Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 9
VJS / JMQí 1109
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
9
ÚTSALAN
HEFST Á MORGUN
B O G N E R
sérverslun v/Óðinstorg, sími 25177
Þú getur líka tekib
þátt í vikulegum
útboðum á
ríkisverbbréfum
Einstaklingar eins og aðrir geta
ávaxtað peningana sína í vikulegum
útboðum á ríkisvíxlum, ríkisbréfum og
spariskírteinum ríkissjóðs.
Útboðin fara þannig fram að löggiltum
verðbréfafyrirtækjum, verðbréfa-
miðlurum, bönkum og sparisjóðum
gefst kostur á að gera tilboð í bréfin
samkvæmt tilteknu tilboðsverðr, en
aðrir sem óska eftir að gera tilboð í
bréfin geta haft samband við
ofangreinda aðila sem munu annast
tilboðsgerð fyrir þá.
Fjárfesting í ríkisvíxlum og ríkisbréfum
er tilvalin fyrir einstaklinga sem eru t.d.
á milli fjárfestinga og vilja ávaxta
peningana sína til skemmri eða lengri
tíma á meðan.
ÞJÓÐHAGSSTOFNUN:
Kostnaður vegna atvinnuleysis 1992
Kostnaður á hvern einstakling (í kr.)
Einstæðir Ein- Hjón/ í heild
Ríkissjóður foreldrar hleypir sambúð
Minnkun tekjuskatts 199.018 106.103 446.995 283.748
Aukning atvinnuleysisb. 489.241 489.241 498.241 489.241
Minnkun tryggingagjalda 50.861 50.861 50.861 50.861
Minnkun óbelnna skatta 103.768 147.335 226.232 179.821
Samtals 842.888 793.540 1.213.330 1.003.671
Sveitarfélðg Minnkun útsvars 27.659 70.509 60.300 47.926
Aukin fjárhagsaðstoð 70.406 39.419 10.698 29.607
Samtals 98.065 109.929 70.998 77.533
Heimili Lækkun ráðstöfunart. 214.481 442.897 441.379 411.823
Heildarkostnaður vegna umframatvinnuleysis (í þús. kr.)
Kostn. á hvern atvinnul. 1.155 1.346 1.726 1.493
Umframatvinnuleysi 361 1.039 1.318 2.718
Heildarkostnaður 417.112 1.398.874 2.274.482 4.058.047
Atvinnuleysi árið 1992
kostaði fjóra milljarða
Fram kom í skýrslu félagsmálaráðherra
til Alþingis síðastliðið haust að kostnaður
þjóðfélagsins vegna atvinnuleysis árið
1992, það er tekjumissir og útgjalda-
auki, nam rúmum fjórum milljörðum
króna. - Lækkun á ráðstöfunartekjum
heimila er áætluð 1.119 m.kr. Minnkun
skatttekna, vöxtur atvinnuleysisbóta og
félagslegrar aðstoðar námu 2.939 m.kr.
Samtals 4.058 m.kr. - Enn hefur harðnað
á dalnum í þessurn efnum.
Atvinnuleysið
og heimilin
í skýrslu félagsmála-
ráðherra um afleiðingar
atvinnuleysisins segir
m.a. svo um áhrifin á
tekjur heimilanna:
„Hér er um umtals-
verða tekjuskerðingu að
ræða, um 23% hjá barna-
fólki og um 50% l\já barn-
lausum. Þessi niðurstaða
er í hátt við þá athugun
sem fram kemur í riti
nefndar á vegum nor-
rænu ráðherranefndar-
innar, „Social trygghed i
de nordiske lande“.
Astæður minni skerðing-
ar á tekjum bamafólks
eru þær að dagpeningar
atvinnuleysisbóta aukast
eftir fjölda bama og þá
hækka barnabætur jafn-
framt vegna lægri tekju-
stofns. Rétt er að taka
fram að útreikningar em
byggðir á meðaltölum
um tekjur, barnafjölda
o.fl. Sú nálgun hefur
áhrif á mat á sköttum
hjóna vegna nýtingar
persónuafsláttar þar sem
skattbyrðin ræðst ekki
bara af tekjum heldur
einnig af því hvemig
tekjujöfnunin skiptist
milli hjóna.
Kostnaður heimilanna
í heild vegna tekjutapsins
er hér áætlaður 1.119
milljónir króna vegna
lægri ráðstöfunartekna."
Atvinnuleysið
og ríkissjóður
Um áhrif atvinnuleys-
isins á rikissjóð segir í
skýrslunni:
„Beinn kostnaður rik-
issjóðs vegna atvinnu-
leysis felst annars vegar
í minni sköttum, beinum
og óbeinum, og hins veg-
ar í meiri útgjöldum til
atvinnuleysisbóta og
ýmissa tekjutengdra
bóta, bamabóta og vaxta-
bóta.
Lækkun beinna skatta
er afleiðing lægri tekna
hinna atvinnulausu. Við
mat á óbeinum sköttum
var lagt til grundvallar
að öllum ráðstöfunar-
telgum sé varið til
neyzlu, jafnt fyrir sem
eftír atvinnuleysi...
í heild er beinn kostn-
aður sem rikið ber vegna
hvers atvinnulauss
manns rúm ein milljón
krónur á ári. Tæpur
helmingur þess kostnað-
ar em atvinnuleysisbæt-
ur. Atvinnuleysisbætur
em færðar samkvæmt
reikningum Atviimuleys-
istryggingasjóðs og era
bætumar heldur hærri
en samkvæmt könnun
Félagsvísindastofnun-
ar...“
Atvinnuleysið
og sveitarfé-
lögin
Ahrifunum á sveit-
arfélögin er lýst svo:
„Stærstí Úðurinn í
kostnaði sveitarfélaga
vegna atvinnuleysis er
tapaðar útsvarstekjur.
Til viðbótar kemur ýmis
kostnaður vegna fram-
færsluskyldu sveitarfé-
laganna sem þó getur
verið erfitt að meta. Met-
in hefur verið aukin fjár-
hagsaðstoð sveitarfélag-
anna til hinna atvinnu-
lausu sem ekki hvað sizt
tengist bótalausa timabil-
inu. Sú áætlun hljóðar
upp á um 30 þúsund
krónar á ári á hvern at-
vinnulausan mann.
Sveitarfélögin taka nú
þátt í átaksverkefni upp
á um 500 milljónir króna.
Vafasamt er hvort þenn-
an kostnað beri að færa
gjaldamegin þar sem á
móti þeim stendur verð-
mæti sem felst í þeirri
viimu sem innt hefur ver-
ið af hendi. Og er það
ekki gert í þessari athug-
un.“
Kostnaðurinn
í heild
„Þegar kostnaður ríkis
og sveitarfélaga er tek-
inn saman fæst að hami
sé um kr. 1.081.000 á
hvern atvinnulausan
mami. Miðað við fyrr-
nefnt umframatvinnu-
leysi er heildarkostnaður
hins opinbera 2.939 mil(j-
ónir króna. Lækkun ráð-
stöfunartekna heimil-
anna er áætluð 1.119
m.kr.
Niðurstaða þessarar
atliugunar er því að
beimi kostnaður þjóðfé-
lagsins vegna atvinnu-
leysis sé um 4.058 millj-
ónir króna. Þessi Qárhaeð
svarar til 1,1% af lands-
framleiðslu og um 3% af
tekjum hins opinbera."
(Sjá meðfylgjandi töflu.)
- Lánstími ríkisvíxla er 3, 6 og 12 mánuðir.
- Lánstími ríkisbréfa er 2 ár.
- Lánstími spariskírteina er 5 og 10 ár.
Hafðu samband við starfsfólk
Þjónustumiðstöðvarinnar og það veitir
þér nánari upplýsingar um vikuleg
útboð á ríkisverðbréfum.
ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ
RÍKISVERÐBRÉFA
Hverfisgötu 6, sími 91-626040
Ef öryggi sparifjár skiptir þig máli
hefur þú ekki efni á að líta framhjá
erlendum verðbréfum
Um áramótin var hömlum meö viöskipti
erlendra verðbréfa aflétt hér á landi.
Islendingar geta því fjárfest í erlendum
verðbréfum án fjárhæðatakmarkana.
VIB hefur nú til sölu erletída verðbréfasjóði
sem stjórnað er af James Capel Unit Trust
Management Ltd. í Bretlandi. James Capel
rekur 18 verðbréfasjóði, þar af 7 vísitölusjóði,
en fyrirtækið hefur einbeitt sér að rekstri
þeirra og náð hvað bestum árangri i
heiminum á því sviði.
Þrátt fyrir miklar verðsveiflur geta erlend
verðbréf gefið góða ávöxtun og eru því
heppileg til áhættudreifingar. Kaupendur geta
valið um sjóði sem fjárfesta í verðbréfum í
Bretlandi, Evrópu, Bandaríkjunum, Japan eða
Asíu. Verðbréfasjóðir James Capel eru ætlaðir
til langtímaávöxtunar og hefur ávöxtun þeirra
að jafnaði veriðgóð.
Rábfriafai■ VIB veita frekari uppljsingar um
verðbréfasjóði James Capel og einnig er hægt að fá
sendar upplýsingar i pósti.
Veiið velkomin í VÍB!
VlB
VERÐBRÉFAMARKAÐUR ÍSLANDSBANKA HF.
• Aðili að Verðbréfaþingi íslands •
I—Ármúla 13a, 155 Reykjavík. Sími: 68 15 30. Myndsendir: 68 15 26. l