Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 14
14 B MORGUNBLAÐIÐ MENIMINGARSTRAUMAR SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 "'"KVIKMYNDI Hvemig var í bíó árib 1993? Aríð í myndum ÞAÐ veitir ekki af að rifja þetta upp. Ef einhver væri spurður að því hvaða myndir honum þættu eftir- minnilegar frá síðasta ári gæti hann lent í vandræð- um. Fáar myndir erú svo eftirminnilegar yfirleitt og líklegast myndi hann nefna þær sem hann hefur nýlegast séð. Þó koma alltaf nokkrar bestu myndim- ar á fyrstu mánuðum ársins vegna þess að þá hefst dansinn í kringum Oskarinn. Jafnvel einstaka gull- moli læðist með. Eða man nokkur eftir Casablanca frá því í janúar í fyrra? eftir Arnold Indriðason Bíóárið skiptist nokkurn- veginn í þrennt; ósk- arsverðlaunatímabil, sumar- mmmmmmmmm tímann og jólavertíð. A þessum tím- um berast yfirleitt helstu bíó- myndirnar til landsins, rúmlega 80 prósent frá Bandaríkjunum, og af þeim markast hvort árið var gott eða vont. Arið 1993 var líka Kvikmyndahátíðarár en það héldu fleiri ágætar hátíðir en Listahátíð í Reykjavík. Líklega sýndu Sambíóin bestu hátíðarmyndina á sér- stakri kvikmyndahátíð hjá sér: Orlando eftir Sally Pott- er. Kvikmyndahátíð hins opinbera kom þægilega á óvart en aðsóknin kom að sama skapi óþægilega á óvart og var rætt um breyt- ingar á fyrirkomulagi hátíð- arinnar, sem flestir eru sam- mála um að þurfi að laga að breyttum aðstæðum. Tvær íslenskar myndir voru frumsýndar á árinu, sem var fjórum myndum færra en á árinu á undan. Stuttur Frakki var græsku- laust grín sem henti að mörgu gaman og hafði sér- lega heillandi lítinn Frakka til að bera sig uppi. Hin helgu vé var dægileg lítil saga um strákpjatta sem skotinn var í sér mun eldri stúlku. Júragarðurinn var ein af þeim myndum sem kom hvað skemmtilegast á óvart („Cliffhanger" var önnur) en árið einkenndist talsvert af bandarískum endurgerð- um á evrópskum myndum. Þannig sýndu Sambíóin á sama tíma þrjár endurgerð- ir; Hvarfið, sem var frábær spennumynd með Jeff Bridges, Sommersby þar sem Jodie Foster fór á kost- um eina ferðina enn og Leigumorðingjann, sem var líkari fyrirmyndinni, Níkítu, en sjálf fyrirmyndin. Þó var langbesta endurgerðin upp- úr annarri bandarískri mynd því ljúfsára sagan hans John Steinbecks, Mýs og menn, fékk dæmalaust góða með- höndiun þótt hún skákaði ekki frummyndinni frá 1939. Líklega var umtalaðasta mynd ársins Ljótur leikur eða „The Crying Game“ eft- ir írann Neil Jordan, sem hrökklaðist frá Hollwyood til að gera þessa ódýru en býsn skemmtilegu mynd og er nú aftur „inni“ vestra og jafnvel kominn í guðatölu. Óskarsverðlaunanefndin kom upp um „best“ varð- veitta leyndarmál kvik- myndanna þegar hún út- nefndi Jaye Davidson til verðlaunanna í flokki bestu karlleikara og það kom eft- irminnilega í ljós að þar átti hann einmitt heima þótt hann hefði átt að hljóta verðlaunin sem besta leik- konan. (Það eru enn margir sem halda að skipt hafí ver- ið um leikara á leiðinni niður en svo var ekki.) Einstaka leikari var stór- kostleg- ur: sjónlaus A1 Pacino fann lykt af konum í mílu- fjarlægð í Konu- ilmi, mállaus Holly Hunter sagði allt sem segja þurfti í Píanóinu og duglaus Daniel Day- Lewis hafði ekki þor til að bijóta hlekki hugans í Öld sakleysins. En allt í allt var þetta kannski ár Harvey Keitels fyrst sem krimma í glæpaóperunni „Reservoir Dogs“, svo sem löggu í spill- ingarvefnum „Bad Lieuten- ant“ og loks sem elskhugi Hu- nters í Píanó- inu þar sem hann sýndi að hann var ekki síðri samningamað- ur en ástmaður. Það er alltaf (og ranglega) talað um bíómyndir sem eitthvert stundargaman. Þessir leik- arar og þessar myndir eru dæmi frá síðasta ári sem lifa stundinni lengur. Nýi vestrinn um Wyatt Earp Frumsýnd í kringum Óskarinn; Dreggjar dagsins. 13.500 hafa séðHróahött etta er saga um endalok bófaflokkanna og upp- gang Kalíforníu," segir leik- stjórinn George Pan Cosmat- os um nýjasta vestrann í Hollywood, „Tombstone", með Kurt Russell, Charlton Heston, Val Kilmer og Sam Elliott í aðalhlutverkum. Vestrinn er annar tveggja sem fjalla um svipað efni, lögTeglustjórann Wyatt Earp og frægan skotbardaga við OK-réttina, en hinn, sem heitir einfaldlega Wyatt Earp, verður frumsýndur í sumar. Cosmatos leggur tals- verðan metnað í myndina og segir hana fjalla um annað og meira en skotbardaga, saga Earps er sett í sögulegt samhengi og reynt er að bijóta manninn til mergjar. „Það eru til milljónir bóka um Wyatt og engin þeirra er eins,“ er haft eftir honum. Russell, sem leikur kapp- ann, tekur undir þetta og segir endalaust hægt að deila um ágæti mannsins. „Hann var sannarlega tækifæris- sinni og hefði drepið hvern þann sem stóð í vegi fyrir honum. í „Tombstone" er hann alls ekki sveipaður nein- um dýrðar!jóma.“ Rithöf- undar- hvarf John Carpenter („The Thing“) leikstýrir nú nýrri hrollvekju sem heit- ir „In the Mouth of Mad- ness“ og fer leikarinn Sam Neill, sem leikur í Júragarðinum og Píanó- inu, með aðalhlutverkið. Myndin segir af met- söluhöfundi í ætt við Stephen King sem hverf- ur með handritið að nýj- ustu bók sinni oger mað- ur, leikinn af Neill, ráðinn til að hafa uppá honum. Charlton Heston, sem virðist tekinn til við að leika aftur af fullum krafti eftir langt hlé, fer með hlutverk útgáfu- stjóra en Julie Carmen fer með aðalkvenhlutverkið. „Ég er ekki viss um að þetta sér hrollvekja," seg- ir Neill. „Myndin er líkari sálfræðitrylli — held ég.“ Brjálæði; Sam Neill í nýrri mynd. Alls höfðu rúmlega 5.000 manns séð mynd Martins Scorsese, Old sakleysisins, í Stjörnu- bíói um síðustu helgi að sögn Karls 0. Schiöths bíó- stjóra. Þá höfðu um 13.500 séð gamanmyndina Hróa hött: Karlmenn í sokkabuxum og 16.500 rómantísku gamanmyndina Svefnlaus í Seattle. Næstu myndir Stjömu- bíós eru sálfræðitryllirinn „Mr, Jones“ með Richard Gere og Lenu Olin og has- armyndin „Striking Dist- ance“ með Bmce Willis, sem einnig verður sýnd í Laugarásbíói. Á tímabilinu febrúar-apríl eru svo þijár myndir áætlaðar: gaman- myndin „Look Who’s Talk- ing Now“, „Remains of the Day“ eða Dreggjar dagsins með Anthony Hopkins og Emmu Thompson, og loks eyðnidramað Fíladelfía eft- ir Jonathan Demme með Tom Hanks. MÞað er mál manna. að kvikmyndaframleiðandinn Julia Phillips („The Sting“, „Close Encount- ers of the Third Kind“) hafi skrifað einhveija sóða- legustu og um leið umdeild- ustu lýsingu á mönnum og málefnum í Hollywood í bókinni „You’ll Never Eat Lunch in This Town Aga- in“, sem vakti úlfaþyt fyrir nokkrum árum. Hún vinnur nú við framhaldið sem heit- ir „Driving Under the Influence" eða Ekið undir áhrifum og bíður drauma- borgin spennt eftir því hvaða draumar verða að martröð í nýju bókinni. WNýjasta mynd breska leikstjórans og kvikmynda- framleiðandans Richards Attenboroughs heitir „Shadowlands" og fara Debra Winger og Anth- ony Hopkins með aðal- hlutverkin í henni. Myndin er byggð á sönnum atburð- um úr lífí breska rithöfund- arins C.S. Lewis og segir frá sambandi hans og Joy Gresham. Er þessi mynd talsvert minni í sniðum en síðasta mynd leikstjórans sem fjallaði um Chaplin. iRéttarhaldið eftir Franz Kafka hefur énn verið kvikmyndað og í þetta sinn af leikstjóra að nafni David Jones. Handritið skrifar breska leikrita- skáldið Harold Pinter en með aðalhlutverkin fara Kyle MacLachlan, Anth- ony Hopkins, Jason Ro- bards og Alfred Molina. í BÍÓ Talsetta teiknimyndin um Aladdín hefur fallið í góðan jarðveg enda myndin fjörug bæði og skemmtileg og tal- setningin hefur heppnast með ágætum. Hún er einnig sýild á frummálinu sem er engu síðri reynsla því þar fer Robin Williams á kostum sem andinn í lampanum og þarf reyndar að sjá hana a.m.k. tvisvar til að ná því sem kappinn segir svo hratt gengur á hon- um kjafturinn. Aladdín, sem er fyrsta Disney-teiknimyndin sem fær íslenskt tal, sýnir að allar teiknimyndir eiga að vera talsettar. Tækni- lega er það ekkert mál, leikarar hafa þegar hlotið nokkra reynslu og leikni við talsetningu sjón- varpsefnis og þótt kostn- aðurinn sé talsverður skilar hann sér í fleiri og örugglega þakklátari áhorfendum. Eða eins og sonurinn litli sagði við pabba sinn á leiðinni út af Aladdín um daginn: „Pabbi taka myndina heim.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.