Morgunblaðið - 30.10.1993, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993
43
E m m
aftur til
1 *ór?
Guðmundur Steins-
son íviðræðum við
Þórsara
Bjarni Sveinbjörnsson, framheiji
ÍBV, er samkvæmt heimildum
Morgunblaðsins á leið til Þórs á
Akureyri. Bjarni gekk til liðs við
Eyjamenn fyrir síðasta tímabil frá
Þór og er því á heimleið aftur.
Bjarni gerði fimm mörk fyrir ÍBV
i sumar.
Guðmundur Steinsson, sem hefur
leikið þrjú síðustu ári með Víkirtg-
um, var á Akureyri í gær og ræddi
þar við forráðamenn Þórs. Guð-
mundur hefur áhuga á að leika
áfram í 1. deild, en hann hefur einn-
ig verið orðaður við Fram og
Breiðablik.
FOLX
■ MANCHESTER City keypti í
gær miðheijann Carl Griffiths frá
Shrewsbury á 500 þús. pund.
Griffiths, sem er 22 ára, hefur
skorað 53 mörk í 171 leik.
■ KEVIN Keegan fundaði með
Andy Cole í gær, eftir að fréttir
voru uppi um að hann væri með
heimþrá — vildi aftur til London,
en Cole er uppalinn hjá Arsenal,
sem er á höttum eftir markaskor-
ara. „Ég átti góða stund með Cole,
sem ætlar að vera hér næstu þijú
árin eins og ég,“ sagði Keegan.
■ CHELSEA hefur fengið Mark
Stein, miðheija Stoke til liðs við
sig. Kaupverðir er 1,5 millj. pund.
■ PHIL Neal, framkvæmdastjóri
Coventry, keypti sinn fyrsta leik-
mann til félagsins í gær — borgaði
Rotherham 85 þús. pund fyrir
varnarmanninn Ally Pickering.
I NOTTINGHAM Forest hefur
hug á að kaupa norska landsliðs-
manninn Lars Bohinen frá Lil-
leström, sem hefur verið þar í
láni frá svissneska félaginu Yo-
ung Boys. Bohine er 24 ára mil-
vallarspilari og er kaupverð hans
450 þús. pund.
■ TIM Flowers, markvörður So-
uthampton, sem á einn landsleik
að baki fyrir England, virðist á
leiðinni til Blackburn. Líklegt
kaupverð eru 2 milljónir punda,
andvirði 210 milljóna króna, sem
er helmingi meira en nokkum tíma
hefur verið greitt fyrir markvörð í
Englandi.
■ LIVERPOOL er einnig á hött-
unum eftir Flowers, og hefur Gra-
eme Souness, stjóri liðsins, boðið
David James, markvörð landsliðs
21 árs og yngri, í skiptum og reiðufé
að auki, en Southampton líst betur
á að fá einungis beinharða peninga.
Sigurður áfram
með Skagamönnum
Skrifaði undir þriggja ára samning við ÍA í gærkvöldi
Sigurflur J,
Sigurður Jónsson verður áfram í
herbúðum íslandsmeistara Akra-
ness, en hann hætti við að fara til
Svíþjóðar í gær, til að ræða við forráða-
menn Hácken, eins og hann ætlaði sér.
Sigurður skrifaði í gærkvöldi undir
þriggja ára samning við ÍA og mun
hann jafnframt því að leika, vera starfs-
maður knattspymufélagsins — sjá um
ungiingaþjálfun.
„Það er vissu fargi af mér létt, að
Sigurður hafí ákveðið að vera áfram
heima,“ sagði Gunnar Sigurðsson, for-
maður knattspymufélagsins, eftir að
Sigurður hafði tekið ákvörðun sína og
skrifað undir samninginn.
Sigurður sagði að það hafí verið tími
til komin að festa rótum — hætta að
hugsa um flakk. „Ég ætia mér að vera
með i baráttunni næstu þijú árin og
það í meistarabaráttu. Við eigum titil
að veija og það kaupir hann ekkert
félag af okkur, sem nú em að safna
liði, af okkur. Framtíðin er björt á
Akranesi, eins og áður — það em marg-
ir ungir og stórefnilegir leikmenn sem
koma til með að banka á dymar hjá
meistaraflokki á næstu áram,“ sagði
Sigurður Jónsson.
HANDKNATTLEIKUR
Morgunblaðið/Kristinn
Aleksandr Tutschkin, sem hefur skorað yfir 50 mörk í sex leikjum, og markvörðurinn sterki Stefan Hecker á æfíngu
í Kaplakrika í gærkvöldi. Essen-liðið æfði fyrir luktum dymm.
Verða að keyra á fullu
- ef FHingar ætla að leggja Essen að velli," segir Héðin Gilsson
„ESSEN-liðið getur verið brot-
hætt og þá sérstaklega á úti-
völlum, en FH-ingar verða að
ná góðum leik til að brjóta leik-
menn liðsins á bak aftur,“
sagði Héðinn Gilsson, lands-
liðsmaður hjá Dússeldorf, þeg-
ar hann spáði í möguleika FH
í Evrópuleiknum gegn Essen í
Kaplakrika í dag.
Það em tveir leikmenn sem hafa
borið liðið uppi að undanförnu
— Rússinn Aleksandr Tutsckin og
markvörðurinn Stefan Hacken, sem
hafa leikið mjög vel. Essen-liðið er
þó ekki eins sterkt og í fyrravetur
— og þá hefur það einkennt leik
liðsins, að leikmennirnir hafa ekki
náð sér á strik á útivöllum. Flfying-
ar verða að vinna Essen með fimm
til sex marka mun til að eiga mögu-
leika á að komast áfram. Essen
tapaði fyrir Hameln í vikunni með
átta marka mun á útivelli og sýndi
lélegan leik. Ég sá félagið leika
gegn Grosswallstad á dögunum og
var Essen þá yfír, 12:8, í leikhléi
og Tutschkin þá búinn að skora sex
mörk. í seinni hálfleik var hann
tekinn úr umferð og undir lokin var
Essen heppið að sleppa með jafn-
tefli.
Möguleikar FH-liðsins byggjast
á því að leikmenn liðsins verða að
keyra á fullu allan leikinn — þeir
verða að ráða hraðanum, en ekki
detta niður á of yfirvegaðan leik.
Já, FH-ingar verða að ná mjög
góðum leik til að vinna Essen, en
leikmenn liðsins eru ekki góðir þeg-
ar illa gengur — þá fara þeir oft
að þrasa í hvor öðrum,“ sagði Héð-
inn Gilsson.
Rennum biint í sjóinn
- segir Einar Þorvarðarson, þjálfari Selfoss
Einar Þorvarðarson, þjáifari Selfyssinga, segir að þeir renni blint í
sjóinn þegar þeir mæta RV „Itu“ Unan í Króatíu í Evrópukeppni
bikarhafa í kvöld. „Við vitum ekkert um liðið, en reiknum með að það
leiki dæmigerðan handknattleik, eins og hann hefur verið þekktur í
Júgóslavíu í mörg ár — 3-2-1 vöm og léttleikandi sóknarleik. Við reynd-
um að stjóma hraða leiksins og ætlum okkur að ná hagstæðum úrslit-
um fyrir heimaleik okkar á Selfossi," sagði Einar.
Selfyssingar komu til Króatíu í fyrrinótt, eftir flug til Mílanó, með
millilendingu í Amsterdam. Frá Mílanó fóru þeir í langferðabíl til
Krótatíu og tók sú ferð sex kiukkustundir. Það fer nyög vel um leik-
menn í tíu þúsund manna ferðamannabæ við Adríahafíð.
Páll á sjó frá Eyjum
og með flugi til baka
Páll Ólafsson var heldur betur á faraldsfæti í gær, en í gærmorgun
kom hann með Heijólfi frá Eyjum — fór síðan aftur með flugi til
Eyja. Ástæðan fyrir þessu var að Páli fór snemma á miðvikudag til
Eyja, því að hann þurfti að sinna erindum vegna vinnu sinna. Ófært var
til Eyja síðar um daginn, þannig að félagar hans úr Haukum komust
ekki til að leika — og heldur ekki á fímmtudaginn; og Páll enn í Eyjum.
Þegar Páll sá að ófært var í gærmorgun, var honum hætt að lítast á
blikuna og fór því með Heijólfi til lands — til Þorlákshafnar. Hann var
vart stiginn upp úr bátnum, þegar fært var til Eyja. Varð hann að hafa
hraðann á — koma sér til Reyjkavíkur, slást í för með félögum sínum
og fljúga til Eyja. Páll náði sér aldrei á strik í leiknum — skoraði eitt mark.
Þjálfara-
skipti
hjáÞór
Erlendur Hermanns-
son er hættur og Jan
Larsentekurvið
FYRSTU deildarlið Þórs á Akur-
eyri hefur skipt um þjálfara.
Daninn Jan Larsen, sem þjálf-
aði liðið m.a. ífyrra, hefur tek-
ið við af Erlendi Hermannssyni.
Stjóm handknattleiksdeildar
Þórs ákvað á fundi sínum á
fimmtudag að skipta um þjálfara.
„Það var ákveðið að Erlendur léti
af störfum og Jan Larsen tæki við,“
sagði Árni Gunnarsson, formaður
handknattleikdeildar. Larsen var
þjálfari liðsins í 1. deild í fyrra og
tvö ár þar á undan í 2. deild. Hann
er búsettur á Akureyri og hefur
verið starfandi unglingaþjálfari hjá
félaginu í vetur.
Ámi sagði að samhliða þjálfara-
skiptunum var gerður samningur
við alla leikmenn liðsins um að þeir_
skuldbindi sig til að vera áfram hjá
félaginu til vorsins 1995.
Óvæntí
Eyjum
Eg er ánægður — þetta sýnir að
við getum gert góða hluti. Að-
eins spuming um hugarfar og von-
andi liggur leiðin nú
uppávið,“ sagði Sig-
bjöm Óskarsson,
þjálfari EyjamannST
sem urðu fyrstir til
að taka stig af Haukum, með því að
gera jafntefli 27:27 í Eyjum i gær-
kvöldi.
„Þetta var þessi erfíði leikur, sem
við vissum að kæmi fyrr en síðar.
Það setti óneitanlega strik i reikning-
inn að leiknum var frestað í tvígang
og við vissum því aldrei hvort við
væram að fara, æfa eða leika. Við
vorum klaufar að tapa unnum leik
niður í jafntefli,“ sagði Jóhann Ingi
Gunnarsson, þjálfari Hauka.
Það sást fljótt í leiknum, að Eyja-
menn ætluðu ekki að gefa eftir. Þeh-
léku framarlega í vörninni, þil að
stöðva sóknarlotur Hauka í fæðingu,
Eyjamenn höfðu aðeins einu sinni
yfir í leiknum, í byijun, en þeir gáf-
ust ekki upp og jöfnuðu, 27:27, þeg-
ar ein og hálf mín. var til leiksloka.
Haukar sóttu undir lokin, en þegar
átján sek. voru til leiksloka, var
dæmdur ruðningur á þá. Þar mi
voru þeir ekki lengur með fullt hús
stiga.
Sigfús G.
Guðmundsson
skrífar