Morgunblaðið - 12.12.1993, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
33
LYÐVELDIN OG HERUÐIN
Rússlandi er skipt í 21 sjálfstjórnarlýðveldi og 68 héruð.
Jamalo-Nenetsk
MANNFJÖLDI
íbúar:
fbuarí
Moskvu:
Þjóðarbrot: %
Rússar 83
147.400.000
8.967.000
9
Úkralnumenn 3
Tsiúvashar2
Aðrir (meira en 100
þjóðarbrot) 8
Karelía
Adyqea
í Kabardíno- ,3 S
Balkar
N-Ossetía
fnqúsh
Tsietsienla**
* Tekur ekki þátt f kosningunum þar sem lýðveldið hefur lýst yfir sjálfstæði
undanfömum árum. Nýju drögin eru
blanda af hefðbundnum vestrænum
lýðræðishugmyndum og nokkram
hugtökum sem eiga rætur að rekja
til tíma keisaranna í Rússlandi. Verði
drögin samþykkt fá rússneskir þegn-
ar í fyrsta sinn í sögunni stjórnar-
skrárbundinn rétt til að eiga eigið
land, kaupa jarðir og selja.
I drögunum er ennfremur kveðið
á um jafnan rétt 21 lýðveldis og 68
héraða Rússlands, sem verður í
reynd í fyrsta sinn að raunveralegu
sambandsríki. Kveðið er á um að lög
sambandsríkisins séu æðri lögum
lýðvelda og héraða og aðskilnaður
þeirra frá Rússlandi er útilokaður.
Þetta hefur sætt harðri gagnrýni
leiðtoga lýðveldanna, einkum þeirra
sem beijast fyrir sjálfstæði.
Stjórnarskrárdrögin eru langt og
flókið skjal og meðal menntamanna
hefur borið nokkuð á efasemdum
um að rétt sé að láta „ómenntaða
alþýðuna“ skera úr um svo flókið
mál. „Við eigum að láta sérfræðinga
um viðkvæm lagaleg vandamál, ekki
húsmæður," sagði í grein sem nokkr-
ir þekktir menntamenn skrifuðu í
blaðið Nezavísímaja Gazeta.
Umbótasinnar eiga í
illdeilum
Yfirvöldin settu reglur sem tak-
mörkuðu mjög fjölda þeirra flokka
sem bjóða fram í kosningunum. Þar
með vora margir smáflokkar útilok-
aðir og það virðist hafa komið
kommúnistum til góða því þeim hef-
ur tekist að sameina krafta sína.
Umbótasinnarnir hafa hins vegar
dreifst á íjóra flokka sem deila ák-
aft sín á milli.
Þegar kosningabaráttan hófst
gerðu umbótasinnamir sér vonir um
að með því að bjóða fram í mörgum
flokkum gætu þeir aukið heildarfylgi
sitt. Kjósendur sem væra andvígir
einum flokki gætu þá kosið annan
og að kosingunum loknum gætu
flokkamir myndað bandalag í sátt
og samlyndi á þingi.
Ekki er víst að þessi draumur
rætist þar sem kosningabaráttan
hefur þróast út í heiftúðugar deilur
milli flokkanna. Til að mynda hafa
frambjóðendur Valkosts Rússlands
sakað keppinauta sína um spillingu
og samvinnu við öryggislögregluna
KGB. Einn umbótaflokkanna jafnaði
á hinn bóginn Ieiðtoga Valkosts
Rússlands við harðstjórann Jósef
Stalín.
Þessar illdeilur eru jafnvel taldar
geta orðið til þess að hluti umbóta-
sinna á nýja þinginu snúist að lokum
á sveif með kommúnistum og þjóð-
ernissinnum. Búist er við að nýja
þingið verði afar sundurleitt og jafn-
vel enn erfíðara viðfangs fyrir Jelts-
ín en gamla þingið. Því gæti svo
farið að Jeltsín teldi sig knúinn til
að leysa það upp.
Javlínskíj í sókn
Skoðanakannanir voru bannaðar
viku fyrir kosningamar og þær sem
gerðar voru fyrir þann tíma þykja
óáreiðanlegar þar sem þær einskorð-
uðust yfirleitt við stærstu borgirnar,
auk þess sem milljónir kjósenda vöru
óákveðnar. Samkvæmt könnunun-
um voru stuðningsmenn Jeltsíns í
Valkosti Rússlands með naumt for-
skot á flokk Grígoríjs Javlínskíjs og
aðrir flokkar vora með mun minna
fylgi. Kannanimar gáfu hins vegar
til kynna að flokkur Javlínskíjs væri
í sókn.
Valkostur Rússlands hafði úr mun
meira fjármagni að spila og góð
sambönd í stjórnkerfinu komu hon-
um einnig til góða. A sama tíma og
frambjóðendur flokksins gátu varið
umtalsverðum fjármunum í kosn-
ingabaráttuna og skipulagt hana
með hjálp tölva höfðu helstu keppi-
nautarnir sumstaðar ekki einu sinni
opnað bankareikninga fyrir fjár-
framlög.
Þrátt fyrir þetta virtist leiðtogi
Valkosts Rússlands, Jegor Gajdar,
eiga í mestu erfiðleikum með að
réttlæta efnahagsstefnu sína sem
hefur krafist mikilla fórna af hálfu
almennings. Gajdar er aðalhöfundur
efnahagsstefnu stjórnarinnar og
boðaði opið markaðshagkerfi, fijáls
viðskipti og minni afskipti ríkisins
af atvinnulífinu. Undir lok kosninga-
baráttunnar tók hins vegar að kveða
við annan tón og hann boðaði meðal
annars verndartolla til að styrkja
rússnesk iðnfyrirtæki sem standa
höllum fæti.
Javlínskíj þykir hins vegar hafa
staðið sig afar vel í kosningabarátt-
unni og samkvæmt skoðankönnun-
um er hann nú vinsælasti stjórn-
málamaður Rússlands. Hann þykir
eiga auðvelt með að koma hagfræði-
þekkingu sinni til skila á alþýðumáli.
Javlínskíj lagði áherslu á að efna-
hagsumbætur væra af hinu góða,
svo og kapítalisminn í heild, en það
væri þó ekkert náttúralögmál að
umbætumar þyrftu að kosta al-
menning miklar þjáningar. Javl-
ínskíj er á öndverðum meiði við
Gajdar að því leyti m.a. að hann
vill binda enda á einokunina í land-
inu með því að skapa skilyrði fyrir
samkeppni áður en fijálsu markaðs-
hagkerfi verði komið á. „Ef aðeins
ein grænmetisbúð er í hverfinu þínu
lækkar verðið aldrei,“ prédikaði
hann á kosningafundum. „Ef versl-
anirnar eru fleiri, en allar í eigu eins
manns, lækkar verðið aldrei. Ef hins
vegar verslanirnar era 20 og í eigu
margra manna, beijast þeir um við-
skiptavinina. Og verðið lækkar."
Þessa samkeppni segir hann
skorta í Rússlandi því verslanir hafí
safnast í fárra hendur vegna efna-
hagsstefnu stjórnarinnar.
Spennandi eftirmál
Almenningur sýndi kosningabar-
áttunni takmarkaðan áhuga og tor-
tryggni gætti í garð stjórnmála-
manna. Lítið bar á tilfinningahitan-
um sem einkenndi kosningarnar á
valdatíma Míkhaíls Gorbatsjovs árið
1989 og eftir valdaránið misheppn-
aða árið 1991 þegar valið stóð á
milli lýðræðissinna og afturhaldsafl-
anna. Nú eru línumar ekki eins skýr-
ar og vonleysi ríkir; tortryggni og
fyrirlitning á stjómmálamönnum er
aftur í tísku.
Jeltsín hefur háð langt og erfitt
stríð gegn arfleifð kommúnismans
og hefur væntanlega unnið fullnað-
arsigur verði stjómarskrárdrögin
samþykkt. Þótt kosningarnar í dag
marki tímamót í sögu Rússlands
ræðst framtíð landsins varla á einum
degi. Kosningarnar hafa sýnt að lýð-
ræðið er enn á brauðfótum í Rúss-
landi og eftirmál þeirra verða ekki
síður spennandi en sjálf kosninga-
nóttin.
54.900-
STGR. - AFBORGUNARVERÐ KR. 57.800-
9.9
STGR. AFBORGUNARVERD KR. 52.500-
282 Itr.kælir- 78 Itr.frystir
Mál HxBxD: 171x60x57
Tvísk. m/frysti aö ofan
U S ■ 2 2 9 O
212 Itr.kælir - 78 Itr.frystir
Mál HxBxD: 147x60x57
Tvísk. m/frysti aö ofan
U S - 1 3 OO
39.900-
RONNING
BORGARTÚNI 24
SÍMI 68 58 68
265 Itr.kælir - 25 Itr.fyrstih.
Mál HxBxD: 140x60x57
FAGOR
-'íf.sHr
250 Itr.kælir - 90 Itr.frystir
Mál HxBxD: 175x60x57
Tvísk. m/frysti aö neöan
IHllÍl
Amturstrœti
Islandsmet.
heimsmel?
Stærstu lax.vmr
Veiðitolur ur
veiðiáhum
Lækka
laxveiðileytin
Storir situng.v