Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 12.12.1993, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 Deilur um Stasi-skjölin magnast í Þýskalandi Stjórnvöld sögð taka slælega á málefnum fórnarlamba ógnarstjórnarinnar 700.000 umsóknir SKJALASAFN Stasi er alls um 180 kílómetrar að lengd og nú hafa rúmlega 250.000 fyrrum Aust- ur-Þjóöverjar fengið aðgang að þeim skjölum sem þá varða. Hins vegar hafa um 700.000 slikar umsóknir borist frá einstaklingum. Myndin var tekin á safni með Stasi-skjölum í Leipzig. EFTIR sameiningu þýsku ríkj- anna árið 1990 fundust í hirsl- um Stasi, öryggislögreglu þýska Alþýðulýðveldisins, leyniskjöl með upplýsingum um einkalíf milljóna íbúa landsins. Þá kom í ljós að hjá Stasi störf- uðu óopinberlega, yfir hundrað þúsund uppljóstrarar sem fluttu fréttir af kunningjum, vinum og jafnvel fjölskyldu- meðlimum sem taldir voru óvin- veittir ríkisvaldinu en það eitt að fara í kirkju eða mæta ekki við hátiðahöld á frídegi verka- lýðsins, 1. maí, gaf tilefni til tortryggni. Lög um opinberun þessara skjala voru sett i fyrra og nú hafa tæplega 700.000 fyrrum ríkisborgarar, sótt um að fá að sjá þau. En ekki eru allir á eitt sáttir með réttmæti þessara lagasetning- ar. Helmut Kohl, kanslari Þýska- lands er þeirrar skoðunar að betra væri að loka skjölunum og ýmsir austurþýskir stjórnmálamenn hafa tekið í sama streng og er árið 1996 nefnt í því sambandi. Sam- kvæmt skoðanakönnun Infas- stofnunarinnar, vill tæplega helm- ingur Þjóðveija láta eyðileggja skjalasafnið. A hinn bóginn er ekk- ert lát á umsóknum þeirra sem vilja sá gögnin og samtök pólití- skra fómarlamba hafa harðlega mótmælt lokun skjalanna sem þau segja vera í mörgum tilfellum einu sönnunina á þeim glæpum sem áttu sér stað í Austur-Þýskalandi, auk þess sem það sé nauðsynlegt að draga þessa hluti fram í dags- ljósið til að koma í veg fyrir að þeir gerist aftur. Samtökin hafa einnig gagnrýnt núverandi stjómvöld fyrir að taka slælega á málefnum þeirra sem beittir vora póli- tísku ofbeldi í 40 ára sögu Austur-Þýskalands en fórnarlömb telja þeir vera um 300.000. í fyrrum aðalbækistöðvum Stasi í Berlín, þar sem Erich Mielke réði ríkjum fyrir örfáum árum eru nú til húsa hjálparsamtök fyrir fórn- arlömb pólitískra ofbeldisverka og safn þar sem gestum er gefinn kostur á að kynna sér starfsemi Stasi og skoða skrifstofur Mielke. Undanfarið hefur þar einnig staðið yfir rannsókn og skipulagning á skjalasafni Stasi en sambandsþing Þýskalands samþykkti fyrir ári síð- an að gera skjölin opinber og var prestinum, Joachim Gauck frá Rostock falin yfiramsjón með verk- inu. Að sögn blaðafulltrúa Gaucks eru starfsmenn ríflega 3.000 tals- ins og flestir frá austurhluta lands- ins, þar af era 16 starfsmenn sem áður unnu hjá Stasi en ráðning þeirra var talin nauðsynleg vegna sérkunnáttu þeirra. Hluti skjal- anna hafði verið skemmdur fyrir sameiningu ríkjanna en þá fundust til að mynda margir pokar fullir af rifnum skjölum. Rannsókn er ekki lokið og því óljóst hve margar milljónir einstaklinga Stasi hafði á skrá en skjalasafnið er um 180 kílómetrar að lengd. Skjölin era misefnismikil, allt frá nokkrum blaðsíðum í um 40.000 síður um sama aðilann. Einnig er um að ræða ljósmyndir og segul- bandsupptökur sem tilheyrðu njósnastarfseminni. Þær raddir sem heyrst hafa undanfarið um lokun skýrslnanna hafa haft í för með sér nýja hrinu af umsóknum og nú berast um 10.000 á mánuði frá fyrrum íbúum landsins. En biðtími er langur því það hafa borist tæpar tvær milljón- ir umsókna þar af um 700.000 frá einstaklingum en einnig er mjög mikið um að opinberir starfsmenn leiti eftir upplýsingum. Alls hafa 252.000 fyrrum ríkisborgarar fengið að skoða skjölin til þessa. Gægjugat inn í svefnherbergi Ekkert var Stasi óviðkomandi, bréf vora opnuð og símtöl hleruð en þeir sem ekki létu segja sér hvað þeir áttu að hugsa, vora kúg- aðir eða hnepptir í fangelsi. Á les- stofum í Stasibyggingum víða um Austur-Þýskaland, sitja nú fyrrum fjendur einræðisstjórnarinnar og lesa til um hvemig njósnað var um einkalíf þeirra. Til dæmis les rit- höfundur um hvemig nágranni hans boraði g'at á vegg til að sjá inn í svefnherbergi til hans. Kenn- ari, skoðar ljósrit af bréfi sem móðir hans skrifaði honum og myndir af bamafötum sem bárast með pósti þegar sonur hans fædd- ist en honum var bannað að vinna árið 1968 vegna andkommúnískra skoðana sinna. Ungur maður sér í gögnunum að faðir hans var upp- Ijóstrari og fyrir hans tilverknað sat hann í fangelsi í eitt ár. Hann hafði reyndar grunað að báðir for- eldrar hans störfuðu fyrir Stasi, það var því honum mikils virði að sjá að móðir hans var ekki viðriðin njósnastörf. Ungi maðurinn hafði látið þau orð falla að hann viidi ekki ala upp barnið sitt í Austur- Þýskalandi og einnig hafði hann samið ljóð sem talin vora fela í sér áróður gegn ríkinu. Uppljóstrarar voru yfirleitt karlkyns Erich Mielke sagði eitt sinn að óopinberir uppljóstrarar væra mik- ilvægasta vopnið gegn hinum innra óvini ríkisins. Árið 1988 voru 109.000 skráðir uppljóstrarar í vinnu hjá Stasi en aðrir starfsmenn voru um 89.000. Komið hefur í ljós að uppljóstrararnir voru ekki þvingaðir til starfans en grundvall- arregla var alger leynd yfir starf- inu og allir notuðu dulnefni. Al- gengast var að karlmenn á aldrin- um 20-45 ára störfuðu sem upp- ljóstrarar en konur vora einungis um 5-10%. Sá yngsti var 16 ára og gaf Stasi upplýsingar um móð- ur sína sem hugðist flytja til Vest- ur-Þýskalands. Fyrrum uppljóstr- arar hafa yfirleitt ekki verið dregn- ir til saka. Þeim, sem sannað þyk- ir að hafi valdið einhveijum skaða er á hinn bóginn bannað að gegna opinberam embættum, sitja á þingi og starfa sem lögfræðingar eða lögreglumenn. I einni skýrslu segir frá prófess- or sem árið 1968 bauð samkenn- urum sínum í afmæli til sín. Upp- ljóstrari sem kenndi við skólann var beðinn um að fara í afmælið og spyija prófessorinn um skoð- anir hans á innrásinni í Tékkóslóv- akíu. Við skýrslugerð daginn eftir segist þessi uppljóstrari ekki hafa spurt prófessorinn því hann hafi drukkið of mikið áfengi. Þá stend- ur í sömu skýrslu að það sé ósann- indi því annar uppljóstrari var einnig boðinn og segir hinn einung- is hafa drukkið tvö glös af bjór. Framtíð án skugga fortíðar Lögin um Stasi skýrslurnar voru samþykkt á þýska þinginu gegn vilja austurþýsku stjórnmálaflokk- anna, PDS og Búndnis 90. Samkvæmt skoðanakönnun Inf- as-stofnunarinnar í Þýskalandi vill tæplega helmingur þjóðarinnar láta eyðileggja Stasiskjölin, þar eð 49% Vestur-Þjóðveija og 42% Austur-Þjóðveija. Líklegasta skýr- ingin á þessari skoðun fólks er sú að það vill byggja upp framtíð án skugga fortíðarinnar og því best að gleyma því sem miður fór. Aðr- ir eru líklega að vernda sjálfan sig og nákomna sem voru viðriðnir Stasi. Helmut Kohl sagði í byijun nóv- ember að persónuleg skoðun sín væri sú að loka ætti skjölunum því þau eitruðu andrúmsloftið. í þeim væri ekki hægt að greina á milli smjaðurs og staðreyndar og þau hefðu því ekkert gildi fyrir samfé- lagið síðar meir. Múrinn enn á sínum stað Peter A. Hussock formaður Help, hjálparsamtaka pólitískra fórnarlamba, segir að fyrir mörg fórnarlömb hafi sameiningin ekki haft í för með sér nýtt upphaf, því í hugum margra er múrinn énn á sínum stað og virðist ófæranlegur. Stjórnvöld hafa ekki greitt skaða- bætur handa þeim sem voru póli- tískt kúgaðir svo sem með atvinnu- banni, pyntingum eða heftu skoð- anafrelsi. Formaður samtakanna, sat í fangelsi í tveggja rúmmetra fanga- klefa vegna flóttatilraunar til Vest- ur-Þýskalands. Samtökin sem rekin eru með fijálsum framlögum, hafa kært Erich Honecker og fyrrum ráð- herra þýska Alþýðulýðveldisins fyrir að hafa látið viðgangast lík- amlegar sem sálfræðilegar pynd- ingar í landinu. Nýlega var Erick Mielke dæmdur fyrir morð á tveim- ur mönnum árið 1932 en enn hef- ur hann ekki í eitt ár,verið dæmd- ur fyrir önnur brot. Erich Honec- ker var látinn laus af heilsufarsá- stæðum og býr nú í Chile. BAKSVIÐ Hrönn Marinósdóttir skrifar frá Berlín SAMFÉLAGSMÁL Velferðarþjónusta minni hér en á öðrum Norðurlöndum OPINBERA velferðarþjónustan er heldur minni hérlendis en almennt gerist á hinum Norðurlöndunum. Einungis hvað varðar útgjöld til heil- brigðismála stöndum við frændum okkar á sporði, en jafnframt má halda því fram að íslenska heilbrigð- iskerfið sé fremur dýrt vegna þess hve þjóðin er ung og þarfimar þar af leiðandi minni en annars staðar. Það hve þjóðin er ung ætti e.t.v. að endurspeglast í útgjöldum til menntamála, en svo er ekki, þar eru íslendingar neðarlega á blaði. Þetta kemur fram í ritgerð eftir prófessor Stefán Ólafsson í bókinni íslensk þjóðfélagsþróun 1880-1990, sem nýkomin er út á vegum Félagsvís- indastofnunar og Sagnfræðistofnun- ar Háskóla íslands. Þegar borin eru saman heildarút- gjöld hins opinbera í OECD-löndun- um sem hlutfall af vergri landsfram- leiðslu á hveijum stað (miðað er við meðaltal áranna frá 1980-1988) kemur í ljós að Svíþjóð, Holland og Danmörk skera sig úr með stærst hlutfall opinberra umsvifa, um það bil 60%. Þessar þjóðir búa jafnframt við einna umsvifamestu opinberu þjónustuna. Nær lægri enda kvarð- ans, þar sem hlutfallið er 30-35%, era ríki eins og Ástralía, Bandaríkin, ísland, Japan og Sviss. „Þessi al- menni samanburður á hlutfallslegu umfangi opinbera geirans gefur lauslegar vísbendingar um stærð velferðarríkisins í hinum þróaðri löndum heimsins. Þó ber að ítreka að hér er aðeins um lauslegar vís- bendingar um velferðarríkið að ræða, því opinberu útgjöldin ná til fleiri þátta en velferðarmála, til dæmis varnarmála og fjárfestinga í grunngerð þjóðfélagsins (sam- göngumannvirkja, orkumannvirkja og skóla). Islendingar njóta þess til dæmis, að útgjöld til varnarmála era ekkímikil, en á móti bera þeir þung- ar byrðar af byggingu og rekstri samgöngukerfis, eins og við er að búast hjá fámennri þjóð sem býr í stóru og harðbýlu landi,“ segir í rit- gerð Stefáns. Mestu munar I tekjutilfærslum almannatrygginga Btefán ber einnig saman vel- ferðarútgjöld á Norðurlöndum 1950 til 1987. Árið 1950 bar ekki svo ýkja mikið á milli landanna í þessu tilliti. Útgjöld til velferðarmála sem hlutfall af vergri landsframleiðslu voru á bilinu 6,3% (á íslandi) til 8,3% (í Svíþjóð). 1987 hafði staðan breyst verulega. Hlutfallið var þá 17% á íslandi þar sem það var enn lægst og 35,7% í Svíþjóð. Það er einkum á sviði tekjutilfærslna almanna- trygginga sem íslendingar standa frændum sínum að baki hvað um- fang útgjalda snertir. Mestu munar á útgjöldum til elli- og örorkubóta, atvinnuleysisbóta og fjölskyldubóta. Einungis varðandi útgjöld til heil- brigðismála standa íslendingar ná- grannaþjóðunum á sporði. Einungis Svíþjóð og Noregur veija stærri hluta þjóðarframleiðslu til þessa málaflokks en við og Danir og Finnar eru með lægri hluta. Eins og Hag- fræðistofnun Háskóla íslands benti á í skýrslu árið 1992 er íslenska þjóðin yngri en nágrannaþjóðirnar flestar og hefur þar af leiðandi hlut- fallslega minni þörf fyrir heilbrigðis- þjónustu. Má af því Ijóst vera að útgjöld til heilbrigðismála hér séu með mesta móti. „I reynd þýðir þetta að íslendingar búa við eina dýrastu heilbrigðisþjónustu á Vesturlöndum, og eru þar í félagsskap með til dæm- is Svíum og Bandaríkjamönnum," segir í ritgerð Stefáns. Útgjöld til menntamála Loks ber Stefán saman útgjöld til menntamála í OECD-löndum. Sem hlutfall af vergri landsframleiðslu eru þau hæst í Danmörku, eða 8%, en Islendingar eru heldur neðarlega á blaði, með tæp 5%. Þessar tölur eru frá 1984. Um þetta efni segir Stefán: „Þær þjóðir sem skipa svip- aðan sess og Islendingar (Þjóðverj- ar, Svisslendingar og Japanir) hafa hins vegar allar þá sérstöðu, að hjá þeim er mikil áhersla lögð á verklega menntun í virku samstarfi við at- vinnulífið, og bera fyrirtæki þá um- talsverðan hluta af kostnaði við menntunina, án efa mun stærri hluta en almennt er hér á landi. Þessi útkoma íslendinga er sérstaklega athyglisverð fyrir það, að þarfirnar eru tiltölulega miklar hér á landi, hlutfallslega meiri en í flestum hinna ríkjanna, vegna þess hve stór hluti íslensku þjóðarinnar er á skólaaldri. Auk þess bætist við hér á landi til- tölulega fjárfrekt grunnskólakerfi vegna mikils dreifbýlis. Hér á landi er heldur ekki um að ræða viðamik- ið hlutverk einkageirans í mennta- málum, eins og er til dæmis í Banda- ríkjunum, Bretlandi, Frakklandi og Japan.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.