Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 10
'ío ' - . MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21 . NÓVEMBER 1993 kuldasupa - naglasupa } ¦ ¦ Verða Landsbankinn, sjóðirog olíufélog stærstu eigendur sjávarútvegsfyrirtækja á næstu mánuðum og misserum? Fréttaskýring eftir Agnesi Bragadóttur LÍKUR eru á, að sú afstaða Landsbankans, að vera reiðubú- inn til þess að breyta ákveðnu hlutfalli skulda Borgeyjar hf. í hlutafjáreign bankans í fyrir- tækinu, í þeim nauðasamning- um sem líklega eru framundan, eigi eftir að hafa keðjuverkandi áhrif, að því er varðar önnur sjávarútvegsfyrirtæki, sem illa eru sett. Samkvæmt upplýsing- um Morgunblaðsins, varþað ekki hvað síst gjaldþrot Einars Guðfinnssonar hf. í Bolungar- vík, sem gerði það að verkum, að stjórnendur Landsbankans endurskoðuðu afstöðu sína til skuldunauta í sjávarútvegi, á þann veg að með nauðasamn- ingum megi bjarga umtalsvert meiri fjármunum, heldur en að láta fyrirtækin sigla í strand og enda í gjaldþrotaskiptum. Nauðasamningar Borgeyjar hf. á Höfn í Hornafirði munu þann- ig verða eins konar prófmál, að því er varðar breytt grund- vallarviðhorf lánardrottna til skuldunauta í sjávarútvegi, ákveði héraðsdómari Austur- lands, Ólafur Börkur Þorvalds- son, á annað borð á morgun, mánudag, að heimila Borgey hf. að leita eftir nauðasamning- um við lánardrottna. Með þess- ari leið þyrfti Landsbankinn ekki að afskrifa neitt af skuld- um Borgeyjar, heldur breytti hann óveðtryggðum skuldum í hlutafjáreign. Gjaldþrot EG í Bolungarvík mun hafa haft afgerandi áhrif, að því er varðar breytta af- stöðu lánardrottna til Borgeyjar hf. Talið er að ef gripið hefði verið í taumana, í Bolungarvík, eins og tveimur árum fyrr en gert var, hefði mátt koma í veg fyrir gjald- þrot fyrirtækisins, með því að reyna leið nauðasamninga. Raunar er talið að stjórnendur EG og helstu lánardrottnar hafí þar verið undir sömu sök seldir, að hafast ekki að, fyrr en í óefni var komið — slík óefni, að engin leið var fær, önnur en gjaldþrotaleiðin. Viðmælendur mínir, sem gjör- þekkja málefni Borgeyjar hf., eru þeirrar skoðunar, að breytt afstaða Landsbankans, að því er varðar þá staðreynd að vera reiðubúinn til þess að breyta um 80 milljónum króna óveðtryggðra skulda í hluta- fjáreign í fyrirtækinu, hafi sett málefni sjávarútvegsfyrirtækja sem í fjárkröggum og rekstrarörð- ugleikum eiga, í nýtt og jákvæðara ljós. Þeir telja að þetta muni ryðji þannig brautina, og aðrir Iánar- drottnar fyrirtækja kunni að verða reiðubúnir til að gera slíkt hið sama, í ríkara mæli en hingað til. Raunar má til sanns vegar færa, að þótt verið sé að breyta óveð- tryggðum skuldum í hlutafjáreign, eins og Landsbánkinn, Olíufélagið og KASK (Kaupfélag Austur- Skaftfellinga) eru reiðubúin til að gera, þá sé í raun og veru verið að afskrifa ákveðnar skuldir, þar sem hlutafé fyrirtækisins er ekki jafnmikils virði og það er fært á, samkvæmt slíkum skuldbreyting- um. í framkvæmd væri hér um það að ræða, að lánardrottnarnir sam- þykktu það mat höfunda frum- varpsins til nauðasamninga, að hlutabréfin væru einungis 40% virði, miðað við það verð sem lánar- drottnar samþykktu að taka þau á. En um leið leysti slíkt önnur vandamál fyrir lánardrottna, að minnsta kosti stórra sem Lands- bankans og Olíufélagsins, því þannig yrði þeim fært að hafa við- komandi fyrirtæki áfram í við- skiptum, en slíkt væri illa gerlegt, ef skuldin væri afskrifuð. Verður samið um 280 milljóna eftirstöðvar skulda? Frumvarp það til nauðasamn- inga Borgeyjar, sem lagt hefur verið fram til héraðsdómara Aust- urlands, gerir ráð fyrir því að skuldir fyrirtækisins séu um einn milljarður króna. Raunar er gert ráð fyrir frekari eignasölu Borgeyj- ar, sem seldi togarann Stokksnes í september sl. fyrir 332 milljónir króna, og er ráðgerð eignasala fyrir rúmar hundrað milljónir króna, þannig að skuldir verði inn- an við 900 milljónir króna, að- eignasölunni lokinni. Eignir sem standa á móti skuld- unum, að eignasölu lokinni, eru áætlaðar um 450 milljónir króna, eða tæp 50% skuldanna. Því munu það vera um 440 milljónir króna skuldir, sem um þarf að semja, komi til nauðasamninga. Þar af gerir frumvarpið ráð fyrir að sam- ið verði um niðurfellingu skulda upp á um 280 milljónir króna, eða 60% óveðtryggðra skulda, sam- kvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér og að eftirstöðvarnar greiðist í raun og veru með 60% gengisfelldum hlutabréfum. Nýir eigendur, stórir lánardrottnar, yrðu því aðaleigendur Borgeyjar, gangi nauðasamningarnir eftir, og þar með tæki ný stjórn við rekstri fyrirtækisins og þar með væntan- lega nýr framkvæmdastjóri. Þarf að minnsta kosti 130 milljónir ínýju hlutafé Þótt nauðasamningar takist, í líkingu við það sem frumvarpið gerir ráð fyrir, er ekki þar með sagt að Borgey hf. verði á lygnum sæ, og ekkert blasi við annað en betri tíð og fiskur í sjó. Mun meira þarf til, að mati viðmælenda Morg- unblaðsins, til þess að renna trygg- um rekstrarstoðum undir Borgey á nýjan leik, og þeir sem koma til með að eiga fyrirtækið í framtíð- inni, sem verða þá að uppistöðu til helstu lánardrottnar og núver- andi eigendur, muni þurfa að leggja fyrirtækinu til umtalsvert nýtt fjármagn, eða samtals nálægt 130 milljónum króna, sem verður alveg fyrir utan þá skuldbreytingu í hlutafé, sem að er stefnt. Nú þegar liggja fyrir ígildi hlutafjárloforða upp á um 110 milljónir króna, meðal annars frá núverandi eigendum, KASK og bæjarfélaginu á Höfn í Hornafirði, sem ella yrðu aðeins lítill eignarað- ili að Borgey eftir nauðasamninga og endurfjármögnun, sem getur vart skoðast sem fýsilegur kostur fyrir þessa tvo eignaraðila austan- manna þegar aðalatvinnufyrirtæki Hafnar í Hornafirði á í hlut. Eins og greint var frá hér í blað- inu síðastliðinn föstudag, þá er það mat ákveðinna lánardrottna, að í frumvarpi að nauðasamningum séu eignir Borgeyjar metnar ívið lágt. Þó mun niðurstaðan vera sú, að eignamatið á eigum Borgeyjar í frumvarpi til nauðasamninga hljóti að teljast viðunandi, miðað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.