Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 12
12 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 Friðrik Þór Friðriksson leikstjóri fylgist með æfingu á einu atriða myndarinnar. Á annan tug jap- anskra aðstoðarmanna unnu að kvikmyndatökunum í Tókíó. Masatoshi Nagose, aðalleikari Cold Fever, ræðir við Friðrik Þór Friðriksson leiksljóra. Fyrsti hluti Cold Fever kvikmyndaður r nn r -\ r r i Tokyo Halldór Gunnarsson aðstoðartökumaður og Ari Kristinsson kvikmyndatökumaður bíða átekta í Iestarstöðinni í Shinjuku. Friðrik Þór Friðriksson leiðbeinir Suzuki, í einu atriða Cold Fever. Suzuki, sem er einn af þekktari leikstjórum Japana af eldri j kynslóðinni, leikur afa aðalsöguhetju myndarinnar. Texti og myndir Benedikt Stefánsson FYRSTU atriði kvikmyndarinnar Cold Fever sem leikstýrt er af Friðriki þór Friðrikssyni voru tekin upp í Tókýó síðustu tvær vikur fyrir jól. Aðalhlutverk myndarinnar er í höndum japanska popptónlistarmannsins og kvikmyndaleikarans Masatoshi Nagose. Hann er einkum þekktur á Vesturlöndum fyrir leik sinn í kvikmynd bandaríska leikstjórans Jim Jarmush Mistery Train, sem sýnd var á kvikmyndahátíð Listahátíðar í Reykjavík. Cold Fever fjallar um ferð ungs japansks manns til íslands til að vitja jarðneskra leifa foreldra sinna, sem farist hafa af slysför- um við vísindastörf. Liðlega tíu mínútna kafli gerist í Tókýó, en meginhluti myndarinnar á Islandi og verða þau atriði tekin upp í janúar og febrúar. Islenska kvikmyndasamsteyp- an stendur að gerð myndarinnar í samvinnu við bandaríska kvik- myndaframleiðandann Jim Stark, sem er höfundur handrits ásamt Friðriki. Við tökurnar í Tókýó unnu Ari Kristinsson kvikmynda- tökumaður og Halldór Gunnars- son aðstoðarkvikmyndatökumað- ur. Þá kom við sögu á annan tug tæknimanna og aðstoðarfólks á vegum Nexus Network, sem er japanskt framleiðslufyrirtæki með skrifstofur í Tókýó og Bandaríkj- unum. Samstarf Friðriks Þórs og Nagose hófst fyrir tveimur árum þegar Friðrik gerði myndband við eitt laga hans á íslandi. Þetta myndband var útnefnt besta myndband ársins 1992 í Japan. í kjölfarið hafa margir japanskir tónlistarmenn falast eftir að gera myndbönd undir leikstjórn Frið- riks á íslandi, en vegna anna við gerð myndarinnar Bíódaga hefur hann ekki getað orðið við þeim óskum. Vinna á undan áætlun Vinnan í Tókýó sóttist vel og var flesta daga á undan áætlun Friðrik Þór Friðriksson vinnur að nýrri mynd að sögn Friðriks. Undirbúningur var í höndum starfsfólks Nexus, sem sá um að fínna tökustaði, ráða leikara og aðstoðarfólk. At- riði voru tekin upp innanhúss og utan, þar á meðal á fiskmarkaðn- um í Tsukiji, í Shinjuku lestarstöð- inni sem er sú fjölfamasta í borg- inni, á golfvelli á húsþaki í Ropp: ongi og í grafreit í Aoyama. í þessu kafla myndarinnar er aðeins töluð japanska en íslenska hlutan- um verður ýmist notuð íslenska eða enska. Aðspurður sagði Frið- rik að tungumálaerfiðleikar hefðu engir verið við tökurnar. Handrit- ið var þýtt á japönsku og veittu japanskir aðstoðarmenn leikurum leiðbeiningar þegar þess gerðist þörf. Þess er að vænta að myndin verði frumsýnd um líkt leyti í Tókýó og á Islandi, á útmánuðum 1994. Síðasta mynd Friðriks Þórs, Börn náttúrunnar, verður tekin til almennra sýninga í Tókýó í febr- úar. Eftirvinnsla stendur nú yfir á Bíódögum, sem tekin var í sum- ar og er stefnt að frumsýningu hennar í Reykjavík síðsumars. Undrahundur í neðansjávarköfun r Hundi á Florída hefur verið kennt að kafa með öndunartækj- j um og fyrirtæki í Hollywood hafa sýnt því áhuga að nota ' hann í kvikmyndum. Hundurinn nefnist Skuggi og kann vel við að kæla sig í kafi að sögn eiganda hans, Dwane Folsom, sem er hugvitsmaður frá Boynton Beach á Florída í Banda- ríkjunum. „Stundum erum við saman í kafi í allt að hálf- tíma,“ segir hann. Til stóð að lóga Skugga ásamt fimm öðrum flækingshundum, en dýralækninum seinkaði í nokkra klukkutíma og Folsom ákvað að gefa Skugga líf. Stuttu síðar datt honum í hug að kenna honum að kafa, því að köfun er eitt helsta áhugamál hans. Tæpu ári síðar hafði Folsom búið til köfunar- hjálm handa Skugga og tengt hjálminn öndunartæki sínu. Síðan hafa þeir synt öllum stundum meðal fískanna í hafinu við Florída og fréttin um kafarahund- inn undraverða barst alla leið til Hollywood. Þar hefur kvikmyndaleikstjór- inn Tony Romano látið i ljós áhuga á því að gera kvikmynd þar sem hann Skuggi verði látinn sýna listir sínar og aúk þess hafa margir skrifað Folsom og beðið hann um að búa til köfunartæki handa hundum sem þeir eiga. Oft kemur fyrir þegar Folsom er við köfunaræfmgar að Skuggi reynir að stökkva út í laugina til þess að taka þátt í leiknum. „Þeg- ar heitt er í veðri stendur hann oft á barminum og geltir,“ segir Folsom sem er eigandi fyrirtækis sem framleiðir loftræstitæki. Hann á þá ósk heitasta að fólk hrífist svo af snilld Skugga að Iífi fleiri flækingshunda verði þyrmt..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.