Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.11.1993, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/C *v*miXfi$faVb STOFNAÐ 1913 266. tbl. 81. árg. SUNNUDAGUR 21. NOVEMBER 1993 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Konur masa mest í síma KÖNNUN á vegum rannsóknastofnunar Berlinarháskóla hefur leitt í l.jós að kon- ur tala lengur og oftar í síma en karlar, að sögn danska dagblaðsins Berlingske Tidende. Niðurstaða könnunarinnar var að konur taka þátt í 83,7% allra símtala og af þeim sem tala oftar en tuttugu sinnum í síma á viku eru 89,2% konur. Þá kom fram að símtöl milli karla vara að meðaltali í 7,8 mínútur en milli kvenna í 10,4 mínútur. Hluti danska ríkisins sagð- ur „til sölu" EYJAN Borgundarhólmur hefur verið auglýst til sölu í International Herald Tribune. Ekki er það þó danska ríkis- stjórnin, sem stendur á bak við auglýs- inguna, heldur framkvæmdamaður á Borgundarhólmi, sem vill með þessu vekja athygli á slæmri stöðu eyjanna og áhugaleysi stjórnarinnar til að hjálpa. I auglýsingunni er sagt að eyjan sé á stærð við Singapore og danska stjórnin hafi látið eyjuna lönd og leið. Sagt er að þar séu miklir möguleikar á fríhöfn og henti vel fyrir fjárfestingar í bankastarfsemi, hágæða landbúnaði, inn- og útflutningi og framleiðslu, þar sem íbúarnir séu vel menntaðir. Kaupverð sé ekki undir hund- rað milljóiiiun dollara. Engir kaupendur höfðu gefið sig fram síðast þegar fréttist. Clintonrettur ekki vinsælar VINDLINGAR, sem bera vörumerkið „Clinton," hafa undanfarið verið til sölu í verslunum í borginni Kramatorsk í austurhluta Úkraínu. Vonuðust kaup- menn til að þessir vindlingar myndu ná sömu vinsældum og vestrænn tóbaks- varningur en að sögn fréttastofunnar Itar-Tass hefur þeim ekki orðið af þeirri ósk sinni. „Clintonretturnar" eru sagðar of bragðlitlar fyrir slavneska stórreyk- ingamenn og hafa þjóðernissinnar í þeirra röðum lagt til að hafin verði fram- leiðsla á vindlingum kenndum við Leóníd Kravtsjúk, forseta Úkraínu. „Ef þeir væru bara nógu, ódýrir, sterkir og án filters myndu þeir líka eflaust auka vin- sældir forsetans," segir fréttastofan. VETRARGANGA Morgunblaðið/RAX Framtíð flugfélagsins Alcazar verður ákveðin í næstu viku Sameining flugfélaganna er talin sífellt ólíklegri Kaupmannahðfn. Frá Sigrúnu Davíðsdóttur, fréttaritara Morgunblaðsins. ÞÓ AÐ FORYSTA SAS flugfélagsins hafi lagt mikla áherslu á að aðalstöðvar Alcaz- ar, flugfélagsins sem SAS freistar að stofna með Swissair, Austrian Airlines og KLM, verði í Kaupmannahöfn, virðist nú sem sú von muni ekki ganga eftir, heldur verði þær í Amsterdam. Kemur þetta fram í frétt í Svenska Dagbladet í vikunni hafa starfsmannafélög SAS á Kastrup í Kaupmannahöfn fundað til að ræða hvernig hægt verði að bregðast við ef þungamiðja nýja flugfélagsins verði í Amsterdam en ekki Kaupmannahöfn. Gert verður út um áætlunina í vikunni, en í Amsterdam þyk- ir ósennilegt að af sameiningunni verði vegna ágreinings um samstarfsaðila nýja flugfélagsins í Bandarikjunum. Sagði Ruud Lubbers, forsætisráðherra Hollands, á fðstudag að hugsanlega myndu viðræðurnar, sem staðið hafa í tíu mánuði, renna út í sandinn. Hollenska ríkið á 38,2% hlut í KLM. Af hálfu SAS verður ekki látið neitt uppi um hvar höfuðstöðvar hins nýja fyrirtækis verða, ef af sameiningu verður, fyrr en í fyrsta lagi eftir helgi. Samkvæmt fréttum danska útvarpsins er meirihluti stjórnar SAS hlynntur sameiningaráformunum, en full- trúar danskra og norskra starfsmanna SAS eru á móti. Ljóst er að ef af sameiningu verður, má búast við að flugfélögin fjögur fækki starfsmönnum um sjö þúsund manns á öllum starfssviðum og að niðurskurðurinn muni ná jafnt til flugmanna, skrifstofufólks og annarra. Jan Carlzon, fyrrum fram- kvæmdastjóri SAS, sem leiðir samningavið- ræðurnar fyrir hönd SAS, hefur áður lýst því yfir að ekki verði tekið tillit til neins annars við niðurskurðinn en áhrifa á rekst- ur og afkomu og ekki komi til greina að fara að jafna út áhrifum milli landa á póli- tískum forsendum. Carlzon hefur þegar lýst því yfír að gert verði út um sameininguna í næstu viku. Enn hefur ekki verið ákveðið hver verður samstarfsaðili Alcazar í Bandaríkjunum og virðist það vera helsta hindrunin. KLM er sagt vilja samstarf við JSÍorthwest Airlines en hin þrjú við Delta. Óttast Hollendingar að samstarf við Delta muni ógna starfsemi á Schipholflugvelli þar sem miðstöð banda- ríska flugfélagsins í Evrópu sé í Frankfurt. Ef félögin koma sér ekki saman um banda- rískan samstarfsaðila, verður ekki hægt að halda áfram. í Hollandi er talið ólíklegt að úr sameiningunni verði þar sem KLM sé orðið áhugalítið, eftir að samstarfsmöguleik- ar við önnur flugfélög hafi boðist. Einnig mun Swissair standa til boða sam- starf við önnur flugfélög. SAS virðist ekki hafa fengið neitt slíkt tilboð og ýmsir álíta að SS eigi ekki annarra kosta völ en Alcazar. skuldasppa - nagiasupa 10 DANSAfl INN í NÖTTINA 14 ÁRIN MEÐ B

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.