Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 17

Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANUAR 1994 17 Seldi rósir og falsaði ávísanir Rannsóknarlögreglu ríkisins hafa borist kærur frá tveimur aðilum í Reykjavík sem snemma í desem- ber keyptu jólarósir af manni sem gekk í hús og greiddu með ávísun- um. Blómasalinn breytti fjárhæð- um ávísananna áður en hann skipti þeim í banka, annarri ávís- uninni breytti hann úr 650 i kr. 100 þúsund og þrettán krónur og hinni úr 1.400 í 140 þúsund. Maðurinn fékk fölsuðu ávísunum skipt í banka og þær fjárhæðir sem hann sóttist eftir. Tvær kærur höfðu borist til RLR í gær, sú fyrri frá BHMR en skrifstofa þess félags hafði átt hærri ávísunina og hin síð- ari frá manni i Breiðholti sem kærði málið nýlega. Rannsóknarlögreglan hafði í gær ekki handtekið biómasalann, en sagt var að vitað væri um hvaða mann væri að ræða og hvaða kona væri í vitorði með honum, -----♦.♦--♦-- Selfoss Prófkjör hjá Sjálf- stæðis- flokknum Selfossi. PRÓFKJÖR verður haldið 19. febrúar hjá Sjálfstæðisflokknum á Selfossi til að velja frambjóð- endur á lista flokksins við næstu bæjarstjórnarkosningar. Þetta var ákveðið á félagsfundi í sjálf- stæðisfélaginu Óðni á mánudag 10. janúar. Framboðsfrestur til prófkjörsins rennur út 1. febrúar klukkan 18. Sömu reglur gilda um framkvæmd prófkjörsins og voru fyrir síðustu kosningar. Flokksbundið sjálfstæðis- fólk 16 ára og eldra hefur kosninga- rétt og þeir óflokksbundnir sem und- irrita stuðningsyfirlýsingu við flokk- inn. Sig. Jóns. -----♦ ♦■♦--- Fyrrum starfs- fólk Hafskips fagnar nýju ári Á HVERJU ári frá árinu 1986 hafa fyrrverandi starfsmenn Haf- skips hf. komið saman í upphafi nýs árs til að bera saman bækur sínar og rifja upp gamlar minn- ingar frá dögum skipafélagsins sem var eitt öflugasta flutninga- fyrirtæki þjóðarinnar. í ár verður samkoman á Kringlukránni föstudaginn 14. jan- úar nk. og hefst kl. 17. Þetta verður í níunda sinn sem samkoman er haldin en Hafskip var gert gjald- þrota síðla árs 1985. Öll árin hefur samkoman verið vel sótt af Haf- skipsmönnum og -konum og koma sumir hveijir langt að. ÚTSALAN HEFST í DAG 4 YOU HERRAFATAVERSLUN LAU6AVE6I 51 EINN HLUTUR A 495 KR., ANNAR ÓKEYPIS OG SÁ PRIÐJI AÐ GJÖF !

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.