Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBBR 1993
39
KNATTSPYRNA
íslenskir strákar á æfingum með unglingaliðum atvinnumannafélaga í Evrópu
Besti skólinn
semvölerá
- segir Ásgeir Sigurvinsson í Stuttgart
ÞRÍR efnilegir íslenskir knattspyrnumenn eru hjá þýskum
knattspyrnuliðum ívetur; Andri Sigþórsson hjá Bayern
Munchen, Björgvin Magnússon hjá Werder Bremen og
Sigurvin Olafsson hjá Stuttgart. Þar taka þeir þátt í upp-
byggingu eins og hún best gerist og öðlast reynslu á einu
ári, sem þeir eiga ekki möguleika á heima. „Þetta er besti
skólinn, sem þessir strákar geta fengið,“ sagði Ásgeir
Sigurvinsson í Stuttgart við Morgunblaðið, en hann þekk-
ir innviði þýskrar knattspyrnu betur en nokkur annar ís-
lendingur.
Gífurlegur fjöldi ungra knatt-
spymumanna sækist eftir því
að komast að hjá þýskum félögum
■■^■■B og aðeins fáir út-
Eftir valdir komast að.
Steinþór Sérstakir menn hjá
Guðbjartsson atvinnumannafé.
lögunum fylgjast
með efnilegum
strákum og bjóða þeim til sín.
Asgeir sagði að Stuttgart hefði
augun opin í nánasta umhverfi og
einkum á minni stöðum. „Flest
allir efnilegir strákar koma frá
hálfgerðum sveitaþorpum," sagði
Asgeir. „Þar eru opin svæði og
sparkvellir og strákarnir eru komn-
ir lengra en þeir, sem búa í stærri
bæjarfélögum eða borgum.“
Hæfileikamótunin gott átak
Ásgeir sagði hæfileikamótun
KSÍ þarft og gott skref, en svipað
fyrirkomulag hefði verið við líði í
mörg ár hjá sambandinu í Baden-
Wiirttemberg og hefði það gefið
góða raun. Stuttgart hefði verið
öflugast allra félaga á unglinga-
sviðinu og sigrað í landskeppninni
sjö sinnum á síðustu 10 árum.
Stuttgart ætti tiltölulega marga
unglingalandsliðsmenn og fengju
þeir góða tilsögn, dags daglega hjá
félaginu og vikulega hjá samband-
inu.
Fjariægur draumur
Ásgeir sagði að markmiðið með
unglingastarfi þýsku félaganna
væri að gera drengina að betri
knattspyrnumönnum, móta þá á
tímanum, sem væri mikilvægastur.
Þeir kynntust atvinnumennskunni
án þess að litið væri á þá sem at-
vinnumenn eða verðandi atvinnu-
menn enda væru margir kallaðir
en sárafáir útvaldir.
„Ef einn á ári skilar sér upp í
atvinnumennskuna hjá Stuttgart
er það mjög gott, en félagið reynir
að koma tveimur til þremur strák-
um áfram árlega," sagði Ásgeir
um gang mála hjá Stuttgart.
„Strákarnir fá smjörþefinn af at-
vinnumennskunni og kynnast því
hvað hún er hörð og miskunnar-
laus, sem styrkir þá sálarlega. Til
dæmis finnst leikmanni að hann
standi sig vel, en samt verður hann
að horfast í augu við það að sitja
á bekknum eða vera ekki í hópn-
um. Það þarf sterkan „karakter"
til að taka þessu, en þeir sem
standast ekki álagið verða að víkja
fyrir öðrum, því efnilegir strákar
bíða í kippum eftir því að komast
að.“
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Þeir voru hjá Feyenoord
FYRIR skömmu valdi hæfileikanefnd KSÍ leikmenn framtíðar. Liður í uppbyggingunni er að gefa leikmönnum kost á að
æfa með erlepdum atvinnumannaliðum og undanfamar tvær vikur voru þrír strákar við æfingar hjá Feyenoord í Hol-
landi ásamt Ásgeiri Elíassyni, landsliðsþjálfara, sem er fremstur á myndinni. Fyrir aftan hann frá vinstri era Þorbjörn
Sveinsson, Eiður Guðjohnsen og Valur Gíslason.
Ásgeir Sigurvinsson
Golf vinsælt med-
al afreksmanna
í ödrum greinum
Michael Jordan með 8 í forgjöf
Golf er íþrótt sem margir stunda
og það hefur sífellt færst í
vöxt að íþróttamenn úr öðrum
greinum grípi í golfið sér til
skemmtunar og einnig til að halda
sér við. í þýska blaðinu Kicker var
fyrir skömmu listi yfir nokkra
fræga íþróttamenn sem eru jafn-
framt í golfinu. Blaðið sagði frá
forgjöf íþróttamannanna og fylgir
hún hér á eftir.
Mario Lemieux, íshokkí..........1
Hansi Hinterseer, skíði.........3
Nigel Mansell, kappakstur.......3
Franz Klammer, skíði............6
MaxJulen, skíði.................6
Franz Roth, knattspyrna.........7
Toni Sailer, skíði..............7
Franz Beckenbauer, knattspyrna ..7
Willi Neuberger, knattspyrna....7
Ivan Lendl, tennis..............7
Willy Bogner, skíði.............8
Michael Jordan, karfa...........8
Armin Hary, fijálsar............8
Rod Laver, tennis...............8
Christian Neureuther, skíði....10
Gerd Zewe, knattspyrna.........10
Alain Prost, kappakstur........11
Jean-Claude Killy, skíði.......11
Jacques Laffite, kappakstur....12
Alan Mclnally, knattspyrna.....12
Pete Sampras, tennis...........12
Boris Becker, tennis...........12
Júrgen Grabowski, knattspyrna ..12
Werner Grissmann, skíði........12
Hans-Jörg Tauscher, skíði......14
Ron Fisher, íshokkí............14
Sylvia Hanika, tennis..........18
Stefan Edberg, tennis..........18
Helmut Höflehner, skíði........18
Michael Stich, tennis..........18
Michaela Gerg, skíði...........19
Dieter Höness, knattspyrna.....19
Sepp Maier, knattspyrna........19
Karl Schranz, skíði............22
Manfred Kaltz, knattspyrna.....23
Bernd Nickel, knattspyrna......25
Rosi Mittermaier, skíði........26
Dieter Múller, knattspyrna.....26
Thomas Berthold, knattspyrna....26
Andreas Brehme, knattspyrna ....26
Karl Allgöwer, knattspyrna.....28
Henri Leconte, tennis..........30
Michael Jordan á golfvellinum. Er
hann hætti með Chicago Bulls í NBA-
deildinni sagðist hann einmitt ætla að
eyða miklum tíma í golf.
Karin Dedler, skíði...........30
Yannick Noah, tennis..........35
Michel Platini, knattspyrna...35
M. Schumacher, kappakstur.....36
Katja Seizinger, skíði........36
Miriam Vogt, skíði............36
Katrin Gutensahn, skíði.......36
Doktorsritgerð í íþróttasálfræði frá Lundi í Svíþjóð
Bestu vamarmenn-
imir þeir biíðlyndu
ÞAÐ er ekki nóg að hafa
hæfileikana til þess að ná
langt í knattspyrnu, persónu-
legir eiginieikar sem grunnur
er lagður að í bernsku hafa
mikla þýðingu fyrir það hvort
viðkomandi nær langt á
knattspyrnuvellinum, segir í
nýrri doktorsritgerð í íþrótta-
sálfræði Lundi í Svíþjóð.
Höfundarnir, Erwin Apitzsch
og Bengt Berggren hófu
starfið árið 1987 með því að kort-
leggja persónu-
lega eiginleika 223
leikmanna í „Alls-
venskan“, sænsku
úrvalsdeildinni. í
kjölfarið hafa fylgt ýmis próf og
viðtöl og nú sex árum síðar liggja
niðurstöður fyrir. Þeir telja sig
hafa fundið út ýmsa persónulega
eiginleika sem skapa skilyrði fyrir
því að menn nái langt í íþróttinni
og segjast geta gert próf á því
hvort líklegt sé að leikmenn muni
ná langt í afreksíþróttum.
Það er fullyrt að persónueigin-
leikar hafi mikið að segja um í
Grétar Þór
Eyþórsson
skrifar frá
Sviþjóð
hvaða stöðu á vellinum leikmenn
ná árangri.
Þannig eru einkenni sóknar-
manns eigingirni, hugmyndaflug
og að vera óútreiknanlegur. Sókn-
armaður lætur gjarnan undan
barnslundinni í sér, eldhuganum
og hnýtir skóþveng sinn ekki allt-
af sömu hnútum og samferða-
mennirnir.
Markverðir eru gjarnan þeir
sem eru bældir og hafa að auki
miklar sveiflur í lundarfari; sveifl-
ast milli orkusprenginga og ró-
lyndis. Markverðir fá líka oft að
standa verkefnalitlir langtímum
saman en verða síðan að leysa
alla sína orku úr læðingi, fyrir-
varalaust.
Miðvallarleikmenn eru „vinnu-
maurarnir“, stöðugir og upp-
byggjandi.
Persónuleg einkenni varnar-
manna komu kannske hvað mest
á óvart, þar töldu vísindamennirn-
ir sig hafa fundið að blíðlyndi og
auðmýkt væru einkennandi! Eins
og nærri má geta hafa þær niður-
stöður einna helst mætt gagnrýni
þjálfara og leikmanna, sem hafa
bent á að í öftustu vörn séu jafn-
an mestu hörkutólin og líkamlega
sterkustu leikmennirnir. En vís-
indamennirnir benda á á móti að
góður varnarmaður nýti oft á sér
kvenlegu hliðina sem fínnist í öll-
um mönnum; sé fljótur að aðlag-
ast nýjum aðstæðum og ólíkum
leikaðferðum andstæðinganna.
Og undir þetta tekur sænski
landsliðsmaðurinn Jan Eriksson
atvinnumaður og varnarmaður í
Kaiserslautern í Þýskalandi. Hann
segir að varnarmenn hafi á sér
meiri ábyrgð, séu óeigingjarnari
og hafi hæfileikann að vinna með
öllum félögunum í liðinu, hvort
heldur sem þeim falli hveijum við
annan eða ekki.
Og vísindamennirnir segja að
við vissar aðstæður nái varnar-
maðurinn að yfirvinna blíðuna og
beita hörku að vissu marki. Per-
sónuleikinn geri það þó að verkum
að honum hætti til að verða of
passívur. Sænsk blöð sem fjallað
hafa um ritgerðina spyija þeirrar
spurningar hvort þjálfarar al-
mennt séu nógu meðvitaðir um
mikilvægi sálfræðihliðarinnar í
þjálfuninni.
GOLF