Morgunblaðið - 12.01.1994, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JANÚAR 1994
21
Morgunblaðið/Agúst Blöndal
Björgunartækið skoðað
FJÖLDI fólks fékk að skoða björgunarþyrlurnar á Neskaupstað í
gær, meðal annars þessi barnahópur úr grunnskólanum og börnin
fengu að setjast upp í þyrlurnar eins og sést á þessari mynd.
Óvænt lending á Neskaupstað
Fjöldi fólks skoð-
aði þyrlurnar
^ Neskaupstað.
ÁHAFNIR varnarliðsþyrlnanna sem voru á Neskaupstað í fyrri-
nótt og fram að hádegi í gær leyfðu fólki að skoða þyrlurnar þar
sem þær stóðu á bílaplaninu við kaupfélagið. Fjöldi fólks, meðal
annars hópur ungra grunnskólabarna, kom að skoða þyrlurnar og
fengu allir sem vildu að setjast upp í þær. Þegar þyrlurnar tóku sig
á loft um hádegið veifaði fólkið til áhafnanna.
þangað líka og bakkaði inn á plan-
ið við hlið hinnar. Bletturinn sem
þær lentu á er mjög lítill. Voru
aðeins 5-7 metrar á milli endanna
á skrúfublöðum þeirra og annað
eins í hús báðum megin.
Vegfarendur lokuðu svæðið af
og drifu skipbrotsmennina tvo og
skipstjórann af Bergvíkinni upp í
bíla og óku þeim á sjúkrahúsið til
aðhlynningar.
Flugmennirnir vildu koma
mönnunum sem fyrst undir læknis-
hendur og virtust hafa komist í
einhveijar ógöngur. Þeir voru samt
mjög ánægðir að hafa getað lent
hérna.
Ágúst
Komu varnarliðsþyrlnanna bar
mjög brátt að síðdegis í fyrradag.
Enginn vissi að þeirra væri von,
þær ætluðu fyrst, til Egilsstaða og
síðan til Hornafjarðar, en komu svo
skyndilega niður úr sortanum hér.
Mætti þyrlu
Fólk heyrði í þyrlum en sá þær
ekki vegna lélegs skyggnis og
reiknuðu menn með að þær lentu
á flugvellinum. Á leiðinni þangað
mætti fréttaritari hins vegar ann-
arri þyrlunni þar sem hún hékk í
loftinu skammt frá götunni og
beið eftir að hin lenti á eina staðn-
um sem þeim leist á, bílaplaninu
við kaupfélagið. Hún flaug síðan
Yfirflugstjóri Landhelgisgæslunnar
Erfitt að þurfa
að snúa til baka
„ÞAÐ þurfti mikið harðfylgi til að klára þessa björgunaraðgerð
og það er mat mitt að mjög vel hafi verið að verki staðið. Eg óska
varnarliðsmönnunum til hamingu," sagði Páll Halldórsson, yfirflug-
stjóri Landhelgisgæslunnar, í samtali við Morgunblaðið um björgun-
arafrek áhafna varnarliðsþyrlnanna í Vöðlavík í fyrradag. Páll var
flugsljóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar sem einnig reyndi að fljúga
austur en varð fljótlega að snúa við vegna veðurs.
„Það sýndi sig enn einu sinni
að það var allt of vont veður fyrir
okkur. Við reyndum að fara austur
en það var mjög hvasst, úrkoma
og lélegt skyggni og við hreinlega
réðum ekki við aðstæðurnar á
okkar þyrlu. Það hefði verið óðs
manns æði að reyna frekar og
urðum við fljótlega að snúa við,
þó allir sem slíkt hafa reynt viti
að það var mjög erfið ákvörðun
þar sem við vissum hvað var í
húfi,“ sagði Páll.
Þrisvar sinnum stærri
Páll og félagar voru skaiTunt á
eftir vamarliðsþyrlunum, á svipaðri
leið þegar þeir þurftu að snúa við
yfir Þjórsá. Spurður að því af hveiju
varnarliðsþyrlurnar hefðu komist
en ekki íslenska þyrlan sagði Páll
að því réði stærðar- og aflsmunur.
Vamarliðsþyrlurnar væru þrisvar
sinnum öflugri en þyrla Landhelgis-
gæslunnar. „Við fylgdumst með
þeim úr stjórnstöð okkar og ég tel
að björgunin hafi verið frábær.
Þeir sýndu mikið harðfylgi að fara
þetta við mjög erfíðar aðstæður og
það mæddi mikið á þeim í þessari
ferð,“ sagði Páll.
„Mér finnst þessir atburðir sýna
enn einu sinni að við eigum ekki
nógu öfluga þyrlu til að takast á
við náttúruöflin á Islandi," sagði
Páll Halldórsson.
Tillögur til að jafna hlut innleiids skipasmíðaiðnaðar lagðar fram
Ríkisstyrkir ytra or-
sök slæmrar stöðu
SIGHVATUR Björgvinsson, iðnaðarráðherra, mun á föstudag leggja
til við ríkisstjórnina að tekin verði upp jöfnunargjöld og jöfnunartoll-
ar til hjálpar skipasmíðaiðnaði hérlendis. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi í gær þar sem ný skýrsla, unnin af nefnd á vegum iðnað-
ar- og viðskiptaráðuneytisins, var kynnt. I skýrslunni eru kynntar
aðgerðir til að rétta við samkeppnisstöðu hans og mælt með 13%
niðurgreiðslum. Þar keinur einnig fram að vandi skipasmíðaiðnaðar-
ins sé mikill, samdráttur hafi verið gífurlegur á undanförnum árum
og eiginfjárstaða fyrirtækjanna í greininni slæm. Helstu ástáeður
vandans eru raktar og kemur fram að íslenskur skipasmíðaiðnaður
væri fyllilega samkeppnisfær ef ríkisstyrkja nyti ekki við í sam-
keppnislöndunum.
I skýrslunni er lagt til að jöfn-
unargjöld komi til hér á landi til
þess að rétta hlut iðnaðarins og
rétta samkeppnisstöðu hans gagn-
vart erlendum skipasmíðafyrirtækj-
um. í helstu samkeppnislöndum ís-
lands á þessu sviði tíðkast ríkis-
styrkir og jöfnunartollar og álítur
nefndin það vera eina helstu ástæðu
þess að illa sé komið fyrir skipa-
smíðastöðvum hérlendis. í Noregi
eru ríkisstyrkir um 13% og 11,25%
í Efnahagsbandalaginu.
í skýrslunni segir að tekjur skipa-
smíðaiðnaðar hér á landi hafi
minnkað um 83% síðan 1987 og
velta fyrirtækjanna um 52%. Þessi
samdráttur er meiri en samdráttur
á botnfiskafla gefur tilefni til að
mati nefndarinnar, en fram til 1987
hafi verið samræmi milli þessara
tveggja þátta.
Samdrátturinn hefur leitt af sér
versnandi eiginfjárstöðu skipa-
smíðaiðnaðarins, sem hefur minnk-
að úr 35% árið 1988 í 3,9% árið
1992. Ársverkum í greininni hefur
fækkað úr 1.011 árið 1987 í 566
árið 1993, eða um 44%. Innlend
verðmætasköpun í skipasmíðaiðnað-
inum hefur tapast í hagkerfinu og
hefur fyrirtækjum i greininni fækk-
að út 19 árið 1990 í 12 árið 1993
eða um 40%.
Næsta verkefni að rétta hlut
fyrirtækjanna
Ingólfur Sverrisson, fram-
kvæmdastjóri Málms, samtaka
fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði,
sagði að félagið hefði síðastliðin 2-3
ár verið að beijast fyrir því að eitt-
hvað væri gert til að jafna sam-
keppnisstöðuna, nú væri búið að því
og hitt verkefnið eftir að rétta hlut
einstakra fyrirtækja. „Nú þarf að
fara að endurskipuleggja greinina,"
segir hann.
Órn Friðriksson, varaformaður
Samiðnar, Samtaka iðnfélaga, segir
að skýrslan staðfesti slæma stöðu
skipaiðnaðarins og að þjóðhagslega
hagkvæmt sé að vinna verkefnin
hér heima.
Tollar á nýsmíði skipa stærri
en 10 tonn
Breska ráðgjafarfyrirtækið
Appledore gerði úttekt á íslenskum
skipasmíðaiðnaði og komst að þeirri
niðúrstöðu að skipasmíðastöðvarnar
hér á landi væru fyllilega samkeppn-
isfærar við stöðvar erlendis ef ríkis-
styrkja nyti ekki við.
Ólíkt Sighvati mælir nefndin
frekar með niðurgreiðslum og telur
að ýmsir annmarkar séu á því að
taka upp jöfnunartolla. Sighvatur
vill hins vega setja tolla á nýsmíði
en greiða niður viðgerðir og breyt-
ingar. í þessu sambandi er verið að
tala um skip stærri en tíu tonn og
breytingar og viðgerðir sem kosta
meira en tíu millj. kr.
Nefndin telur að ýmislegt mæli
með að aðstoða íslenskan skipa-
smíðaiðnað og segir í skýrslunni að
aukning verkefna leiði til þess að
tekjur hins opinbera muni aukast
um allt að 22% og atvinnuleysisbæt-
ur lækka um allt að 16%. Ef nýsmíð-
ar fara fram erlendis tapi ríkið hins
vegar 20 millj.
Fleiri atriði en ríkisstyrkir erlend-
is eru nefnd sem ástæða slæms
gengis en þó segir í skýrslunni að
almenn efnahagskilyrði skýri ekki
slæmt gengi skipasmíðaiðnaðarins,
sem að einhveiju leyti má einnig
rekja til að útgerðarfélög hérlendis
hafi ekki gefið íslenskum fyrirtækj-
um kost á að bjóða í verkefni.
Bent er á í skýrslunni að þrátt
fyrir aflasamdrátt á síðustu árum
hafi orðið talsverð fjárfesting í nýj-
um skipum og reikna megi með ein-
hverri endurnýjun fiskiskipa m.a.
vegna aldurs fískiskipaflotans.
Tilkynning
um prófkjör sjálfstæðis-
manna í Reykjavík
Prófkjör um skipan framboðslista Sjálfstæðisflokksins
við næstu borgarstjórnarkosningar fer fram
30. og 31. janúar næstkomandi.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í Reykjavík, sem þar eru búsettir
og náð hafa 16 ára aldri prófkjörsdagana. Einnig þeir, sem skrá sig í Sjálfstæðisflokkinn
prófkjörsdagana, en þeir þurfa að hafa náð 18 ára aldri við borgarstjórnarkosningarnar
28. maí 1994.
Eftirtaldir frambjóðendur eru í kjöri:
Sigríður Sigurðardóttir, fóstra.
Sigurjón Á. Fjeldsted, skólastjóri.
Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur.
Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari.
Þórhallur Jósepsson, aðstoðarmaður samgönguráðherra.
Þorleifur Hinrik Fjeldsted, sölumaður.
Amal Rún Qase, stjórnmálafræðinemi.
Anna K. Jónsdóttir, lyfjafræðingur.
Árni Sigfússon, framkvæmdastjóri.
Axel Eiríksson, úrsmíðameistari.
Björgólfur Guðmundsson, framkvæmdastjóri.
Einar G. Guðjónsson, verslunarmaður.
Guðrún Zoéga, verkfræðingur.
Gunnar Jóhann Birgisson, lögmaður.
Haraidur Blöndal, hrl.
Heiga Jóhannsdóttir, húsmóðir.
Hilmar Guðlaugsson, múrari.
Inga Jóna Þórðardóttir, viðskiptafræðingur. ,
Jóna Gróa Sigurðardóttir.
Júlíus Hafstein, framkvæmdastjóri.
Katrín Gunnarsdóttir, húsmóðir.
Markús Örn Antonsson, borgarstjóri.
Ólafur F. Magnússon, læknir.
Páll Gíslason, læknir.
Kjósa skal fæst 10 frambjóðendur og flest 12. Skal það gert með því að setja tölustaf
fyrir framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð, sem óskað er að þeir skipi endanlega á
framboðslista.
Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram í Valhöll, Háaleitisbraut 1, alla virka daga frá kl.
9.00-17.00 og laugardaga frá kl. 10.00-12.00.
Nánari upplýsingar um prófkjörið prófkjörsdagana 30. og 31. janúar verða birtar innan
skamms. Yfirkjörstjórn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.