Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 2
2 B MÓRGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Danski land- stjórinn Pet- er von Scholten var sá sem veitti þrælunum frelsi 1848. Þessa mynd málaði bróð- ir hans toll- vörðurinn Frederich von Scholt- en árið 1834 á staðnum þar sem uppreisn var þá gerð. St. Thomas hefur á síðustu tím- um verið breytt í nýtísku túrista- paradís með baðströndum og freist- andi tollftjálsum gjafabúðum með gulli og hvers kyns merkjavarningi á Dronningensgade í bænum. En þeim sem lesið hafa Norðurlanda- verðlaunaverk Thorkilds Hansens um Þrælaeyjamar dönsku, St. Thomas, St. Jan og St. Croix, dylj- ast ekki minjarnar um þá tíma, sem Danir hafa sloppið makalaust vel frá með mannorðið lítt skert. Lif- andi verður myndin af þrælaskipun- um að sigla með svörtu bandingjana í pökkuðum lestum inn í þennan sama yndislega flóa, þar sem nú er verið að fetja okkur eftirvænting- arfullt skemmtiferðafólk í land í 400 farþega vélknúnum bátum. Einn íslenskur blaðamaður og þijár ferðaskrifstofukonur frá Urvali- Útsýn í hópnum. Mun betur settar en Islendingurinn Sigurður Teitsson Islænder, sem í upphafi þræla- tímans lenti í hrakningum á St. Thomas og bar þar beinin. Líka í ólíkt betri aðstöðu en múlattinn og heimamaðurinn Hans Jonathan, sem seinna bjargaðist til Djúpavogs og af er komin mikil ætt á Islandi, m.a. forsætisráðherrann okkar, Davíð Oddsson. Undir glitrandi yfír- borðinu á þessum yndislegu eyjum felst mikil saga, ef um er skyggnst. í hlýjum sjónum við bryggjuna í Charlotte Amalía ærslast tveir dökkir strákar. 0g flestir sem af- greiða í lúxusbúðunum og þjóna ferðafólkinu bera þennan fallega blandaða brúna lit. Eyjabúar eru afkomendur þess fólks sem dregið var hlekkjað út úr skógunum á Gíneuströnd Afríku og flutt í loft- lausum lestum þrælaskipanna til eyjanna í Karíbahafi, þar sem St. Thomas varð brátt aðalumskipun- arhöfnin og sölustaðurinn. Engir dökkir þrælar voru þar fyrr en árið eftir að Friðrik kóngur 3. sendi menn sína til að leggja undir sig þessa óbyggðu eyju á árinu 1665. En þeim mun hraðvirkari urðu þeir að koma upp þrælahaldi, sem stóð í 176 ár. Þessi sterku svörtu drátt- ardýr frá þrælaströndinni entust í erfiðri sykurræktinni þar sem refsi- fangar frá Brimarhólmi höfðu gef- ist upp. Þeir féllu eins og flugur, svo sem kemur vel fram í hörmung- arsögu Sigurðar Teitssonar af Is- landi, sem Kolbeinn Þorleifsson hefur grafið upp og birtist hér með í sérramma. En Sigurður kom til St. Thomas 1686. Líklega hefur Sigurði eða hlekkj- uðum Afríkuþrælunum ekki litist eins vel á og okkur skemmtiferða- fólkinu þegar þeir af dekkinu á skipi sínu sáu þessar ávölu hæðir vafðar grænum gróðri og fallegu strönd og voga við tært blátt haf, þar sem má kafa og skoða skraut- fiska. Allt árið er þar sumar, hitinn getur farið upp í 35 stig og fer sjald- an niður fyrir 20 stig, en salt sjávar- loftið virðist létt að anda að sér. Vestur-Indíur eru í staðvindabeltinu og þetta eru austustu eyjarnar, St. Thomas og St. Jan, sem dönsku íbúamir lögðu fljótlega undir sig. Og rétt sunnar má sjá St. Croix sem þeir keyptu af Frökkum 1733. Nú eiga Bandaríkjamenn þær, Danir seldu þeim þær allar þtjár á árinu 1917, fyrir 25 þúsund dali. Þegar bandaríska sendiráðslóðin á St. John eins og hún heitir núna, var seld fyrir tveimur árum fengust fyrir þennan litla skika 50 milljónir dala og segir sagan að þá hafi Danir nagað sig í handarbökin. Birgðastöð með fólk á fæti En gróðinn var mikill meðan dýrðin stóð. Danir buðu öðmm þrælasölum afnot af þessari höfn á St. Thomas og að versla með þræla frá Gíneuströnd Afríku til annarra eyja. Tóku 1% í toll af viðskiptunum og 2% fyrir endurselda þræla. Þann- ig varð St. Thomas ein mikilvæg- asta birgðastöðin í alþjóðlegri versl- un með fólk á fæti. A 20 ámm upp úr 1700 var 3.000 Afríkuþrælum skipað upp á eynni. Þá bjuggu þar 5.028 manns, þ.e. 524 hvítir og 4.504 þrælar. Ekki að furða þótt hvitu fjölskyldurnar á sínum lúx- usbúgörðum væm óömggar. Enda segir Thorkild Hansen frá þeim skelfílega atburði sem gekk yfir íbúa St. Jan 1733, þegar þrælamir gerðu uppreisn undir forustu Júnís, höfðingjasonarins frá Afríku, sem hafði verið slitinn frá fallegu kon- unni sinni á þrælauppboðinu og hún Morgunblaðið/Epa Eyjan St. Jan hetur verið friðlýst og regnskógurinn hefur að nýju lagt undir sig gömlu sykurplantekrurnar. Rockefeller lagði 1956 fé í að gera stærstan hluta eyjarinnar að binðgarði og er vart hægt að lýsa bví hve fallegt bar er. Þessir 4.000 íbúar á St. Jan lifa nú á ferðamönnum, tveimur millinnum túrista á ári, sem nióta lífsins á bessum hvítu ströndum. seld. Þrælarnir fóru plantekru af plantekru og skildu eftir sig blóði drifna slóð, en auðvitað gátu þeir ekki staðist lið með skotvopn lengur en þeirra skotfæri entust. Lauk uppreisninni með því að 50 þeir síð- ustu héldu út á austasta odda eyjar- innar við Newfound Bay, eins ná- lægt Afríku og hægt var að kom- ast, héldu sameiginlega drykkju og átveislu og fyrirfóru sér. Mig brest- ur kjark, á kona Júnís að hafa sagt. Þá skar hann hana á háls og síðan sjálfan sig. Þegar ekið er um St. Jan skilur maður hvernig þrælarnir gátu falist svo vel í þessum gróskumikla skógi. Göngustígana gegnum skóginn þarf að höggva í gegn með harð- fylgi. Eyjan St. Jan hefur verið frið- lýst og regnskógurirtn hefur að nýju lagt undir sig gömlu sykur- plantekrurnar. Rockefeller lagði 1956 fé í að gera stærstan hluta eyjarinnar að þjóðgarði. Og er vart hægt að lýsa því hve fallegt þar er. Þessir 4.000 íbúar á St. Jan lifa nú á ferðamönnum, 2lh milljón túr- ista á ári, sem njóta lífsins á þessum hvítu ströndum. Norway skemmti- ferðaskipið okkar kom þar siglandi snemma morguns, setti farþegana á land áður en það sigldi áfram til Charlotte Amalía. Við sem vildum nJóta eyjarinnar gátum bara tekið fetjuna 45 mínútna siglingu yfir til St. Thomas á eftir því. Svo stutt er á milli. Krakkarnir sækja eftir 9. bekk skóla yfir á St. Thomas, eru fluttir á skólabát. En sú leið reynd- ist þrælum á flótta ofviða. í þjóðgarðinum hefur rústunum af síðustu sykurplantekrunni, Annaberg, verið haldið við. Þetta var ein af 88 plantekrum á eynni. Þar voru 1.900 þrælar og 100 hvít- ir íbúar. Auk sykursins voru þar unnar aukaafurðirnar úr reyrnum, romm eða kildevil og melassi eða síróp. Með þrælum og harðýðgi var landið hreinsað og sykurreyrinn ræktaður í hlíðunum undir brenn- andi karabískri sól, seigur reyrinn höggvinn með stuttum hnífum og fíuttur heim að 12-18 mánuðum liðnum. Heim í vindmillurnar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.