Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 9. JANÚAR 1994 syngja hinum látna lof í þessum línum: „Hönd þín var líknsöm, ljúfi hvíti maður! / léttir þú af mér þungu böli...“ Ekki hefur Hans Jonathan þó verið sendur til síns heima, í hlýju gróðursælu eyjarnar. Svo mikið er víst að árið 1818 kemur hann með kaupfari Örum & Wulf til Djúpa- vogs á annarri kaldri eyju og tók við stjórn verslunar fyrirtækisins þar í plássi og gerðist svo bóndi í Borgargarði. Arið 1820 giftist hann Katrínu Anthoníusdóttur frá Hálsi, fagurri konu og glæsilegri. Ári seinna fæddist þeim sonurinn Stef- án Lúðvík og síðar dóttirin Regína. Er af þeim kominn stór ættbogi á íslandi. Skráði Þorsteinn Jónsson ættartölu eins leggsins 1986 til Ingvars Emilssonar, haffræðings í Mexíkó, og systkina hans. En Hans Jonathan var mikill sómamaður, lærði íslensku og lét sig varða hag fólksins, kenndi m.a. smíðar, reikn- ing og siglingafræði og mælti gegn ofdrykkju, svo ekki hefur hann í sínu heimalandi ánetjast „kindevíl- inu“, sem svo margir negrarnir leit- uðu huggunar í í eymd sinni. Hann andaðist á besta aldri. Danskar götur með lúxusbúðum Rauða virkið í Charlotte Amalia var eftirmynd hins hvíta virkis, Christianborgar á Gíneuströndinni, þar sem þrælarnir voru hlekkjaðir handan hafsins fyrir flutningana. Eg man hve það kom mér á óvart er ég kom til Ghana upp úr 1960 og fékk að vita að þessi víggirti Christansborgarkastali, nú höll þjóðhöfðingjans, væri hið illræmda virki Dana frá tímum þrælaverslun- arinnar. Nú skoða ég rauða virkið, Fort Christian, handan hafsins, sem tók við þrælunum og hélt uppi aga meðal refsifanganna og þrælanna. Þetta er gríðarmikil bygging, reist á háum klettahöfða og blasir við af sjó í miðjum bænum. Byggingin er frá 1671 frá upphafi danskra yfirráða á St Thomas. Hefur verið fangelsi, dómhús, íbúð landstjórans, nú lögreglustöð og safn, sem þó var lokamvegna viðgerða. Stóri ídukk- uturninn setur á það svip. En í kastalagarðinum stóð furðugripur með hjólum, sem virtist gamall pínubekkur. Skammt frá klifra ég 99 þrepin upp stjórnarráðshæðina með gamla glæsilega stjórnarráðs- húsinu. Þrepin úr ballest dönsku Líklega hefur Siguröi eða hlekkiuöum fifríkuhrælunum ekki lltist eins vel á og okkur skemmtiferðafólkinu hegar heir af dekkinu á skipi sínu sáu hessar ávölu hæðir vafðar grænum gróðri og fallegu strönd og voga við tært blátt haf, har sem má kafa og skoða skrautfiska. flllt árið er har sumar, hitinn getur farið upp í 35 stig og fer sjaldan niður fyrir 20 stig, en salt sjávarlottið virðist létt að anda að sér. Charlotte Amalie á St. Thomas er nú orðin að nútíma túristaparadís, þar sem ferðafólk fyllir götur með dönskum nöfnum og verslar í þessari bestu verslunarborg á Vestur-Indíum, sem gerð var að frí- höfn 1764 — að vísu í öðrum tilgangi og ekki eins geðþekkum. KOMINN AF DÖKKUM ÞRÆL í meðfylgjandi grein um Þræla- eyjar segir m.a. frá Hans Jonat- han, sem fæddur er af „negerind- en Regina“, eign general Majors Schimmermanns landstjóra á Sa- int Croix 1784, eins og segir í fæðingarvottorði hans. Þar er fað- ir ekki skráður en munniega nefndur danskur ritari á staðnum. Hans Jonathan var síðar dæmdur þræll í Kaupmannahöfn, en kom svo 1818 til íslands sem verslun- arstjóri hjá Örum & Wulf á Djúpa- vogi, gerðist bóndi og giftist þar og af er mikill ættbogi á íslandi. Meðal afkomenda hans mun vera forsætisráðherra íslands, Davíð Oddsson. Um þessa afkomendur Hans Jonathans skrifar Stefán Jónsson fréttamaður m.a.: „Á Austurlandi hefur þótt fremd að því að geta rakið ættir til Hans Jónatans, en hann átti ekki mjög marga afkom- endur á Djúpavogi í bernsku minni. Dökki augnliturinn og blá- svarta hárið, sem enn teljast að- alsmerki margra í því plássi, eru að litlu leyti þaðan komin. Að vísu eru ættareinkennin frá Saint Cro- ix líka tekin að dofna í blöndu kynslóðanna, en getur þó enn að líta hjá ýmsu góðu fólki vítt um landið, svo sem á prúðu hári Dav- íðs Óddssonar borgarstjóra í Reykjavík.“ Stefán segir einnig: „Ekki var Hans Jónatan víst bein- línis blámaður, en mjög dökkur á hörund og hrokkinhærður eins og best gerist í Afríku, og á flestan hátt skar hann sig úr frá dönskum Davíð Oddsson kaupmönnum . . .“ Davíð Oddsson kannaðist við þetta, þegar það var borið undir hann, og hafði gaman af spurn- ingunni. Sagði m.a. að Valgerður föðuramma sín (fædd 1879) Har- aldsdóttir bónda á Búlandsnesi Ólafssonar Briem hefði verið dökk á hörund, svo með ólíkindum var af íslenskri konu. Þess má svo geta að ýmsir fleiri kunnir borgarar eru afkomendur Hans Jónatans, svo sem Heklu- bræður, en móðurafi þeirra Ingi- mundur Sveinsson, fæddur 1871 á Djúpavogi, giftist Önnu Maríu Lúðvíksdóttur, afkomanda Hans Jónatans, og meðal barna þeirra var Rannveig Ingimundardóttir, kona Sigfúsar í Heklu. Og fleiri mætti nefna,sem ekki verður nán- ar rakið hér. krömdu úr honum safann. Við sjáum leifar þrælakofanna, þar sem þeir bjuggu og ræktuðu sinn eigin mat í kring, vindmilluna, rústirnar af suðuhúsinu, þar sem reyrinn varð að grófum brúnsykri, og leiðsl- unar þar sem síðasti rommlekinn draup. Eftir gamla danska hring- veginum með sjónum á eyjunni gengur nú bakpokafólk. Og aflíom- andi þræianna ýtir á undan sér handsláttuvél. Þrælaflutningunum lauk að vísu 1803. Og Bretar afnámu 1807 þrælahald á nærliggjandi eyjum, sem blasa við. Friðrik 6, þáverandi krónprins, hafði að vísu 1792, að ráði fjármálaráðherra síns Ernst Schimmelmanns greifa, sent frá sér tilmæli um betri meðferð á þrælum um leið og þeim skyldi fyrst fjölgað með örari aðflutningum, en það breytti engu. Aðeins því að dönsku skáldin mærðu hann og danska góðsemi. Enn ekkert hafði þó gerst hálfri öld síðar þegar þrælamir gerðu uppreisn á St. Croix 1848 undir forustu Buddos „hershöfð- ingja“, sem gaf hinum velviljaða landstjóra Peter von Scholten lang- þráð tækifæri til að gefa þrælunum frelsi fram hjá stjórninni í Kaup- mannahöfn. Þá hafði verðfall á sykri að vísu gert sykurvinnsluna óarðbæra og þá arðinn af þrælunum um leið. Þótt Danir yrðu í þessu efni hálfri öld á eftir öðrum, þá stóð lengst af í skólabókum þar heima að þeir hefðu orðið fyrstir til að afnema þrælahqld og þeir mærðu sig í ljóðum og leikritum. Bók Thorkilds Hansens með allri sögunni varð nútíma Dönum því mikið áfall. Múlattinn á Djúpavogi Þrælahald var því enn viðurkennt og í gildi í Kaupmannahöfn þegar múlattinn Hans Jonathan var þar kominn. Hann var fæddur á dönsku þrælaeyjunni St. Croix 20. júní 1784 (rangt þefur verið farið með ártalið í íslenskum heimildum). Á fæðingarvottorði hans segir að móðir hans hafi verið svertingja- konan Regína, eign Schimmel- manns landstjóra. En Heinrich Schimmelmann var föðurbróðir greifans og fjármálaráðherrans, þess hins sama sem hafði komið á lögum í Danmörku um að þræla- sala skyldi lögð niður á árunum 1792-1803. A skírnarvottorðinu segir líka að enginn hafí verið skráður faðir bamsins, en munn- lega sagt að það væri secretairen eða ritarinn þar. Liggur ekkert fyr- ir um þátt Schimmelmanns land- stjóra í þeim getnaði. Hans Jonath- an kom með Schimmelmann land- stjóra til Danmerkur fyrir árið 1793. En það ár dó Heinrich Schimmelmann. Segir Thorkild Hansen þá undarlegu sögu alla. Ekkjan hélt Hans Jonathan hjá sér í vist sinni þar sem hún bjó í Marien- borg-hverfinu í Kaupmannahöfn og lét ferma drenginn 17 ára gamlan. Hann var nú orðinn baldinn strák- ur. Ekkja Schimmelmanns )ét refsa honum fyrir nætursvall. Daginn eftir hljóp hann að heiman, kvaðst vilja berja á Englendingum. Hvað hann gerði, gekk í danska sjóherinn og munstraðist á herskipið Charl- otte Amalie, sem sökkt var í bar- daganum í höfninni. Þá var hann munstraður á herskipið Elephanten. Hans konunglega hátign krónprins Friðrik vissi um hlutdeild negrans, lýsti skriflega viðurkenningu sinni og óskaði eftir að hann yrði frjáls maður. „Ég trúi ekki heldur að nokkur Iögfræðingur geti krafist til handa herforingjafrú Schimmel- mann annars réttar yfir þessum manni en- sérhvers húsbónda yfir þjóni sínum. Að því marki telst hann frjáls og skal njóta sama rétt- ar og félagar hans ef honum er ekki af illum ástæðum meinuð land- vist.“ Þessu vildi ekkjan ekki una, fór í mál og krafðist eignarréttar síns. Jonathan gaf sig fram við lög- regluna, en sótti jafnframt um leyfi til að verða undirforingi í sjóhern- um. Herstjórnin mælti með umsókn hans sakir góðrar frammistöðu. Sjálfur yfirmaðurinn Lutken komm- andör fór til ekkjunnar og benti á hversu dyggilega pilturinn hefði þjónað Danmörku, en ekkjan lét sér ekki segjast, heldur krafðist 400 ríkisdala í greiðslu fyrir Jonathan. Flotastjórninni þótti það mikið fé og fékk þann úrskurð í kansellíinu að engin lög væru í landinu sem ónýttu eignarétt á þrælum í Dan- mörku. Sjóherinn varð því undan að láta og Jonathan strauk að nýju. Lögreglan fann hann loks í desember hjá Sveini veitinga- manni í „Bakara- kjallaranum“ í Stóru Grænu- götu. Þá var málið tekið til dóms. I mál- flutningnum var Jonathan líkt við kjóla ekkjufrúar- innar, sem ekki mætti flytja burtu. Jonathan varði sig með bréfi krón- prinsins, sem mála- færslumaðurinn taldi lygi og fals. Krón- prinsinn mætti ekki standa gegn eignar- réttinum. Dómur féll í málinu 31. maí 1802. Dómarinn var einn fremsti lögfræð- ingur Dana, Anders Sandoe Örsted. Ekkj- unni var dæmdur eignarrétturinn og eigandanum dæmd- ur réttur til að senda hann aftur til Vest- ur-Indía sem þræl. Engu að síður hafði frúin orð fyrir að vera verndari svert- ingja, skrifar Thorkild Hansen. Þegar maður hennar var látinn hafði hún látið birta erfiljóð í Adressavisen, ^þar sem negri er látinn ál

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.