Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 23
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 + MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 23 tt$ualfi$t)tíb Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1400 kr. með vsk. á mánuði innanlands. f lausasölu 125 kr. með vsk. eintakið. NAFTA Flest bendir nú til þess að Frí- verzlunarsáttmáli Norður- Ameríkuríkja, NAFTA, verði að veruleika, eftir samþykkt full- trúadeildar Bandaríkjaþings sl. miðvikudagskvöld. Kanadamenn hafa þegar afgreitt þennan sátt- rhála af sinni hálfu en gert er ráð fyrir að öldungadeildir Banda- ríkjaþings og Mexíkó samþykki sáttmálann eftir nokkra daga. Gífurlegar deilur hafa orðið um þetta mál í Bandaríkjunum und- anfarnar vikur og fer ekki á milli mála að margir Bandaríkjamenn óttast að mikill fjöldi starfa hverfi til Mexíkó vegna sáttmálans. Með Fríverzlunarsvæði Norður-Ameríkuríkja verður til nýtt og öflugt opið markaðssvæði sem er af svipaðri stærðargráðu og Evrópubandalagið. Þjóðar- framleiðsla EB-ríkja og NAFTA- ríkja er svipuð og fólksfjöldi áþekkur. Hins vegar er ekki ólík- legt að vaxtarmöguleiki NAFTA- ríkjanna sé mun meiri en EB-ríkj- anna. Frjáls aðgangur að mörk- uðum í Bandaríkjunum og Kanada mun verka sem vítamín- sprauta á efnahagslíf Mexíkó og þar eru ónýttir vaxtarmöguleikar miklir. Mexíkó hefur alla -burði til að verða sterkt efnahagsveldi á næstu öld. Ef fleiri Amerikuríki gerast aðilar að NAFTA-sátt- málanum eru þar einnig á ferð ríki sem geta látið að sér kveða á næstu áratugum og þá ekki sízt Brazilía. Þess vegna má vel vera að með samþykkt NAFTA- sáttmálans sé að hefjast nýtt vaxtarskeið í Ameríku sem haft getur mikil áhrif á þróun heims- mála á næstu öld. Jafnframt hafa Norður-Amer- íkuríkin augljóslega sterkari stöðu í samningum við EB-ríkin eftir að fríverzlunarsvæði Norður- Ameríkuríkjanna er orðið að veru- leika. Nú verður væntanlega lögð mikil áherzla á niðurstöðu í GATT-viðræðunum og gætir nokkurrar bjartsýni um jákvæða niðurstöðu eftir samþykkt NAFTA-sáttmálans í fulltrúa- deildinni. ÖU er þessi þróun umhugsunar- efni fyrir okkur íslendinga. Ríki Evrópubandalags og Norður- Ameríku eru helztu viðskiptalönd okkar. Með þátttöku í Evrópska efnahagssvæðinu, sem væntan- lega verður að veruleika um næstu áramót, höfum við náð við- unandi samningum við Evrópu- bandalagið í bili a.m.k. í kjölfar NAFTA-samkomulagsins hljótum við hins vegar að huga vel að viðskiptahagsmunum okkar í Norður-Ameríku sem eru miklir og raunar vaxandi um þessar mundir, þar sem fiskmarkaðurinn í Bandaríkjunum er að eflast á nýjan leik. Það sem ekki má ger- ast er að við einangrumst frá við- skiptablokkunum sem eru að rísa beggja vegna Atlantshafsins. Vonandi er engin hætta á því. Ef fram fer sem horfir greiðir GATT-samkomulagið sem er í burðarliðnum og hið nýja fríverzl- unarsvæði í Norður-Ameríku fyrir viðskiptum en hindrar þau ekki. Hins vegar er auðvitað alltaf viss hætta á því, að þróun af þessu tagi fari út í rangan farveg og að átök á milli viðskiptablokka leiði til þess að þeir sem utan við standa verði undir. Þess vegna er brýnt að íslenzk stjórnvöld geri grein fyrir þeim nýju viðhorf- um, sem skapast í viðskipta- og markaðsmálum okkar með til- komu NAFTA. Við þurfum að hugleiða stöðu okkar við þessar nýju aðstæður. ENN EITT SKALD sem ég þýddi á sínum tíma, einnig í Lesbók, vil ég nefna að lokum. Það var Vasko Popa. Hann var einn helzti módernistinn í Júgó- slavíu Títós i og kannski var hann ekki módernisti samkvæmt skil- greiningarfræðum sem nú virðast efst á baugi, ég veit það ekki. Samt eru kvæði hans óhugsandi án súr- realista, einsog sjá má á af þessum fyrirsögnum: Fiskur í sálinni, Dreki í vömbinni og Dúfa í höfðinu. í nið- urlagi hins síðastnefnda segir svo: djúpt undir botninum sáum við gagnsæja dúfuna og í henni ungan mána við komum upp á yfirborðið sáum dúfuna aftur hátt yfír hafinu og í henni fullt tungl við byrjuðum að drekka dauða hafíð Og í kvæði Popas, Djúpt í okkur, segir svo: Götur augna þinna eru endalausar svölurnar fljúga ekki suður úr augum þínum HELGI spjall laufín falla ekki af öspunum í brjósti sól sezt ekki á himni orða þinna. þínu ATf MARGT í KVÆÐUM ^I I »Jóhanns Sigurjónssonar minnir á Sorg, bæði efni og af- staða, einsog Matthías Viðar Sæ- mundsson beridir á í fyrrnefndri grein sinni. Og það er ekkisízt úr hefðbundnum kvæðum Jóhanns sem sfðari tíma skáld íslenzk hafa fengið áferðina í kvæðum sínum og má þá bæði benda á dönsk kvæði Jóhanns og íslenzk. Auk þess eru hugtök hlutgerð í kvæðum Jó- hanns, einsog dauðinn í Bikarnum sem er orðinn að einskonar persónu og sorgin í sama kvæði er hlutgerð með svipuðum hætti og í Tímanum og vatninu: Hún grætur í annað sinni; einsog óhamingjusöm kona. Þá minnir him- inboginn í Sólarlagi mjög á sama boga í Sorg þegar nóttin sem bæði er hlut- og persónugerð flýgur yfír þessa himinbrú og eys myrkrinu einsog vatni yfír logann, en sólin faðmar að sér blómin og andar logni yfír sæinn. Jóhanni er slíkt tungu- tak afartamt. Sagnarmyndhverf- ingar eru víða í kvæðum hans ein- sog annarra módernista. Hafið táknar andrá ög eilífð einsog í Sorg. Það er ekkisízt tiivistarkreppa í kvæðum Jóhanns Sigurjónssonar einsog Matthías Viðar Sæmundsson bendir á í grein sinni. Hann segir að niðurstaða Bikarsins sé „vonar- snauð tómhyggja". Lífið er einung- is „forleikur dauðans" í þessum síð- ari kvæðum skáldsins og Matthías Viðar dregur saman þrjú stig í hug- myndaþróun Jóhanns Sigurjónsson- ar. Þau eru: nýrómantísk hug- hyggja, efahyggja og millibils- ástand og loks módernísk tóm- hyggja sem Steinn smitaðist af. En þá má ætla að Jóhann hafi leitað fyrir sér þegar nýrómantíkin brást honum en hann hafði framað því treyst á „mátt vilja síns til að yfír- stíga takmarkanir veruleikans". Á þessu stigi er hann með hugann við opinberun Jóhannesar. Hann stend- ur í sporum Galdra-Lofts og leitar til Rauðskinnu. Hann- eygir von. Og hann sækir hana í heimsslita- kvæði Biblíunnar. Það ber ekki vitni um 'neitt „trúarlegt kvak", heldur ástríðufulla löngun til leitar. Skáld- ið þreifar fyrir sér þegar veröld æsku og drauma bregzt honum og hvað væri svosem eðlilegra? Ég er ekki að segja að þessi leit hafi bðr- ið árangur en umhverfið og aðstaða skáldsins kalla á viðbrögð. Hann reynir að yrkja sig útúr „óskapn- aðnum". Með sama hætti yrkir Jóhann Sig- urjónsson með hliðsjón af Odys- seifskviðu þegar hann horfíst í augu við hverfulleikann og rótleysið and- spænis dauðanum. Og hvaðsem umhverfinu líður og „harmsögulegu eðli tilvistarinnar" segir Hómer okkur að sæfarinn hafi komizt heim. Af þeim sökum er von í kvæð- inu, þráttfyrir allt. Það stendur beinlínis í þeirri heimild sem við er stuðzt og hún er ekki ómerkari en lífið sjálft þóað höll draumsins sé hrunin og óminnissöngurinn sé ein- sog hvertannað villuljós og skip farist í brimrótinu. En þótt margir hafí týnt sjálfum sér í.hafvillum válegra, tíma, höfum við reynslu fyrir því að Penelópa heimtar sinn Odysseif af hafí. Rétteinsog ný jörð rís af ragnarökum spádómsbókar- innar í Nýja testamentinu. Þannig getur von risið af vonbrigðum. Matthías Viðar segir enn „að síðari kvæði Jóhanns fjalla um hrun hins ný- rómantíska draums, og í fram- haldi af því um eðli lífsins og hlut- verk mannsins. Hann flettir ofan af lífslygi og tálvonum og rýnir merkingu eða merkingarleysi til- vistarinnar. Á grundvelli þessarar túlkunar tel ég að Jóhann hafí ver- ið frumherji existensíalisma og módernismá í íslenzkri ljóðagerð". Ástæða er að taka undir þessi orð. En hitt hefur ekki verið eins aug- ljóst þegar, Matthías Viðar bætir við: „Margir tetja Sorg einstætt kvæði meðal skáldverka Jóhanns. Svo er ekki nema að nokkru leyti. Inntak ljóðsins er ekki svo frá- brugðið öðrum ljóðum skáldsins frá módernísku skeiði þess. Það er hins vegar „matreitt" á tormeltari hátt." Og síðar bendir hann á að í Sorg samsafnist „bragurinn", einsog hann kemst að orði í fyrsta sinn efniviðnum að fullu. „Samræmis- leysi lífsins er nú fyrst túlkað með „bragleysu". Myndnotkunin ein- kennist af því að hver myndin rek- ur aðra. í stað hnitunar um eina afmarkaða mynd mótar spenna og afkáralegt samband aðskildra mynda áhrif kvæðisins. Gamal- kunnar persónugerfingar koma ekki fyrir. Súrrealískar myndir og röklaust hugarflug hafa leyst þær af hólmi. Sorg er þar að auki mun ópersónulegra í formi heldur en önnur kvæði Jóhanns." M (meira næsta sunnudag) FORYSTUMENN AL- þýðubandalagsins kynntu fyrir nokkrum dögum drög að nýrri stefnuskrá flokksins í efnahags- og atvinnu- málum, sem verða til umræðu og afgreiðslu á landsfundi flokksins, sem hefst nk. fimmtudag. Kjaminn í hinni nýju stefnu- mörkun Alþýðubandalagsins er sá, að beita eigi sérstökum aðferðum til þess að auka og örva útflutningsstarfsemi þjóðarinnar. Með þeim hætti eigi að sigla þjóðarskút- unni upp úr öldudalnum. Alþýðubandalag- ið kallar þessa nýju stefhu „útflutningsleið- ina" og telur að núverandi ríkisstjórn fylgi „samdráttarleið", sem felist í samdrætti og niðurskurði til þess að skapa jafnvægi í efnahagskerfinu. Jafnframt gefur Al- þýðubandalagið til kynna að svonefnd „þensluleið" eigi sér talsmenn en hún sé fólgin í því að taka erlend lán og reka ríkissjóð áfram með halla til þess að skapa aukna eftirspurn, sem komi nýjum hag- vexti af stað. Ekki fer á milli mála, að forystumenn Alþýðubandalagsins telja Framsóknarflokkinn hallan undir þenslu- leiðina. Alþýðubandalagið vill beita ýmsum að- ferðum til þess að örva útflutningsstarf- semi landsmanna m.a. með skattaaðgerð- um. Þannig vill flokkurinn að tekjutengdir skattar, sem lagðir eru á einstaklinga, verði felldir niður í allt að tvö ár af þeim starfsmönnum, sem að meginhluta dvelja eriendis við öflun nýrra markaða og sölu- starfsemi. Þannig verði fyrirtækin hvött til að auka útflutningsstarfsemi. Þá njóti fyrirtæki skattaívilnana vegna fjárfram- laga til rannsókna, þróunarstarfs, mark- aðsleitar og annarrar útflutningstengdrar starfsemi. Ný einstaklingsfyrirtæki og hlutafélög, sem afla meira en helming tekna sinna með sölu á erlendum mörkuð- um, verði skattfrjáls fyrstu þrjú árin. Ef litið er eingöngu á efnisþætti hinnar nýju stefnuskrár Alþýðubandalagsins er augljóst, að flokkurinn er að gera tilraun til þess að færa sig nær öðrum stjórnmála- flokkum, komast inn í meginfarveg ís- lenzkra stjórnmála, ef svo má að orði kom- ast, og þar með verða samstarfshæfur við hvaða flokk, sem er í ríkisstjórn, þ. á m. Sjálfstæðisflókkinn. Stefnuskráin ber þess fá merki, að hún verði á fimmtudaginn kemur lögð fyrir landsfund flokks, sem hingað til hefur talið sig sósíalískan eða sósfaldemókratískan, eftir því við hvern af forystumönnum flokksins er talað. Raunar er við lestur hinnar nýju stefnu- skrár erfítt að staðsetja Alþýðubandalagið í hinu pólitíska litrófi. Það er meira að segja álitamál, hvort hægt sé að líta svo á, að hér sé á ferðinni stefnuskrá yinstri sinnaðs stjórnmálaflokks. Sú spurning vaknar hins vegar óhjá- kvæmilega við lestur hinnar nýju stefnu- skrár Alþýðubandalagsins, hvort hægt sé að taka mark á henni. í forystu Alþýðu- bandalagsins í dag eru að mestu leyti sömu menn og þar hafa verið hátt á annan ára- tug. Þeir hafa skipt um hlutverk innbyrðis en andlitin eru þau sömu. Hafa þeir geng- ið í pólitíska endurhæfingu? Hafa grund- vallarskoðanir Svavars Gestssonar í stjórn- málum gjörbreytzt? Hann er pólitískur uppéldissonur gömlu klíkunnar, sem stjórnaði Sósíalistaflokknum alla tíð. Sá bakgrunnur hefur mótað allan hans stjórn- málaferil. Er hægt að trúa því, að það sé kominn fram á sjónarsviðið „nýr" Svavar Gestsson? Bæði Steingrímur J. Sigfússon, varafor- maður Alþýðubandalagsins, og Ragnar Arnalds, formaður þingflokks Alþýðu- bandalagsins, eiga sér langa sögu innan hinnar.sósíalísku hreyfingar, sem á síðustu tuttugu og fimm árum hefur starfað und- ir nafni AÍþýðubandalagsins. Hafa pólitísk viðhorf þeirra gjörbreytzt? Pólitíska yeg- ferð formanns Alþýðubandalagsins, Ólafs Ragnars Grímssonar, allt frá því að hann starfaði í Framsóknarflokknum, sem skjól- stæðingur Eysteins Jónssonar, þekkja landsmenn. Hún hefur fremur einkennst af tækifærismennsku í stjórnmálum en sterkri pólitískri sannfæringu. Er Ólafur Ragnar að koma fram á sjónarsviðið þessa dagana, sem talsmaður einhvers konar miðjuflokks, sem gengur undir nafninu Alþýðubandalag og hefur innanborðs alla helztu forystumenn sósíalismans á Islandi, sem nú eru uppi?! Þetta er vandi Alþýðubandalagsins í hnotskurn, ef talsmenn flokksins ætlast til að verða teknir alvarlega. Það hafa engin þau kynslóðaskipti orðið í Alþýðu- bandalaginu, að flokkurinn geti sagt, að hann hafi hreinsað sig af fortíð sinni. I Alþýðubandalaginu í dag eru enn menn, sem hafa ekki gert upp við pólitíska fortíð sína. Menn, sem ekki hafa gert hreint fyrir sínum dyrum varðandi tengsl sín, flokksins og forvera hans, Sósíalistaflokks- ins, við kommúnistaflokkana í Austur-Evr- ópu og Sovétríkjunum. Menn, sem hafa ekkert tekið aftur af þyí, sem þeir sögðu fyrr á árum. Nú vilja þeir láta taka sig alvarlega, að þeir hafí gengið í gegnum einhvers konar pólitíska endurhæfíngu, að þeir boði ekki lengur sósíalisma á Islandi, að þeir séu tilbúnir til að ganga til samstarfs við aðra flokka um lausn á vandamálum þjóð- arinnar með raunhæfum aðgerðum. Aður en það er hægt verða þeir að svara ein- hverjum af þeim spurningum, sem hér hefur verið varpað fram og vafalaust mörgum öðrum. Þau svör koma væntan- lega á landsfundi flokksins í næstu viku. Samskipta- hættir stjórnar- flokkanna FYRIRNOKKRUM vikum hafði Davíð Oddsson, forsætis- • ráðherra, orð á því í útvarpsviðtali, að samskiptahættir ráðherra í ríkis- stjórn hans minntu of oft á samstarfsmáta vinstri flokka og hafði bersýnilega áhyggjur af. Það er full ástæða til þess fyrir forsætisráðherra. Talsmáti baeði ráðherra og þingmanna stjórnarflokkanna, hvers í annars garð, er á þann veg að dregur úr trausti til ríkis- stjórnarinnar. Á tímabili í haust mátti spyrja með full- um rökum, hvort upp úr stjórnarsamstarf- inu væri að slitna. Gífuryrði ráðherra hvers í garð annars voru með ólíkindum. Fólki blöskraði og friðsamlegra varð á milli manna um skeið. Það kom hins vegar skýrt í ljós í umræðum á Alþingi sl. fímmtudag um skýrslu umboðsmanns Al- þingis, svo og í umræðum um GATT-til- boðið, að það hefur ekki tekizt einlægt samstarf á milli forystusveitar Sjálfstasðis- flokks og Alþýðuflokks. Einn af þingmönnum Sjálfstæðisflokks- ins, Árni Mathiesen, veittist harkalega að utanríkisráðherra fyrir embættaveitingar og taldi hann ekki veita mönnum embætti nema þeir hefðu rétt flokksskírteini í vas- anum. Utanríkisráðherra svaraði af sömu hörku og minnti þingmanninn á tilteknar embættaveitingar Sjálfstæðisflokksins og gat þess jafnframt, að hann sjálfur hefði tekið upp hanzkann fyrir forsætisráðherra, þegar á hann hefði verið ráðizt í þinginu fyrir embættaveitingar, svo að ólíkt hefð- ust menn að. Annar þingmaður Sjálfstæð- isflokks, Eggert Haukdal, lýsti vantrausti á utanríkisráðherra og taldi hann vinna gegn íslenzkum hagsmunum, sem er býsna mikið sagt. Stjórnmálabaráttan hefur að sjálfsögðu breytzt frá því sem áður var og menn ræða opinskáar það, sem í milli ber, en áður tíðkaðist. Við því er ekkert að segja. Ráðherrar Sjálfstæðisflokks geta búizt við því að verða gagnrýndir af þingmönnum Alþýðuflokks og ráðherrar Alþýðuflokks geta búizt við gagnrýni frá þingmönnum Sjálfstæðisflokks. Þótt slíkt hafi tæpast komið fyrir á hinum fyrri viðreisnarárum eru tímarnir"breyttir að þessu leyti eins og á margan annan veg. Það sem hins vegar vekur athygli aftur og aftur er tónninn í þessum samskiptum REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 20. nóvember +i Morgunblaðið/Kristinn talsmanna samstarfsflokkanna í ríkis- stjórn. Hann er hatrammur og að sumu leyti fjandsamlegur. Hann vekur upp ólgu innan stjórnarflokkanna og leiðir til þess, að menn vantreysta hver öðrum. Á tíma- bili sl. sumar og haust veltu margir sjálf- stæðismenn því fyrir sér, hvort Alþýðu- flokkurinn væri að undirbúa stjórnarslit. Það var vegna framgöngu ráðherra Al- þýðuflokksins í landbúnaðarmálum. Und- anfarna daga hefur sú tilfínning verið að breiðast út meðal alþýðuflokksmanna, að ekki sé á samstarf við sjálfstæðismenn að treysta. Þess vegna verði þeir að vera við öllu búnir. Orðaskipti eins og þau, sem fram fóru í þinginu sl. flmmtudag, ýta undir tortryggni af þessu tagi. Þessi samskiptamáti stjórnarflokkanna er ástæðulaus með öllu. Ríkisstjórnin er á réttri leið. Hún er augljóslega að byrja að uppskera árangur erfiðis síns. Eins og mál standa nú er alls ekki fráleitt að ætla, að stjórnarflokkarnir nái viðunandi árangri í sveitarstjórnarkosningum og hafi raun- hæfan möguleika á að halda meirihluta í þingkosningum og halda samstarfí sínu áfram. Við núverandi aðstæður í íslenzkum stjórnmálum er samstarf þessara tveggja flokka langbezti kosturinn. Það er því fár- ánlegt að menn skuli láta það eftir sér að þjóna lund sinni eins og sjá má hvað eftir annað í samskiptum trúnaðarmanna flokk- anna tveggja. Ef forystumönnum Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks er alvara með því að halda áfram því umbótastarfi, sem flokkarnir tveir hafa þrátt fyrir allt hafíð, hljóta þeir að vinda bráðan bug að því að koma sam- skiptum flokkanna í þann farveg, að tals- menn þeirra grafí ekki undan stjórnarsam- starfinu í hverri viku með ástæðulausum stóryrðum hvers í annars garð. Þingmenn og sparnað- ur I MORGUNBLAÐ- inu í gær, föstudag, var frá því skýrt að tillögur Þorsteins Pálssonar, dóms- málaráðherra, um fækkun sýslumannsembætta í sparnaðar- skyni mundu ekki ná fram að ganga m.a. vegna andstöðu innan þingflokka Sjálf- stæðisflokks og Alþýðuflokks. Hér í blað- inu var í fyrradag, fímmtudag, gerð grein fyrir tillögum starfshóps á vegum heil- brigðisráðherra um skipan sjúkrahúsa- mála, sem gætu leitt til 700 milljóna króna sparnaðar á ári. Tillögur þessar voru ekki fyrr fram komnar en einstakir þingmenn risu upp til andmæla. Þeir alþingismenn, sem þannig starfa, þekkja ekki sinn vitjunartíma. í umræðum um það þjóðargjaldþrot, sem er orðinn kaldur veruleiki í Færeyjum, hefur það komið skýrt fram, að stjórnmálamenn þar hafa lofað kjósendum gulli og grænúm skógum og fjármagnað loforðin með er- lendum lántökum. Afleiðingin varð gjald- þrot færeysku þjóðarinnar. Nú er skollinn á landflótti í Færeyjum og margt bendir til þess að íbúum þar muni fækka mjög á næstu mánuðum og misserum. Þeir íslenzkir stjórnmálamenn og al- þingismenn, sem rísa upp til andmæla í hvert sinn, sem spara á almannafé, eru að haga sér á sama veg og starfsbræður þeirra í Færeyjum gerðu áriim saman, sem nú hefur leitt til ófarnaðar fyrir Færey- inga. Rökin fyrir sameiningu sýslumanns- embætta eru svo augljós að varla þarf um þau að ræða. Þingmenn, sem andmæla þeim tillögum, sem dómsmálaráðherra hefur lagt fram, eru ekki að vinna að þjóð- arhag heldur láta þeir þröng staðarsjón- armið ráða gerðum sínum. Eina leiðin til þess að veita þingmönnum það pólitíska uppeldi, sem greinilega skort- ir í of mörgum tilvikum, er að kjósendur veiti þeim aðhald. Það er jafn mikið hags- munamál fyrir skattgreiðendur hvar sem þeir búa á landinu, að sparnaður náist í ríkisrekstrinum. Þess vegna eiga kjósendur að taka höndum saman um að veita þing- mönnum aðhald. Þeir eiga að verðlauna þá þingmenn, sem stuðla að sparnaði með því að kjósa þá, hvort sem er í prófkjörum eða þingkosningum. Þeir eiga að veita þeim þingmönnum áminningu, sem snúast gegn sparnaðartillögum í hvaða mynd, sem þær birtast, með því að kjósa þá ekki. Þeir eiga ekki að gera kröfur til þing- manna um að þeir útvegi peninga í viðkom- andi kjördæmi eða byggðarlag, hvað sem það kostar. Þeir eiga að gera"~þá kröfu ti! þingmanna, að þeir stuðli að sparnaði og hagsýni í opinberum rekstri. Þingmenn fínna fljótt slíka hugarfarsbreytingu hjá kjósendum og munu aðlaga sig henni á undraskömmum tíma. Rökin fyrir fækkun og sameiningu sýslumannsembætta eru svo augljós, að líta yerður á afgreiðslu þessara tillagna, sem prófstein á það, hvort ríkisstjórn og stjórnarflokkum er alvara með sífelldum yfirlýsingum um niðurskurð ríkisútgjalda. Vaxtalækkunin, sem hefur veitt ríkis- stjórninni byr í seglin, verður ekki lang- vinn, ef stjórnarflokkunum tekst ekki að ná betri tökum á ríkisfjármálum en hingað til. „Ef forystumönn- um Sjálfstæðis- flokks og Alþýðu- flokks er alvara með því að halda áfram því um- bótastarfi, sém flokkarnirtveir hafaþráttfyrir allt hafið, hljóta þeir að vinda bráðan bug að þvi að koma sam- skiptum flokk- anna í þann far- veg, að talsmenn þeirra grafi ekki undan stjórnar- samstarfinu í hverri viku með ástæðulausum stóryrðum hvers í annars garð." +

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.