Morgunblaðið - 30.10.1993, Side 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
/,Mér þykzir Leitt meá cdLan.
kdi/CÚa, hr. Jórvxs. 7-Lann er fcom'mn,
hingCiS maétir/'nn sem fann. upp áita -
■fóicp sjóni/arp/á'.''
i______________ii
T T
»21 II
Rósa, við verðum að hætta
að hittast svona. Konan mín
er farin að undrast af hverju
ég- sel aldrei eina einustu
blöðru
HÖGNI HREKKVÍSI
Ást er ...
að missa matarlyst þegar
hann er fjarri.
TM Reg, U.S Pat Oft. — all rights reserved
° 1993 Los Angeles Times Syndicate
Með
morgunkaffinu
Af hverju ertu alltaf svona
öfugsnúin?
BREF TIL BLAÐSINS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
„Mannsmynd var á þeim“
Frá Einari Ingva Magnússyni:
NÚ FER AÐ líða að hinni alþjóð-
legu ráðstefnu um fljúgandi furðu-
hluti, sem haldin verður hér á landi
4.-6. nóvember 1993.
Mér þykir því bæði rétt og skylt,
og ekki síður ljúft, að mega minna
fólk á nokkur orð, sem staðið hafa
í Biblíunni í aldaraðir.
Þess ber að geta að hugmyndir
manna um líf víðar en hér á þess-
ari jörð eru alls ekki nýjar af nál-
inni. Arfsagnir indíánanna í Amer-
íku tala um „anda“ frá stjörnunum
og forfeður sem fóru á milli stjarn-
anna. Á 15. öld skrifar Englend-
ingur um það hversu fáránlegt það
sé að ætla að eingöngu þessi eina
pláneta, sem við byggjum í hinum
víðáttumikla geimi, sé byggð lífi.
Hingað til hafa menn á okkar
skeiði túlkað fornar arfsagnir
þjóða, þ. á m. Israelsmanna og
gyðinga á dögum Krists, um
„fljúgandi furðuhluti" sem sýnir
eða jafnvel Ijóðrænar frásagnir,
sem eingöngu séu runnar úr hug-
arelfi skálda.
Tæknivæðing okkar tímaskeiðs
hefur þó opnað augu margra
manna fyrir áþreifanlegri mögu-
leika, en það sem prófessorar og
aðrir lærdómsmenn í guðfræði
nefna ljóðmál. Hernaðaryfirvöld
hafa orðið vör við fyrirbærin á
mælitækjum sínum, og ekki ein-
ungis séð þau með eigin augum,
sem almenningur verður þó oftast
að láta sér nægja. Margar áreiðan-
legar heimildir eru fyrir því að
fólk hafi komist í náin kynni við
þessar geimverur, eins og hinar
fornu sagnir greina frá.
I spádómsbók Daníels segir um
hina síðustu daga: „... Daníel,
halt þú þessum orðum leyndum
og innsigla bókina, þar til að enda-
lokunum líður. Margir munu rann-
saka hana og þekkingin mun auk-
ast.“ (Daníel 12:4.) Svo er sagt
um þann sem við Daníel talaði,
að „líkami hans var sem krýsolít,
ásjóna hans sem leiftur, augu hans
sem eldblys, armleggir hans og
fætur sem skyggður eir og hljóm-
urinn af orðum hans eins og mik-
ill gnýr“. (Daníel 10:6.)
Augu okkar eru að ljúkast up
fyrir staðreyndum, sem gamlir
fræðimenn okkar tíma hafa hingað
til kallað ljóðmæli.
Þegar kvikmyndaiðnaðurinn
hefur fært okkur myndir af geim-
verum hafa þær verið ólíkar mönn-
um í útliti, en þó einhver manns-
mynd á þeim. Það er líka alveg
hárrétt. Þegar Esekíel komst í
náin kynni við geimverur segir svo
frá í Gamla testamentinu: „Storm-
vindur kom úr norðri og ský mik-
ið, sem hnykklaðist saman og stóð
af því bjarmi umhverfis, og út úr
honum sást eitthvað sem glóði eins
og lýsigull. Út úr honum sáust
myndir af fjórum verum. Og þetta
var útlit þeirra: Mannsmynd var á
þeim.“ (Esekíel 1:4-5.)
Mörgum öldum seinna segir í
Opinberun Jóhannesar í Nýja
testamentinu: „Ég sneri mér við
til að sjá hvers raust það væri sem
við mig talaði. Og ég sneri mér
við og sá sjö gullljósastikur og
milli ljósastikanna einhvern líkan
mannsyni ... og augu hans voru
eins og eldslogi.“ (Opinb.
1:12-16.) Raust hans var sem
niður mikilla vatna.
í 2. kapítula, versi 18., segir
svo: „Þetta segir sonur Guðs, sem
augun hefur eins og eldsloga og
fætur hans eru líkir glómálmi.“
Það er því alls ekki ólíklegt að
ætla að allar þessar frásagnir
greini frá Jesú Kristi. Enda hafa
margir borið því vitni að hafa hitt
Hann sjálfan, þegar þeir hafa ver-
ið teknir um borð í „fljúgandi
furðuhlut", eða m.ö.o. Dýrð Drott-
ins. En í Lúkasarguðspjalli segir:
„... meðan Hann var að blessa
þá, skildist Hann frá þeim og var
upp numinn til himins.“ (Lúkas
24:51.)
Kristur gaf það fýrirheit ásamt
fjölda annarra fyrirheita að koma
aftur. Fylgst hefur verið með
mannkyninu frá upphafi vega, og
þó að Kristur hafi farið til himna
er hann enn á meðal okkar. Bibl-
ían segir svo frá.
En nú er komið áð enn merkari
tímamótum, sem eru endurkoma
Krists. Kannski á sá atburður,
þegar geimverur hafa boðað komu
sína við Snæfellsjökul 5. nóvem-
ber, eftir að varpa skírara ljósi á
þann atburð sem endurkoma
Krists er, hvenær sem það verður.
Eitt er þó víst að hún er eigi langt
undan.
Að lokum má kannski geta þess,
hvar bréf þetta er fært í letur. Það
er skrifað í tímamótatákni hinna
miklu viðburða sem í vændum eru,
Perlunni á Öskjuhlíð. Hún er
merkileg að útliti, og ekki síst
fyrir þau áhrif að hún geislar frá
sér á stjörnubjörtu kvöldi. Minnir
hún á margt um dýrð Drottins og
hver veit nema einhver kosmísk
áhrif hafí staðið á bak við hönnun
þessa mikla mannvirkis með tilliti
til hinnar komandi alþjóðlegu ráð-
stefnu sem haldin verður hér á
landi um geimverur.
EINARI INGVI MAGNÚSSON,
Heiðargerði 35,
Reykjavík.
Víkverji skrifar
Nýlokið er landsfundi Sjálfstæð-
isflokksins og virðist svo sem
fundurinn hafi gengið vel og sjálf-
stæðismenn séu ánægðir með lyktir
mála á fundinum. Bráðsnjallt var
að sjónvarpa umræðum á fundinum
á sjónvarpsstöðinni Sýn, þannig að
þeir, sem áhuga höfðu á, gætu horft
og hlýtt á það sem fram fór.
Á sviðinu, þar sem háborð fund-
arins var, hafði verið komið fyrir
einkunnarorðum fundarins og þar
hékk einnig merki flokksins, fálkinn
góði með þanda vængi. Fálkinn var
einnig á ræðustól flokksins, útskor-
inn og gylltur og mun ræðustóll
þessi hafa verið í gamla sjálfstæðis-
húsinu við Austurvöll á sínum tíma,
a.m.k. man Víkveiji fyrst eftir hon-
um þar. Þessi fálki er mjög glæsi-
legur og sómir sér vel sem merki
flokksins.
En það vakti athygli Víkverja,
að nú hefur verið gert nýtt merki,
fálkinn góði endurhannaður og
gerður upp á nýjan móð. Nokkur
ár munu siðan þessi iiýja gerð fálk-
ans sá dagsins ljós og er hún í raun
ekki illa gerð, þótt gamli fálkinn
sé að mati Víkvetja miklu betri og
raunar svo góður að ástæðulaust
hafi verið fyrir flokkinn að leggja
peninga í endurhönnun hans. Einn
ljóður er þó sýnu verstur á nýja
fálkanum. Hann snýr öfugt, snýr
sér til vinstri á meðan sá gamli
snýr sér til hægri. Kannski er þetta
tímanna tákn fyrir Sjálfstæðis-
flokkinn, en flokkur sem vill kenna
sig við íhald á ekki að láta snúa
út úr merki sínu með þessum hætti.
xxx
Kunningi Víkveija lenti í því um
daginn, að fara með bifreið
sonar síns í skoðun og þar sem bif-
reiðaskatturinn var gjaldfallinn
byrjaði kunninginn á þvi að fara í
Landsbankann ogs greiða skattinn.
Því næst fór hann í Bifreiðaskoðun-
ina og ætlaði að fá skoðun, en þá
var hann gerður afturreka þar, þar
sem Landsbankipn hafði ekki til-
kynnt að greiðsla hefði verið innt
af hendi. Ekkert mark var tekið á
því, þótt framvísað væri gíróseðli
með stimpli Landsbankans. Um það
bil hálfum mánuði síðar og þá löngu
eftir skoðun bílsins kom svo lögregl-
an heim til bíleigandans til þess að
gera lögtak í bílnum fyrir ógreidd-
um skatti. Hvað er um tölvuboðleið-
ir hins opinbera? Víkvetji var svo
skyni skroppinn að halda að um
leið og greitt væri i banka myndi
vera unnt að senda boð til viðkom-
andi innheimtuaðila um greiðslu og
það gæti ekki hent að hálfum mán-
uði síðar gerði hann lögtak til lúkn-
ingar löngu greiddra skulda. Og svo
er spurning, hvers vegna Bifreiða-
skoðunin virðir stimpla Landsbank-
ans að vettugi.
Fréttir herma að fjöldi ótryggðra
bíla sé í umferð á landinu.
Ástæðan sé sú að tryggingafélögin
segi upp skyldutryggingunni við
bifreiðaeigandann, þegar nokkur
tími er liðinn frá því er hann átti
að greiða iðgjaldið, sé það ógreitt.
Sendir þá tryggingafélagið tilkynn-
ingu til lögreglunnar og óskar eftir
því að bifreiðin sé tekin úr umferð.
Fæsta bílana mun svo lögreglan
finna, svo að þeir halda áfram að
aka um götur ótryggðir.
Þessi lýsing, sem gefin hefur
verið, stenzt alls ekki. Um er að
ræða skyldutryggingu og sé iðgjald
ekki greitt verður tryggingafélagið
að sjá til þess, að bifreiðin sé tekin
úr umferð. Ekki er unnt að varpa
ábyrgðinni yfir á lögregluna eða
hvað? Á þá bíleigandi, sem lendir í
árekstri við ótryggðan bíl, endur-
kröfu á lögregluna, sem stendur sig
ekki í því að taka bifreiðina úr
umferð? Þetta er lagaleg spurning,
sem áhugavert gæti verið að fá
svar við.
Hvernig getur svo tryggingafé-
lagið sagt upp skyldutryggingu við
aðila, sem næst ekki í? Það hlýtur
að vera grundvallaratriði að við-
komandi viðskiptavini sé tilkynnt
uppsögnin. Þetta er spurning, sem
einnig ber að hafa í huga og hvort
víst sé að tryggingafélagið sé laust
allra mála, fyrr en tryggt er að
bifreiðin sé ekki lengur í umferð.