Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 30.10.1993, Qupperneq 44
símG691WotsÍMBRÉFNG9ít81, ’pÓSTHÓLF^toio'/ AKVREYRI; HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 30. OKTÓBER 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK. Samræmdar aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka íslands til lækkunar vaxta Raunvaxtastig ríkisbréfa lækki í 5% á næstu vikum Verðtryggð skuldabréf fyrir nokkuð á annan milljarð króna voru seld í gær MEÐ samræmdum aðgerðum stefnir ríkisstjórn Davíðs Oddssonar að því að raunvextir lækki hér hratt og örugglega, þannig að vextir 1 af verðtryggðum ríkisskuldabréfum verði á bilinu 5% til 5,5% þegar líða tekur að áramótum. Helsta tæki sem stjórnvöld munu beita á fjármagnsmarkaðinum til þess að ná þessum árangri er sú ákvörðun að selja ekki ríkisskuldabréf á innlendum markaði, nema fjárfestar r ——síetti sig við 5% vexti á verðtryggðum bréfum. Að öðrum kosti mun ríkissjóður leita í auknum mæli á erlendan lánamarkað. Auk þess mun Seðlabankinn beita sér með öflugum hætti á eftirmarkaði fyrir spariskirteini. Nái markmið ríkisstjórnarinnar um vaxtalækkanir fram að ganga má gera ráð fyrir að t.d. meðalvextir af verðtryggð- um bankalánum lækki úr 9,4% í 7,4% og vextir af verðtryggðum húsnæðissparnaðarreikningum lækki úr 6,6% í 4,6%. Samsvarandi 2% lækkun ætti að verða á vöxtum óverðtryggðra bankalána. Mikil eftirspurn myndaðist á verðbréfamarkaði eftir verðtryggð- um skuldabréfum strax í gærmorg- un og seldust bréf fyrir nokkuð á annan milljarð í gær. Þar af seld- ust ríkisskuldabréf á Verðbréfa- þingi fyrir um 700 milljónir fyrir hádegi þegar Seðlabankinn dró til baka sölutilboð sín. Samræmdar aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka voru kynntar á fréttamannafundi í gær, þar sem Davíð Oddsson forsætisráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra, Sighvatur Björgvinsson við- skiptaráðherra, Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra og Jón Sigurðsson seðlabankastjóri sátu fyrir svörum. Davíð Oddsson forsætisráðherra sagði m.a. í gær: „Markmiðið með þessum aðgerðum er að tryggja að raunvextir lækki hér úr rúmlega 7% niður í 5% og lækkun verði jafn- framt á nafnvöxtum." Verulegar vaxtalækkanir fyrir 11. nóvember Fyrstu viðbrögð viðskiptabank- anna við samræmdum aðgerðum ríkisstjómarinnar eru mjög jákvæð og gefa til kynna að raunvaxta- lækkun muni verða umtalsverð á næstunni. Sverrir Hermannsson bankastjóri Landsbankans, sagði m.a. í samtali við Morgunblaðið í gær: „Ég tel þetta vera fyrstu al- vörutilraunina til þess að hafa áhrif á vaxtastig með markaðsaðgerðum, en ekki handafli." Stjórnvöld og Seðlabanki íslands gerðu sér vonir um að viðskipta- bankarnir myndu þegar í stað ákveða vaxtalækkanir á verð- tryggðum innlánsreikningum sín- um, í kjölfar þess að ríkisstjómin kynnti í gær samræmdar aðgerðir til þess að lækka vexti, sem sam- þykktar voru á fundi ríkisstjórnar- innar í gærmorgun. Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins var forsvarsmönnum viðskiptabank- anna boðið í fyrradag að fresta því þar til á morgun að tilkynna vaxta- breytingar sínar, sem taka gildi á mánudag, þann 1. nóvember, en einungis Búnaðarbankinn var reiðu- búinn til þess að taka ákvörðun um stórfellda vaxtalækkun, þegar á morgun, en íslandsbanki og Lands- banki munu, samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins hafa ákveðið að bíða og sjá hver þróunin verður á eftirmarkaði. Almennt er búist við að viðskiptabankamir taki ákvarðanir um vemlegar vaxta- lækkanir, fyrir næsta vaxtabreyt- ingardag, sem er 11. nóvember næstkomandi, en vaxtaákvörðun verður tekin þann 10. nóvember. Nafnvextir óverðtryggðra útlána banka og sparisjóða lækka því nú á mánudag um 2% að meðaltali. Landsbankinn lækkar einnig inn- lánsvexti um 1,5% á kjörbók Lands- bankans, íslandsbanki hreyfír ekki innlánsvexti sína, en lækkar vexti á óverðtryggðum útlánum um 1 til 2% eftir lánaflokkum. Sjá einnig miðopnu og bls. 24. Hafnir neita frek- ari kvótakaupum Á ÁRSFUNDI Hafnasambands sveitarfélaga kom fram að hafnirnar eru látnar taka þátt í kvótakaupum útgerðarmanna með því að greiðslur fyrir kvótakaupin eru dregnar frá aflaverðmæti skipanna áður en gjald til hafnanna er reiknað. f ályktun fundarins kemur fram að hafnirnar geta ekki sætt sig við þetta. Á ársfundinum, sem haldinn var á Höfn í Hornafirði í gær og fyrra- dag, var ákveðið að leggja til að hafnirnar héldu gjaldskrám sínum óbreyttum. Sturla Böðvarsson, for- maður sambandsins, segir að þetta hafi verið ákveðið þrátt fyrir að útreikningar á afkomu þeirra sam- ■ícvæmt hefðbundnum aðferðum sýndi að gjaldskráin hefði þurft að hækka um 6,6%. Fiskihafnirnar ætla að reyna að ná mn tekjum með því að neita að taka þátt í kvótakaupum. Sturla sagði að hafnir yrðu einnig að draga úr þjónustu sinni, viðhaldi hafnar- mannvirkja og framkvæmdum. Rafmagnsveitur ríkisins kynntu á fundinum nýja gjaldskrá fyrir rafmagn sem selt er til skipa í höfn- um. Skiparafmagnið mun lækka í verði um 25-30%. Greitt fyrir vaxtalækkun JÓHANNA Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra, Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra, Davið Oddsson, forsætisráðherra, Sighvatur Björgvinsson, viðskiptaráðherra og Jón Sigurðsson, seðlabankastjóri, kynntu samræmdar aðgerðir stjórnvalda og Seðlabanka til vaxtalækkunar á blaðamannafundi í gær. Afkoma Landsbankans fyrstu níu mánuði ársins Hagnaðurinn 260,5 milljónir eftir skatta HAGNAÐUR Landsbanka Islands eftir fyrstu níu mánuði þessa árs, var 260,5 milljónir króna eftir áætlaða skatta, samkvæmt níu mán- aða bráðabirgðauppgjöri bankans. Rekstursafkoma Landsbankans er þannig um 270 milljónum króna betri þessa fyrstu níu mánuði ársins, borið saman við sama tímabil á liðnu ári. Samkvæmt upplýs- ingum Morgunblaðsins úr Landsbankanum, voru 1237 milljónir króna lagðar í afskriftasjóð bankans fyrstu níu mánuðina, eða um 337 milljónum króna hærri upphæð, en áætlað var í upphafi árs að lagð- ar yrðu fyrir á öllu árinu í afskriftasjóð. Samkvæmt upplýsingum Morg- unblaðsins voru ýmsar tekjur Landsbankans frá janúar til sept- ember 104 milljónum króna hærri en á sama tíma í fyrra, launakostn- aður bankans hefur dregist saman um 80 milljónir króna, eða 4,72% fyrstu níu mánuðina, en í því sam- bandi er rétt að geta þess að áhrifa af uppsögnum 64ra starfsmanna Landsbankans frá því í sumar er enn ekki farið að gæta í afkomu- tölum bankans, vegna áhrifa upp- sagnarfrests. Annar rekstrarkostnaður Lands- bankans fyrstu níu mánuði ársins reyndist vera 112 milljónum króna lægri eða 9% lægri en fyrstu níu mánuði ársins 1992. Vaxtamunur Landsbankans þetta tímabil reynd- ist vera 236 milljónum króna hærri en í fyrra. Greiðslur í afskriftasjóð auknar Landsbankinn greiddi 346 millj- ónum króna hærri upphæð inn á afskriftareikning bankans þetta tímabil, en á sama tíma í fyrra. Afskriftasjóður Landsbankans í árslok í fyrra var 5,3 milljarðar króna og samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins er áætlað að reikn- ingurinn standi í um 6,7 milljörðum króna í árslok í ár. í upphafi þessa árs töldu endur- skoðendur Landsbankans að nægi- legt yrði að leggja 75 milljónir króna á mánuði í afskriftasjóð, en ákvörðun var tekin um mitt ár, um að hafa greiðslurnar umtalsvert hærri, eða um 140 milljónir króna að meðaltali á mánuði. Þannig hafði Landsbankinn lagt í afskriftasjóð eftir fyrstu níu mánuði þessa árs 1237 milljónir króna. Landsbankinn áætlar að auka greiðslur sínar í afskriftasjóð, það sem eftir lifir ársins í varúðarskyni, vegna þess hversu áhrif kvótaskerðingar eigi eftir að segja til sín og sýna sig í versnandi fjárhagsstöðu sjávarút- vegsfyrirtækja um land allt. Þannig munu stjómendur bankans stefna að því að 1600 til 1700 milljónir króna. yerði á þessu ári lagðar í afskriftasjóð Landsbankans, í stað 900 milljóna, eins og upphaflegar áætlanir gerðu ráð fyrir. Sigurður hiá ÍA enÓlaf- ur til ÍBK SIGURÐUR Jónsson, besti leikmaður ný- afstaðins Is- landsmóts í knattspyrnu, undirritaði i gær samning til þriggja ára við Iþrótta- bandalag Akraness. Talið er víst að Ragnar Margeirsson, leik- maður KR, muni á næstu dög- um ganga til liðs við ÍBK. Ragnar hóf feril sinn hjá ÍBK, eins og Ólafur Gottskálksson markvörður, sem ljóst er að ekki leikur með_ áfram með KR. Er talið að Ólafur muni einnig semja við ÍBK og leika með lið- inu í stað Ólafs Péturssonar markvarðar sem mun næstu daga fara norður til Akureyrar að kynna sér aðstæður hjá Þór. Sjá íþróttir, bls. 42 og 43. Sigurður

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.