Morgunblaðið - 12.01.1994, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
BJORGUNARAFREKIÐ I VOÐLAVIK
Kristbjöm Guðlaugsson einn skipbrotsmannanna af Goðanum
Lífsmatið gjörbreytt
eftir þessa reynslu
Á leiðinni heim
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
MENNIRNIR sex sem björgnðust af Goðanum komust til Reykjavíkur í gærkvöldi. Myndin var tekin
þegar þeir biðu eftir áætlunarflugvélinni í flugstöðinni á Egilsstöðum, þeir eru f.v.: Níels Hansen vél-
stjóri, Omar Sigtryggsson 2. vélstjóri, Sigmar Ægir Björgvinsson háseti, Marijan Marino Krajacic mat-
sveinn og Kristbjörn Guðlaugsson háseti. Þá sést í Kristján Sveinsson skipstjóra á bak við Omar.
FYRSTA holskeflan reið yfir Goð-
ann um sexleytið. Eg var þá sof-
andi niðri í koju en hrökk upp við
höggið sem kom á skipið og ljósin
duttu út. Eg reyndi að fálma eftir
einhveijum fötum í þessu kol-
svarta myrkri til að troða mér í
en það sást ekkert eða fannst og
ég fór út á nærbrókinni og upp í
brú. Goðinn hafði lagst á bakborða
við fyrsta brotið.“ Þannig lýsir
Kristbjörn Guðlaugsson atvikum á
björgunarskipinu Goðanum sem
strandaði í Vöðlavík á fyrradag.
Kristbjörn var háseti á Goðanum
í þessari einu ferð en gegnir ann-
ars stöðu rannsóknarlögreglu-
manns hjá Lögreglunni í Reykja-
vík. „Eg var hálfnakinn en vildi
bara komast upp til að bíða eftir
fyrirmælum skipstjórans um hvað
ætti að gera og ég hugsaði að þar
myndi maður að minnsta kosti
finnast ef illa færi. Þegar ég kom
upp var áhöfnin þar; skipstjóri,
stýrimaður, matsveinn og háseti,
allir nema vélsfjórarnir sem voru
niðri í vél að reyna að koma ljósa-
vélinni í gang.“
Kristbjöm segir að við fyrsta brot-
ið hafi flestar rúðumar í brúnni og
hurð bakborðsmegin ásamt karmi og
öðru hrokkið út. „Hallinn var gríðar-
legur í fyrstu," segir Kristbjöm.
„Stuttu síðar skall annað brotið á
skipinu. Ég komst ekki fram í stýris-
húsið en gægðist inn og sá að stýri-
maðurinn hélt sér í stýrið og reyndi
að stýra uppí. Síðan kom fylla og þá
missti hann tökin og féll niður í átt
að tómri dyragættinni. Matsveinninn
og hinn hásetinn reyndu að teygja
sig eftir honum. Hann sagði „ég er
fastur" og síðan ekki meir.
Aðalvélin mallaði áfram
Þegar allt var afstaðið leit Kristján
skipstjóri á útganginn á mér og sagði
að blautbúningamir væra niðri í vist-
arveranum. Ég kom auga á peysuna
hans á borði þama og spurði hvort
ég mætti fara í hana. „Gjörðu svo
vel,“ sagði hann rólega. Við sóttum
búningana niður, vélstjóramir
klæddu sig í þá niðri og þeir vora
síðan handlangaðir upp til hinna. Ég
stóð þama á nærbuxum og hálf-
blautri peysu og tróð mér í gallann.
Sjálfur var ég orðinn votur vegna
gusanna sem komu inn um mölvaðar
rúðumar í brúnni og fór því blautur
í gallann eins og við gerðum allir,
en hlýnaði fljótlega eftir að ég komst
í hann. Síðan rétti skipið sig við að
mestu leyti Annar vélstjóri var þá
þegar orðinn máttminni en honum
er eðlilegt vegna skorts á insúlíni og
við hjálpuðum honum fyrstum upp í
brú en vélstjóranum að því loknu.
Matsveinninn tók á móti þeim en ég
rak lestina.
Við héldum til í klefa skipstjórans
bakvið brúna næstu §óra tíma við
birtu af vasaljósum. Hann skaut upp
neyðarrakettu ef ske kynnj að skip
væru á siglingu fyrir utan. Öll stjóm-
tæki, neyðartalstöðvar og annað var
óvirkt þannig að ekki var hægt að
senda út neyðarkall eða koma nokkr-
um boðum til lands. Það var allt
dautt nema aðalvélin sem mallaði í
góða stund eftir fyrsta brotið, eða
þar til sjór eða annað þaggaði niður
í henni. Um sjöleytið — að ég held,
því ég fylgdist ekki með tímanum
og gerði mér ekki fulla grein fyrir
hvemig honum leið — skaut skip-
stjórinn upp annarri rakettu. Rúmum
tveimur tímum síðar fór sjórinn að
skella gegnum brotinn glugga þar
inni. Nokkra seinna sáum við ljósa-
gang í landi og settum neyðarblys á
loft. Um sama leyti klifraðum við
upp á þakið á brúnni. Þá var allt
komið á kaf í brúnni og stöðugt gaf
á skipið sem hafði snúist og rak með
stefnið á undan í átt til Bergvíkur.
Hefði skipið rekið öfugt hefði það
ekki farið jafn langt og það gerði
og við hefðum verið fjær landi og
brotið miklu meira á okkur. Þegar
við komum upp settumst við og héld-
um okkur óbundnir í brúarþakið.
Kristján stóð upp og færði sig að
skorsteininum og í sama bili kom
fylla."
Líflínur áfastar göllunum
í blautgöllunum sem skipveijamir
á Goðanum klæddust era línur sem
ganga jrfir bijóstkassann, undir
handveginn og niður að aftan, og
era ætlaðar til þess að festa í krók
úr björgunarþyrlu. Þessar línur telur
Kristbjöm að hafi orðið þeim til lífs.
„Þegar fyllan skall á brúnni læsti
skipstjórinn sig við járn sem gengur
út úr reykháfinum niður í brúarþak-
ið og myndar þríhyming. Þegar
Kristján hafði fest sig í þetta rekk-
verk færðum við okkur allir að og
festum okkur á sama hátt,“ segir
Kristbjöm. „Við snerum að reykháf-
inum og stóðum umhverfis hann
hálfa vegu, en reyndum þó að hafa
auga með sjónum til að fylgjast með
þegar fyllurnar kæmu. Sumar vora
það miklar að maður missti fótanna
og hékk á línunni og skall síðan á
reykháfinn. Ef að línurnar hefðu
ekki verið til staðar hefðum við ör-
ugglega farið í sjóinn. Brotin komu
aftan á mig en vélstjórinn stóð bak-
borðsmegin og gat ekki snúið sér
undan brotunum og fékk því sjóinn
stöðugt framan í sig. Saltið brenndi
okkur og olian seinna meir, þegar
gulir flekkir af henni fóra að sjást á
sjónum.“ Skipveijamir héldu í fyrstu
að olían kæmi úr Goðanum þrátt
fyrir að þeim fyndist það ósennilegt,
en í raun barst hún frá ísfirska togar-
anum Hálfdáni frá Búð sem dældi
út olíu á þessum tíma í von um að
lægja öldurnar. Kristbjöm kveðst
halda að olían hafi borið einhvem
árangur. „Við sáum margoft þessu
stóra brot úti á víkinni en þau virt-
ust ekki ná til okkar, hvort sem þau
stöðvuðust vegna olíunnar eða vegna
þess að eitthvað annað stýrði þeim
fram hjá okkur. Þessir stóru skaflar
virtust bara deyja út. Stundum fóram
við þó í kaf, en þegar færi gafst
reyndum við að stappa í hvem annan
stálinu, hreyfa okkur eftir megni og
halda þannig á okkur hita.“
Þyrlurnar koma
Kristbjörn og félagar á Goðanum
horfðu á tilraunir björgunarsveitar-
manna til að skjóta til þeirra línu frá
fjöranni, en um 50 metra vantaði á
að hún næði til þeirra. „Þeir áttu
aðra línu sem þeir skutu ekki og
sögðu við okkur seinna að ef öll önn-
ur úrræði hefðu þrotið hafi þeir ætl-
að að freista þess að komast út í
Bergvíkina og skjóta línunni þaðan.
Það var síðasta von þeirra,“ segir
Kristbjörn. Brimið útilokaði að skip-
veijar syntu eða reyndu að láta haf-
ið bera sig til lands, auk þess sem i
sjónum veltust trossur og ýmislegt
brak sem þeir töldu líklegt að yrði
þeim líka að fjörtjóni. „Einhver
spurði þá Kristján hvort hann héldi
að það yrði hægt að nota þyrlu og
hann svaraði játandi. Hann mat
ástandið þannig að þær hlytu að
koma. Um þijúleytið sáum við að
mennimir á ströndinni fóra að baða
út öllum öngum og gefa okkur ein-
hvers konar merki. I fyrstu héldum
við að þeir væru að segja okkur að
beija okkur og viðhalda líkamshita,
en rétt áður en þyrlumar komu tók
einn þeirra upp á því að snúa sér í
hringi í fjörunni með hendumar
teygðar frá sér. Þá skildum við að
þyrlur væra á leiðinni."
Kristbjöm kveðst aldrei hafa fyllst
ótta þá tíma sem áhöfnin beið út í
Goðanum upp á von og óvon, en það
hafi samt sem áður verið ólýsanlegur
léttir að sjá þyrlurnar birtast fyrir
víkurmynnið. „Þeir unnu hratt og
af stórkostlegu öryggi, slökuðu sín-
um mönnum niður með hraði og
ákváðu í hvaða röð við værum hífðir
um borð. Þeir unnu frábært verk sem
maður fær aldrei fullþakkað, með
öflugum verkfæram sem við verðum
að eignast," segir Kristbjöm. „Ég
veit nú hversu stutt er á milli lífs
og dauða og eftir þessa reynslu
breytist lífsmat manns algjörlega.
Allt það hjóm sem maður er að velta
sér upp úr daglega er ekkert til að
hafa áhyggjur af lengur. Ég lít lífið
allt öðram augum í dag en fyrir
tveimur dögum síðan.“
Morgunblaðið/Kristinn
Heimkoman
ÓMARI Sigtryggssyni og Mary-
an Marino Krajacic fagnað með
blómum við komuna til Reykja-
víkur í gærkvöldi.
Bjartsýnir
á björgun
Bergvíkur
VARÐSKIPIÐ Týr er væntan-
legt til Vöðlavíkur í dag. Skip-
herrann mun ákveða í samráði
við fulltrúa tryggingafélags
Bergvíkur á staðnum hvort
reynt verður að draga skipið á
flot á flóðinu í dag eða á morg-
un. Jóni Trausta Guðjónssyni,
björgunarsveitarmanni frá
Eskifirði, sem var í fjörunni í
gær að undirbúa björgun skips-
ins, leist vel á að hægt yrði að
ná því út.
Bergvíkin hefur lítið haggast í
óveðrinu að undanförnu. I gær
lægði fyrir austan og var komið
ágætis veður í Vöðlavík að sögn
Jóns Trausta en enn talsvert brim.
Björgunarsveitarmennimir komu
jarðýtunni í gang sem þeir lentu í
vandræðum með í björgunarað-
gerðunum í fyrradag og ætluðu
þeir að koma taug í Bergvíkina á
fjörunni í gærkvöldi. Stærsti
straumur er í dag.
í gær sást aðeins í brú Goðans
upp úr briminu og brak innan úr
skipinu rak á sandinn. Talið er að
lítil verðmæti séu eftir í skipinu og
í gær voru ekki taldar líkur á því
að reynt yrði að bjarga því.
Sjóprófin í Reykjavík
Útgerð Goðans mun fara fram á
það við Héraðsdóm Reykjavíkur
að sjópróf vegna strands björg-
unarskipsins Goðans í Vöðlavík í
fyrradag fari þar fram. Héraðs-
dómari Austurlands féllst á þetta
í gær til þess að skipverjarnir
gætu fyrr komist heim til sín og
komu þeir til Reykjavíkur í gær-
kvöldi.
Í gær gáfu skipveijarnir sex sem
björguðust af Goðanum skýrslu hjá
lögreglumönnum á Eskifirði og
Neskaupstað. Skýrslur vegna
rannsóknar málsins verða einnig
teknar af björgunarmönnum í landi
og fleirum sem ástæða þykir til.
Ekki liggur fyrir hvenær sjóprófin
verða haldin.
VIÐ KOMUM TIL MOTS
VIÐ ÓSKIR ÞÍNAR...