Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 Róbert Arnfinnsson og Hjálmar Hjálmarsson í hlutverkum sínum í Allir synir mínir eftir Arthúr Miller. Jóladagskrá LeikhúskjaUarans Um 100 listamenn taka þátt í dagskránni Á mánudaginn hefur göngu sína í Leikhúskjallaranum dagskrá menningarefnis sem í boði verður nær öll kvöld vikunnar fram til jóla. Dagskrá þessi samanstendur af upplestrum, Ijóðalestrum, leik, söng og dansi. Nk. mánudags- og mið- vikudagskvöld verða kynntar nýjar íslenskar bækur. Aðgangur er ókeypis. Á fímmtudagskvöldum leika nokkrir tónlistarmenn lög af nýútkomnum geisladiskum. Það eru: KK-band, Megas, Bubbi, Páll Óskar og hljómsveitin Pís of keik. Jólahlaðborð verður á boðstólum um helgar og mun sönghópurinn Óskaböm skemmta matargestum á föstudags- og laugardagskvöldum. Á sunnudagskvöldum munu söng- konumar Margrét Pálmadóttir, Jó- hanna Þórhallsdóttir og Margrét Eir syngja jólalög og önnur létt lög. Mánudaginn 13. desember munu leikkonumar Margrét Ákadóttir og Bríet Héðinsdóttir flytja leikþáttinn Hin sterkari eftir Ágúst Strindberg og sama kvöld syngur Ásgerður Júníusdóttir við undirleik Margrétar Ömólfsdóttur lög Söru Leander. Eins og áður sagði hefst dagskrá þessi á mánudaginn. Þá mun Stein- unn Sigurðardóttir lesa úr bók sinni Astir fískanna, Njörður P. Njarðvík les úr bók sinni Hafborg, Þórarinn Eyfjörð les ljóð úr Ijóðabókinni Eld- hylur eftir Hannes Pétursson og lesið verður úr bókinni 4. hæðin eftir Kristján Kristjánsson, Hljóm- sveit Jarþrúðar kemur fram en heið- ursgestur kvöldsins verður Róbert Amfínnsson. Eðvarð Ingólfsson segir frá kynnum sínum af Róbert, en hann skráði bókina Róbert — ævisaga listamanns. Róbert les val- inn kafla úr bókinni og leiklesið verður atriði úr leikritinu Allir syn- ir mínir sem nýlega var fmmsýnt í Þjóðleikhúsinu í leikstjóm Þórs Tulinius. Að bókakynningunni á mánudagskvöldið standa bókafor- lögin Iðunn og Æskan. Hefst hún kl. 20.30, er ókeypis og öllum heim- Lofsamlegur dómur HINRIK D. Bjarnason gitar- leikari fær lofsamlegan dóm fyrir tónleika sem hann hélt í Heinsberg í Þýskalandi á dög- unum. í dagblaðinu Augsburger Zeit- ung segir að aðsókn að tónleikun- um hafí verið góð. Enginn hafí þó fyrir tónleikana vitað hver Hin- rik væri en þeim mun kunnari væri hann eftir þá. „Allir voru undrandi á háþróuðum leik unga mannsins og minni. Nótur komu aldrei fyrir hans augu á meðan spilað var. Leikurinn varð þeim mun tjáningarríkari enda gat lík- amsstellingin miðast við hann ein- göngu. Ennfremur gat hann þar með horfst í augu við áhorfendur og einbeitt sér fyllilega." Á efnisskránni vora verk eftir J.S. Bach, Femando Sor, Lennox Berkeley, Joaquim Rodrigo og A.b. Mangore. í blaðinu segir að í öllum verkunum hafí snilli Hinriks komið skýrt fram. Hinrik Daníel Bjamason hóf nám við Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar í janúar 1982. Þaðan lauk hann kennaraprófi í gítarleik. í nóvember 1988 hélt hann burtfarartónleika. Hinrik D. Bjarnason. Krislján Kristjánsson. Nýjar bækur ÚT ER komin ný skáldsaga eftir Kristján Kristjánsson og nefnist hún Fjórða hæðin. Kristján hefur áður sent frá sér þijár ljóðabækur og árið 1989 kom út skáldsagan Minningar elds, sem fékk góða dóma gagnrýnenda. í kynningu útgefanda segir: „Fjórða hæðin er margræð saga þar sem meðal annars er varpað fram Tímarit. ■ Tíunda hefti af ljóðatímarit- inu Skýi er komið út. Fyrst má nefna ljóðaþýðingar. Geirlaugur Magnússon þýðir sex ljóð eftir franska súrrealistann Pierre Rev- erdy. ímyndaði maðurinn nefnist ljóð eftir chíleanska skáldið Nica- nor Parra og birtist hér í þýðingu Óskars Áma Óskarssonar. Þá þýð- ir Jón Stefánsson þijú ljóð eftir bandaríska blökkuskáldið Langs- ton Hughes og Stfán Steinsson birtir hluta úr þýðingu sinni á ljóðaflokknum Boðið upp í dans eftir fínnska skáldið Pentti Saari- koski. Einnig era í þessu tíunda hefti framsamin ljóð eftir Önnu spurningum um það hversu sönn sú mynd sé sem einstaklingurinn grefur úr hugskoti sínu þegar for- tíðin er rifjuð upp, því aldrei verður öll sagan sögð þegar aðeins einn er til frásagnar." Útgefandi er Iðunn. Bókin er prentuð í Prentbæ hf. Bókin kostar krónur 2.980. Lára Steindal, Ágúst Borgþór Sverrisson, Baldur Óskarsson, Geirlaug Magnússon, Hlyn Halls- son, Jón Egil Bergþórsson, Jón Stefánsson, . Magnús Gezzon og Þórhall Þórhallsson. Ritstjórar og útgefendur Skýs eru Óskar Árni Oskarsson og Jón Hallur Stefánsson. Tímarit- ið fæst í stærri bókaverslunum og kostar 400 krónur. ■ Út er komið tímaritið Bjart- ur og frú Emilía - tímarit um bókmenntir og leiklist, 3. tölublað 1993. í kynningu útgefanda seg- ir: „Að þessu sinni er tímaritið margbrotið. Ritstjóm Bjarts og frú Emilíu ákvað að bijóta sitt heild- stæða tímarit niður í mörg ósam- stæð tímarit. Lesendum er boðið upp í gleðiríka ferð til undirheima undirtímaritanna. Snemma á þessu ári hafði ritstjóm samband við sjö mæta höfðingja sem guma af því að stýra stórbrotnum undirtímarit- um og fór fram á að fá að birta nokkur sýnishom af því sem rit- stjórar undirtímaritanna flagga í tíma og ótíma. Ritstjóramir sjö era: Ásta Ólafsdóttir, Bragi Ólafs- son, Gretar Reynissonj Guðbergur Bergsson, Kristín Ómarsdóttir, Magnús Þór Þorbergsson og Þór- unn Valdimarsdóttir. Hver ritstjóri fékk fijálsar hendur um val á efni og efnismeðferð.“ Útgefandi er Bjartur. Tíma- ritið Bjartur og frú Emilía kem- ur út fjórum sinnum á ári. Ár- gangurinn kostar 1.993 krónur. Prentsmiðja Áma Valdemars- sonar prentaði og Gretar Reynisson sá um kápu. Ný skáldsaga eftir Kristján Kristjánsson Viðarrimi 26 Stórglæsilegt 176 fm einbýli á einni hæð. Innbyggður tvöfaldur bílskúr. Húsið skilast fullbúið án gólfefna. Baðherbergi flísalagt með vönduðum hitastýrðum tækjum, baðkari og sturtu. Fataskápar í öllum herbergjum. Vönduð eldhúsinnrétting með vönduðum tækjum, hillur í geymslu og bílskúr sem er með sjálfvirkum hurðaropnara. Að utan skilast húsið fullbúið, einangrað með stein- ull og múrað með marmarasalla, þak, niðurföll og rennur með lituðu stáli. Samþykki fyrir sólstofu. Afhending í febrúar '94. Staðgreiðsluverð 12.850 þús., margir lánamöguleikar. Arkitekt Jóhannes Pétursson, byggingaraðili Guðmundur Kristinsson. ^FASTEIGNA MIÐSTÖÐIN 62 20 30 SKIPHOLTI50B -105 REYKJAVÍK SÍMI 622030 - SÍMBRÉF 622290 Vantarþig góða íbúð strax? í nágrenni Landspítalans - 4ra herb. íbúð - laus Til sölu 4ra herb. íbúð á 3. hæð í steinhúsi við Braga- götu 16, Rvík. Húsið er byggt 1960. íbúðin er öll ný- standsett og mjög vönduð. Suðursvalir. Mjög gott út- sýni. Sérhiti. íbúðin er laus nú þegar. Mjög hagstætt verð 7,8 millj. Áhv. tæplega 5 millj. í hagstæðum lang- tímalánum. Möguleiki að taka minni eign uppí kaupin. Ibúðin verðurtil sýnis idag, sunnudag, frá kl. 13-16 EIGNASALAN, lngólfsstrætH2, símar 19540,19191 og 619191. Húsnæði/Akureyri ætlað til veitingareksturs Til sölu er húsnæði við Kaupvangsstræti á Akureyri. Húsnæðið er um 143 fm að stærð. Mjög góðar innréttingar fyigja. Upplýsingar gefur: Fasteignasalan Eignakjör, Akureyri, sími 96-26441, fax 96-11444. EIGNAKJÖR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.