Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 10
10 B
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANUAR 1994
Við kynntumst í San Francisco, í
Califomiu, árið 1988, þegar Isabel
Allende skrifaði ennþá með'blý-
anti eins og hún ætti lífið að leysa.
Hún átti ekki tölvu. Hvorki tölvu
né bókasafn. Og heldur enga skrif-
stofu. Hún átti ekkert og hafði
ekki einu sinni dvalarleyfi í Banda-
ríkjunum. Hún átti aðeins elskhuga, William
Gordon, sem var lögfræðingur og „kani“. A
hverjum degi lokaði Isabel sig inni í eldhúsi
Gordons og grúfði sig yfir gula stílabók. A
þessum tíma var hún allskostar ómeðvituð
um þann frægðarferil sem var að hefjast —
það var annað ævintýri sem átti hug hennar
allan: „Ég er 45 ára gömul kona og ástfang-
in upp fyrir haus,“ sagði hún mér einn dag-
inn. „Og ég er mjög hrædd.“
Nýtt tímabil var að hefjast í lífí Isabellu
Allende. Hún átti að baki tuttugu ár í „leið-
inda hjónabandi" og útlegð í Venezuela, en
þangað hafði hún flúið með börn sín þegar
föðurbroður hennar, Salvador Allende, var
steypt af stóli í Chile.
A þessum sólríka og* hlýja nóvember-
morgni, á ieið minni frá Sausalito, fegursta
hverfí San Francisco-borgar, lék mér mest
forvitni á að vita hvaða Isabellu Allende ég
ætti eftir að hitta hinum megin við Golden
Gate-brúnna. Kalda og yfírvegaða skáldkonu,
merkta af frægð sinni og velgengni? Eða
feimna og dálítið óörugga konu, sömu kon-
una og ég hafði eitt sinn þekkt? Á fáeinum
árum höfðu bækur hennar vakið heimsat-
hygli. Hinn 22. desembér síðastliðinn var
frumsýnd á Spáni kvikmynd sem byggð er
á fyrstu skáldsögu hennar, „Húsi andanna".
Onnur skáldsaga hennar og ein smásaga
verða kvikmyndaðar bráðlega. Salan á bók-
unum hennar, sem þýddar hafa verið á öll
helstu tungumál heims, fer ört vaxandi. En
hörmulegur atburður- átti eftir að varpa
skugga á sigra og velgengni Isabellu All-
ende: Þann 6. desember 1991, var 28 ára
gömul dóttir hennar, Paula, lögð inn á sjúkra-
hús í Madrid. Hún dó ári síðar eftir löng og
erfíð veikindi. Þessi lífsreynsla gjörbreytti
lífí Isabellu Allende. „Ég hef elst um tíu ár
á einu ári, en veri þau velkomin. Ég vil ekki
hætta að gráta af því ég fínn að gráturinn
gerir mig að betri manneskju."
Föðurlaus
— Þetta herbergi er mjög ólíkt því sem
þú vannst í áður, þegar þú skrifaðir enn með
blýanti. Nú ertu komin með frábæra skrif-
stofu, bestu gerð af Apple-tölvu og laser-
prentara...
Já. Á þeim tíma var ég að skrifa smásögur
í gula stílabók. Stundum vann ég á skrif-
stofu Willams og stundum heima hjá honum
í San Rafael-götu. Mig óraði ekki fyrir því
þá að ég myndi ílengjast hér eða að ég ætti
eftir að búa með honum. Þetta var tímabil
mikilla.r óvissu. Þangað til við giftum okkur.
— Hvenær var það?
Við giftum okkur í júlí, 1988.
Ég þurfti að verða mér úti um dvalarleyfi
í Bandaríkjunum. Það var þess vegna. Ann-
ars hefðum við alveg getað haldið áfram að
búa saman ógift. í minni stöðu er ekki hægt
að vera ólöglegur í þessu landi. Maður lendir
í vandræðum í hvert skipti sem farið er inn
eða út úr landinu og mætir alls staðar ein-
hverri mótstöðu. Ég komst í meira jafnvægi
eftir að ég giftist William, vitneskjan'um að
nú væri hann eiginmaður minn en ekki bara
elskhugi veitti mér öryggi. Mamma varð líka
mjög glöð. Hún gat aldrei gifst fósturpabba
mínum af því að skilnaður er ólöglegur í Chile.
— Hvað varð um föður þinn? Yfirgaf hann
fjölskylduna? Ég hef heyrt að það hafí verið
Salvador Allende sem sá um þig og kostaði
þig til náms.
Ég veit ekki í smáatriðum hvernig þetta
var af því að mamma hefur alltaf viljað halda
þessu leyndu. Ég veit ekki nákvæmlega hvað
gerðist. En ég hef það á tilfinningunni að
pabbi hljóti að hafa gert eitthvað það af sér
sem hann skammaðist sín fyrir, og þess vegna
lagt á flótta. Og svo hefur hann ekki þorað
að koma til baka.
— Er hann dáinn?
Já.
— Hvernig dó hann?
Hann dó úti á götu. Úr hjartaáfalli. Ég
var 27 eða 28 ára og vann á tímariti sem
hét Paula. Og einn daginn datt einhver mað-
ur niður úti á götu og dó. Hann var fluttur
í líkhúsið og þegar farið var að skyggnast í
pappírana hans kom í ljós að hann bar eftir-
nafnið Allende. Það var talið líklegt að við
værum skyld og þá var hringt í mig og ég
beðin um að koma til þess að bera kennsl á
líkið. Það fyrsta sem ég hugsaði var að þetta
Þýðing og endursögn-.
Hrafnhildur Hogalín Guðmundsdóttir
HÚN er margslungin, seiðmögn-
uð og raunsæ - rétt eins og
stíllinn sem einkennir bækurnar
hennar, og gerði hana heims-
fræga. Hún er 51 árs, þegar orð-
in amma og langar að semja
fleiri sögur, ennþá fleiri sögur
til þess að segja barnabörnunum
sínum. Isabel Allende verður í
sviðsljósinu á íslandi á næstunni.
í Borgarleikhúsinu er nýbúið að
frumsýna leikgerð Kjartans
Ragnarssonar á Evu Lúnu og
innan skamms verður byrjað að
sýna kvikmynd Billie August sem
gerð er eftir fyrstu skáldsögu
hennar, Húsi andanna. En hafi
hún notið velgengni í listinni
undanfarið hefur líf hennar ekki
verið eintómur dans á rósum,
eins og hún lýsti nýverið í óvenju
hreinskilnu viðtali við blaða-
manninn Ignacio Carrión í
spænska blaðinu E1 Pais sem fer
hér á eftir í styttri endursögn:
Morgunblaðið/ Emilía
Isabel Allende á bókmenntahátíð í Reykja-
vík árið 1988.
Suður-ameríska skáldkon-
an Isabel Allende verður
fyrirferða mikil í íslensku
listalífi á næstu vikum því
að verk hennar verður að
finna bæði á leikhúsfjölum
og kvikmyndatjaldi. í þessu
óvenju opinskáa viðtali lýs-
ir hún því sem á daga sína
hefur drifið að undanförnu
hlyti að vera bróðir minn Pancho, sem hét
Francisco Tomás. Faðir minn bar líka for-
nafnið Tómas. Bróðir minn hafði gengið í
sértrúarsöfnuð og við höfðum ekki séð hann
í marga mánuði. I sannleika sagt héldum við
að hann væri dáinn. Og þess vegna var ég
viss um, þegar þeir hringdu, að það væri
bróðir minn. En þegar ég kom á staðinn og
sá líkið þá þekkti ég það ekki af því ég hafði
aldrei séð ljósmynd af föður mínum. Mér
datt ekki einu sinni í hug að þetta gæti ver-
ið faðir minn. Ég hugsaði aldrei um hann.
Ég hafði aldrei frétt neitt af honum, í 28
ár, ekkert, og datt þar af leiðandi ekki í hug
að þetta gæti verið hann. Það eina sem ég
sagði var, að þetta væri ekki bróðir minn. -
Þetta er ekki bróðir minn.
— Og hver bar svo kennsl á líkið?
Fósturpabbi minn. Ég hringdi og hann kom
og þegar hann sá líkið sagði hann: „Isabel,
þetta er pabbi þinn.“
— Hvernig leið þér á þeirri stundu?
Ég virti hann vandlega fyrir mér. Ekkert.
Ég fann ekki á nokkum hátt fyrir þessu sem
menn kalla blóðbönd á bókmenntamáli. Ekk-
ert. Algjört tómarúm.
— Heldurðu að það hafi haft áhrif á þig
að alast upp án föður?
Ég hef aldrei farið í sálgreiningu og veit
þar af leiðandi ekki hvaða áhrif það hefur-
haft. Og ég hef engan sérstakan áhuga á
að komast að því. I minni fjölskyldu er ekki
til siðs að horfa til baka. Það er ekki tími
til þess. Ég var dálítið forvitin þegar ég var
barn að vita eitthvað um hann af því ég
hafði aldrei séð hann, en mamma tók að sér
föðurhlutverkið Iíka og ég saknaði hans aldr-
ei. Mamma var mér bæði móðir og faðir.
Hún veitti mér skilyrðislausa ást. Ég hafði
aldrei á tilfinningunni að ég væri föðurleys-
ingi. Að einu leyti hafði þetta samt áhrif,
þó fjarveru föðurímyndar sé ekki eingöngu
um að kenna heldur einnig þeim valdamiklu
karlkyns fyrirmyndum sem voru í fjölskyld-
unni, og það er hvað ég varð hatrömm í
andstöðu minni gegn valdi karlmannsins. Ég
ber algjört vantraust til karlmanna. Ég hef
verið í mörgum nánum vináttusamböndum
við karlmenn en ég treysti þeim mjög sjaldan
fyrir lífi mínu eða mínum hjartans málum.
Ég treysti þeim ekki. Ekki einu sinni elskhug-
um mínum.
— Ekki einu sinni elskhugum þínum?
Nei. Mér fínnst mjög erfitt að bindast ein-
hvetjum náið, að gefa mig alveg að annarri
manneskju. Ég geng alltaf út frá því að ég
verði svikin.
— Þetta hlýtur að vera erfitt þó svo þú
hafir verið í mjög nánu sambandi við móður
þína. Ég reikna með að hún sé ánægð. Nú
ertu gift, nýtur velgengni...
Já, hún er mjög ánægð. Hún býr ennþá í
Chile en nú er ég búin að kaupa handa henni
faxtæki svo við látum skilaboðunum rigna
yfir hvor aðra alla daga. Já, hún er mjög
stolt af mér.
Dóttirinn og dauðinn
■ — Þú varst líka stolt af Paulu, dóttur þinni,
ekki satt?
Jú, mjög. Þetta með Paulu dóttur mína
var hræðilegt. Hún veiktist í Madrid 6. des-
ember 1991. Og hún dó 6. desember 1992.
— Nákvæmlega ári síðar?
Já. Hún féll í dá tveimur dögum eftir að
hún var lögð inn á spítalann, þann 8., þegar
ég var að kynna skáldsögu mína „E1 plan
infínito“ á hátíð í Barcelona. Verið var að
skála í kampavíni og taka myndir þegar
Willy ruddist skyndilega til mín í gegnum
þvöguna og hvíslaði því að mér að Paula
hefði verið lögð inná spítala í Madrid. Frá
og með þeirri stundu gjörbreyttist líf mitt.
Ég hætti í miðri ræðu og tók fyrstu vél til
Madrid. Mér fannst eins og flugið milli Madrid
og Barcelona væri endalok alls. Síðan tóku
við 100 dagar inni á spítalanum. Ég lét bók-
ina sigla sinn sjó, ég hirti ekki einu sinni um
að spyija hvernig henni reiddi af. Skyndilega
var ég komin inn í veröld þar sem veikindi
og sársauki eru allsráðandi, veröld, þar sem
dagleg niðurlæging gerir alla jafna. Það á
fyrir okkur öllum að liggja að koma þarna
við, fyrr eða síðar. Á sjúkrahúsum erum við
ekkert annað en númer, dálitlir pakkar sem
ganga á milli lækna og hjúkrunarfólks, án
þess að okkur sé sýnd minnsta virðing. Það
eru svo margir sem þjást og þess vegna skipt-
ir hver og einn svo litlu. máli. Aðstandendur
þeirra sem þjást koma heldur engum við af
því að það er auðvitað ekki nokkur tími til
að hugsa um þá. Þetta var allt svo ópersónu-
legt að ég keypti mér meira að segja hvítan
slopp og hvíta klossa og þannig gat ég farið
allra minna ferða án þess að nokkur tæki
eftir mér. Það endaði með því að menn voru
farnir að líta á mig sem eina úr starfsliðinu.
Það spurði mig enginn hvaðan ég kæmi eða
hvert ég væri að fara. Það skipti sér enginn
af mér.
— Vissi enginn hver þú varst? Vissi enginn
að konan í hvíta sloppnum var skáldkonan
Isabel Allende?
Nei. Ég sagði engum hver ég var.
— Hvers vegna ekki?
Vegna þess að ég vildi ekki fá yfír mig
blaðamenn.
— Hvaða sjúkdómur var þetta?
Paulu vantaði ákveðið ensím í efnaskipti
líkamans. Þetta er erfðagalli úr fjölskyldu
fyrrverandi mannsins míns og heitir porfiría.
Þeim tókst ekki að vekja hana upp úr dáinu,
af hvaða ástæðum sem það var nú og líklega
hefur það verið fyrir einhver mistök á gjör-
gæslunni, og því varð hún fyrir óbætanlegum
heilaskaða.
— Varstu hjá henni allan tímann?
Já. Stöðugt. Ég vakti yfír henni dag og
nótt á meðan hún var á spítalanum. Sat á
göngunum, með mömmu, og beið eftir að fá
að fara inn á gjörgæsluna til að sjá hana.
Þegar hún losnaði úr öndunarvélinni í byijun
maí tók ég hana með mér heim til Californ-
íu. Við komum henni fyrir í stofunni, í stóru
rúmi.
— Náðirðu einhveiju sambandi við hana?
Nei. Ég held hún hafi skynjað hávaða þó
svo hún gæti ekki greint hann. Hún hrökk
við ef eitthvað datt í gólfið. En hún sýndi
engin viðbrögð ef kallað var á hana. Ég fór
á námskeið til að læra hvernig ég ætti að
annast hana. Og réð fólk til að hjálpa mér.
Ég þurfti að fæða hana í gegnum rör sem
hafði verið leitt niður í maga. Ég þurfti að
gera margt sem var miður skemmtilegt...
En fyrir utan hélt lífið áfram sinn vana-
gang, barnabörnin uxu úr grasi, kötturinn
hringsólaði um húsið, maðurinn minn klippti
rósir úti á svölum. Þetta gekk mjög hægt
fyrir sig, dagarnir siluðust áfram, ofurhægt.