Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
27
Leikskólar sjúkrahús-
anna lúta öðrum reglum
eftir Ástu Möller
í síðustu viku varpaði heilbrigðis-
og tryggingamálaráðherra bombu
inn á um 700 heimili á Reylq'avíku-
svæðinu er hann tilkynnti að ríkis-
valdið myndi framvegis ekki taka
þátt í kostnaði við rekstur leikskóla
á vegum sjúkrahúsanna. Jafnframt
bauð hann stjórnum sjúkrahúsanna
að gera viðeigandi ráðstafanir, þ.e.
segja upp starfsmönnum leikskól-
anna og leikskólaplássum viðkom-
andi barna.
Foreldrar gera að öllu jöfnu ráð-
stafanir að hausti hvernig barna-
gæslu skuli háttað um veturinn.
Tilkynning ráðherra heilbrigðis- og
tryggingamála kollvarpaði öllum
áætlunum viðkomandi foreldra og
. barna, skapaði þeim mikið óöryggi
og óvissu um hvað framundan er.
Örugg barnagæsla —
forréttindi?
í umræðunni síðustu daga hefur
l nokkuð verið fjallað um svokölluð
forréttindi heilbrigðisstétta í tengsl-
um við leikskólamál. Ef þannig er
litið á, þá er örugg barnapössun
fyrir forréttindahópa hin almenna
regla hér í borginni, þar sem ein-
stæðir foreldrar, námsfólk og fóstr-
ur hafa í dag forgang að plássi í
. leikskólum borgarinnar. Er það
umhugsunarefni að örugg barna-
pössun skuli teljast til forréttinda í
dag. Lýsir þessi umræða betur
ástandi leikskólamála í höfuðborg-
inni en nokkuð annað.
Ríkisspítalar og Borgarspítalinn
hófu rekstur leikskóla fyrir starfs-
menn sína fyrir um aldarfjórðungi.
Astæðan var ónógt framboð á leik-
skólaplássum hjá sveitarfélögum og
skortur á faglærðu starfsfólki.
Þessar ástæður eru jafngildar í dag
og þær voru þá.
Þarfir sjúklinganna ganga
| fyrir
Starfsemi sjúkrahúsa byggist á
þjónustu við sjúklinginn allan sólar-
hringinn, allan ársins hring og á
vaktavinnukerfi, þar sem lítill
möguleiki er á styttri vöktum en 8
tímum í senn. Varla þarf að taka
það fram að leikskólar sjúkrahús-
anna geta ekki lokað 5 vikur á
sumri eins og aðrir leikskólar. Þá
krefst starfsemi sjúkrahúsa þess
að starfsfólk geti sveigt sig að þörf-
um sjúklinganna með skömmum
fyrirvara s.s. við bráðaveikindi,
skurðaðgerðir og hópslys. Þannig
eru til að mynda starfsmenn leik-
skólanna jafn mikilvægur hluti af
hópslysaviðbúnaði sjúkrahúsanna
og heilbrigðisstéttirnar sem kallað-
„Ríkisspítalar og Borg-
arspítalinn hófu rekst-
ur leikskóla fyrir
starfsmenn sína fyrir
um aldarfjórðungi.
Astæðan var ónógt
framboð á leikskóla-
plássum hjá sveitarfé-
lögum og skortur á fag-
lærðu starfsfólki. Þess-
ar ástæður eru jafngild-
ar í dag og þær voru
þá.“
ar eru til starfa. M.a. af framan-
greindum ástæðum hafa sjúkra-
stofnanir sett eigin reglur um notk-
un heimilanna og um opnunartíma.
Þessar reglur eru ekki hliðstæðar
reglum sveitarfélaga.
eftir Oddnýju S.
Gestsdóttur
Fóstrur leikskólans Sunnuhvols
við Vífilsstaðaspítala gagnrýna
harðlega þau vinnubrögð er heil-
brigðisráðherra hefur viðhaft varð-
andi uppsagnir starfsfólks og bama
á leikskólum og skóladagheimilum
sjúkrahúsanna. Vinnubrögð sem
þessi eru til vansæmdar.
Fóstmr vilja benda ráðherra á að
starfsár leikskóla og skóladagheim-
ila er frá 1. september til 31. ágúst.
Næsta skólaár hefur því þegar verið
skipulagt og koma uppsagnir sem
taka gildi 1. janúar 1994 á versta
tíma, þ.e. á miðju starfsári. Vinnu-
brögð ráðherra lýsa því virðingar-
leysi hans gagnvart fóstmm, börn-
um á leikskólunum og skóladag-
heimilum og því starfi sem þar fer
fram.
Heilbrigðisráðherra segir í bréfi
til starfsfólks sjúkrahúsa, dagsettu
30. september 1993:
„Viðræður um þessi mál munu
væntanlega fara í gang nú þegar
milli forsvarsmanna viðkomandi
sveitarfélaga, stjórnenda sjúkrahús-
anna og fulltrúa frá heilbrigðisráðu-
neytinu um fyrirkomulag þessara
mála í næstu og um lengri framtíð.
Þess verður gætt að samráð verði
Aðrar reglur í leikskólum
sjúkrahúsa
í reglum leikskóla sjúkrahúsanna
kemur m.a. fram að starfstéttir sem
mestur er skortur á á hveijum tíma
ganga fyrir þegar ákvörðun er tek-
in um hver fái leikskólapláss. Þá
hefur barn starfsmanns í fullu starfi
forgang um dvöl í leikskóla. For-
eldramir hafa ekki aðgang að leik-
skólum sjúkrahúsanna í barnsburð-
arleyfum, í lengri veikindaleyfum
og takmarkaðan aðgang í náms-
leyfum. Þá hefur leikskólapláss fyr-
ir barn starfsmanns oft verið bund-
ið skilyrði um ráðningu á ákveðna
deild þar sem skortur er á ákveð-
inni starfstétt. Af þessu má sjá að
foreldrar barna í leikskólum sjúkra-
húsanna þurfa að sæta ýmsum
kostum til að hljóta aðgengi fyrir
börn sín. Sjúkrahúsin nota á þennan
hátt leikskólana sem stjórntæki og
hefur þeim tekist að nýta leikskól-
ana til fullnustu. Enda hafa tölur
sýnt að kostnaður við rekstur leik-
„Viðræður hefðu þurft
að fara fram milli nú-
verandi rekstraraðila,
væntanlegra rekstrar-
aðila og starfsfólks áð-
ur en til uppsagna
kom.“
haft við fulltrúa starfsfólks um gang
viðræðna og frekari upplýsingum
miðlað jafn fljótt og tilefni er til.“
Það er nú að verða hálfur mánuð-
ur frá því að allt starfsfólk leikskóla
og skóladagheimila fékk uppsagnar-
bréf og enn er ekki farið að bóla á
neinum viðræðum um áframhald-
andi störf okkar.
Ef ráðherra heldur að það gangi
að senda okkur bréf á síðasta degi
uppsagnarfrests og tilkynna okkur
hvort og þá með hvaða hætti rekstri
leikskólans Sunnuhvols verði haldið
áfram, er það misskilningur. Hvorki
ráðherra né hugsanlegir nýir rekstr-
araðilar geta gengið að því sem vísu
að fóstrur sem hér starfa, muni
verða til taks á fyrsta starfsdegi
næsta árs ef ekki verður á næstu
dögum greitt úr þeim hnút sem leik-
skólamál sjúkrahúsanna hafa verið
sett í.
Ásta Möller
skóla sjúkrahúsanna er síst meiri
en hjá Davist barna í Reykjavík.
Foreldrar barna á leikskólum
sjúkrahúsanna greiða í dag sama
gjald og hjá Dagvist barna í Reykja-
vík. Heildarviðverutími barns for-
eldris sem vinnur fulla vinnu á vökt-
um er í hverri viku jafnvel styttri
en barns sem er í reglulegri 4-6
tíma vistun á dag hjá Dagvist
barna.
Mál er snertir alla landsmenn
Sjúkrahúsin í Reykjavík þjóna
í okkar huga er það mjög alvar-
legt mál að fá uppsagnarbréf, ekki
síst fyrir þá sem unnið hafa í mörg
ár hjá sömu stofnun og reynt hafa
að rækja starf sitt af kostgæfni.
Okkur þykir vænt um börnin sem
við störfum með, samstarf við for-
eldra hefur verið mjög gott og vinnu-
staðurinn okkur því kær. Uppsögn
kom því sem reiðarslag.
Við fóstrur teljum að ef öðruvísi
hefði verið að málum staðið, hefði
mátt komast hjá miklum sárindum
og þeirri upplausn sem nú ríkir á
leikskólum og skóladagheimilum
sjúkrahúsanna. Að okkar mati hefði
þurft að gefa jafn umfangsmiklum
rekstrarbreytingum og ráðgerðar
eru mun lengri undirbúningstíma svo
vel mætti takast. Viðræður hefðu
þurft að fara fram milli núverandi
rekstraraðila, væntanlegra rekstra-
raðila og starfsfólks áður en til upp-
sagna kom. Þær viðræður hefðu
væntanlega getað skýrt út að fyrir
börnin væri heppilegra að rekstrar-
breyting sem þessi kæmi til fram-
kvæmda á öðrum árstíma, þ.e. í lok
skólaárs við upphaf sumarfrís barna
og starfsfólks. -Almennt atvinnu-
ástand er nú með þeim hætti, að
a.m.k. þeir sem hafa fyrir fjölskyld-
um að sjá, geta ekki beðið aðgerða-
lausir á meðan uppsagnarfresturinn
líður og ekkert gerist.
Uppsagnir fóstra!
sjúklingum af öllu landinu. Starfs-
menn sjúkrahúsanna eru úr öllum
nágrannasveitarfélögum Reykja-
víkur. T.d. er þriðjungur barna á
Borgarspítalanum með lögheimili
utan Reykjavíkur. Þannig eru mál-
efni leikskóla sjúkrahúsanna ekki
eingöngu mál Reykjavíkurborgar
heldur allra landsmanna.
Af framangreindu má sjá að sér-
staða sjúkrahúsanna hlýtur að kalla
á sérstaka lausn á málefnum leik-
skóla þeirra. Orð heilbrigðisráð-
herra um að hann muni gæta þess
að „sem minnst röskun verði á hög-
un starfsfólks Ieikskólanna og
þeirra barna sem þar njóta nú vist-
ar“ vekja vonir. Hins vegar vænta
foreldrar barna á leikskólum
sjúkrahúsanna þess að viðrögð ráð-
herrans verði skjót og úrræðin var- ^
anleg.
Heilbrigðisráðherra ber ábyrgð á
heilbrigðisþjónustu í landinu. Hætti
heilbrigðisstarfsfólk, foreldrar um
700 barna á leikskólum sjúkrahús-
anna í Reykjavík, störfum um
næstu áramót verður ástand á
sjúkrastofnunum verra en í nokkru
verkfalli eða uppsögnum sömu
starfstétta undanfarinna ára.
Höfundur er formaður Félags
háskólamenntaðra
hjúkrunarfræðinga.
Oddný S. Gestsdóttir
Við erum í þeirri stöðu að okkur
hefur verið sagt upp störfum viðleik-
skólann frá áramótum og ekkert
bendir ennþá til þess að nýr rekstrar-
aðili fáist frá þeim tíma. Við verðum
því að leita okkur að öðru starfi en
til þess þurfum við tíma.
Við fóstrur á leikskólanum
Sunnuhvoli, Vífilsstöðum, krefjumst3
því þess að eigi síðar en 1. nóvem-
ber 1993 liggi ljóst fyrir hvað um
leikskólann verður.
Fyrir hönd fóstra leikskólans
Sunnuhvols, Vffilsstöðum.
Höfundur er leikskólastjóri
leikskólans Sunnuhvols.
8 +
i Utvarpsráð sammála
um að allir séu sammála
eftir Ara Gísla
Bragason
Það hefur verið spennandi að
fylgjast með sjónvarpinu (þessu rík-
isrekna) undanfarna mánuði. Hver
nýbreytnin á fætur annarri. Innlenda
dagskrárgerðin og framkvæmda-
stjórn sjónvarpsins hafa látið hendur
standa fram úr ermum og reynt að
lífga stofnunina við. Ekki veitti af.
Ein af nýjum starfsaðferðum sjón-
varpsins hefur verið að gefa ungu
fólki tækifæri til að spreyta sig við
stjórn svonefndrar „þriðjudagsum-
ræðu“ og hefur þetta jákvæða fram-
tak vakið þjóðarathygli. Útkoman
hefur verið tvenns konar, glæst eða
döpur. Þeir glæstu sigra en þeir
döpru læra af mistökunum. Þessi
nýbreytni sjónvarpsins og aukin inn-
lend dagskrárgerð, sem að hluta
byggist á nálægð við fólkið í landinu
okkar, hefur haft þær afleiðingar
að horfun hefur aukist til muna.
Þess vegna vakti það mikla athygli
mína þegar ég var staddur á lands-
fundi Sjálfstæðisflokksins og sá eft-
irfarandi bókun útvarpsráðs borna
upp af fulltrúa Sjálfstæðisflokksins
tveim dögum fyrir formannskosn-
ingu: „Samkvæmt 15. gr. útvarps-
laga skal Ríkisútvarpið halda í heiðri
lýðræðislegar grundvallarreglur og
mannréttindi og frelsi til orðs og
skoðana. Það skal og gæta fyllstu
óhlutdrægni í frásögn, túlkun og
dagskrárgerð.
A liðnum vikum og mánuðum
hefur Sjónvarpið sent út viðræðu-
þætti, bæði í svokallaðri þriðjudags-
umræðu og nú síðast í síðdegisum-
ræðu á sunnudögum, þar sem þátt-
takendur hafa nær eingöngu verið
karlkyns með áþekk stjómmálavið-
horf. Þættir þessir hafa flestir verið
unnir á vegum skrifstofu fram-
kvæmdastjóra Sjónvarps. Útvarps-
ráð hefur ítrekað fundið að þessari
framkvæmd Sjónvarpsins án þess
að breyting hafi orðið á.
Útvarpsráð átelur harðlega að
Sjónvarpið skuli ekki við fram-
kvæmd viðræðuþátta þessara taka
mið af fyrmefndum ákvæðum út-
varpslaga og felur útvarpsstjóra að
sjá til þess að grundvallarreglur
þessar séu í heiðri hafðar.“
Hvað hvatir liggja að baki slíkrar
ályktunar? Útvarpsráð heldur því
fram að þátttakendurnir hafi verið
með áþekk stjórnmálaviðhorf. Ja
hérna! Það er gott til þess að vita
að Benedikt Davíðsson, Jón Steinar
Gunnlaugsson, Ögmundur Jónasson,
Óli Björn Kárason, Jón Baldvin,
Mörður Ámason, Björn Bjarnasön,
Kristrún Heimisdóttir, Helga Krist-
Ari Gísli Bragason
jánsdóttir, Gunnlaugur Júlíusson,
Albert Jónsson, Guðmundur Hálf-
danarson, Drífa Hjartardóttir, Már
Guðmundsson, Hörður H. Helgason
og Flosi Eiríksson, svo nokkrir þátt-
takenda séu nefndir, séu með áþekk-
ar stjórnmálaskoðanir eins og segir
í ályktuninni. Ríkisútvarpið er meira
sameiningarafl en ég hugði.
Þeir sem til þekkja hafa tjáð mér
að erfiðara sé að fá konur í umræðu-
þætti í sjónvarpi en karla. Þá er það
leiðinleg staðreynd að karlar gegna
enn sem komið er fleiri ábyrgðar-
stöðum í þjóðfélaginu en konur og
því ekki óeðlilegt þótt karlar séu
meira áberandi { þjóðfélagsumræð-
unni.
Það vakti furðu mína og viðmæl-
enda minna hvaða hugur, hvaða
ástæður lægju á bak við slíka bók-
un. Er þetta samstaðan sem sjálf-
stæðismenn í útvarpsráði, Davið
Stefánsson, Dögg Pálsdóttir og Hall-
dóra Rafnar, sýna þegar jafn um-
deildur og úthúðaður listamaður að
nafni Hrafn Gunnlaugsson er að
beijast fyrir jákvæðri nýbreytni inn-
an stofnunar? Ríkisstofnunar sem
var að lognast útaf en er nú lifnuð
við svo um munar.
Það er athyglisvert að þegar út-
varpseftirlit flokkanna fer að ger(P"
þátttakendum í umræðuþáttum Rík-
isútvarpsins upp stjórnmálaskoðanir
með þessum hætti, skuli vera byijað
á þeim sjónvarpsþáttum sem skrif-
stofa framkvæmdastjóra sér um.
Taka ritskoðunarsinnarnir næst fyr-
ir Dagskrá Rásar 2 eða fréttastofu
útvarpsins?
Höfundur er sagnfræðinemi og
fæst við ritstörf.