Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 28
28 B MORGUNBLAÐIÐ VELVAKANDI SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 10-5 ©1992 Farcus Cartoons/Orstnbuied by Unrverwl Press Syndcate UJAIÍbt-AZS/’COÚCTUfíK-T °S Þ1-*ge<rirt>ércuu&K/itajb gtein -fyrir þui, ab nú STKjnu, tiygg'tngon ol=-kQ-r venbou cLýrctri." Með morgimkaffinu Mér var alveg batnað, þar til ég fékk reikninginn frá þér. Þá gekk ég berserks- ffang. 1119 Og mjaðmamálið .. / HÖGNI HREKKVlSI JlltvgnttÞIafrUk BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329 Óþörf eyðsla? Eitt símtal? Frá Helga Seljan: VÍKVERJI vekur athygli á því sl. þriðjudag að Öryrkjabandalag ís- lands eyði óþarflega miklu í út- gáfukostnað. Um það má eflaust alltaf deila, en útgáfa fréttabréfs okkar mun þó tiltölulega ódýr á okkar mælikvarða, ef allt er skoð- að, m.a. í ljósi þess að hér er um heildarsamtök fatlaðra að ræða sem í eru rúmlega 14 þúsundir manna. En til sanninda hér um vitnar Víkveiji til viðmælanda síns, sem segir þau hjón bæði fá blaðið og séu þó ekki félagar í neinu af aðildarfélögum Öryrkja- bandalags íslands. Nú var svo ákveðið í upphafi og ekki út af brugðið síðan að blaðið skyldi sent til allra félaga í aðildarfélögum bandalagsins — ókeypis vel að merkja — og því hafa aðildarfélögin sent hingað inn félagaskrár sínar og eftir þeim verið sent. Örfáir einstaklingar til viðbótar sem tengjast málefninu hafa beðið sérstaklega um blaðið og hefur verið orðið við þeim óskum. Ef fólk utan okkar félaga fær blaðið er það okkur hér með öllu óskiljanlegt nema það sé ranglega á skrá einhvers félags okkar og við því fáum við ekkert gert. í þessu tilfelli hefði mér nú þótt skilvirkara og greindarlega af við- mælandanum sem hefur svo þung- ar áhyggjur af óþarfri eyðslu okk- ar hér, að hann (eða hún) hefði einfaldlega hringt hingað og beðið um að blaðið yrði ekki sent til þeirra hjóna í stað þess að bera sig upp við Víkveija, sem ég veit ekki til að tengist okkur neitt náið. í þau örfáu skipti sem blaðið þannig hefur verið afþakkað hefur verið orðið við því, enda lögð mik- il vinna í það hér að koma útsend- ingu í sem allra bezt horf. Sama er um hjón að segja, ef þau láta vita um tvö blöð inn á heimilið og óska aðeins eftir einu þá er óðara orðið við því. Hins vegar hljóta allir að skilja að þegar stjórnarákvörðun er um það að allir félagar aðildarfélaga okkar skuli fá blaðið þá vinzum við ekki úr hver fá skuli og hver ekki, enda ekki í okkar valdi að gera slíkt. Okkur hér er engin þökk í óþarfa eyðslu, enda þykjumst við ekki standa í slíku, en þyki ein- hveijum sem þeir geti gefið ráð í þeim efnum þá verður þeim vin- samlega tekið hér með allar nyt- samlegar ábendingar. F.h. Öryrkjabandalags íslands, HELGI SELJAN, ritstjóri. Víkveqi skrifar Víkveiji fjallar síðastliðinn þriðjudag um ýmiss konar óþarfa eyðslu í samfélaginu. Hann nefndi sem dæmi að stundum bærust tvö eintök af sama prent- miðli inn á eitt og sama heimilið. Þannig fengju hjón, sem hann þekkti til, sitt eintakið hvort af Fréttabéfi Öryrkjabandalags ís- lands, þótt eitt ætti að duga. Af þessu tilefni hringdi kona nokkur í Víkveija með annað dæmi. Maður hennar hafði veikzt og var fluttur í sjúkrabíl á Borgar- spítalann. Síðar komu þijú bréf í pósti frá þessari sjúkrastofnun, hvert með sinn gíróseðilinn, til greiðslu á ýmsum þáttum þjón- ustunnar: akstrinum, röntgen- myndatöku og læknismeðferð. Sama tilfellið, sami dagurinn og sama sjúkrastofnunin — en þrír reikningar, þrjár póstsendingar. Hvar er aðhaldið og hagræðingin, spurði hún? xxx • • Onnur kona hringdi og spjallaði um vanda þeirra, sem misst hafa atvinnuna og hafa tak- markaðar atvinnuleysisbætur ein- ar til framfærslu sér og sinna. Hún sagði meðal annars að maður sinn hefði auglýst eftir at- vinnu í Morgunblaðinu, sem hefði mest auglýsingagildið vegna út- breiðslu sinnar. Auglýsingar í ljósvaka- og prentmiðlum væru hins vegar dýr- ar, ekki sízt með hliðsjón af greiðslugetu atvinnulausra. Þann- ig hafi auglýsing manns hennar eftir atvinnu kostað um sex þús- und krónur, sem væri dijúgur hluti af innan við fimmtíu þúsund króna atvinnuleýsisbótum. Konan, sem hringdi, vildi koma því á framfæri við fjölmiðla al- mennt, að þeir könnuðu, hvort ekki væri hægt að koma til móts við atvinnulausa, sem leituðu eftir atvinnu, með ódýrari hætti. Víkveiji hafði samband við aug- lýsingadeild Morgunblaðsins vegna þessarar upphringingar. Þar var staðfest að hefðbundin auglýsing af þessu tagi kostaði sex þúsund krónur. Þessar atvinnu- auglýsingar væru virkur miðill sem flestir glugguðu í, sem hefðu með mannaráðningar að gera, og þjónuðu því betur tilgangi sínum en önnur form auglýsinga. Til væru ódýrari auglýsingar, smá- auglýsingar svokallaðar. Þær hefðu hins vegar ekki sama aug- lýsingagildi fyrir fólk í atvinnuleit. xxx Fleira er matur en feitt kjöt, segir gamalt orðtak. Fleira er gjaldeyrir en þorskur úr sjó, þótt ekki skuli gert lítið úr þeim gula. Arið 1992 voru fluttar út sjáv- ar-, iðnaðar- og búvörur fyrir tæpa 88 milljarða króna, sem var 69,3% heildargjaldeyrisöflunar. Sama ár nam seld þjónusta, greidd með gjaldeyri, langleiðina í 39 milljarða, eða 30,7% gjald- eyrisöflunar. Sjávarvörur vega þyngst í vöru- útflutningi, eða 55,2% gjaldeyris- öflunar, iðnaðarvörur 11,9%, bú- vörur 1,3%, aðrar vörur 0,9%. í seldri þjónustu vógu samgöng- ur og ferðamál þyngst, 19,5 millj- arðar eða 15,4% gjaldeyrisöflunar, varnarliðið tæpir 10 milljarðar eða 7,7%, annað 7,5%. Hvernig má glæða atvinnulífið í landinu, fjölga störfum og auka skiptahlutinn og gjaldeyristekj- urnar? Þar dettur Víkveija fyrst í hug óbeizlað afl vatnsfalla og jarð- varma, sem nýtt verður er fram líða stundir. Við eigum einnig ýmiss konar möguleika í ferða- þjónustu. Og vonir standa til að hófleg sókn í nytjafiska rétti af stofnana, þann veg, að þeir gefi meira í þjóðarbúið á næstu áratug- um. Enn er ótalinn laundijúgur möguleiki. „Útflutningur“ á menntun og þekkingu, sem fyrir er í landinu: 1) á fiskveiðum, fisk- vinnslu og markaðssetningu sjáv- arvöru, 2) í nýtingu jarðvarma, 3) á sviði ýmiss konar hugbúnaðar og 4) á sviði hátækni-heilbrigðis- þjónustu (kransæðaaðgerðir o.fl.) og heilsuræktar (Bláa lónið, Hveragerði o.fl.).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.