Morgunblaðið - 12.12.1993, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 12.12.1993, Qupperneq 40
40 MORGUNBLAÐIÐ MININIINGAR »®f2. DESEMBER 1993 Nuddskóli Rafus Qeirdals NUDDNÁM 1V2 árs nám hefst 10. janúar nk. Hægt er að velja um dagnám eða kvöldnám. Upplýsingar og skráning í símum 676612/686612 alla virka daga. Smiðshöfða 10, 112 Reykjavík. * Ovína Anne Margrét Amljóts Bjömsson Fædd 4. mars 1900 Dáin 3. desember 1994 í kvæði sínu Sonatorreki líkir Egill Skallagrímsson ætt sinni við sjóvarnargarð þar sem steinar standa þétt saman til vamar ágjöf. Þessi mynd verður mér hugstæðari eftir því sem skörðin verða fleiri í frændgarðinum sem veitti okkur systkinum skjól í uppvextinum. Hver steinn í þeim garði bar sín sérkenni — sumir vom breiðir og sléttir, aðrir dálítið hvassir og hmf- óttir. Sumir vom stærri en aðrir og sumir myndrænni. Ekki er ólík- legt að einn og einn hafi virst traustari en hinir en allir stóðu þeir þétt saman þar til tíminn og al- mættið tóku að rjúfa sín skörð. Fyrst dó amma, svo afi, en lengi eftir stóðu böm þeirra og tengda- börn þar til þau fóm að kveðja eitt af öðm — Amljótur, Hólmfríður, pabbi, Hjalti og Stella og nú Mar- grét, á 94. aldursári — tvímæla- laust einn prúðasti steinninn í frændgarðinum. Það er furðulegt hversu margir gátu rúmast í litlu stofunum á Skólavörðustíg 13 hjá afa og ömmu, en þegar mikið lá við þurfti að færa veisluhöldin í stóm stofurnar hjá Möggu og Hjalta á Hagamel 8. Þaðan em til myndir af öllum hópnum, Davíð og Halldóm sem komu að norðan í kreppunni, böm- um þeirra sem flestum tókst að afla sér mennta á mölinni, mökum þeirra og okkur krökkunum, fyrstu kynslóð borgarbarna í þessari ætt. Og þarna var líka vísir að næstu kynslóð en það vom elstu barna- bömin hennar Möggu frænku, sem urðu alls 15 og hafa dreifst út um lönd og álfur og eignast böm og bum og hafa fæst augum litið litla sjávarplássið á hjara veraldar þar sem amma þeirra steig sín fyrstu spor. Margrét bar þess raunar lítil merki að hafa alist upp norðan við Dumbshaf því að hún var heims- kona fram í fingurgóma, glæsileg í fasi og vel lesin. Hún bjó alltaf yfir einstakri skapstillingu og aldrei heyrði ég hana hækka róminn en það var stutt í dillandi hlátur þegar eitthvað skemmtilegt var á seyði. Hún breyttist eiginlega aldrei neitt og hélt andlegri reisn sinni og minni með svo miklum áægtum að ég var viss um að alltaf væri nægur tími til að setjast með henni stundarkorn og ræða eilífðarmálin, fá hana til að segja mér frá gömlum minning- um frá Þórshöfn á Langanesi, gömlu Reykjavík og merkilegu fólki sem hún hafði kynnst á lífsleiðinni, en þegar hún veiktist alvarlega síðastliðið haust urðu þau áform að engu og nú er skarð fyrir skildi. í huga mínum geymast fallegar myndir af hlýlegri móðursystur sem Hörður Áskelsson leikur á IsíÝJA KLAIS'ORGELIÐ ifttAlBr “ | Falleg og merk gjöf til vina, -heima jHI f/ og erlendis, og um leiö stuöningur W viö Orgelsjóö Hallgrímskirkju. tíérerfyrsta útgáfa hljóöritunar hins nýja orge/s Hallgrímskirkjir ~ Okkur er ánægja aö geta boöiö þennan vandaöa hljómdisk á einstöku veröi - aöeins kr. 1.200 Komib í Hallgrímskirkju eða hafið samband í símum : 7 0745og 621475. Við sendum í póstkröfu og bjóðum einnig greiðslukortaþjónustu. Opið alla daga frá kl. 10:00-17:00, nerma mánudaga frá kl. 13:30-17:30. hafði gaman af því að spjalla við forvitna og málgefna stelpu, konu sem aldrei varð gömul og prýddi hvarvetna umhverfi sitt. Og þótt aldraðir ættingjar safnist til feðra sinna rofnar aldrei sá garður sem eitt sinn veitti skjól. Guðrún Egilson. Sofnaðan svanna sjúkdómsptrum leystan faðma þú mjúklega, móðir jörð. Hlýtt við þitt hjarta hana þú geymir þótt yfir dynji hretin hörð. Þetta minningarljóð Hannesar Hafsteins sem hann orti um Óvínu Arnljótsdóttur móðursystur Mar- grétar tengdamóður minnar, kom upp í huga minn nú við andlát henn-' ar. í 32 ár höfum við Margrét búið í sama húsi, deilt saman gleði og sorg og þótt árin væru mörg á milli okkar urðum við miklar vin- konur og lét ég hana oft heyra það að hún væri besta vinkona mín og trúnaðarvinur. Þegar ég hugsa um ævi hennar þá kemur alltaf sú mynd upp sem hún gaf mér af æskuheimili sínu. Það virtist sem æskan hennar hafi liðið í eintómri fegurð því hún var óþreytandi að segja mér frá móðurfjölskyldu sinni og fannst manni allt þetta fólk vera lifandi og í kringum hana. Hún var umvafin myndum af fólkinu sínu og minningum frá þess- um yndislega tíma. Það uppeldi og umhverfi sem hún bjó við mótaði hana svo sterkt og voru ræturnar svo fastar að ekkert fékk haggað þeim. Hún fæddist 4. marz 1900 á Sauðanesi, dóttir Halldóru Amljóts- dóttur og Williams Velschow arki- tekts og var skírð Óvína Anne Margrét Arnljóts. Þótt Sauðanes væri á einum afskekktasta stað landsins var mikill heimsborgara- bragur yfir þessu heimili. Afi Mar- grétar, sr. Arnljótur Ólafsson, bjó þar ásamt konu sinni, frú Hólmfríði Þorsteinsdóttur. ' Persónuleiki sr. Arnljóts hefur verið mikill því hún minntist hans af einstaklegri hlýju og lotningu og mundi vel eftir hon- um þótt hún væri aðeins fjögurra ára er hann lést. Af skrifum samtíð- armanna sr. Amljóts má ráða að hann hefur verið mikilmenni og segir sr. Matthías Jochumsson um hann á einum stað: „Flestum varstu fremri að listum, fræðibaldur þinnar aldar“ o.s.frv. Þar ríkti mikil menn- ing og sagt var að bókahillurnar hafí svignað undan bókakostinum og þar engar lélegar bækur, heldur eingöngu úrvalsrit og því auðvelt að svala andlegum þorsta og full- nægja fegurðarlöngun sinni við lestur slíkra bóka. Ég tel fullvíst að ef Margrét hefði farið í lang- skólanám hefði hún stundað ein- hveija fagurfræðilega menntun, en í þá daga nam kvenfólk frekar ýmsar hannyrðir og heimilisstörf og vom hæg heimatökin að læra þær listir af móður sinni og móður- systmm og varð Margrét einnig þekkt fyrir listasaum, sem kom sér Georgf í íiiaiiiilieimiitii EFTIR )ÓN 0G JÓN Þessi bók er sko ekkert „rusladrasl" heldur ein vandabasta teiknimyndasaga sem gerb hefur verib á íslandi. Slalaboáaskjóá EFTIR ÞORVALD ÞORSTEINSSON an Eitt albesta ævintýri síbustu ára. Spennandi og margslungib. Þab gerist í ævintýraskóginum og núna líka í Þjóbleikhúsinu. Mál IMI og menning LAUGAVEGI 18, SÍMI (91) 24240 & SÍDUMÚLA 7-9, SÍMI (91) 688577

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.