Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. NÓVEMBER 1993 17 0 Morgunblaðið/Emilía I stafsetningarprófi Nemendur Verzlunarskóla íslands þreyta tölvuvætt stafsetningar- próf. Það er Gunnar Skarphéðinsson íslenskukennari sem les upp textann. Nýjung hjá Verzlunarskóla Islands Tölvuvætt stafsetn- ingarpróf reynt NÝTT tölvuforrit, sem ber saman textaskrár, er nú til reynslu hjá Verzlunarskóla íslands og er það notað til að finna villur í íslenskum stafsetningarprófum. Forritið getur flýtt fyrir við kennslu og er hægt að nota það við stafseningarkennslu öðrum tungumálum. Það var Úlfar Erlingsson, stærð- fræðikennari, sem samdi forritið og hefur það verið notað til reynslu á stafsetningarprófum. Að sögn ■ AÐALFUNDUR Orators, fé- lags laganema, var haldinn 21. október sl. Á fundinum var ný stjórn félagsins kjörin. í stjóminni eiga sæti sjö laganemar: Stefán Eiríks- son, formaður, Eyvindur G. Gunn- arsson, varaformaður, Gísli Tryggvason, ritstjóri Úlfljóts, tímarits laganema, en í þessu emb- ætti var kosið sérstaklega. í með- stjóm vom kjörin Kristján B. Thorlacius, Edda Andrésdóttir, Krístin Helga Markúsdóttir og Jónína S. Lárusdóttir. Aðalfundi Orators var framhaldið 25. október og var m.a. samþykkt ályktun þar sem skorað er á háskólayfirvöld að framfylgja lögbundnu banni við reykingum í Lögbergi, húsi laga- deildar. Ályktunin var send deildar- forseta lagadeildar, háskólarektor og háskólaráði. Engin viðbrögð hafa komið frá háskólarektor og háskólaráði, en ályktunin var tekin fyrir á deildarfundi 12. nóvember. Þar var ákveðið að vísa málinu til annarra háskólayfirvalda. Lögberg er svo til eina kennsluhúsið á há- skólasvæðinu þar sem reykt er og hefur það valdið því að margir flóttamenn úr öðram byggingum hafa leitað þar hælis til að svala þörfum sínum innadyra. Era lang- flestir laganemar orðnir langþreytt- ir á ástandinu og ákvað stjóm fé- lagsins einróma á fyrsta fundi sín- um að beita sér fyrir úrbótum í þessu máli. Baldurs Sveinssonar kennslustjóra Verzlunarskólans býður forritið uppá ýmsa möguleika og nýtist jafnt fyrir öll tungumál. Villuleit Stafsetningarpróf með forritinu fer þannig fram að kennari les upp textann og nemendur skrifa hann á tölvuskjá. Textinn hefur áður verið skrifaður inn í tölvukerfið og ber forritið texta nemenda saman við framtextann og leitar að villum. Forritið lýsir upp þau orð sem ekki era rétt stafsett, gerir athugasemd- ir ef orð eða setningar vantar og tilgreinir villuíjöldann. Baldur sagði að nota mætti for- ritið fyrir hvaða tungumál sem væri. Það gæti flýtt töluvert fyrir við kennslu, þar sem kennarinn þyrfti ekki að eyða tíma í að lesa þann hluta textans sem réttur væri en gæti einbeitt sér að villunum. með frönskum og sósu Jarlinn Sýning sunnudag kl. 13-17 NYJAR SENDINGAR Sýningarafsláttur 15% stgr. FAXAFENIVIÐ SUÐURLANDSBRAUT • SÍMI 686999 MÉM í; V': m m LmTiit FERÐAMÁLASKÓLI MENNTASKÓLINN ÍSLANDS í KÓPAVOGI NÝIR MÖGULEIKAR FYRIR ÞIG Menntaskólinn í Kópavogi, sem er viðurkenndur móðurskóli í ferðafræðum, býður öflugt ferðamálanám í öldungadeild við skólann. BOÐIÐ ER UPP Á TVEGGJA ANNA NÁM EÐA STÖK NÁMSKEIÐ VORÖNN Fjarbókunarkerfi Ferðaskrifstofur Jarðfræði íslands f/ferðaþj. Markaðsfræði ferðaþjónustu II Ferðalandafræði íslands Rekstur ferðaþjónustu Ferðalandafræði útlanda Stjórnun KENNSLUTÍMI mánud.-fös. frá kl. 17.30-21.40. Kennsla hefst 10.01’94. Nánari upplýsingar í síma 643033 frá kl. 9.00-14.00. ATH.: SKRÁNINGU LÝKUR 10. DESEMBER. FERÐAMÁLASKÓLI MENNTASKÓLINN ÍSLANDS í KÓPAVOGI Jólamatur, gjafír og föndur í byrjun abventu, miövikudaginn 1. desember nk., fylgir blabauki Morgunblaðinu sem heitir Jólamatur, gjafir og föndur. í þessu blaði verður fjallað um matargerð, bakstur fyrir jólin og birtir hátíðamatseðlar frá kunnum matreiðslumeisturum. Þá verða viðtöl við nokkra vel valda heimiliskokka sem leyfa lesendum að líta í uppskriftabækur sínar. Uppskriftir í blaöaukanum eru fengnar frá fagfólki og margar samdar sérstaklega fyrir hann. Jólaföndur af öllu tagi verður að finna á síðum blaðaukans, bæði fyrir litlar hendur og stórar, gjafir og heimilisskraut. Þá verður ýmislegt annað í blaðaukanum, sem kemur lesendum til góða í undirbúningi jólanna. Þeim sem áhuga hafa á að auglýsa í þessum blaðauka er bent á að tekið er vib auglýsingapöntunum til kl. 17.00 mánudaginn 22. nóvember. Nánari upplýsingar veita Agnes Erlingsdóttir, Helga Gubmundsdóttir og Petrína Ólafsdóttir, starfsmenn auglýsingadeildar, í síma 691111 eba símbréfi 691110. JltagmilAafeifr - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.