Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 09.01.1994, Blaðsíða 29
MORGU,\’BLAÐ11) VELVAKAWÐIíSlRN’i\'Oa.\GT3R-.9. JAXÚAU 1994 , B i 29 Vaxandi tölvufyrirtæki og mis- vel greindir forstjórar þeirra Frá Erni Asgeirssyni: ÁSTÆÐA þess að ég rita þessar línur er atvik sem ég lenti í 22. des- ember 1993. Þá fór ég með tölvu í athugun hjá tölvufyrirtækinu Boð- eind á Seltjarnarnesi. Tölvan var keypt hjá þeim í mars 1993 og er því enn í ábyrgð. Eftir að hafa keypt mér aukahlut í tölvuna hjá öðrum tölvusala kom upp sú staða að tölvan neitaði að taka við honum. Stutt samtal við söluaðila aukahlutarins leiddi í Ijós að smáatriði í tölvunni þyrfti _að breyta til að dæmið gengi upp. Ég breytti því skv. leiðarvísi sem fylgdi tölvunni en ekkert gerðist. Hafði ég þá samband við verk- stæði Boðeindar til að spyrja við- gerðarmann þar hvort ég væri að gera einhveija vitleysu. Skv. ítarlegu símasamtali kom í ljós að það var eitthvað sem ekki virkaði rétt í tölv- unni sjálfri og það viðurkenndi við- gerðarmaðurinn fúslega. Eina ráðið var því að fara með tölvuna til verk- stæðis Boðeindar og láta athuga hvort tölvan væri gölluð. Málið var lagfært á verkstæðinu fljótt og ör- ugglega. Síðan kemur að því sem fær mig til að skrifa þetta miður skemmtilega bréf. Þegar ég ætlaði að sækja tölv- una átti ég að gjöra svo vel að greiða viðgerðarkostnað. Ég sætti mig ekki við það þar sem ég taldi þetta vera athugun á því hvort vélin væri göll- uð en skv. fyrmefndu símtali benti allt til þess. Ég lenti því í smá orða- sennu við forstjóra Boðeindar sem afgreiddi í versluninni á þessum tíma. Misskilningur hafði komið upp á milli mín og viðgerðarmannsins um viðgerðina. Ég bað aldrei um að tölvan og aukahluturinn yrðu sett upp til að dæmið myndi virka. Ég vildi einungis að athugað yrði hvort tölvan væri gölluð. Ef enginn galli hefði fundist hefði ég haldið áfram að prófa mig áfram og fengið frekari leiðbeiningar frá söluaðila aukahlutarins sem hann var fús að veita. Þessi senna á milli mín og forstjór- ans var á skjön við alla heilbrigða skynsemi. Hann viðurkenndi að þarna væri um misskilning að ræða, viðgerðarmaðurinn hefði gert meira en það sem honum var ætlað. En hver var látinn borga fyrir þennan misskilning? Enginn annar en undir- ritaður. Ég fékk ekki tölvuna fyrr en næsta dag og þá eftir að rætt hafði verið um þennan misskilning við viðgerðarmanninn. En hvers átti ég að gjalda? Allir með einhveija skynjun á því hvað ánægðir viðskiptavinir þýða fyrir vaxandi smáfyrirtæki hefðu umsvifalaust látið mig hafa vélina og rætt síðan málið við viðgerðar- manninn daginn eftir, en hann var farinn þegar þetta atvik átti sér stað. Satt best að segja trúði ég því ekki að ég stæði þarna í stappi við sjálfan forstjóra fyrirtækisins um upphæð sem ennþá erfiðara er að trúa: 4.500 kr. m/vsk. Gaman þætti mér að vita í hvaða bananalýðveldi viðkomandi forstjóri hafði lært sína markaðsfræði og framkomu við viðskiptavini. Kenning segir að einn óánægður viðskiptavinur segi 13 öðrum frá. Ég er óánægður. Núna þegar ég skrifa þetta bréf er mér yarla runn- in reiðin, því að missir tölvunnar er mér mjög bagalegur, þó svo að ekki sé um að ræða nema einn dag. En eftir á að hyggja er þetta í raun stórfyndið. Núna hlær maður orðið að þessari skammsýni sem þarna var uppi á teningnum. Algert kennslu- bókardæmi um hvernig ekki á að koma fram við viðskiptavini. Það besta við þetta er að sam- skipti mín við sölumenn og viðgerð- armann Boðeindar hafa alltaf verið til fýrirmyndar en þetta atvik mun binda enda á þau. Það er alveg með ólíkindum hvað einn aðili getur skemmt fyrir heilu fyrirtæki. Með viðskiptum við Boð- eind get ég ekki mælt. ÖRN ÁSGEIRSSON, Kötlufelli 7, Reykjavík. Hörmungar í Sómalíu og hræsnarar í Hvíta húsinu Frá Amal Qase: Hörmungar í Sómalíu sem við fylgjumst með í fjölmiðlum eru orðn- ar daglegt brauð. Maður er meira að segja hættur að tárast þegar maður sér lítil sómölsk börn deyja úr hungri í beinni útsendingu. Það venst allt. Það er eitt að sjá stríðs- hörmungar í fjarlægum löndum, meðal fólks sem maður veit lítið sem ekekrt um, annað er að sjá óhugnan- legar ófarir meðal landa sinna. Það veldur manni ólýsanlegri sorg að sjá böm hlaupandi undan sprengingum árásarmanna og lík út um allt á götum þar sem ég lék mér sem bam. Maður reynir að rifja upp fallegar minningar frá æskuárum, hugsa um mömmu og aðrar borgarkonur gróð- ursetja blóm í sjálfboðavinnu, lista- menn að selja verk sín niðri í bæ eða fallegu stúlkurnar í þjóðbúning- unum, sem sungu og dönsuðu út um allan bæ á þjóðhátíðardeginum, en maður kemst ekki undan raunvem- leikanum. Þegar Bandaríkjamenn og banda- menn þeirra fóm til Sómalíu á sínum tíma til að „hjálpa hjálparstofnunum að dreifa matvælum“ eins og þeir orðuðu það vissu allir sem þekkja til starfshátta Bandaríkjamanna hvað var að gerast. Þeir fóru þangað fyrst og fremst vegna þess _að þeir eiga hagsmuna að gæta þar. í stríðs- hijáðu landi eins og Sómalíu er stór markaður fyrir vopn sem Banda- ríkjamenn framleiða í stómm stíl. Bandaríkjamenn em löngu orðnir LIFSHYATI TIL ÞÍN, kæri vinur, sem lest þessar línur og finnur þig ein- mana og yfirgefinn. Beindu huga þínum til Jesú, þú er mikilvægt barn Guðs á hvaða aldri sem þú ert, hvernig sem kringumstæður þínar era á þessari stundu. Láttu sjá þig þar sem Guðs andi er, í samfélagi trúaðra. Eigir þú ekki heimangengt er Guðs andi hjá þér og umlykur þig á bak og bijóst, og hönd sína hefur hann frægir fyrir að gera innrás í lönd sem eiga við vandamál að stríða og hverfa síðan á brott eftir að „viðun- andi ríkisstjórn" er komin til valda þar. M.ö.o. þeir fara ekki fyrr en þeir em búnir að sjá til þess að menn sem þóknast þeim komast tií valda. Þetta snýst allt um viðskipti. Það er staðreynd að vopnaframleið- endur í Bandaríkjunum era valda- miklir og hafa mikil áhrif á utan- rfkisstefnu landsins. Þeir hafa stór grætt á hörmungum heimsins og era efnaðir mjög. Þeir fjármagna kosn- ingabaráttu stjómmálamanna og enginn stjórnmálamaður hefur efni á að sniðganga hagsmuni þeirra, ef hann á annað borð vill komast í áhrifastöðu í Bandaríkjunum. Áætlun Bandaríkjamanna mis- tókst hrapallega þegar þeir reyndu að handtaka Caydiid (eða Aidid eins og útlendingár skrifa nafn hans). Þeir gerðu þetta vegna þess að þeir vissu ekkert um hvernig Sómalar hugsa. Sómalar standa alltaf saman gegn útlendingum þótt þeir séu verstu óvinir innbyrðis. Þeir myndu aldrei afhenda Caydiid eða annan sómalskan foringja útlendingum, þótt Caydiid sé versti morðingi í sögu landsins eftir Said Barre (Said Barre stjórnaði Sómaliu með valdi 1969-91), en hræsnarar í Hvíta húsinu vissu það ekki. Þeir voru vanir að fara til hvaða lands sem er og skipta sér af innanríkismálum þeirra án minnstu virðingar fyrir menningu og lifnaðarháttum við- lagt á þig til þess að styrkja þig. Sá sem leitar Guðs mun ekki burtu rekinn. Jesús lætur dyr standa opnar fyrir þér sem eng- inn getur lokað, hann þekkir verkin þín og veit að þú hefur lítinn mátt og ekki afneitað Guði sem hefur leyst þig úr nauðum. Þökk sé Guði fyrir Drottin vorn Jesúm Krist sem gaf okkur sinn heilaga anda og leiddi okkur út úr myrkinu til ljóssins. Kærleikskveðja. ÁVE komandi fólks. Mönnum er í fersku minni hvernig þeir ruddust inn í Panama og handtóku þar leiðtoga sjálfstæðrar þjóðar og ótrúlegt en satt kom hann fyrir rétt í Bandaríkj- unum þar sem harm situr í fangelsi. Það var dýrkeypt lexía og hin versta skömm fyrir Bandaríkjamenn þegar sómalska þjóðin lét í ljós að þeir væru ekki velkomnir í Sómalíu í beinni útsendingu um allan heim. Borgarastyijöldin í Sómalíu sem hófst 1988 hefur farið úr öllum böndum og ástandið er hræðilegt, en það er fyrir Sómala að koma sér saman og leysa þetta vandamál en ekki utanaðkomandi. AMAL QASE frá Sómalíu. LEIÐRÉTTINGAR Röng mynd Röng mynd birt- ist með grein Tómasar Þor- valdsson, hdl., „Reynt að kæfa vaxtarbrodd“ um málefni kvik- myndasjóðs sem birtist í blaðinu í gær. í staðinn birtist mynd af alnafna hans og út- gerðarmanni i Grindavík. Hér er myndin sem átti að fylgja greininni og er beðist velvirðingar á þessum mistökum. Rangt nafn Þau leiðu mistök urðu við birtingu fréttar um útför Stefáns íslandi í gær að nafn prestsins, sr. Guðmundar Óskars Ólafssonar, misritaðist. Er hann beðinn afsökunar á þessum mistökum. Mistök í dag- skrárkynningu Þau mistök áttu sér stað í dagskrár- kynningu á fimmtudag að bútur féll úr kynningunni á Djáknanum á Myrká. Rétt er setningin: „Öll undir- búningsvinna, teiknun persóna og málun bakgrunna var unnin á ís- landi 1991-92, en hreyfiteikning, málun á glærar og kvikmyndataka var unnin í Lettlandi á fyrri hluta þessa árs.“ Eru aðstandendur mynd- arinnar beðnir velvirðingar á þessu. VELVAKANDI Sjálfsrækt Námskeið, sem íjallar um uppeldi, sjálísvirðingu, ást og samskipti, líkamsrœkt, matarœði, jákvœða hugsun, markmiðasetningu, öndunarœfingar, slökun, hugleiðslu og lögmál velgengni. Kennslubók, œfingar og einkatími. 15. jcmúar til 12. febrúar. Leiðbeinandi er Gunnlaugur Guðmundsson Stjörnuspekistöðin, Laugavegi 59, sími 10377. SUMARÉÍNU '94 KYNNI R I KVOLD. SUNNUDAGSKVÖI.D * ÉRT M einn af þeim sem ætluðu að byrja nýtt líf eftir áramót? Ef svo er, þá ættir (?ó að líta til okkar því lífið er allt svo miklu auðveldara viðfangs og skemmtilegra ef maður lætur það eftir sér að sofa vel! Dæmi: Teg. Korafort 90 x 200 kr. 12.860,- Tej. Medíó 90 * 200 kr. 22.360,- Teg. Sufer 90 x 200 kr. 33.280,- Teg. Ultraflex 90 x 200 kr. 42.860,- Teg. Softyflex 90 x 200 kr. 45.120,- Sænsku fjaðradýnurnar frá SCANDISLEEP og SCAPA, tveimur stærstu dýnuverksmiðjum Norðurlanda sem Húsgagnahöllin er einkaumboðsaðili fyrir, eru alltaf jafn vinsælar. í hinni stóru dýnuútstillingardeild okkar er um margar gerðir og stærðir að velja. Hjá velútsofnu starfsfólki okkar færðu góða þjónustu og aðstoð við að velja rétta dýnu og bestu fréttirnar eru þær að það er ekki dýrt ao sofa vel. Við bjóðum besta verðið á markaðnum -það muntu strax sjá. Er ekki kominn tími til að líta til okkar ? Húsgagnahollin BÍLDSHÖFÐA 20 -112 REVKJAVÍK - SÍMI 81-68118»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.