Morgunblaðið - 12.12.1993, Side 34
34
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 12. DESEMBER 1993
+
Biblía sem
börnin geta
lesið sjálf.
Fæst í næstu bókaverslun.
tlöföar til
i i fólks í öllum
starfsgreinum!
RÚRSNFSKU KOSNINGARNAR
ÞRETTÁN flokkar bjóða fram í rússnesku
þingkosningunum ídag. Fæstir eiga sér
langa sögu en margir leiðtoga þeirra eru
gamalreyndir stjórnmálamenn. Til hagræð-
is hefur flokkunum verið skipt niður eftir
afstöðu þeirra til umbótastef nunnar.
Fylgjandi
umbötum
Valkostur Rússlands
Sá flokkur sem stendur næst
Jeltsín. Leiðtoginn er Jegor Gajdar
aðstoðarforsætisráðherra og einn
aðalhöfundur umbótastefnunnar en
auk hans má
nefna Andrej
Kozyrev, ut-
anríkisráð-
herra, og Ana-
tólíj Tjúbaís,
sem stýrt hef-
ur einkavæð-
ingaráformum
stjórnarinnar.
Flokkurinn er hlynntur markaðsbú-
skap en mikil verðbólga og áfram-
haldandi samdráttur í framleiðslu
hefur orðið til þess að Gajdar segist
nú hlynntur því að iðnaðurinn njóti
ákveðinnar vemdar. Valkostur
Rússlands hefur notið góðs af því
að vera stjómarflokkur en hefur
einnig verið harðlega gagnrýndur
vegna þess.
Javlínskíj-Boldíjrev-Lúkín-
bandalagiö
Nafn flokksins gjaman stytt í
Jabloko (epli). Kenndur við þijá af
leiðtogunum, Grígoríj Javlínskíj,
umbótasinnaðan hagfræðing sem
starfaði meðal annars fyrir Míkhail
Gorbatsjov, Júrí Boldíjrev, fyrrver-
andi ráðgjafa Jeltsíns, og Vladimír
Lúkín, sendiherra Rússlands í
Bandaríkjunum. Javlínskíj er vinsæl-
astur frambjóðenda í kosningunum
samkvæmt skoðanakönnunum.
Hann er fyrr-
verandi hnefa-
leikakappi og
þykir harður í
horn að taka í
kosningarbar-
áttunni. Hagar
máli sínu eftir
því hveijir Grígoríj JavlínskQ.
áheyrendur
hans eru og hefur góð tök á þeim.
Javlínskíj stefnir á framboð í næstu
forsetakosningum. Hann setti fram
þijár byltingarkenndar áætlanir í
efnahagsmálum í valdatíð Gorbatsj-
ovs og Jeltsíns en þeim var öllum
hafnað. Hugmyndir sínar sækir Javl-
inskíj m.a. til þess tíma er hann var
við Harvard-háskóla. Jabloko boðar
umbætur og kapítalisma en segir
að fara verði hægar í sakimar en
Vaikostur Rússlands boði.
Flokkurrússneskrar
einingar og sáttar
Leiðtogi flokksins er Sergej
Shakhraj, aðstoðarforsætisráð-
herra. Hann
boðar umbæt-
ur „með rriann-
legu yfir-
bragði" og
leggur áherslu
á aukið sjálf-
stæði hérað-
anna. Shak-
hraj hætti við
framboð fyrir Valkost Rússlands þar
sem hann var ósáttur við þátt Jelts-
íns í uppreisn afturhaldsaflanna á
þingi í október síðastliðnum.
Samtök um
lýðræðisumbætur
Borgarstjórinn í Pétursborg, Ana-
tóly Sobtsjak, og Gavrfl Popov,
fýrrverandi borgarstjóri í Moskvu,
leiða flokkinn.
Sækja þeir
fylgi sitt fyrst
og fremst til
þeirra sem
hlynntir eru
lýðræðisum-
bótum en falla
ekki einræðis-
tilhneigingar
Jeltsíns. Beina þeir orðum sínum sér
í lagi að menntamönnum enda boðar
flokkurinn bætta aðstöðu skóla og
menntastofnana.
Miðjuflokkar
Borgarasambandið
(samtök um stöðugleika,
réttlæti og framfarir)
Arkady Volsky, formaður sam-
taka iðnrekenda og sjálfstæðra at-
vinnurekenda, er leiðtogi flokksins.
Hann er tals-
maður öflugra
samtaka í her-
gagnasmíði og
þeirra sem
gæta vilja
hagsmuna fyr-
irtækja frá
sovéttímanum. Arkadíj Volskíj.
Volskíj vill
hægfara umbætur, hann er mótfall-
inn ströngu eftirliti stjórnarinnar
með fjármálum og vill að hátekju-
menn verði skattlagðir.
Lýðræðísflokkur
Rússlands
Leiðtogi flokksins er Níkolaj
Travkín, fyrrverandi hugmynda-
smiður Borgarasambandsins, sem
átti í illvígum
deilum við
Volskíj. Travk-
ín er lýðskr-
umari, vill að
lögð verði
áhersla á allt
það sem rúss-
neskt er í flóð-
bylgju vest-
rænna áhrifa. Hann beitir sér eink-
um á landsbyggðinni þar sem hann
nýtir sér það hversu umbótastefnan
hefur verið nátengd stórborgunum.
Franratíð Rússlands,
ný nöfn
Leiðtoginn Vjatsjeslav
Lastsjevsky fer fyrir hópi manna
sem sagðir eru pólitískir framagos-
ar. Flokkurinn er skipaður miðju-
mönnum sem veðjuðu á rangan hest
í uppreisn afturhaldsaflanna í októ-
ber.
Samtök um reisn og
kærleika
Ljóðræn lýsing flokksmanna á
samtökunum segir meira en þúsund
orð: „Skjól lítilla báta á stórri á sem
vegna mikilla og þungra strauma
tekst ekki að ná landfestum." Sam-
tök fyrrverandi hermanna, fatlaðra
og fórnalamba Tsjernobyl-slyssins.
Reiðubúin til samvinnu með hveijum
þeim sem styður mikinn félagslegan
stuðning við þá sem minna mega sín.
Jegor Gajdar.
Sergej Shakhraj.
AnatólQ Sobtsjak.
h
ddur á Reykjalundi var enginn venjulegur maður.
Hagsmunir sjukra og öryrkja urðu honum óþrjótandi
œvistarf Hann beitti sér víða og mótaði brautina:
Styðjum sjúka til sjálfsbjargar. Það var gœfa íslendinga
að eiga slíkan mann.