Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 B 19 Japönsk draugagríma. Lokaatriði úr leiksýningu. JAPANSKAR ENSKA ER OKKAR MAL SÉRMENNTAÐIR ENSKIR KENNARAR • LIFANDI NÁMSKEIÐ Linda P. Samuel Marie Ný 7 vikna námskeið Áhersla á talmál 10 kunnáttustig Hámark 10 nem. í bekk Enskuskólinn TÚNGATA 5 * SÍMI 25330 LJÓSMYNDIR Myndlist Bragi Ásgeirsson Um áramótin var opnuð sýning á ljósmyndum frá Japan í menning- arþró Ráðhússins og stendur hún fram á morgundaginn. Það er eins og fram hefur komið vináttufélagið Japan — ísland, sem stendur fyrir sýningunni, en það var stofnað 1991 í tengslum við opinbera heimsókn Vigdísar Finnbogadóttur. Það er víða hefð að efna til list- kynninga í ráðhúsum stórborga sbr. íslenzku sýninguna í Bonn á sl. ári, og sjálfur átti ég nær 30 myndverk á listkynningu í ráðhúsi Tókýóborg- ar í desember 1992. Slíkar sýningar standa yfirleitt stutt yfir, sjaldan lengur en 3-7 daga, en til eru sér- stakar undantekningar eins og sýn- ingin í Bonn. Gefst því sjaldan tóm til að geta þeirra sérstaklega svo' sem þó iðulega er tilefni til og von- andi verður reglan sú hér í borg að þær standi ofurlítið lengur, því að fólk er nokkuð seint að átta sig á menningarviðburðum, nema um sé að ræða jeppasýningar (!) og viðlíka veraldlega hluti. Það er mikið safn ljósmynda sem til sýnis er í listaþrónni og litríkar myndirnar lyfta óneitanlega upp hinni hráu og grámóskulegu stemmningu er þar ríkir að jafnaði. Margar þeirra eru afburða vel tekn- ar og bregða upp sannferðugri mynd af ýmsu í japönsku þjóðlífi og gleymist ekki að kynna þátt bif- reiðamenningarinnar, sem Islend- ingar ættu að kunna vel að meta. Þannig sjáum við sýnishorn af hin- um hrikalegu steinsteyptu hrað- brautum, sem eru einkenni japan- skra stórborga og þá ekki síst Os- aka, sem er mjög nútímaleg borg. Minnist ég þess hvernig hraðbraut- imar liðuðust um allt, yfir hús og jafnvel undir, og stóð mér nokkur beygur af þeim. Annars kom mér framkvæmdin svo fyrir sjónir, að hér væri um ósköp almenna kynningarsýningu á Japan og japönsku þjóðlífí að ræða og ég saknaði margs, sem ég var uppnuminn af á ferðum mínum og þá einkum japanskrar listar og þess sem getur að líta á hvers konar söfnum. Til dæmis er stórkostlegt þjóðhátta- og þjóðminjasafn í Tókýó, sem tekur marga daga að skoða vel, og svo eru risastórir höggmyndagarðar í Osaka og Ha- kone, sem er í nágrenni Tókýóborg- ar. Þá ber einnig að geta garðanna í Tókýó, en mér þótti stemmningin í þeim mögnuð í desembermánuði 1992, og vafalítið er hún mögnuð á öllum árstíðum. Þar er sköpunin sem mikilfenglegur söngur fyrir augað. Það fór líka svo að minnisstæð- asta ljósmyndin á sýningunni var af risastórri grímu af leikhúsdraug, en hér hafa Japanar af miklum sjóði að ausa. Óskipta athygli mína vöktu svo einnig myndir af börnum og blómum, svo og þeim sem bjuggu yfir þeirri leikrænu og glettnislegu kímni sem er svo ágætur eðliskostur í fari Japana. Dregið saman í hnotskurn er um frekar einhæfa og staðlaða sýningu að ræða fyrir mann, sem veit sitt- hvað um undur Japans, en vafalítið á hún mikið erindi til þeirra er minna þekkja til landsins, og þannig séð ber að þakka framkvæmdina með virktum. Suzuki Vitara Góður kostur fyrir veturinn Suzuki Vitara er einstaklega lipur og sparneytinn jeppi, byggður á grind og búinn frábærri íjöðrun Vitara er með vandaðri innréttingu, vökvastýri, rafdrifnum rúðuvindum og samlæs- ingum auk fjölda annarra kosta. Hann fæst 5 gíra, beinskiptur eða með $ SUZUKI —----------- SUZUKIBÍLAR HF. sjálfskiptingu Verð, 3 dyra, kr. 1.785.000. Verð, 5 dyra, kr. 2.180.000. Komið og reynsluakið SKEIFUNNI 17 • SÍMI 685100 * Billinn á myndinni er með aukabúnaði sem ekki er inni- falinn í vcrði. Húnakórinn Æfingar hefjast eftir hátíðarhlé SÍÐAN í haust hefur verið starf- ræktur innan Húnvetningafé- lagsins í Reykjavík sönghópur sem æft hefur einu sinni í viku. Hinn 17. desember sl. var svo formlega stofnaður kór og nefndur liúnakórinn. Voru stofn- félagar tæplega 30. Söngstjóri er Bjarney Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir. Æfingar hefjast eftir hátíðarhlé þriðjudaginn 11. janúar og verður æft í Húnabúð, Skeifunni 17. Reykjavík, alla þriðjudaga kl. 20 til kl. 22. Hópurinn þyrfti að vera stærri, sérstaídega vantar í sópran og bassa. Allir þeir sem áhuga hafa á að ganga til liðs við kórinn eru hvattir til að mæta I Húnabúð á næstu æfingu. Stjórn Húnakórsins skipa Sæunn Grímsdóttir, Ólafur Þórarinsson, Steinunn Guðjónsdóttir og Gréta Konráðsdóttir. Krakkadeildin er ný deild innan Söngsmiðjunnar fyrir börn allt niður í 4 ára aldur. Viðfangsefni hópanna eru: 4-5 ára Tónlist og hreyfing. 6-8 ára Tónlist úr Karnival dýranna. 9-10 ára Vinsæl lög úr Disney myndinni Litia Hafmeyjan 11-12 ára Tónlistin úr Disney myndinni Aladdín sem nú er verið að sýna við frábærar vinsældir. /s 13-15 ára Hress rokktónlist frá árunum 1950-1960. Jlí ©Disney Áhersla er lögð á skapandi starf barnsins í tónlistar og hreyfiuppeldi. Unnið er með grunnþætti tónlistar s.s. blæ, hraða, púls, hryn, styrk og laglínu. Nálgun á viðfangsefninu með hlustun, leikrænni tjáningu, söngi, dans og hreyfingu. Félagslegi þátturinn vegur stóran sess, þar sem kennslan fer fram í hóp. Upplýsingar og innritun í s: 61 24 55 • Fax: 61 24 56 SÖNGSMIÐJAN - Skipholti 25 W

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.