Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 27

Morgunblaðið - 12.12.1993, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993 27 Hafsteinn Jóhannsson kafari og siglingakappi er maður sem lifir lífinu eins og hann vill og lætur engan segja sér fyrir verkum, stendur fastur á sínu og óttast hvorki ofsa úthafsins né átök við yfirvöld. Hann var fyrirferðarmikill villingur í bernsku en lærði síðar köfun og gat sér slðar frægðarorð sem helsti bjargvættur fiskiskipa á íslandsmiðum og var ætíð skjótur á vettvang á Eldingunni. Hafsteinn hefur siglt víða um úfin höf á nýrri Eldingu og vann fyrir nokkru það fáheyrða afrek að sigla einn umhverfis hnöttinn á heimasmíðaðri skútu án þess að hafa nokkurs staðar viðkomu á leiðinni. í nærri fimm mánuði sá hann hvergi til lands og hafði ekki samskipti við nokkra lifandi veru, nema sævardýr og fugla himinsins. Hafsteinn á Eldingunni er fjörmikil og ógleymanleg lýsing af sterkum og sérstæðum einstaklingi sem mætir hverri mannraun af djörfung og siglir ótrauður sinn sjó - einn á báti umhverfis hnöttinn. ÍÐUNN Hafsteinn á Eldingunni -Einn á báti umhverfis hnöttinn rít m 4* / Astin fiskanna „Ástin fiskanna er ljúfsár og tregafull saga um ást í meinum sem kviknar og brennur á elskendum ... úr verður óvenju sterkt og áhrifamikið verk/‘ (Gísli Sigurðsson, DV) „Hrífandi stíll, margræður og magnaður.“ (Soffía Auður Birgisdóttir, Mbl.) „... það er gaman að lesa þessa bók í annað sinn og jafnvel oftar ... hefur Steinunn unnið stóran sigur með þessari sögu. ..." (Ingunn Ásdísardóttir, Rás 1) „... angurvær ástarsaga sem ég hef grun um að margar konur telji sig hafa lifað.... Verkið snart mig á þann veg að í huganum hóf ég það yfir stað og stund.“ (Kolbrún Bergþórsdóttir, Pressunni) IÐUNN

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.