Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 31

Morgunblaðið - 09.01.1994, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 B 31 SÍMTALIÐ... ER VIÐ SÖGU JÓNSDÓTTUR LEIKKONU Hekla lendir á Reykjavíkurflugvelli. í baksýn sést í mannfjöldann sem var samankominn til að fagna komu vélarinnar. í farangursafgreiðslunni á Kastrup. Frá hægri eru Flugfreyjurnar Elínborg Óladóttir og Sigríður Páls- Elínborg Óladóttir flugfreyja, Páll Jónsson, sem dóttir bera fram veitingar á leiðinni yfir hafið. lengi var fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmanna- höfn, Þóra Steingrímsdóttir, Ólöf Pálsdóttir mynd- höggvari, en stúlkuna lengst til vinstri hefur ekki tekist að nafngreina. Fyrir innan afgreiðsluborðið, fremst á myndinni, er starfsmaður á flugvellinum. Dívansklúbbur 32772 Halló. — Saga? Komdu sæl, þetta er á Morgunblaðinu. Þú hefur verið að leika norður á Akureyri í ís- lensku gamanleikriti, er ekki ný- búið að frumsýna það? Það hefur verið sýnt fjórum sinnum. — Og hvernig hafa viðtökurn- ar verið? Mjög góðar og það hefur feng- ið ljómandi dóma. — Var leikritið ekki samið af bráðungum mönnum? Það var samið af þremur ung- um Húsvíkingum. — Alveg rétt, og um hvað fjallar það? Það fjallar um fólk í litlum bæ úti á landi sem heitir Gjaldeyri. Eins og gjarnan gerist í litlum bæjum er allt vaðandi í klúbbum, og þarna er Dívansklúbburinn, Lóðarísklúbburinn og Kvenfélag- ið Sverðliljurnar. Þessir aðilar eru að fara af stað með söfnun fyrir sjúkrahúsið sem á 100 ára af- mæli og tilstandið er því mikið. — Hvernig er það með íslensk gamanleikrit, er ekki gamansem- in frekar staðbundin? Væri til dæmis hægt að flytja þetta verk á erlendri grundu? Ég veit það nú ekki. — En höfðar það eitthvað sér- staklega til Norð- lendinga? Nei alls ekki, það er klúbba- starfsemi á öllu landinu. Þetta lýs- ir slíkri starfsemi vel, rígur á milli klúbba og margar skemmtilegar per- sónur sem koma fyrir. — Hvað leikur þú? Ég leik kúgaða, undirgefna eiginkonu. — Alltaf nóg af þeim! Nú svo var ég að heyra að þið aðkomu- leikararnir byggjuð öll saman þarna fyrir norðan? Já, í húsnæði Leikfélags Akur- eyrar. Við erum sjö sem komum að sunnan og frá Húsavík. Við erum náttúrulega búin að vera þarna í tvo mánuði, það er að segja meðan á æfingum stóð og verðum þarna meira og minna í janúar og febrúar. — Nú segja gárungar að leik- arar séu yfirleitt léttgeggjaðir, er ekki andrúmsloftið rafmagnað á bænum? Nei, nei, þetta er mjög rólegt og huggulegt, og gott samkomu- lag. Strákarnir eru voðalega dug- legir við að hella upp á kaffi. Ekki kannski eins duglegir við að vaska upp. — Og eldið þið konurnar eða hvað? Nei, yfirleitt eldum við hvert fyrir sig, fólk er heima á misjöfn- um tíma eins og gengur og ger- ist. En einstaka sinnum efnum við til stórveislu og þá er eitthvað go.tt á boðstólum. — Heldurðu að það setji ein- hvern svip á bæjarlífið á Akur- eyri þegar íslenskt leikverk er í gangi? Það vona ég og áhuginn virðist vera mikill hjá Norðlendingum. Góð tíð hefur líka mikið að segja, þá komast menn frá Húsavík og Dal- vík. — Já, við von- um bara að góða tíðin haldist og þakka þér fyrir spjallið. FRÉTTA- LfÓS ÚR FORTÍÐ Erfðaskrá DiUons lávardar Sunnudaginn 13. janúar 1963 segir frá í undirfyrirsögn á fimmt- ándu síðu Morgunblaðsins að erfðaskrá Dillons lávarðar sé fund- in. Dillon þessi var enskur aðalsmaður sem dvaldist á íslandi árin 1834 og 1835 og gaf út ferðabókina A Winter in Iceland. Hann lét. eftir sig dóttur þegar hann hvarf héðan. Telpan hét Henríetta og var móðir hennar Sire Ottesen. Hann Iét reisa hið svonefnda Dillonshús sem hann gaf barni sínu og Sire að skilnaði. Það var Sigurður Ólason hæstaréttarlögmaður sem fann erfðaskrá Dillons og gaf Minjasafni Reykjavíkur. Um fund sinn segir hann í umræddri grein: „Það var þannig, að þegar ég kom í fjármálaráðuneytið fyrir 20 árum var í skrifstofu minni gam- all járnskápur, sem lengi hafði verið ónotaður, nema að hent var í hann dóti sem ekki þurfti að vanda til geymslu á. Svo var það, að ég fór að taka til í skápnum og hreinsa út úr skúffunum sem í honum voru. Rakst ég þá á blað þetta, samankrumpað, og hafði það einhvernveginn lent á bak við skúffurnar og auðsjáanlega legið þar um árabil og enginn um það vitað. Þegar ég rannsakaði blaðið nánar sá ég hvers kyns var, að hér var komið skjal með undir- skrift Dillons og áritun land- og bæjarfógeta (um þinglýsingu). Sýndi ég Páli Eggert skjalið og spurði hann einnig um sögu skápsins, en hann hafði áður ver-. ið skrifstofustjóri í ráðuneytinu. Sagði hann, að þetta væri skápur jarðabókarsjóðsins gamla, og Iík- lega í fyrstu fjárhirsla Skúla fóg- eta. Skápurinn er enn til, og er geymdur í kjallarageymslum ráðuneytisins. Síðan fékk ég leyfi Magnúsar Gíslasonar þáverandi ráðuneytis- stjóra til að hirða skjal þetta — enda var það ráðuneytinu óvið- komandi sem slíkt — en vitanlega hafði ég í huga að koma því á opinbert safn. Þegar Minjasafn Reykjavíkur lét flytja hús Dillons héðan úr Miðbænum inn að Arbæ gerði ég Lárusi Sigurbjörnssyni (forstöðumanni safnsins) aðvart um skjalið, og fannst best fara á, að það yrði með nokkrum hætti látið fylgja húsinu.“ Í umræddri grein Morgunblaðs- ins er síðan gerð grein fyrir Dillon Afkomendur Dillons lávarðar komu hingað 1988 í boði ÁTVR. Frá vinstri er Jane Dillon með börn- um sínum Henry lávarði og Beatrice. og ástkonu hans, Sire Ottesen. Dillon var aðeins 22 ára gamall þegar hann varð ástfanginn af hinni 12 árum eldri Sire. Hann kom hingað í júní og strax í sept- ember sækir hann um byggingar- leyfi fyrir húsi á horni Túngötu og Suðurgötu. í nóvember flytur hann í Klúbbinn, sem Sire veitti forstöðu og stóð þar sem nú er Herkastalinn. Sire var þá orðin barnshafandi af hans völdum. Seinna um veturinn sneri Dillon sér til stiftyfirvalda og sótti um leyfi til að ganga að eiga Sire án svaramanna. Stiftyfirvöldin treystu sér ekki til að skera úr svo mikilsverðu máli og skutu því til kansellísins sem synjaði um- sókn Dillons með bréfi dagsettu 28. apríl 1835. í júní sama ár ól Sire dóttur sem nefnd var Henrí- ett^ eftir móður Dillons. í sama mánuði yfirgaf Dillon mæðgurnar og lét þeim eftir Dillonshús, sem þá var næstum fullbúið. Áður en hann fór gerði liann erfðaská sína hjá landfógeta. Þar arfleiðir hann dóttur sína að fimmtán hundruð pundum og móður hennar að sjö hundruð pundum. Samtals ar- fleiddi Dillon mæðgurnar að 2.200 þundum sem svarar til 20 þúsund ríkisdala. Menntaskólahúsið kost- aði fullbúið 8 árum síðar u.þ.b. 12 þúsund ríkisdali. Líklega hefur Dillon gert aðra erfðaskrá síðar, en hann kvæntist seinna í Eng- landi. Sonur hans var þekktur vísindamaður og safnvörður í Towersafninu í London. Henríetta giftist í febrúar 1862 Levinsen, faktor Glasgowverslunarinnar í Reykjavík. Þau eignuðust tvö börn sem grunur leikur á að hafi flust til útlanda. Sire Ottesen lést árið 1878 í Reykjavík og Henríetta dóttir hennar sjö árum síðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.