% voru á öndverðum meiði.