Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 2
2 FRETTIR/IIMNLEIMT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 EFNI Fáír kjósa um sameininguna ÞÁTTTAKA í Reykjavík í at- kvæðagreiðslu vegua sameining- ar sveitarfélaga taldist dræm þegar upplýsinga var leitað um miðjan dag í gær. Kosningaþátt- taka á landsvísu þótti einnig dræm, hálfdrættingur á við það sem veqja er við Alþingis- og sveitarstjómakosningar eins og það var orðað. Á hádegi fengust þær upplýs- ingar hjá Jónasi Egilssyni fram- kvæmdastjóra Samtaka sveitarfé- laga að 1.393 hefðu greitt atkvæðí í Reykjavík. 73.759 eru _á kjörskrá og þátttakan því 1,89%. í Alþingis- og sveitarstjómakosningum er þátt- taka yfirleitt um 10% á hádegi. Á Seltjamamesi höfðu 227 greitt at- kvæði, þar af 62 í utankjörfundarat- kvæðagreiðslu, af 3.109, sem er 7,30%. í Mosfellsbæ höfðu 182 greitt atkvæði af 3.129 á kjörskrá sem telst 5,82% .kjörsókn. í Kjalar- neshreppi hafði 21 af 322 greitt atkvæði, sem er 6,52% þátttaka. Kjörstaðir vom opnaðir á hádegi í Kjósarhreppi. í Bessastaðahreppi höfðu 38 af 726 greitt atkvæði og telst það 5,23% kjörsókn. í Garðabæ höfðu 127 af 5.305 á kjörskrá neytt atkvæðisréttar síns, sem er 2,39% þátttaka. Þær upplýsingar fengust á Akur- eyri hjá Ásgeiri Pétri Ásgeirssyni, formanni yfirkjörstjómar, að 366 hefðu kosið á hádegi eða 3% at- kvæðisbærra. Við síðustu Alþingis- kosningar var þátttakan 12,2% klukkan 13. Sagði hann veður hafa verið slæmt um morguninn en færi skánandi og gæti það hugsanlega hafa haft eitthvað að segja. Flugfélagið Atlanta Erlendar miðlanir útvega flugliða FLUGÁHAFNIR og aðrir sem starfa við flug flugfé- lagsins Atlanta erlendis eru ráðnir hjá erlendum áhafna- leigum, einkum áhafnaleig- unni FCCI í Bretlandi til timabundinna verkefna. Launagreiðslur em á vegum og á ábyrgð þessara erlendu fyrirtækja, að sögn Jóns Rafns Péturssonar, fjármála- stjóra Atlanta. Hann sagði að félagið borg- aði erlenda félaginu tiltekna upphæð fyrir að fá fólk til tíma- bundinna starfa, en bessar er- lendu áhafnaleigur sæju um ráðningu fólksins og áhafnimar væm á launaskrá hjá þeim. Þetta væri gmndvallaratriði í rekstri eins og Atlanta stund- aði. Verkefni væm mjög sveiflu- kennd frá einum tíma til ann- ars. Þegar mest hefði verið umleikis í sumar hefðu 240 manns verið í verkefnum fyrir félagið af 12-14 þjóðemum og þar af hefði líklega um helming- urinn verið íslendingar. Aðspurður sagði hann að ís- lenskum skattayfírvöldum væri kunnugt um þetta fyrirkomulag. Það væri hins vegar á ábyrgð viðkomandi einstaklinga og þess erlenda fyrirtækis sem þeir störfuðu hjá að skila af sér sköttum og skyldum í þessum efnum. Flugfélagið Atlanta sæi síðan að sjálfsögðu um að skila sköttum og skyldum af þeim starfsmönnum sem væru á launaskrá þess. Skúli Eggert Þórðarson, skattrannsóknastjóri ríkisins, vildi ekkert tjá sig um málið og sagðist aldrei tjá sig um málefni einstakra skattaðila. A Akureyri BENEDIKT Sigurðarson, skólastjóri Barnaskólans á Akureyri, lét rokið ekki aftra sér í gærmorgun og var einn af þeim fyrstu á lqör- stað í gærmorgun. ---------------------—------------------------------ í Reykjavík ÞESSI litla stúlka lagði sitt af mörkum í kosningum um samein- ingu sveitarfélaga í gær. Loftnet Fjölvarps ætluð fyrir 2,5 GHz tíðnisvið EF ÚTSENDINGAR verða hafnar á 40,5-42,5 GHz tíðnisviði hérlend- is verður ekki hægt að nota þann loftnetsútbúnað sem nú er nauðsyn- legur til þess að taka á móti útsendingum Fjölvarps. Sá búnaður er eingöngu gerður fyrir móttöku útsendinga á 2,5 GHz tíðnisviði. Guðmundur Olafsson forstöðumaður Fjarskiptaeftirlits sagði í sam- tali við Morgunblaðið að hugsanlega yrðu Islendingar að hliðra til á 2,5 GHz tíðnisviði í framtíðinni en það yrði ekki á næstu fimm árum. Búið er að taka frá 40,5-42,5 GHz tíðnisvið til dreifingar sjón- varpsefnis. Guðmundur Ólafsson sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að í öðrum löndum Evrópu færi endur- varp gervihnattasendinga yfírleitt í gegnum kapalkerfi. Hér væru engin kapalkerfí fyrir hendi og mikill kostnaður samfara því að grafa kapla í jörðu. Á sínum tíma hefði verið til útbúnaður til móttöku og útsendingar á 2,5 GHz tíðnisviði sem þróaður hafði verið í Bandaríkj- unum í sambandi við kennslusjón- varp. Auðvelt hefði verið að hliðra til á þessu tíðnisviði hérlendis og menn því ákveðið að nýta sér þessa tæknilegu lausn. „Ef mönnum hefði ekki legið á hefði verið skynsamlegra að bíða eftir tæknibúnaði fyrir sjónvarps- dreifíngu á 40,5-42,5 GHz tíðni- sviði,“ sagði Guðmundur. Hann sagði jafnframt að búið væri að taka frá þetta tíðnisvið í Evrópu og hérlendis fyrir dreifíngu sjón- varpsefnis eða hliðstæða notkun en ekki væri víst að til notkunar þess kæmi því þróunin í fjarskiptatækni væri ör. Enginn vissi hver tækniþró- unin yrði. „Þetta svið hefur verið eymamerkt en það er enginn sem segir að á því þurfí að halda,“ sagði forstöðumaður Fjarskiptaeftirlits. Hann sagði jafnframt að hægt yrði að senda út á 2,5 GHz til alda- móta. Eftir það væri hugsanlegt að þyrfti að hliðra til á tíðnisviðinu í krafti alþjóðlegrar samvinnu en bætti jafnframt við að hugsanlegt væri að þá yrðu aðstæður aðrar, ljósleiðarinn allsráðandi og enginn áhugi fyrir því að senda út í gegn- um loftið. Framsóknarflokkur veit- ir Tímamim fjárstuðning MÓTVÆGI hf., útgáfufélag dagblaðsins Tímans, á við lausafjárerfið- leika að etja og er talið að áætlanir um rekstur blaðsins hafi brost- ið. Framsóknarflokkurinn hefur heitið fjárstuðningi til að hægt verði að tryggja útkomu blaðsins, að því er Bjarni Óskarsson, nýkjörinn stjórnarformaður Mótvægis, staðfesti við Morgunblaðið í gær. Hann vildi ekki tjá sig um hvernig sá stuðningur yrði og hvort hann væri bundinn við ákveðna fjárhæð. Hann kvaðst vonast til að staða og framtíð blaðsins skýrðust í næstu viku. „Ég tel að allt bendi til þess að þetta hafi ekki gengið eins og menn voru að vona,“ sagði Bjami í sam- tali við Morgunblaðið. Hann vildi ekki tjá sig um það hvaða þættir í rekstrinum hefðu bmgðist; sagði að verið væri að kanna það og yrðu þær upplýsingar lagðar fyrir hlut- hafafund þegar þær væm tiltækar. „Staðan er þröng og við þurfum smá andrými til að fá að vita hver hún raunvemlega er,“ sagði Bjami Óskarsson. „Það er það sem verið er að vinna að. Menn gerðu ráð fyrir að þetta gæti gengið miðað við innborgað hlutafé og það em einhver líkindi til að það hafí ekki gengið alveg eftir.“ Hrólfur Olvisson, framkvæmda- stjóri blaðsins, sagði upp störfum nýlega og daglegur rekstur blaðsins er nú í höndum Ásgeirs Þórs Áma- sonar í umboði Bjama Óskarsson- ar, nýkjörins stjómarformanns. Bjarni var kjörinn stjómarformaður nýlega í stað Jóns Sigurðssonar sem sagði af sér stjómarformennsku um svipað leyti og gengið var frá ráðn- ingu Þórs Jónssonar í starf ritstjóra síðla sumars. Eftir afsögn Jóns gegndi Steingrímur Gunnarsson varaformaður starfí stjómarfor- manns þar til Bjami var kosinn nýlega. í DV í gær var haft eftir Stein- grími Hermannssyni, formanni Framsóknarflokksins, að algjört ráðaleysi ríkti hjá stjómendum Tímans, af og frá væri að flokkur- inn tæki við útgáfunni á nýjan leik en flokkurinn tæki af heilindum þátt í að byggja blaðið upp. Til greina kæmi að gefa út nýtt blað fari núverandi eigendur í þrot. Innborgað hlutafé Mótvægis er 20 milljónir króna, að sögn Bjama Óskarssonar, þar af fímm milljónir í öðram verðmætum en peningum. Heimild liggur fyrir til hlutafjár- aukningar um fímm milljónir króna í viðbót. Lögum um Fasteigna- matíð verði breytt TILLAGA frá Sigrúnu Magnúsdóttur, borgarfulltrúa Framsóknar- flokksins, um að þingmenn Reykjavíkur beiti sér fyrir breytingum á lögum um Fasteignamat ríkisins, var samþykkt á borgarsljórnar- fundi á fimmtudag. A fundinum var rætt um hvernig það gæti gerst að hús væra ekki skráð og því ekki greidd af þeim eðlileg gjöld, eins og ný dæmi sönn- uðu. Sigrún Magnúsdóttir lagði fram tillögu, þar sem þingmenn Reykjavíkur era hvattir til að beita sér fyrir setningu laga um að Fast- eignamat ríkisins verði breytt í B- hlutastofnun og stjóm þess skipuð fulltrúum sveitarfélaga. Borgar- stjóm samþykkti tillöguna sam- hljóða. Skuldasúpa —- nagla- súpa ►Verða Landsbankinn, sjóðir og olíufélög stærstu eigendur sjávar- útvegsfyrirtækja á næstu mánuð- um? /10 Endir upphafsins I S-Afríku ►Ný stjómarskrá bindur enda á 350 ára alræði hvíta mannsins./14 Dansað inn í nóttina ►í næstu viku spilar Rafn Jónsson í síðasta sinn á trommumar. Hann heyr daglega baráttu við skæðan sjúkdóm og er staðráðinn að leggja sitt af mörkum til að fella þennan illskeytta óvin./ 14 Hugarflug íhönnun ►Æ fleiri fyrirtæki og stofnanir halla sér að innlendum húsgagna- og innréttingahönnuðum./16 í kvikmyndahúsunum ►Bamastjaman Macaulay Culkin sýnir á sér nýjar hliðar í kvikmynd- inni Fanturinn./20 B ► 1-24 Árin með Jökli ►Í bókinni Perlum og steinum sem er að koma út þessa dagana lýsir Jóhanna Kristjónsdóttir ámn- um með Jökli Jakobssyni, rithöf- undi, fyrstu kynnunum og 11 ára hjónabandi, þar sem skiptust á skin og skúrir, frami og frægð, angist og ósigrar. /1 Afiífiog sál ►Stefán Hilmarsson söngvari hef- ur sent frá sér fyrstu sólóplötu sína þar sem hann íjallar meðal annars um lífsviðhorf sín og fólk sem er honum nákomið. /12 BÍLAR______________ ► 1-4 Mesta ævintýri sem ég hef upplifað ►íslendingarnir stóðu sig vel í undankeppni frumskógaleiðang- ursins./2 Nýir bílar ►Reynsluakstur á Nissan Primera með sprækari vél./4 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Dægurtónlist lOb Leiðari 22 F61k í fréttum 14b Helgispjall 22 Myndasögur 16b Reykjavíkurbréf 22 Brids 16b Minningar 24 Stjömuspá 16b Menning 28 Skák 16b fþróttir 39 Bíó/dans 17b Útvarp/sjónvarp 40 Bréftil blaðsins 20b Gárur 43 Velvakandi 20b Mannlífsstr. 6b Samsafnið 22b Kvikmyndir 8b INNLENDAR FRÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDAR FRÉTTIR: 1-4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.