Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 30
30 B MORGUNBLAÐIÐ SAMSAFNIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 MEISTARAKOKIiARNIR /OSKAR OGINGVAR Verðlaunaréttir Eftirfarandi ísréttir eru verð- launaréttir úr uppskriftasam- keppni Rásar 2 um besta áramótaís- inn. Sigurvegarinn fékk í verðlaun 6 rétta veislu fyrir '6 manns. Meist- arakokkarnir Óskar og Ingvar mættu heim til vinningshafans og sáu um matreiðslu og þjónn frá Argentínu steikhúsi sá um fram- reiðslu veitinga. Hátíóarís 1. verdlaun 10 stk. egg (heil egg) 100 g sykur 1 I rjómi 1 tsk. vanilludropar 50 g Mars 50 g Snickers 50 g Toblerone 50 g marsipan 2 cl Baileys líkjör 2 cl Tia Maria/Kahlua Aðferð: Egg og sykur þeytt saman uns verður létt og Ijóst. Rjómi þeyttur. Súkkulaðið og marsipanið brytjað niður. Rjóminn sleginn saman við eggjahræruna með sleif og öllu súkkulaðinu og bragðefnunum blandað varlega saman við. Sett í form og fryst. Höfundur: Margrét Guðjóns- dóttir, Mosfellsbæ. ís-kropp 2. verðlaun 6 stk. eggjarauður 1 bolli sykur 1 msk. vanillusykur 'h I rjómi 150 g Nóa-kropp Aðferð: Þeytið saman eggjarauðum og sykri, uns eggin verða létt og Ijós, því næst er vanillusykrinum bætt útí. Rjóminn þeyttur og er því næst settur varlega saman við eggjahræruna með sleif og að lok- um er Nóa-kroppinu bætt í. Setjið hræruna í form og beint í frysti. Höfundur: Hafdís Gísladóttir, Akureyri. Englaþytur 3. verölaun 100 g heslihnetukjarnar, malaðir 2 stk. eggjarauður _______1 stk. egg_______ 6 dl rjómi, þeyttur 2-3 msk. sykur 3-4 msk. kaffilíkjör 2 msk. sterkt kaffi 2 blöð matarlím 100 g súkkulaði (brætt) Aðferð: Egg og sykur þeytt saman þar til eggin verða freyðandi. Matar- límið er leyst upp í kaffinu eftir að hafa verið bleytt upp, líkjörnum svo blandað saman við, sett út í eggja- hræruna ásamt hnetunum pg þessu blandað vel saman. Út í þessa blöndu er bætt 4/6 af rjóm- anum, en síðast er restinni af rjóm- anum bætt útí með sleif þannig að rjóminn myndi rendur í kaffi/ rjómahræruna. Sett í mót og fryst í 4-5 tíma og síðan sett á fat með skeið þannig að myndist ísfjall og yfir er síðan hellt bræddu súkkul- aði til skrauts. ísinn verður að bíða smástund þannig að hann sé að- einsfarinn að þiðna. . Kristín Halldórsdóttir, Bolungarvík. Undir bláhimni aukaverðlaun 300 g frosin aðalbláber 100 g sykur 3'h dl rjómaskyr, hreint 2 dl vatn 2 stk. eggjahvítur 4 msk. flórsykur 2'h dl rjómi Aðferð: Aðalbláber, sykur, skyr og vatn hrært saman í hnífahræru. Berin eiga ekki að fara alveg í mauk. Eggjahvítur stífþeyttar og flórsykri bætt út í. Rjóminn þeyttur. Öllu blandað varlega saman. Sett í 1 lítra form. Fryst í a.m.k. 5 tíma við -M8C. íslenskt —játakkl!!! Höfundar: GuðmundurÖrn Ing- ólfsson og Sigríður Sigurjónsdótt- ir, Sauðárkróki. + ÚR MYNDASAFNINV Olafur K. Magnússon BROTIÐ BLAÐI FLUGSÖGUNNI Brotið var blað í flugsögu íslend- inga hinn 15. júní 1947 þegar Skymaster-vél Loftleiða, Hekla, lenti á Reykjavík- urflugvelli eftir tíu stunda og tuttugu mínútna flug frá Ganderflugvelli á Ný- fundnalandi. Með vélinni voru 27 farþegar og voru meðal þeirra nokkrir Vest- ur-íslendingar. Hekla var fullkomnasta farþegaflug- vél í millilandaflugi sem Islendingar höfðu eignast fram að þeim tíma og í ávarpi þáverandi samgöngumála- ráðherra, Emils Jónssonar, sem hann flutti við komu vélarinnar, líkti hann komu Heklu við komu Gullfoss gamla á sínum tíma. Það var því að vonum að fjöldi fólks var samankominn á flugvellinum til að fagna komu vélarinnar. Skömmu eftir komu Heklu var blaðamanni og ljósmyndara Morgun- blaðsins boðið í farþega- flug til Kaupmannahafn- ar og voru þrjár myndanna teknar við það tækifæri, en ein var tekin á Reykjavíkurflugvelli daginn sem Hekla kom til landsins í fyrsta sinn. Séð yfir afgreiðslusalinn á Kastrup-flugvelli í Kaupmannahöfn á því herrans ári 1947. Umsvifin hafa vissulega aukist síðan þá. Mánaðaheiti ogmannanöfh SVO VIRÐIST sem Iangt hafi verið liðið á 18. öldina þegar íslenskur almenningur fór að nota rómversku mánaðanöfnin janúar — desember, eftir því sem segir í Sögu daganna eftir Arna Björnsson. Rómversku mánaðanöfnin eru ýmist nöfn guða, keisara eða dregin af töluorðum. Þannig var september hinn sjöundi mánuður, október sá áttundi, nóvember níundi og desember hinn tíundi að rómversku tímatali. í bókinni Nöfn íslendinga er gerð grein fyrir uppruna mannanafna og eru mörg dregin af rómversku mán- aðanöfnunum. Mánuðurinn janúar tekur nafn af guðinum Janusi, sem réði gangi tímans og upphafi alls. Karl- mannsnöfnin Janus og Janúaríus eru bæði af sama uppruna. Mars var rómverskur herguð og árið 1989 báru átta karlar nafnið, árið 1910 var í manntali karl sem hét Marsíus, sem mun af sama stofni. Kvennafnið Maídís er eina nafnið sem við fundum og dregið var af nafni vormánaðanna en júní, júlí og ágúst hafa reynst dijúg uppspretta mannanafna. Nöfn dregin af heitum þessara mánaða eru meðal annars Júna, Júní, Júnía, Júníana, Júníus, Jún- Guðinn Janus skegglaus á róm- verskum peningi us, Júlí, Júlía, Júlíana, Júlíanna, Júlíanus, Júlína, Júlínus, Júlíus, Ágúst, Ágústa, Ágústína og Ág- ústus. Haustmánuðirnir sem kenndir eru við töluorð hafa orðið tilefni nokkurra nafngjafa hér á landi. Þeirra á meðal September, Sept- emborg, Septimus, Septíma og Septína. Október á mörg skyld eiginnöfn. Oktavía, Oktavíana, Oktavíanus, Oktavíus, Októ, Október, Októína, Októlína, Októ- vía og Októvína. Samkvæmt manntali 1910 báru þá fjórir karl- ar nafnið Nóvember, en vinsældir þess virðast hafa þorrið í áranna rás. ÞANNIG... AFHIÚPA BRESKAR KONUR MAKA SÍNA Varast ber fljóðinfógru Skrifstofuteitin, jólaglöggin, vinnufélagar kvaddir, síðasti vinnudag- ur ársins. Allt eru þetta uppákomur þar sem áfengi flæðir gjarnan ótæpilega og „gleðin er við völd“, eins og það er gjarnan orðað. Mjög oft eru þetta svokallaðar „makalausar" uppákomur, þ.e.a.s. gift fólk og sambýlingar skilja annaðhvort betri helminginn eftir heima eða sleppa fjörinu. Reynslan sýnir að mörgum verður hált á svellinu er Bakkus sækir djarfar fram er á kvöldið líður og fær þá gjarnan Eros í lið með sér. Er Bakkus molar niður múrana sleppa menn sér og þá á sá síðarnefndi stundum greiða leið. Sambönd sem byggst hafa mánuðum saman á augnagotum verða annað og meira. Stundum miklu meira. Haft er fyrir satt að undirrót margra skilnað- armála sé að finna í „hálkuslysum" vinnustaðateita. I Bretlandi er vaxandi hópur kvenna sem notar teiti þessi til að finna út hversu traustverðugir kærastarnir og eiginmennirnir raunverulega eru. Skal nú greint frá því með hvaða hætti. Nokkur einkaspæjarafyrirtæki hafa ráðið nokkrar fallegar stúlkur og þjálfað þær til sérhæfðra verkefna. Þær klæða sig í stutta og flegna samkvæmiskjóla og með einum hætti eða öðrum annaðhvort koma þær sér í teitin eða á þá krá eða skemmtistað sem teitin hellast yfir á. Þegar á hólminn er komið finna þær fórnarlambið. Fyrsta að- gerðin er sú að ná augnsambandi við karlinn. Láta á sér skiljast að þær vilji ræða málin. Sýni karlinn ekki frumkvæði finna stúlkurnar leið til þess að stofna til kynna. Þegar það er búið fikra þær sig áfram, allt eftir undirtektum karls- ins. Ef karlarnir eru tregir og gefa engin færi á sér er það þrautalend- ingin að sýna áræði og stinga upp á skyndikynnum. Stúlkurnar látast þá vera hífaðar og ýmsar snerting- ar eru ætlaðar til að bijóta niður vilja karlmannsins. Dugi það ekki, slíta þær samtalinu og hverfa á braut. Nái þær taki á karlinum, halda þær leiknum áfram allt þar til að komið er fram í anddyri skemmtistaðarins, eða að hurð leigubíls. Þá þykjast þær hafa gleymt einhveiju innan dyra, laum- ast burt og láta sig hverfa. Innan klæða er þær með segulband sem nemur allar samræður og er orða- og setningaval kvennanna einmitt staðlað og sérstaklega valið til þess Varast ber fljóðin fögru... að ekki geti farið á milli mála hvað verið sé að ræða um. Hvort sem karlarnir standast prófið eða falla á þeim, þá eru kærusturnar og eiginkonurnar sem heima sátu yfirleitt komnar með upptökuna og skýrslu „sjensins" í hendumar áður en karlinn er laus við timburmennina. Sem fyrr segir sækja æ fleiri eigin- og sambýliskonur eftir þjón- ustu af þessu tagi og sem nærri má geta eru niðurstöður hvers máls um sig með ýmsum hætti. Karlar sem legið hafa undir grun um árabil hafa fengið fyrstu ein- kunn á sama tíma og hinir mestu sakleysingjar hafa kolfallið. Jafnvel gengið svo langt að svífa á spæjar- ana áður en þeir höfðu áttað sig á því hveijum þeir voru sjálfir að leita að! Virðist þjónusta af þessu tagi eiga framtíð fyrir sér. En eitt öðru fremur heldur henni þó nokkuð í skefjum. Þetta er rokdýrt ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.