Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 25
tepruskap og fordómum með heið-
arlegri framkomu sinni. Þórður var
af fyrstu kynslóð homma á íslandi
sem sagði skilið við feluleik og tví-
skinnung og kom út úr skápnum.
Það þarf ómælt hugrekki til að
þora að taka slíka áhættu. Það
þarf gífurlegan styrk til þess að
þora að bjóða ríkjandi hugmyndum
byrginn á slíkan hátt. Enginn skyldi
heldur ætla að það sé tekið út þján-
ingalaust. Það þarf raunverulegan
kjark og karlmennsku í eiginlegasta
skilningi þéss orðs til að þora að
standa augliti til auglitis gagnvart
harkalegum viðbrögðum þeirra
samborgara sem líta á samkyn-
hneigð sem ögrun við hnökralausa
tilvist sína.
Mér er minnisstætt að á þeim
tíma sem við Þórður vorum að
kynnast, var hugtakið hommi svo
mikið tabú að fæstir sögðu það
upphátt án þess að blikna, ég þar
með talin. En Þórður kenndi mér
að yfirstíga þann tepruskap. Um
leið og hann kenndi mér mikilvægi
þess að bera virðingu fyrir tilfinn-
ingum samkynhneigðra, kenndi
hann mér að það sem máli skiptir
í samskiptum okkar mannfólksins
er hjartalagið, okkar innri maður.
Eg er honum afar þakklát. Mér
þykir líka afar vænt um að hafa
átt þess kost að lóðsa Þórð um sögu-
fræga staði hér í New York þegar
hann ásamt Einari bróður sínum
heimsótti borgina fyrir nokkrum
árum. Við áttum saman frábærar
stundir.
Við sáumst ekki oft síðustu árin
enda miklar fjarlægðir milli okkar
og bréfaskiptin orðin stopulli en var
í byrjun. Við fylgdumst þó grannt
hvort með öðru gegnum vini og
vandamenn.
Ég varð harmi slegin þegar ég
fregnaði af veikindum Tóta sl. vor.
Varnarlaus gagnvart ofurafli þessa
grimma sjúkdóms sem hafði fangað
hann var ekki margt sem mér
fannst ég geta gert til að lina þján-
ingu vinar míns utan biðja fyrir
honum. En ég lét hann vita að ég
elskaði hann eins og hann var og
mundi alla tíð gera það. Það er
engin þörf á að bíða með svo mikil-
væg sannindi út fyrir gröf og dauða.
Við víkjumst allt of oft undan því
að segja hvort öðru hvað okkur
þykir vænt hveiju um annað. Það
eru því miður algeng og dapurleg
sannindi að kærleikurinn verður að
feimnismáli sem ekki er hægt að
tjá. Það er undir okkur komið hvort
við þorum að koma út úr skápnum
og ganga í berhögg við ríkjandi
hefðir.
Elsku Þórður minn, ég veit að
þó að þú hafir kvatt þetta líf þá
lifir andi þinn í öðrum og betri stað.
Og fyrir okkur sem enn erum hér
mun minning um yndislegan dreng
lifa að eilífu. Hafðu hjartans þökk
fyrir samfylgdina. Elskhuga og
sambýlismanni, Vigni Jónssyni, föð-
ur, móður, systkinum og öðrum
aðstandendum og vinum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðjur.
Megi guð blessa ykkur í sorginni.
New York, 28. október 1993.
Fríða Þórarinsdóttir.
Fyrir hönd félagsmanna í Kynja-
köttum, kattaræktarfélagi íslands,
viljum við minnst Þórðar Þórissonar
er Jést 21. október síðastliðinn.
í ársbyijun 1989 flytja Þórður
og sambýlismaður hans Vignir
Jónsson tvo persneska^ ketti til
landsins frá Danmörku. í tengslum
við þennan innflutning fá þeir þá
hugmynd að stofna kattaræktarfé-
lag á íslandi, en slík félög er að
frnna víða erlendis. Þeir hrinda hug-
mynd sinni í framkvæmd og í sam-
starfi við nokkra áhugamenn um
kattaræktun boða þeir til stofn-
fundar 4. apríl sama ár. Á þessum
fundi er Þórður kosinn fyrsti for-
maður félagsins og gegndi því starfi
næstu þijú árin.
Þennan tíma má með sanni segja
að Þórður hafí ekki eingöngu sinnt
starfí formanns heldur var hann
allt í öllu innan félagsins. í byijun
var hann einn um að búa yfír ein-
hverri þekkingu á kattarækt og
mæddi því mikið á honum. Því að
eins og gefur að skilja er í mörg
hom að líta þegar koma á félagi
sem þessu á legg. Hann sinnti þess-
®ui- 18/i lii i hiíi
MORGUNBLAÐIÐ MINNIIMGAR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993
25
um störfum með sóma og var ávallt
fús að miðla af þekkingu sinni og
hvatti aðra félagsmenn til að leita
sér þekkingar á kattarækt og um-
hirðu katta. Á þessu fórnfúsa braut-
ryðjendastarfí sem Þórður vann á
félagið án efa eftir að byggja um
ókomin ár og er það ómetanlegt
veganesti fyrir okkur sem höfum
heillast af þessu helsta áhugamáli
hans sem var kattarækt og allt sem
viðkemur köttum.
Við viljum þakka Þói-ði fyrir að
láta draum sinn um kattaræktarfé-
lag íslands verða að veruleika og
munum við ávallt minnast hans með
söknuði og hlýju, enda höfum við
ekki aðeins misst atorkusaman fé-
laga heldur einnig góðan vin.
Elsku Vignir, Karen, foreldrar
og systkin, við vottum ykkur okkar
innlegustu samúð.
Fyrir hönd félagsmanna í Kynja-
köttum, kattaræktarfélagi íslands,
Marteinn Tryggvason.
Við viljum með fáeinum orðum
minnast ástkærs vinar okkar og
félaga úr Dómkórnum, Þórðar Jó-
hanns Þórissonar, sem lést nú í
vetrarbyijun. Lífssumar hans var í
ætt við það íslenska, bjart og fal-
legt en alltof stutt.
Okkar fyrstu kynni af Tóta voru
snemma hausts 1983 þegar hann
kom á kóræfingu upp á kirkjuloftið
í Dómkirkjunni. Við heyrðum strax
að það var mikill fengur fyrir kór-
inn að fá þennan glettna og
skemmtilega strák í hópinn. Þar
fengum við ekki aðeins að njóta
mjúku og fallegu bassaraddarinnar,
heldur einnig hlýjunnar, húmorsins
og hlátursins sem var alltaf skammt
undan. Það var sama hvort sungið
var við messu á köldum vetrar-
morgni, æfð erfíð tónverk langt
fram á kvöld, setið daglangt í rútum
á kórferðalögum eða glaðst yfír vel
unnu verki, alltaf var jafn gott og
mannbætandi að vera í návist hans.
Söngröddin var svo fögur að okkur
hinum fannst við-. syngja betur í
samhljómi með honum og danshæfi-
leikar bassasöngvarans heilluðu all-
ar dömur Dómkórsins upp úr skón-
um. Tóti gat látið hvaða stirðbusa
sem er líða eins og ballerínu með
sér í dansinn og enginn var eins
umsetinn . á dansgólfínu, kvöldið
jafnan upppantað og jafnvel tvíbók-
að. Hann var sannkallaður „sjar-
mör“ á sinn yfirlætislausa og nota-
lega hátt, einstaklega góður dreng-
ur og mikill vinur vina sinna.
Því er hljóðnuð þýða raustin,
hún, sem fegurst kvæðin kvað?
Því er söngurinn þagnaður,
hann, sem í ómandi öldum
Iék við eyrun sem lóukvak,
eða líkt og lækjamiður?
Það er sárara en orð fá lýst að
sjá á bak jafn yndislegum dreng í
blóma lífsins en víst er að hann lif-
ir áfram í hjörtum okkar sem vorum
svo lánsöm að kynnast honum.
Vigga, foreldrum og öðrum ástvin-
um sendum við innilegar samúðar-
kveðjur.
Dómkórinn.
t
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
GUÐNÝ TORFADÓTTIR,
Laufásvegi 59,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í
Reykjavík mánudaginn 22. nóvember
kl. 13.30.
Kristinn Vilhjálmsson,
Jón P. Kristinsson,
Anna Sigríður Kristinsdóttir Fredriksen, Finn R. Fredriksen,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega hlýhug og vináttu við andlát og útför,
PÁLÍNU GUÐLAUGSDÓTTUR
Ijósmóður,
sem lést 1. nóvember síðastliðinn.
Helgi Guðlaugsson, Gyða Guðmundsdóttir,
Helga Einarsdóttir, Jakob Friðriksson,
Helga Magnúsdóttir, Karl Torfi Esrason.
t
Alúðarþakkir sendum við öllum þeim, sem sýndu okkur samúð
og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
PÁLS KR. PÁLSSONAR
organista,
Hrafnistu, Hafnarfirði.
Hrafn Pálsson, Vilborg G. Kristjánsdóttir,
Margrét Pálsdóttir, Halldór Þór Halldórsson,
Guðrún Helga Pálsdóttir,
Páll Kr. Pálsson, Elsa Marfa Ólafsdóttir,
Júlíus Pólsson, Birna Arinbjarnardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
VALGERÐAR BOGADÓTTUR,
Lönguhlíð 17.
Sérstakar þakkir eru færðar starfsfólki
Elli- og hjúkrunarheimilisins Grundar.
Ingigerður Eyjólfsdóttir,
Vigdís Ester Eyjólfsdóttir, Ingimar G. Jónsson,
Svanhildur Eyjólfsdóttir, Magnús Kristinsson,
Pálmi S. Þórðarson,
Þórey Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Hanna Kristín Gunnarsdóttir, Theodór Erlingsson,
Fjölskyldan Melási 3, Fjölskyldan Löngumýri 22b.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför
HLÍNAR INGÓLFSDÓTTUR,
Hliðartúni 10,
Mosfellsbæ.
Auður Árnadóttir,
Svala Árnadóttir,
Ingólfur Árnason,
Hlín Árnadóttir,
Einar Árnason,
Páll Árnason,
Hermann Þórðarson,
Björn Kjartansson,
Kristjana E. Friðþjófsdóttir,
Ketill Oddsson,
Betty Berjouhi Nikulásdóttir,
Kristín Anna Einarsdóttir,
barnabörn, barnabarnabörn og aðrir ættingjar.
+
Við þökkum öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og útför föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
ÁGÚSTS HINRIKSSONAR,
prentara,
Hagamel 20. íx
Einnig færum við starfsfólki Landakotsspítala þakkir fyrir hlýhug
og góða umönnun.
Inga Ágústsdóttir, Guðmundur B. Lýðsson,
Lovísa Ágústsdóttir, Hermann Sigfússon,
Sigrún Valgeirsdóttir, Kristín Valgeirsdóttir, Sólveig
Valgeirsdóttir, [ris Valgeirsdóttir, Elisa Ágústsdóttir, Unnar
Már Garðarsson, Kara Elvarsdóttir, Ágúst Guðmundsson,
Lýður Guðmundsson, Sigrún Guðmundsdóttir.
+
Innilegar þakkir færum við öllum þeim,
sem sýndu okkur samúð og vinarhug
við fráfall eiginmanns míns, föður, son-
ar, tengdasonar og bróður,
EINARS ÞÓRS
VILHJÁLMSSONAR.
Jóhanna Magnea Björnsdóttir,
Birna Karen, Vilhjálmur Andri,
Þórey Eva, Einar Helgi.
+
Innilegar þakkir til allra, er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengda-
föður, bróður og afa,
RÍKHARÐS GUÐJÓNSSONAR
bifvélavirkja,
Austurbergi 38,
Reykjavik.
Vilborg Inga Kristjánsdóttir,
Kristján Björn Ríkharðsson, Þórunn Björg Einarsdóttir,
Guðjón Ásbjörn Ríkharðsson,
Ragnheiður Guðjónsdóttir
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður okkar, tendamóður,
ömmu og langömmu,
JAKOBÍNU BJARNADÓTTUR,
Litlu-Grund,
áðurtil heimilis
á Hringbraut 105.
Páll Guðbjartsson,
Guðbjartur Pálsson, Nita Pálsson,
Inga Valdís Pálsdóttir,
Jakobfna Ingibergsdóttir, Ásta Brynja Ingibergsdóttir,
Kolbrún Ingibergsdóttir,
Helena Pálsson, Kristína Pálsson
og barnabarnabörn.