Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 6

Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 6
6 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBBR 1993 Kærðir fyrir leign- akstur á sendibflum ÞRÍR sendibílstjórar hafa verið staðnir að og játað að hafa flutt farþega gegn gjaldi og þar með farið inn á starfssvið leigubíl- sfjóra. Nokkrir sendiferðabílar Vextir líf- eyrissjóða lækka um 1 prósentustig FLESTIR stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa lækkað vexti á lán- um til sjóðfélaga um eitt pró- sentustig, úr 7% í 6%, eða eru í þann veginn að taka ákvörðun um lækkun í kjölfar þess að raunvext- ir á markaði hafa lækkað að und- anfömu. Á aðalfundi Sambands almennra lífeyrissjóða sem haldinn var 19. fyrra mánaðar voru samþykkt til- mæli til lífeyrissjóðanna um að lækka vextina í 6%. Hrafn Magnús- son, framkvæmdastjóri SAL, segir að allir sjóðir innan sambandsins hafi verið með 7% vexti á lánum til sjóðfélaga en séu nú annaðhvort búnir að lækka vextina eða um það bil að taka ákvörðun um það. Innan sambandsins eru 27 sjóðir. Meðal þeirra lífeyrissjóða sem lækkað hafa vextina í 6% er Lífeyr- issjóður verslunarmanna, stærsti líf- eyrissjóður landsins, Lífeyrissjóður Dagsbrúnar og Framsóknar og Líf- eyrissjóður sjómanna. Allir lífeyrissjóður voru ekki með 7% vexti á lífeyrissjóðslánum fyrir vaxtalækkun, heldur fylgdu nokkrir sjóðir meðalvöxtum banka og spari- sjóða, sem voru kringum 9% fyrir vaxtalækkun. Þá hafa sjóðir ríkis- starfsmanna, bæjarfélaga og banka margir hveijir verið með lægri vexti, eða á bilinu 5-6%. eru skráðir sem hópferða- eða fólksbílar en það er brot á reglu- gerð. Leigubílstjórar segja það hafa færst I vöxt að undanförnu að sendibílstjórar stundi fólks- flutninga gegn gjaldi og mun lögregla fylgjast sérstaklega með þessum málum á næstunni. Að sögn Ómars Smára Ármanns- sonar aðstoðaryfirlögregluþjóns er málið tvíþætt. Komið hefur í ljós að allmargir sendiferðabílar eru skráðir sem hópferða- eða fólksbílar en sam- kvæmt reglugerð eiga allir sendi- ferðabílar að vera skráðir sem vöru- flutningabílar. Ómar sagði að for- svarsmenn sendibílastöðvanna væru ábyrgir fyrir þessu þar sem þeim bæri að sjá til þess að bílarnir væru rétt skráðir og hefði þetta mál verið tekið til athugunar. Þrír sendiferðabílstjórar hafa ver- ið staðnir að því að flytja fólk gegn gjaldi og liggur játning fyrir. Mál þeirra eru nú til athugunar. Ómar sagði að nokkur brögð virtust að því að sendibílar stunduðu fólks- flutninga gegn gjaldi en skýrt er kveðið á í reglugerð að sendibifreið- ir megi aðeins flytja vörur og vörslu- menn þeirra. Eftirlit hert Ómar sagði að eftirlit með þessum málum hefði verið hert verulega og hefðu lögreglumenn fengið fyrir- mæli um að fylgjast sérstaklega með ólöglegum leiguakstri. Hann sagði að í einu kærumálinu hefði bílstjóri sendiferðabílsins ekki haft ökuréttindi til að aka fólki gegn gjaldi og auk þess hefði bíllinn að- eins verið skráður fyrir einn farþega auk ökumanns, en fleiri farþegar voru í bflnum. Réttur farþega til bóta hefði því enginn verið ef slys hefði orðið. Ómar vildi hvetja fólk til að þiggja ekki far hjá þeim sem stunduðu ólöglega stafsemi og jafn- fram vildi hann beina því til leigubíl- stjóra og sendibflstjóra að fara ekki inn á starfssvið hvorra annarra. Morgunblaðið/Þorkell Vinningarnir og- nýir eigendur HJÓNIN Ragnhildur Guðmundsdóttir og Bragi Bragason ásamt starfsmönnum happdrættis DAS og Toyota-umboðsins. í sleðanum eru synir þeirra Elvar og Brynjar. Aðalvinningxir í vetrarpotti DAS Vinningshafinn hélt að verið væri að grínast DREGIÐ var í vetrarpotti Happdrættis DAS á miðvikudag. Aðalvinn- ingurinn, 4Runnner-jeppi ásamt Ski-doo vélsleða og kerru að verð- mæti 3.750.000 króna, féll á miða í eigu fjögurra manna fjölskyldu i Hafnarfirði. Fjölskyldufaðirinn, Bragi Braga- son, segist varla vera búinn að átta sig á þessu ennþá. Hann hafi verið búinn að fara yfir vinningaskrá DAS og séð að hann hefði ekki unnið neitt og því hafi þau hjón ekki trúað því þegar hringt var í þau á miðvikudagskvöld og þeim færð tíðindin. Þeirra vinningur var aðalvinningur í vetrarpotti DAS sem dregið var í degi síðar en aðal- útdrátturinn fór fram. „Þetta var alveg meiriháttur. Maður hefur oft velt fyrir sér þegar maður les um fólk sem fær svona vinning hvernig tilfínning það sé. Þegar þetta hendir mann sjálfan þá veit maður varla hvernig maður á að lýsa því. Ég á tvo miða í DAS, hef átt annan í 25 ár og hinn, sem vinningurinn kom á, í 10 ár. Maður á aldrei von á að fá svona sjálfur. Nú verður gamli bíllinn seld- ur. Það er stórkostlegt að fá þetta því svona bfl getur maður ekki keypt á þeim launum sem maður hefur," sagði Bragi Bragason. Morgunblaðið/Þorkell Frá blaðamannafundi þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar. Frá vinstri: Kristín Magnúsdóttir, rannsóknastofu í Iyfjafræði, prófessor Þorkell Jóhannesson, rannsóknastofu í lyfja- fræði, Örn Þorvarðarson, Umferðarráði, Jafet E. Ingvason, lögreglunni í Hafnarfirði, Þorvaldur Sigmarsson, Iögreglunni í Kópavogi, og Magnús Einarsson, yfirlögregluþjónn í Reykjavík. Kannabis fannst í 10% blóðsýnanna MERKI um kannabisneyslu fannst í 19 af 200 blóðsýnum sem Rannsóknastofa Háskóla íslands í lyfjafræði rannsakaði sérstak- lega í samvinnu við Umferðarráð og lögregluna í Reykjavík. Um var að ræða blóðsýni manna sem grunaðir höfðu verið um akstur undir áfengisáhrifum árið 1992 og fyrri hluta árs 1993. Upphaf- lega höfðu blóðsýnin 200 aðeins verið rannsökuð með tilliti til áfengismagns. Við þá rannsókn hafði komið í ljós að í 171 af þessum 200 blóðsýnunum var áfengismagn undir refsimörkum umferðarlaga og þar sem ekki var sérstaklega leitað að kannab- isi við frumrannsóknina kom ekki til þess að þeim 17 úr þessum 171 manna hópi, sem nú er komið í ljós að höfðu neytt kannabis- efna, væri refsað fyrir að aka undir áhrifum kannabisefna. Á blaðamannafundi þar sem niðurstöður rannsóknarinnar voru kynntar voru Þorkell Jóhannesson prófessor, sem gerði rannsóknina, og Böðvar Bragason lögreglu- stjóri sammála um að þær gæfu tilefni til að gera frekari rann- sóknir, ekki síst á amfetamín- magni í blóðsýnum sem tekin hefðu verið vegna gruns um áfengisneyslu við akstur. Árlega eru að jafnaði 2.000- 2.400 ökumenn grunaðir um að aka undir áhrifum áfengis hér á landi. Að jafnaði valda um 50 ölv- aðir ökumenn slysi í umferðinni á ári hverju og eru um 10% að jafn- aði undir refsimörkum. Sá hópur sem er undir refsimörkum var rannsakaður sérstaklega í könnun rannsóknarstofu í lyfjafræði eins og að framan greinir en helming- ur hinna er að sögn Þorkels mikið drukkið fólk sem er hátt yfir refsi- mörkum hvað varðar áfengis- magn í blóði. Talið er að amfetamínneysla hafi fest í sessi hér á landi og kváðust Þorkell og Böðvar telja tilefni til að kanna umfang henn- ar sem svipuðum hætti. Leiði slík könnun í ljós að amfetamín finn- ist í 5-7% sýna kvaðst Þorkell telja trétt að íhuga alvarlega að breyta almennt aðferðum við blóð- rannsóknir í refsimálum með það í huga t.d. að skima sýni með til- liti til kannabis- eða amfetamín- innihalds. í máli Böðvars Bragasonar kom fram að niðurstöður sams konar rannsókna lægju ekki fyrir í ná- grannalöndunum en Böðvar kvaðst mundu leggja til við dóms- málaráðuneyti að ýtt verði undir framhaldsrannsóknir á þessu sviði. Eins o g ef mjólk væri bara niðurgreidd í kaupfélaginu - segir lögmaður Líkkistuvinnustofu Eyvindar Ámasonar um túlkun biskups á dómi Héraðsdóms „ÓLAFUR Skúlason er að blekkja sjálfan sig og aðra þegar Ólögmæt meðferð hann túlkar niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur á þá leið að skattpeninga málið hafi snúist um réttmæti niðurgreiðslna á útförum. Það hefur enginn neitt á móti ódýrum útförum,“ sagði Hreinn Lofts- son lögmaður Líkkistuvinnustofu Eyvindar Árnasonar um um- mæli Ölafs Skúlasonar biskups íslands vegna úrslita í dóms- máli Líkkistuvinnustofunnar gegn Kirkjugörðum Reykjavíkur- prófastsdæma. „Málið snerist um mismunun og um ólögmæta meðferð kirkjugarðsgjalda sem fólst í því að aðeins þeir sem notfærðu sér þjónustu Kirkjugarða Reykjavíkurprófastsdæma fengu ókeypis þjónustu. Hinir sem leituðu til Líkkistuvinnustofu Eyvindar Arnasonar fengu engar niðurgreiðslur. Til samanburð- ar væri ef aðeins þeir sem versluðu hjá kaupfélaginu fengju mjólkina sína niðurgreidda en ekki þeir sem versluðu hjá Hag- kaupum,“ sagði Hreinn. „Staðreyndin er sú að sam- kvæmt lögum er kirkjugarðsgjöld- um ætlað að standa straum af rekstri og viðhaldi kirkjugarða. Þetta gjald greiða allir — en hvers vegna eiga þá bara sumir að njóta þeirra en ekki aðrir? Ef Olafi Skúlasyni er umhugað að tryggja ódýrar útfarir handa öllum þá verður hann að gæta þess að fá samþykki Alþingis fyrir því með lagabreytingu og þá verða allir að njóta niðurgreiðslnanna — ekki aðeins þeir sem skipta við Ólaf. Við búum í réttarríki og það þýð- ir að allir eru jafnir fyrir lögunum og það þýðir líka að lagaheimild þarf að vera fyrir þeim sköttum sem okkur er gert að greiða og það þýðir líka að lagaheimild þarf að vera fyrir ráðstöfun þeirra sömu skattpeninga. Niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur stað- festir sem betur fer að við erum öll jöfn fyrir iögunum,“ sagði Hreinn. „Ólafur Skúlason hefur í tví- gang í fjölmiðlum tekið dæmi af Strætisvögnum Reykjavíkur og hefur sagt að niðurstaða málsins leiði til þess að leigubílstjórar gætu þá farið í mál og heimtað bætur frá Strætisvögnum Reykja- víkur vegna þess að þjónusta strætisvagnanria sé niðurgreidd. Samlíkingin við mál Líkkistu- vinnustofunnar væri hins vegar réttari sú ef SVR opnaði bifreiða- verkstæði sitt fyrir almenning og veitti þar ókeypis viðgerðir á bíl- um. Einstakir bifreiðavirkjar með eigin rekstur gætu ekki keppt við slíka þjónustu. Málið snýst því ekki um niðurgreiðslur sem slíkar eða ódýrar jarðarfarir. Það snýst um ólögmæta mismunun og ólög- mæta meðferð skattpeninga sem Kirkjugörðum Reykjavíkurpróf- astsdæma hefur verið treyst fyr- ir,“ sagði Hreinn Loftsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.