Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 29 Svefnlaust fíðrildi sem hvílist aldrei Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Gyrðir Elíasson: Tregahornið. Myndskreytingar: Elias B. Hall- dórsson. Mál og menning 1993. Ekki telst það til neinna tíðinda að Gyrðir Elíasson sé upptekinn af kirkjugörðum og gröfum og þeim sem þar búa, hinum framliðnu. Það ætlar seint að rjátlast af honum eins og Tregahornið vitnar um. Sumir rithöfundar eru sífellt að fjalla um sama eða sömu efni. Þeir búa sér líka til ákveðin tákn sem geta verið afar persónuleg. Lesend- um lærist þó smám saman að ráða í þau. Það er moldarkeimur af sögum Gyrðis sem flestar eru stuttar. Það helsta sem má að þeim finna er að þær séu einhæfar, en þá kemur í staðinn að sögurnar eru samstæð- ar, miðla vissri heildarmynd þótt lesendur hafi síður en svo allt á hreinu sem höfundurínn vill segja. Gyrði hefur fyrir löngu lærst að gæða sögur sínar ýmsum leyndar- dómum ljóðsins, enda er bilið stund- um stutt milli ljóðs og sögu hjá honum. Hin ævintýralegu og stundum hryllingskenndu viðfangsefni höf- undarins njóta oftar en ekki máls- ins. Gyrðir skrifar vandað og oft kliðmjúkt mál. Hann lætur þó ekki sögur sínar gerast eingöngu í stíln- um. Til þess skiptir frásögnin hann of miklu máli. Fall mánans í Myrkvanum eins og svo víða annars staðar í Tregahorninu er leikið á eigindir málsins jafnframt því sem hið drungalega og örlaga- þrungna nær til lesandans: „Við gengum áfram, hönd í hönd undir götuljósum, og síðan út úr þessum litla bæ og komum á mjóan moldarveg og gengum hann í myrkri. Engin glæta, nema bæjar- ljósin sáust lýsa dauft ef við litum um öxl. En svo kom hæð og við gengum yfir hæðina og þá var hún á milli okkar og bæjarins, og það varð almyrkt. Enn höfðum við ekki talað, vorum bara hvort með sínar hugsanir. Ég velti fyrir mér hvort við gætum verið einu mannverurnar sem hefðu tekið eftir falli mánans, og mig grunar að hún hafi hugsað næstum það sama, því hún þrýsti kalda höndina mína um leið." Þótt óhugnanlegur andblær missis og dauða andi í textanum, jafnvel vinur að handan hringi í sögumann og fleira álíka gerist, er meiri „kæti" í þessari bók en flest- um öðrum eftir Gyrði Elíasson. Það er beinlínis glettni í sumum sagn- anna og ástin eða öllu heldur snert- ingin er nálægari en áður. Stúika og fiðrildi í Milli landa kemur fyrir stúlka eins og í fleiri sögum. Hún er greini- lega af þessum heimi (eða hvað, lokuð augun?) og umhverfið er reykvískt eins og nú tíðkast hjá höfundi, enda löngum háður um- Gyrðir Elíasson hverfi sínu. Líka kemur fyrir fiðr- ildi sem „hefði getað lent ofan í verri mann". „Stúlkan sem sefur hjá mér er morgunsvæf og er enn með lokuð augun. En hún vill líka vaka lengi fram á nóttina. Seint í gærkvöldi fór ég út á grasflötina framan við húsið og góndi upp í himininn og geispaði. Þá kom fiðrildi fljúgandi, eitt af þessum svefnlausu fiðrildum sem hvíla sig aldrei. Og það flaug beina leið ofan í mig þar sem ég var að geispa undir þessum ógnar- víða himni. Mér brá einkennilega lítið, kyngdi bara heldur rólegur og þegar ég renndi því niður minnti flosið á vængjunum mig á flórsyk- ur." .. Skáldskapur Gyrðis getur minnt á slíkt fiðrildi, en það drekkur ein- hverra hluta vegna minna kaffi en áður. Það leitar inn í ljósið, hörfar undan myrkrinu, en er þó með það í togi. Ræður mála- fylgjumanns Bókmenntir Skafti Þ. Halldórsson Þorgeir Þorgeirson: Tvíræður (1966-1992) Ræður. Leshús 1993 Frelsi í ýmsum myndum en þó einkum tjáningarfrelsið kemur mjög við sögu í bók Þorgeirs Þor- geirsonar, (Tvíræðum (1966- 1992). Hér eru saman komnar sex ræður Þorgeirs auk tveggja blaða- greina. Efni þeirra tengist m.a. málaferlum höfundar fyrir Mann- réttindanefndinni í Strassborg, fjölmiðlaumræðu, skáldskap og þýðingum. Þorgeir kemur nokkuð víða við og skoðanir hans eru stundum sér á parti. í grein um Kanasjónvarp- ið frá 1966 kemur t.d. í ljós að Þorgeir hefur minni áhyggjur af erlendum áhrifum sjónvarpsins en áadýrkun og þjóðernishyggju rót- tækra menntamanna á Islandi á þessum tíma, en þá íhaldssemi telur hann standa í vegi fyrir eðli- legri þróun kvikmyndagerðar og fjölmiðlunar á íslandi. Annars er umfjöllun um tján- ingarfrelsið og samspil valds og frelsis megininntakið í mörgum ræðum Þorgeirs. Hann lítur svo á að allar skilgreiningar á því reyn- ist varasamar, ekki síst í ljósi þess að frelsið er þá gjarnan skilgreint „með skefjum sínum og höftum" (37) og því rýri þær hlut frelsis- ins. í ljósi þessa gagnrýnir hann t.a.m. íslenska blaðamenn fyrir að hafa breytt afstöðu sinni til rit- frelsis. Blaðamannafélag Íslands berjist ekki lengur eins og fyrrum „gegn aðgerðum ríkisvaldsins til að hefta frelsi hins ritaða orðs. Þvert á móti." (85) Vitaskuld má deila um slíkar ásakanir. Eigi að síður tel ég það kost hversu mjög Þorgeir forðast almenna og óhlut- bundna umræðu um frelsið. Tján- ingarfrelsið eða skortur á því er honum áþreifanlegur, hlutbundinn og lifandi veruleiki. Sumt orkar tvímælis í þessum ræðum Þorgeirs. Hann heldur t.a.m. mjög á lofti þeirri skoðun sinni á þýðingum að ekki beri að þýða texta orð fyrir orð heldur skuli túlka hann, þ.e. endurskapa textanna á nýju máli. Ýmsir ágæt- ir þýðendur hafa haft slíka aðferð að leiðarljósi, t.d. Magnús Ásgeirs- son, og auðvitað er einhver um- skrift alltaf nauðsynleg. Dæmin sýna þó að með slíkri aðferð er hætt við að réttur frumhöfundar sér ekki virtur að fullu, jafnvel þótt textinn geti í sjálfum sér sómt sér vel. Hvað þá með tjáningar- frelsi hans? Orðabókin er þrátt fyrir allt þarft hjálpartæki. Og það er rangt sem Þorgeir heldur fram í þessari ræðu að gagnrýnendur hrósi almennt slökum orðabóka- þýðingum þó að þess séu vafa- laust dæmi. Ef til vill er vandasamt að kom- ast hjá slíkri fullyrðingasemi í Þorgeir Þorgeirson ádrepum sem þessum. Þótt stíll Þorgeirs sé oft hvass og rökrænn ádeilustíll býr hann einnig yfir sannfæringarkrafti. Einhverjum kynni jafnvel að þykja það ofmat á sögulegu hlutverki hans þegar hann veltir því fyrir sér í ræðu fyrir Mannréttindanefndinni í Strassborg hvort „framtíð tjáning- arfrelsis á íslandi gæti ef til vill oltið á seiglu minni við einmitt þetta langdregna mál" (64). Vafa- laust hefur Þorgeir þó að ein- hverju leyti rétt fyrir sér. Alltént er fengur í þessum ræðum hans. Þær eru vottur um að baráttulist orðsins sé enn með lífsmarki. ICEBLOMST CECILLA TEQHON RÓSES I Suðurhlíðunum - atvinnuhúsnæði eða gistiheimili 760 fm húsnæði á þremur hæðum. 1. hæðin er að mestu fullbúin. 2. hæðin er einangruð með hita. Efsta hæðin rúmlega fokheld. Húsið er tilbúið að utan. Hentar vel fyrir ýmiskonar atvinnustarfsemi. Hefur t.d. verið samþykkt fyrir gistiheimili. EIGNASALAN, Ingólfsstræti12, símar 19540,19191 og 619191. Húsafell Einstaklingar - ffélog - fyrirtæki Af sérstökum ástæðum er til sölu 120 fm einbýlishús á frábærum útsýnisstað í Húsafellsskógi. í húsinu eru 3 svefnherbergi, stofa, eldhús, bað, þvottahús, geymsla og hitaveita. Húsið er mjög vandað og í góðu ástandi. Fjölþætt þjónusta á svæðinu, svo sem verslun, sund- laug, golfvöllur, flugvöllur og fleira. Rómuð náttúrufegurð og stutt í spennandi gönguleiðir og/eða fjalla- og jöklaferðir. Verð 9,0 millj. Ahv. 5,0 millj. í húsbréfum. Teikningar og Ijós- myndir á skrifstofu. [LAUFÁS FASTEIGNASALA SlÐUMÚLA 17 812744 Fax: 814419 loreign S: 685009-685988 ÁRMÚLA21 DAN V.S WHUM LOGI-Rft.ÐlNGUR Ol Al UR GUDMUNDSSON, SOLUSTIOF ftRINBlORN SIGURGFIRSSÓN. SOl UM MYNDSENDIR 678366 Traust og örugg þjónusta Opið í dag frá kl. 13-16 Eignir ískiptum eða beinni sölu: Miðtún 11,8 m Aflagrandi - V. 12,9 m. Einbýli/tvíbýli, stærð 142 fm. Bílskúr 29 fm. Endaraðhús, tilb. u. trév., stærð 190 fm. Endurn. eldhús og baðherb. Skipti á 3ja- Innb. bílsk. Skipti á minni eign. 2523. 4ra herb. íb. 3817. RauðihjaHi - V. 14,8 m. Nýlendugata — V, Einbýli á tveimur hæðum, stærð 116 fm. Vinnuskúr 31 fm. Eign i góðu ástandi. Skipti á ódýrari eign. 4369. Engihjalli — Kóp. — V. 6,7 m. Endaraðhús é tveimur hæðum með innb. bilsk., stærð 209 fm. Áhv. veðdeild/húsbr. 7 millj. Skipti á ódýrari. 4294. Viðarás - V. 8,3 m. Endaraðhús á einni hæð ásamt innb. bílsk. Fokhelt en frág. að utan. Stærð 166 fm. Skipti á 2ja herb. íb. 4241. Torfufell - V. 11,3 m. Falleg 4ra herb. íb. 108 fm á 6. hæð í lyftu- húsi. Miklir skápar og innr. Gott útsýni. Afh. strax. 2525. Laugarnesv. — l-allegt endaraðhús á einni hæð ásamt sér- byggðum bilsk., stærð 125fm. Bilsk. 24 fm. Skipti é ódýrari mögul. 4428. Flúðasel - V. 10,9 m. Einbýlishús, stærð 114 fm. Bflskúr 23 fm Áhv. veödeild/húsbr. 6,2 millj. Skipti ó ódýr ari eign. 4176. Hólsvegur - V. 12,9 m Raðhús á tveimur hæðum ésamt stæði i bílgeymslu, stærð 146 fm. Lítið áhv. Skipti á 3ja-4ra herb. ib. 134. Austurgerði — V. 13,7 m. Einbýlishús ésamt nýjum bflskúr, stærð 153 Einbhús á tveimur hæðum ásamt innb. fm. Bflskúr 40 fm. Áhv. byggsj. 2,3 millj. bilsk., stærð 175 fm. Skipti á 3ja-4ra herb. Skipti á ódýrari eign. 4382. ib. 4197.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.